Þjóðviljinn - 08.01.1965, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 08.01.1965, Blaðsíða 2
SÍÐA HÚÐVILJINN Föstudagur 8. janúar 19é5 Verkalýðs- og sjómannafélag Hnífsdælinga fjörutlu ára ■ í myndarlegu jólablaði VESTFIRÐINGS er birt ýt- arleg og fróðleg grein um Verkalýðs- og sjómannafélag Hnífsdælinga og störf þess í 40 ár, en félagið var stofnað 26. desember 1924. Höfundur greinarinnar sem Þjóðvilj- inn birtir hér á eftir er Guðmundur H. Ingólfsson. llliillliiiiiiiiiillll Verkalýðs og sjómannafélag Hnífsdælinga er stofnað 28. desember 1924. Aðalhvatamaður að stofnun þess var hinn þjóðkunni jafn- aðarmaður Finnur Jónsson á Isafírði. Af fyrstu fundargerð sést, að Finnur Jónsson hefur haldið fyrirlestur um tilgang og stefnu verkalýðsfélaga, svo og störf þeirra í anda jafnaðarstefnunn- * . ar. Verkafólki á Hnífsdal var því við stofnun félagsins gerð góð grein fyrir því starfi, og þeirri ábyrgð, sem því fylgdi að vera meðlimur félagsins. Atvinnuástand i Hnífsdal á árunum 1920—1930 var líkt og í öðrum sjávarþorpum. Fólk lifði eingöngu á sjósókn og fiskverkun. Skipastóll lítill og ófullkom- inn. Atvinnuöryggi því ekki nema eins og veðurguðirnir og afla- brögð gáfu tilefni til. Vinnudagur verkafólks og sjómanna lítt takmarkaður, nema við þrek hvers einstak- lings, og aðbúnaður á vinnu- stað óbreyttur frá því fyrsta að fiskverkun hófst. Ofan á þetta bætist svo það. að samningar um kaupgjald ---------------------------TSéMt eru ekki til, ^n atvinnurek- endur ákvarða það sjálfir fyrir hvem einstakan verkamann, Við stofnun verkalýðsfélags- ins sjá atvinnurekendur, að breytinga má vænta og gera því sitt ítrasta til að hindra félagsstofnunina', eins og síðar mun sagt verða. Frá stofnfundi og fjTstu starfsárum. Á fyrsta fundi verkalýðsfé- lagsins er kosin bráðabirgða- stjóm til undirbúnings næsta fundar. Aðalmaður í þeirri stjórn var Magnús Guðmunds- son. Þann 11. janúar 1925 er svo kosin fyrsta formlega stjórn- in og skipuðu hana eftirtald- ir: Formaður Ingimar Bjarna- son, ritari Magnús Guðmunds- son, féhirðir Sigurjón Jóns- son. Varastjóm skipuðu: For- maður Ingimar Finnbjömsson. ritari Gísli Hjaltason og fé- hirðir Kristinn Bjömsson. A atkvæðagreiðslu á þessum fundi sést að 47 meðlimir hafa greitt atkvæði. Kjaramál á dagskrá. Á þriðja fundi félagsins, sem haldinn er 1. febrúar m tt JP s 1925, er fyrst rætt um kjara- mál, og gerir formaður þá samanburð á kaupgjaldi hér og á Isafirði. Umræðum um málið lýkur með samþykkt um að félagið beiti sér fyrir að ná samningum um sama kaup- gjald og greitt sé nú á Isa- firði. Þann 1. marz liggur fyrir svar atvinnurekenda við þessu sanngjarna erindi, en þeir sáu ekki ástæðu til samningagerð- ar og neituðu afdráttarlaust öllum viðræðum. Jafnframt boðuðu atvinnu- rekendur verðlækkun á fiski, ef um kauphækkun yrði að ræða. tw 4(pr M -----—% skaplegt lánleysi Morgunblaðið kemst í gær svo að orði í forustugrein: „Þegar þess er gætt að við íslendingar