Þjóðviljinn - 03.03.1965, Síða 3
Miðvikudagur 3. marz 1965
ÞJÖÐVILJINN
SlDA 3
Þúsundir spænskra stúdenta
á mótmælafundi í Madrid
Samúðaraðgerðir félaga þeirra í öðrum borgum,
átök við lögregluna, 40 stúdentar handteknir
MADRID 2/3 — Um fimm þúsund stúdentar söfnuðust í
dag saman við byggingu menntamálaráðuneytisins í Mad-
rid, enda þótt lögreglan hefði bannað mannsafnaðinn. Stúd-
entar báru fram kröfur um meira frjálsræði í háskólan-
um, en barátta þeirra beinist gegn öllu stjórnarfarinu og
er talin geta orðið afdrifarík.
Hundruð lögreglumanna
ruddust gegn fylkingu stúdenta
og reyndu að dreifa þeim. Þeir
lömdu með kylfum sínum til
beggja handa og munu margir
hafa um sárt að binda, en um
fjörutíu stúdentar, þaraf marg-
ar stúlkur, voru teknir hönd-
um.
Lögreglan reyndi að koma í
veg fyrir að stúdentar héldu
kyrru fyrir við menntamála-
ráðuneytið og flestir hlýddu fyr-
irmælum hennar um að halda
áfram göngunni.
Frétzt hefur að sl. nótt hafi
allmargir leiðtogar stúdenta
verið handteknir til viðbótar
þeim sem þegar sitja í fang-
elsi, en sú frétt hefur ekki
fengizt staðfest.
Ábvörðunin um mótmæla-
Frönsk blöð:
Skipun Zoríns boðar aukið
samstarf Rússa og Frakka
PARlS 2/3 — Frönsk blöð ræða
í dag um skipun Valerians Zor-
in í embætti sendiherra Sovét-
ríkjanna í París, en haft var
eftir áreiðanlegum heimildum í
gær að hann myndi leysa af
Sergei Vinogradof innan skamms.
Þetta hefur ekki enn verið
staðfest opinberlega, en er talið
fullvíst. Vinogradof hefur verið
sendiherra í París í tólf ár, eða
raiklu lengur en venjan er að
sendiherra sé hafður á sama
stað. Hann hefur jafnan haft
mjög náið samband við de
Gaulle, einnig áður en de Gaulle
tók við völdum, og honum hefur
verið þökkuð mjög batnandi
sambúð landanna að undan-
förhu.
Ekki er talið að mannaskiptin
muni tákna afturhvarf frá þeirri
þróun, heldur miklu fremur að
samstarf ríkjanna muni aukast.
Ihaldsblaðið .L’Aurore’ telur að
með skipun Zorins, eins af
æðstu mönnum sovézku utanrík-
isþjónustunnar sé verið að leggja
áherzlu á sameiginlega afstöðu
Sovétríkjanna og Frakklands í
ýmsum helztu alþjóðamálum.
I dag var tilkynnt að Andrei
Gromiko utanríkismélaráðherra
Valerian Zorin
myndi koma í opinbera heim-
sókn til Parísar 25. apríl. Couve
de Murville mun síðar á árinu
fara til Moskvu.
Viiræiur hufnur ú
fundinum í Moskvu
MOSKVU 2/3 — Viðræður eru nú hafnar á fundi nítján
kommúnistaflokka sem hófst í Moskvu í gær, en ekkert
hefur af þeim frétzt, enda ekkert á fundinn minnzt í sov-
ézkum blöðum.
Til fundarins hafði verið boð-
ið fulltrúum 25 flokka, auk sov-
ézka flokksins, en flokkar í sjö
löndum hafa ekki þegið boðið:
Kína, Norður-Kóreu, Norður-
Vietnam, Japan, Indónesíu, Al-
baníu og Rúmeníu. Ýmsir þeirra
flokka sem fulltrúa sendu, eins
og t.d. flokkarnir í Póllandi, á
Italíu og í Bretlandi, hafa látið
í ljós vantrú á að fundur af
þessu tagi geti komið að gagni
til að auka samheldni innan
hinnar alþjóðlegu hreyfingar,
einkum eftir að ljóst var að
Kínverjar og þeir sem þeim
fylgdu að málum myndu ekki
senda neina fulltrúa.
