Þjóðviljinn - 03.03.1965, Qupperneq 10

Þjóðviljinn - 03.03.1965, Qupperneq 10
/ 1Q SIÐA ÞI6DVILJINN Miðvikúdagur 3. marz 1965 Skáldsaga eftir M. M. KAYE sýnast róleg og æðrulaus. Strax að lokinni máltíð, afsakaði hún sig. Þegar hún kom út á ver- öndina, sá hún ruth (uxavagn) sem verið var að spenna tvo uxa fyrir. — Það er Begum (furstafrúin), Sahiba, sagði éinn vikapilturinn þegar Vetra spurði. Furstafrúin varð að doka við vegna brotins vagnhjóls. sem nú er búið að gera við. Hún ætlar að gista í litlu þorpi á leið sinni. Hún er á leið til heimilis síns í Oudh. Vetra gekk hægt eftir rykugri veröndinni; þegar hún kom að herbergisdyrum sínum, stanzaði hún. Ég er frá Oudh, og er líka á leið heim til mín. Hugsunin vakti með henni nýjan kjark, og hún fór til baka og tók í hönd- ina á Carlyon og þakkaði honum fyrir hjálpina. Hann tók um hönd hennar, en sleppti henni ekki .. Það hafði áður hvarflað að honum að taka hana með valdi, en það var áður en hann hafði orðið svo ástfanginn af henni Hann ætlaði ekki að beita vænt- anlega eiginkonu sína valdi. Hann ætlaði að sýna henni til- litssemi og blíðu. En þegar hann 6nerti litla, grannvaxna hönd- ina, missti hann allt í einu stjóm á sér. Smurt brauð Snittur brauð bœr við Óðinstorg Sími 20-4-90 FLJUGUM ÞRIDJ UDAGA FIMMTUDAGA LAUGARD.AGA FRÁ RVÍK KL. 9.30 FRÁ NORÐFIRÐI KL. 12 F L U G S Ý N SÍMAR: 18410 18823 HÁRGREIÐSI.AN Hárgreiðslu- og snyrtistofa STEINU og DODO Laugavegi 18 III hæð dvfta! StMl 2 46 16 P E R M A Garðsenda 21 — SIMI: 33-9-68 Hárgreiðslu- og snyrtistofa D O M U R 1 Hárgreiðsla við ailra hæfi — TJARN ARSTOFAN — Tjarnar- götu 10 - Von a rst rætismegin — SÍMl 14 « 62 Hann þrýsti heita höndina og kyssti hana ástríðufullt og ofsa- lega, eins og hann hafði kysst hana eitt sinn áður. En frásögn herra Carrolls og svik Alexar höfðu deyft minninguna um þá kossa — vegna ákafa hennar i að komast til Conways. Hún reyndi að draga að sér höndina, en hann hélt fast um hana og kyssti hana áfergjulega hvað eft- ir annað. Þegar hann leit upp til hennar var augnaráð hans jafn áfergjulegt og ofsalegt og koss- HARGR EIÐSLUSTOF A AUST URBÆJAR - Maria Guðmunds- dóttir Laugavegi 13 — SlMl 14 6 56 - NUDDSTOFAN ER A SAMA STAÐ ar hans. Æsingur hans var jafn óskiljanlegur og hann var skelfi- legur, og Vetra fékk óljóst hug- boð um að sú ástríða sem hún hafði vakið, hefði náð algeru valdi á honum. Hann sleppti hönd hennar og hún sneri sér við, hrasaði um þröskuldinn og hljóp inn í herbergi sitt. Hún lokaði dyrunum og hall- aði sér upp að hurðinni, unz hún fann slagbrandinn og skaut hon- um fyrir. Lítill olíulampi varp- aði ferlegum skugga af stóru krínólínunni yfir grófgerða mottuna og bera, hvítkalkaða veggina, þegar hún reikaði að lágu rúminu og settist. Hún gat varla staðið á fótunum og slitr- óttar hugsanir liðu um í ringl- uðum kolli hennar, eins og næt- urflugumar kringum sótugt lampaglasið. Hún hefði átt að skilja, að það var hreinasta fjarstæða að þiggja boð Carlyons um að fylgja henni til Injorel Hvemig hafði henni dottið í hug að leggja upp i lang- ferð með