eigum nú betri og fullkomnari framleiðslu- tæki en nokkru sinni fyrr, og að afköst þeirra eru einnig meiri en áður þekktist, þá er það óskaplegt lánleysi og öf- ugstrejuni, að stór hluti framleiðslutækjanna skuli ýmist berjast í bökkum eða vera rekin með tapi“. Morgunblaðið segir að þetta „óskaplega lánleysi" stafi af þvi „að fslendingar geri nú, eins og oft áður, of miklar kröfur á hendur fram- leiðslu sinni“. Ekki kemur þessi ofmikla kröfugerð frá verkafólki sem hefur míklu lægra kaup i frystihúsum og öðrum fiskvinnslustöðvum en tíðkast til að mynda í Noregi. Ekki kemur hún heldur frá sjómönnum, því fiskverð i Noregi er 50% hærra en hér. Þannig ber það verkafólk sem í fyrra tryggði langtum meiri afköst í sjávarútvegi en áður hafa þekkzt mjög skarðan hlut frá borði ; sam- anburði við nágrannaþjóðir okkar og keppinauta. En hvaðan kemur þá hin of- mikla kröfugerð? Einar Sig- urðsson útgerðarmaður, fyrr- verandi þingmaður Sjálfstæð- isflokksins, lýsti því í út- varpsviðtali á mánudaginn var lið fyrir lið ' hvernig stjórnarvöldin sjálf ganga á undan í arðráni á útgerðinni og sannaði að hægt væri að tryggja hér muo hærra fisk- verð en í Noregi ef viðreisn- arstefnunni í sjávarútvegi væri aflétt. Hann.komst einn- ig svo að orði að Gunnar Thoroddsen fjármálaráðherra virtist ekki hafa hugmynd um hvernig hann mergsygi útgerðina, en hann hirti nú í ríkissjóð 50 aura af hverri gjaldeyriskrónu sem * aflað væri. Og þeir fjárplógsmenn sem ausa tugum og hundruð- um miljóna króna í verzlun- arhallir og hverskynns lúx- us, sem engin verðmæti skap- ar, sækja fjármuni sína að sjálfsögðu til útflutningsfram- leiðslunnar. Það er rétt hjá Morgun- blaðinu að það er mikið öf- ugstreymi að útflutningsat- vinnuvegimir skuli berjast í bökkum að loknu ári þegar framleiðsla þeirra nam nærri þúsund miljónum króna meira en dæmi eru til áður Það er frámunaleg uppákomr að hafa fjármálaráðherra sem ekkert veit hvað hann er a" gera að sögn þess flokksbró^ ur síns sem einna jimsvifr mestur er í sjávarútvegi. Þa' er í sannleika óskaplegt lán leysi að hafa í landinu við- reisnarstjóm sem getur eyði- lagt mesta góðæri sem lands- menn bafa notið. — A-istri. Það má hiklaust telja þessa ráðstöfun atvinnurekenda í Hnífsdal upphaf þeirrar sögu- legu viðureignar í kaupgjalds- baráttunni, sem þar fór fram síðar, eða í apríl 1927. Syrtir í álinn. Sókn hefst á ný. Eflaust hafa þetta verið gagnráðstafanir atvinnurek- enda gegn félagsstofnun- inni. Og_.. nýstöfnuðu félaginu verður úm“"rnegri~ að standa gegn heiftarlegum árásum at- vinnurekenda, því að frá 1. maí 1925 til 24 jan. 1927 eru engir fundir haldnir, og nokk- ur örvænting er ríkjandi um, að félagið nái að starfa áfram. En 24. janúar 1927 hefst raun- verulega starfsemi félagsins á ýmsum sviðum félagsmála, þá byrja afskipti þess af opinber- •um málefnum, góðgerðarstarf- semi og hin raúnverulega kjarabarátta, er varð svo sögu- leg. Vegna þessara tímamóta i sögu félagsins, vil ég gera stutt- lega grein fyrir fyrstu kaup- gjaldsbaráttu þess, en s.