Að undanskildum þeim flokk-
um sem Kínverjum fylgja eiga
flestir helztu flokkar kommún-
ista fulltrúa á fundinum og gefst
þar tækifæri fyrir þá að kanna
hin ýmsu sjónarmið sem nú gera
vart við sig í hreyfingunni.
Fréttaritari Reuters segist hafa
heimildir fyrir því að auk al-
mennra umræðna fullskipaðs
fundar, muni einnig haldnir
fundir einstakra flokka.
Það er ekki búizt við því að
fundurinn sem upphaflega var
ætlað að undirbúa alþjóðaráð-
stefnu um níutíu flokka standi
lengi og ekki er heldur gert ráð
fyrir að nokkrar samþykktir
verði gerðar eða ákvarðanir
teknar um slíka alþjóðaráð-
stefnu.
fundinn í dag var tekin á
miklum æsingafundi sem um
5.000 stúdentar héldu í gær til
að fylgja eftir kröfum sínum
um aukið frelsi. Ein þeirra er
að stúdentar fái sjálfir að
kjósa sér forystu, en hingað til
hefur einvaldsstjórnin skipað
hana. Verði látið undan þeirri
kröfu myndi það verða verk-
lýðsfélögum landsins fordæmi,
en þau búa einnig við stjórn-
skipaða forystu. Það er m.a.
þess vegna sem Franco-stjórnin
hefur verið svo treg til að verða
við kröfum stúdenta.
Róstur í Eyjum
Framhald af 12. síðu.
Vestmannaeyjabæjar og flug-
vallarins.
Þar hafði verið stolið tals-
verðu magni af sprengiefni. Haf-
in var rannsókn, og klukkan niu
í gærkvöld var sprengiefninu
skilað á lögreglustöðina. Höfðu
einnig verið þar að verki ung-
lingspiltar úr bænum, fjórir
talsins.
í gær gerði ofsaveður i Eyjum
og í því veðri fauk olíugeymir
og vinnupallur undan honum.
Timbur úr pallinum lenti á bif-
reið, er stóð þar skammt frá og
skemmdist hún nokkuð.
Flestallir Eyjabátar hafa nú
leitað hafnar vegna veðurs.
Rajakovic
Bdfíuug sprukk ú
skotpuiii í USA
KENNEDYHÖFÐA 2/3 — Eldflaug af gerðinni Atlas-Cent-
aur sem kostaði tæpar 400 miljónir króna að smíða og átti
að bera á loft tunglfar af gerðinni Surveyor sprakk og
gereyðilagðist á skotpallinum á Kennedyhöfða í dag.
Það liðu þrír klukkutímar frá
því sprengingin varð þar til 120
starfsmenn tilraunastöðvarinnar
sem voru við eldflaugarskotið
gátu komizt út úr steinsteypu-
byrgi sínu. Eldtungur teygðu sig
langt frá flauginni sem sjálf er
á hæð við tíu hæða hús. Þar sem
mikil hætta var á að eldurinn
bærist í eldneytisgeyma í ná-
Vægur fange/sisdómur yfir
samverkamanni Eichmunns
VlNARBORG 2/3 — Einn af
samverkamönnum Adolfs Eich-
manns í hinum skipulögðu morð-
um nazista á gyðingum á stríðs-
árunum, dr. Erich Rajakovic, var
í dag dæmdur í hálfs þriðja árs
fangelsi fyrir að hafa stjómað
þeirri deild þýzku lögreglunnar
sem sendi gyðinga frá Hollandi
til útrýmingarbúðanna.
Dómstóllinn komst að þeirri
niðurstöðu að Rajakovic, sem nú
nefnir sig Raja, hefði borið á-
byrgð á dauða 83 hollenzkra
gyðinga sem myrtir voru í
Auschwitz eftir að hann hafði
látið senda þá þangað.
Þessi vægi dómur er í sam-
ræmi við refsingar sem vestur-
þýzkir dómstólar hafa dæmt
stríðsglæpamenn í. Fyrirskömmu
var þannig einn af helztu böðl-
um nazista, Krumey, sem talinn
var bera ábyrgð á dauða um
hundrað þúsund manna, dæmd-
ur í Stuttgart í fárra ára fanga-
vist.
grenninu sem hefðu þá einnig
sprungið í loft upp var skotlið-
inu öllu haldið innan dyra, þar
til hættan var liðin hjá.