honum einum? Hvað kom til að hún hafði haft að engu fyrri áleitni hans? Hvemig gat hún verið svo heimsk að halda að hann léti nota sig sem verkfæri f hendi konu? Hvað skyldi Conway halda um þennan flótta? Júlíu frænku fyndist hún siálfsagt blygðunarlaus og mann- orð hennar gersamlega eyðilagt. Ef til vill liti Conway eins á? Gæti það skaðað hann sem sendiherra að hún hagaði sér svona heimskulega? Hún hafði nú aðeins um eitt að velja, og það var að yfirgefa póstskálann. Hún hafði óljóst hugboð um að mannorði konu væri ekki öldungis fyrirgert nema hún hefði — án fylgikonu — sofið undir sama þaki og karlmaður. Hún hafði aðeins ver- ið megnið af deginum samvist- um við Carlyon og gæti því hreinsað sig í augum sjálfrar sín og Conways með því að fara samstundis burt úr húsinu. En hvemig átti hún að kom- ast burt. Hvert átti hún að fara? Hún gat ekki snúið við og hún vildi ekki biðia Carlyon lávarð um leyfi til að halda áfram ein. El hann segir nú nei? Eða .. Háværar raddir fyrir utan og hljómur f uxabjöllum vöktu at- hygli hennar. Ferðafólkið sem var að leggja af stað! Auðvitað! Hún ætlaði að biðja frúna frá Oudh ásjár. Enginn kvenmaður myndi neita henni um hjálp sína. Ög Lunjore var aðeins smásnöl úr leið til Oudh .. Hún reis á fætur. einbeitt á svip, og þegar hún minntist þess hve fylgdarlið indversku frúar- innar var fjölmennt, lyfti hún rósótta bómullamilsinu og losaði krínólínuna. Stífað miliipilsið og grindin sigu f gólfið. Hún steig f skyndi uppúr grindinni, greip hana og vaðsekkinn og hljóp til dvra. Það marraði f hjörunum þegar hún opnaði með varúð. en ver- öndin var tóm. Kringum skraut- legan uxavagninn stóð fylgdar- liðið masandi og beið í bjarma blysa og olíulampa. Indverska frúin var þá ekki enn farin af stað. Vetra vöðlaði saman pils- inu og með það í annarri hendi og vaðsekkinn í hinni. hljóp hún að vagninum. Dyrnar voru ólæstar og hún heyrði kvenraddir fyrir innan, hún lauk upp og steig inn. Inni voru þrjár konur. Ung og óvenju falleg kona, klædd eins og múhameðstrúar hefðar- kona, f silkitúniku og víðum brókum, rykktum að öklum, og tvær rosknar konur, bersýnilega bjónustur. önnur þeirra rak upp lágt óp þegar hún kom auga á útlendu konuna. Vetra bar fingurinn upp að vörunum í aðvörunarskyni. Hún sagði þeim frá vandræðum sín- um og bað þær um að leyfa sér að fara með þeim. Unga, ind- verska konan hlustaði með gal- opin augu af undrun, og þegar Vetra þagnaði, klappaði hún saman lófunum og sagði: En það er dásamlegt að heyra feringhi tala eins og einn af okkur! Hver eruð þér? Hvert er nafn yðar? Vetra. Vetra de Ballesteros? Ætlar furstafrúin að vera svo göfuglynd .... — Hvað þá? Hvað sögðuð þér? spurði unga stúlkan með ákefð. Hún þreif lampann sem stóð á gólfinu og lyfti honum svo að Ijósið féll á andlit Vetru. Vetra hálfblindaðist af ljósinu og unga konan starði á hana frá öllum hliðum. — Það ert þá þú. Allah Keri- mast! Litla systir, þekkir þú mig ekki? — Það .... það .... held ég ekki .... stamaði Vetra undr- andi. — Ameera .... manstu ekki eftir Ameeru? Ertu búin að gleyma Gulab