ú bar- átta var háð vorið 1927, nánar tiltekið frá 1.—12. apríl og er ein... Sögulegasta og harðasta kaupgjaldsbarátta sem sög- ur fara af. í stjórn félagsins eru þegar þessi þátfcur sögu þess gerist: Ingimar Bjarnason, formaður, Helgi Hannesson, ritari, Gunn- laugur Gunnlaugsson, féhirðir og meðstjórnendur Þóra Guð- mundsdóttir og Jakobína Guð- mundsdóttir. Síðarihluta vetrar 1927 ger- ir félagið stöðugar tilraunir til samningagerðar um kaupgjald og vinnutíma við atvinnurek- endur á Hnífsdal. Allar slíkar tilraunir bera engan árangur, og endirinn verður sá, að félagið samþybk- ir að auglýsa kauptaxta, sem á að taka gildi 1. apríl. Algjör eining var í félaginu um kauptaxtann, en hann fól í sér nokkra kauphækkun og stvttingu vinnudagsins úr 14 i-i,,ifi<nst""J.iim í 12, og var 4 almannafæri svo- Kaunf axti „Vcrkalýðsfélags ’in'fsrlælinira". Kaupgjald karla: Virka daga frá kl. 6 árd. Kr. til kl, 6 síðdegis ...... 0.90 Eftirvinna frá kl. 6 síðd. til kl. 10 síðdegis ...... 1.20 Næturvinna frá kl. 10 síðd. til kl. 6 árd........... 1.50 Helgidagavinna allan sólarhringinn .......... 1.50 Upp-og frams'kipun allan sólarhringinn ........... 1.50 Kaupgjald kvenna: Virka daga frá kl. 6 árd. til kl. 6 síðdegis ..... 0.65 Nætur- og eftirvinna frá kl. 6 síðd. til 6 árd. .. 0.80 Helgidagavinna allan sólarhringinn .......... 0.80 Upp- og framskipun allan sólarhringinn ........... 0.80 Ákvæðisvinna (akkord): greiðist jafnt og yfir ár 1926, en það var: Á málfisk kr. 1.60 pr. skpt. Á Labrador kr. 1.25 skpt. Framanritaður kauptaxti gengur í gildi 1. apríl 1927 og gildir á meðan ekki er öðruvísi ákveðið. Allir þeir, sem hugsa sér að stunda vinnu í Hnífsdal á komandi vori og sumri, eru alvarlega áminntir um að víkja ekki í neinu, er þeir ráða sig, frá kaupi þvi, sem ofangreind- ur taxti sýnir. Hnífsdal í marz 1927. Stjórmn. Tilboð atvinnurekenda. Atvinnurekendur voru ek'ki til viðtals um kauptaxtann, en sendu félaginu eftirfarandi til- boð um kaupgjald: Karla: Dagvinna frá kl. 6 árd. .Kr, til kl. 8 síðd.......... 0.60 Eftirvinna frá kl. 8 síðd.. til 6 árd.............. 0.90 Sunnudagsvinna greiðist .'. með sáma kauþi óg’ éftirv'..... Konur: Dagvinna frá kl. 6 árd. til kl. 8 síðd.......... 0.40 Eftirvinna frá kl. 8 síðd. til kl. 6 síðd.......... 0.60 Sunnudagavinna greiðist með sama kaupi og eftirv. Ákvæðlsvinna: Á málfiski kr. 1.00 pr. skpt. Á Labra, keilu, ýsu, ufsa o.fl. kr. 0.80 pr. skpt. Framanritaður kauptaxti®- gengur í gildi 1. apríl 1927 og gildir til 1. október sama ár. Kauptaxti þessi miðast við það, að við viljum 'reyna að halda því verði á blautfiski, sem nú er, yfir komandi vor- vertíð. Aftur á móti, verður . við neyddir til þess að víkja frá framangreindum kauptaxta, er miði • til hækkunar á honum, læklcum við fiskinn að því skapi, sem kauptáxtinn kynni að hækka frá því sem hann er hér með ákveðinn af okkar