Talsmaður bandarísku geim-
ferðastofnunarinnar NASA sagði
ao aðalhreyfill flaugarinnar hefði
stanzað skömmu eftir að hann
var settur í gang og þá kvikn-
aði í hjálparhreyfli og var þá
ekki við neitt ráðið. Eldsneytið
í flauginni var fljótandi vetni.
Engan mann sakaði við
sprenginguna, en hætt er við að
hún verði enn til að tefja fyrir
undirbúningi Bandaríkjamanna
að mennaferðum til tunglsins.
Surveyor-farið sem Atlas-Cent-
aur flauginni var ætlað að bera
á loft á að lenda á tunglinu og
senda til jarðar vitneskju um yf-
irborð þess. Það var þó ekki
ætlunin að Surveyor-farið sem
átti að skjóta á loft í dag lenti
á tunglinu, heldur var tilraunin
til undirbúnings slíkri lendingu.
Haft eftir Kosygin að boðið
Johnsons standi enn þá
En varaði jafnframt Bandaríkjamenn við að halda
áfram ofbeldisárásum sínum á sósíalistískt ríki
Bonn fær ekki endurgreidd
lún ef aðstoð verður hætt
KAIRÖ 2/3 — Walter Ulbricht, I hann gekk um borð í skipið
forseti Austur-Þýzkalands, lauk „Völkerfreundschaft” í Port
i dag átta daga opinberri heim- Said.
sókn sinni í Egyptalandi þegar | Nasser forseti sagði i gær í
viðtali við „Washington Post” að
Egyptar myndu stöðva endur-
greiðslur á lánum sem þeirhafa
LEIPZIG og WASHINGTON 2/3 — Kosygin, forsætisráð-
herra Sovétríkjanna, ræddi við blaðamenn á kaupstefn-
unni í Leipzig í gær og hafa þeir eftir honum að boð sov-
étstjórnarinnar til Johnsons forseta að koma til Moskvu
standi enn, þrátt fyrir loftárásir Bandiaríkjamanna á
Norður-Vietnam.
Ekki er þó alveg Ijóst hvort
þarna er rétt með farið. I
frétt Reuters frá Leipzig seg-
ir að einn fréttamannanna hafi
spurt Kosygin hvort hann teldi
að Johnson væri fús að koma
til Moskvu, en svar forsætis-
ráðherrans hafi verið ógreini-
legt. Túlkurinn sagði á þýzku
„mjög ánægjulegt“, en ekki
var ljóst hvort það voru orð
Kosygins, eða túlksins sjálfs.
Við spurningu annars frétta-
manns hvort Kosygin teldi að
ástandið í Vietnam væri svo
tvisýnt að það útilokaði heim-
sókn Johnsons gaf hann þetta
svar: — Við sendum Johnson
forseta bréf um þetta mál og
allir vita að ég sendi það og
þér ættuð að vita það líka,
sagði hann við fréttamanninn.
Ayuh Khan Pakistanforseti
kom til Peking / gærmorgun
PEKING 2/3 Hundruð þúsunda
manna fögnuðu Ayub Khan, for-
seta Pakistans, þegar hann kom
til Peking í opinbera heimsókn
í morgun.
Ayub Khan mun dveljast í
Kína í vikutíma og eiga við-
ræður við kínverska ráðamenn.
Ætlunin er að undirrita samn-
ing um aukin viðskipti og
menningarsamstarf Kína og Pak-
istans og sennilega verður einnig
samið um pólitískt samstarf ríkj-
anna, en sambúð þeirra hefur
farið ört batnandi að undan-
fömu og þau hafa settniðurmeð
samningum allar deilur sem voru
á milli þeirra um landamærin.
Þeir Líú Sjaosji og Sjú Enlæ
forsætisráðherra tóku á móti
Ayub Khan á flugvellinum, en
kinvcrskar orustuþotur höfðu
fylgt flugvél hans frá landamær-
unum.
Varðandi þessi orðaskipti í
Leipzig sagði talsmaður John-
sons forseta í gærkvöld að fyr-
ir mánuði hefði sovétstjórnin
sent honum munnlegan boð-
skap þess efnis að hann væri
velkominn ef hann afréði að
beimsækja Sovétríkin. Það
mátti hins vegar ráða af orð-
um hans að bréf það sem Kosy-
gin talaði um hefði ekki kom-
ið til skila.
Aðvörun
Kosygin varaði Bandaríkin
annars við afleiðingum af
hættulegum ögrunaraðgerðum í
Austur-Asíu og sagði að Banda-
ríkjamönnum skjátlaðist ef þeir
héldu að þeir gætu stundað of-
beldisárásir á sósíalistískt land
án þess að fyrir það yrði
hefnt. Hann kvað ástandið i
Vietnam vera geigvænlegt.
Á heimleið
Kosygin, fór frá Leipzig í dag
heim á leið. Hann kom við í
Austur-Berlín og skoðaði múr-
inn á mörkum borgarhlutanna.
í fylgd með honum voru Willi
Snjóflóð féll á
ferðamannabíl
SALZBURG 2/3 — A.mJc. þrett-
án manns biðu bana þegar
snjóflóð féll á langferðabíl
þeirra um 70 km fyrir suðaust-
an Salzburg í AusturríkL Með
bílnum var hópur sænskra
ferðamanna.
Stoph forsætisráðherra og yfir-
maður sovézka hersins í Austur-
Þýzkalandi, Kosévoj hershöfð-
ingi. Kosygin heldur til Moskvu
í fyrramálið.
Unglingarnir
unnu
landsliðið
f gærkvöld fór fram á Háloga-
landi leikur milli landsliðs í
handbolta og unglingalandsliðs
þess er fara á til Norðurlanda-
keppninnar, sem verður nú inn-
an skamms.
Lauk leiknum svo að ungling-
amir sigruðu eftir skemmtileg-
an leik af beggja hálfu, en ung-
lingalandsliðið stóð sig sérstak-
lega vel og var vel að sigrin-
um komið.
Fyrri þálfleik lauk með 12—15
mörkum fyrir unglingana og
leiknum öllum með 27:25.
Nánar verður sagt frá leikn-
um á morgun.
■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■»■■■■■■!
Nasser forseti
fengið frá Vestur-Þýzkalandi, ef
Bonnstjómin stendur við þá
ákvörðun sina að svipta Egypta
allri efnahagsaðstoð í refsiskyni
fyrir heimboðið til Ulbrichts.
Hér mun vera um að ræða upp-
hæð sem nemur 70 miljónum
sterlingspunda, eða á 9 miljarð
íslenzkra króna, þegar með er
talinn halli Egypta megin á við-
skiptajöfnuði landsins.
Ulbricht forseti var kvaddur
með sömu viðhöfn og tekið var
á móti honum, skotið var úr
fallbyssum og þjóðsöngvar leikn-
ir, og mun það í Bonn verða tal-
in enn ein sönnun fyrir þvf að
Egyptar hafi viðurkennt austur-
býzku stjómina, þótt það hafi
ekki verið gert formlega enn.
1 sameiginlegri yfirlýsingu sem
gefin var út eftir viðræður
þeirra Ulbrichts og Nassers, seg-
ir að Austur-Þjóðverjar muni
auka lánveitingar sínar til
Egypta upp í sem svarar 4,3
miljörðum ísl. kr. og gert er ráð
fyrir frekari aðstoð.
'■■■•■■■■■■■■■«■■»■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■•■•«
Bandaríkjamenn rúðast á
hermenn Saigonstjórnar
SAIGON 2/3 — Þrjár bandarískar sprengjuflugvélar réðust
fyrlr mistök á sunnudaginn á eina af stöðvum Saigonstjórn-
arinnar í skóglendinu um 80 km fyrir austan höfuðborgina.
Fjórir hermenn úr stjómarhernum vom drepnir og fimmtán
særðust. Hver þota varpaði fjórum sprengjum sem hver
var 229 kíló. Árásin var gerð á þeim slóðum þar sem Banda-
ríkjamenn lögðu I mestu hernaðaraðgerð sína í stríðlnu í
Suður-Vietnam.