hálfu. Málið á fiskinum höfum við ákveðið eins og það nú er. Hnífsdal 22. marz 1927. Valdimar Þorvarðsson Hálfdán Hálfdanarson Jónas Þorvarðsson Helgi Kristjánsson F.h. Verzl Guðm. Sveins- sonar Einar Steindórsson. Svar verkafólks — vinnustöövun boðuð. Þetta ákveðna tilboð at- vinnurekenda er rætt á fundi í félaginu 29. marz 1927. Og því er svarað á þann veg, að samþykkt er í einu hljóði að halda fast við auglýstan taxta lélagsins, og boðuð vinnustöðv- un 1. apríl hafi samningar ekki tekizt. Atvinnurekendur töldu sér þó fært að ráða niðurlögum félagsins og neituðu samning- ,um jafnframt því, sem þeir Ingimar Bjarnason, fyrsti formaður félagsins, 1925—1936. Með- stjórnandi árin 1936—1948. gerðu ítrekaðar tilraunir til að sundra félagssamtökunum. En nú var félagið undirbúið, og samtökin stóðust raunina. Vinnustöðvun varð 1. apríl og þátttaka mjög almenn. — Því til sönnunar er rétt að nefna það, að á fundi í verkfallsbyrj- un gengu 13 karlar og 6 konur í félagið. Á þeim sama fundi mætti Finnur Jónsson og hélt ræðu. Hann talaði um einingu fé- lagsmanna og... kraXt.-..fé)ag.t«:t5. gegn. kúgun atvinnurékenda, sem með aðstoð bankavalds- ins á Isafirði höfðu lokað sölu- b'úðum 'óg fshúsi ..fyrsta vgrk:-{ 'fálls'dáginn. Vár neitað að af- henda matvæli til fólks, sem óskaði þess og átti þau geymd í íshúsinu. Jafnframt settu at- vinnurekendur verkbann á sjó- menn og hættu öllum fisk- kaupum. Stríðsyfirlýsing. Atvinnurekendur gáfu út op- inbera stríðsyfirlýsingu, — sem fræg varð, og er rétt að Hún fylgi hér með. Hún var svohljóðandi: „Með því að lánastofnanirn- ar á Isafirði hafa tilkynnt oss, að allar útborganir frá bönk- um okkar vegna verði stöðvað- ar, og jafnframt fyrirskipað að loka sölubúðum og íshúsum, þá leyfum vér oss ’ að tilkynna, að sölubúðum okkar og íshúsi verður lokað fyrst um sinn. Hnífsdal, 1. apríl 1927. Jónas Þorvarðsson, Hálfdán Hálfdánsson, f.- Valdimar Þorvarðsson ’ V. B. Valdem. F.h. db. Guðm Sveinssonar Einar Steindórsson.” Kaupgjaldsbaráttan komst því strax 1. apríl á það stig, að atvínnurekendur beittu ein- dæma ráðstöfunum, gerðu m. a. beina tilraun til að svelta verkafólk til hlýðni. Þeir gáfu engan kost á að kaupa nauðsynleg matvæli í þeim sölubúðum, sem þeir réðu yfir, og neituðu fólki að ná eigin matvælum úr íshúsinu. Þessum ráðstöfunum var engu síður skellt á verkafólk og sjómenn, þó að verkalýðs- Framhald á 9. síðu. Þjóðdansafélag Reykjavíkur Kennsla hefst aftur mánudaginn 11. janúar. Nýtt námskeið fyrir byrjendur í gömlu dönsunum kl’ 8. — Klukkan 9 og 10 veþða framhaldsflokkar í gömlu dönsunum. Innritun daglega frá kl. 5—7 í síma 12 5 07 og í Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu á mánudaginn frá klukkan 7. Kennsla í öðrum flokkum er á sama tíma og var fyrir jól. Þjóðdansafélagið. CONSUL CORTINA bllalelga magnúsai* slclpholtl 21 slmapj 21190-21185 ^laukur (^u&mundóaon HEIMASÍMI 21037 i t

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.