Mahal og Júan- ítu furstafrú, móður minni og sögunum sem nani sagði okkui unn á húsþakinu? Elzta konan, þrekin gráhærð kona, rétti fram handleggina: Ai Ai! Það er Chota Moti! Það er litla eftirlætið hennar Zob- eidu, sem ég gaf þrjóst þegar hún var bam i reifum! Vetra starði agndofa á þær og vissi ekki hvaðan á sig stóð veðr- ið. Anna María! Augu hennar fylltust tárum og hún hvíslaði lágt: Þú ert Anna María; Og allt 1 einu lágu þær í örmum hvor annarrar, hlæjandi og grátandi af gleði. Það varð allt í einu ókyrrð fyrir utan vagninn og Vetra tók viðbragð og hlustaði. Anna María, þú ætlar að taka mig með, er það ekki? Ég get ekki verið hér kyrr. — Auðvitað, litla frænka og fóstursystir. Við erum að leggja af stað. Fólkið mitt er að ferð- búast. — Við skulum fara eins fljótt og hægt er. Ég .... Carlyon lá- varður má ekki vita að ég fer í kvöld. — Eins og þú vilt, sagði Am- eera, og á leiðinni áttu að segja mér frá þessum feringhi sem þú vilt komast burt frá. Er hann maðurinn þinn? — Nei .... það er .... ég get ekki útskýrt það núna. Ameera hló. Það gerir ekkert til, litla Perla — manstu að það var gælunafnið þitt í kvenna- búrinu? Sjáðu til! Við getum klætt þig í bourquna hennar Hamidu. Hún greip hvíta bómullarburu sem lá á gólfinu og steypti henni yfir höfuðið á Vetru. Þetta var flík sem líktist mest tjaldi og huldi hana frá hvirfli til ilja, en fyrir framan enni og augu var gróft net, þannig að hægt var að sjá án þess að sjást sjálf- ur. Svona! hrópaði Ameera sigri hrósandi. Þetta var betra. Ham- ida getur hulið andlit sitt með chuddar, ef hún er hrædd um að ka'rlmennirnir sjái fegurð henn- ar. Gamla konan, sem verið hafði fóstra Vetru, þurrkaði tár- in af hrukkóttum vöngunum og skríkti eins og páfagaukur. Am- eera fór í sína eigin bourqu og sagði: Já, þá erum við tilbúnar. — Nei .... bíddu! sagði Vetra fljótmælt. Ég verð að skilja eft- ir miða, annars lætur hann lýsa eftir mér. Hefurðu blek og papp- ír. — Nei, það hef ég ekki. En Atiya getur sótt það til khans- amahsins. FTjót nú Atiyá — flýttu þér. Stúlkan þaut af stað og kom til baka með pappírsörk, byttu með gruggugU bleki og fjaður- penna. Vetra opnaði buruna og skrifaði í skyndi, meðan Ameera hélt á lampanum. Hún þakkaði Carlyon lávarði fyrir hjálp hans og vinsemd, en hún hefði hitt skyldmenni sltt, náfrænku, svo að hún þyrfti ekki að ónáða hann frekar. Hann þyrfti ekki að hafa neinar áhyggjur af henni. Hún væri í góðum höndum. Hún bað Atiyu að fara með bréfið í herbergi hennar, svo að bað fyndist næsta morgun. Stúlk- an hraðaði sér út aftur. Vetra beið.„.taugaó$tyrk, þangað til hún kom aftur, flissandi og með litlu leðurtöskuna í höndunum. Það er óþarfi /að skilja eigur sínar eftir hér. — Þá erum við tilbúnar- hrqp- aði Ameera. Af stað nú! Ekillinn hrópaði, uxamir más- uðu og vagninn fór af stað með rykk, svo að Vetra datt niður í kjöltu Ameeru, og geðshræringar undanfarins sólarhrings, kvíði og sþenna, fengu útrás í ofsalegu hláturskasti. Hún hélt fast í Am- eeru og hló og hló og Ameera og þjónustumar tvær hlógu líka. Ameera þurrkaði sér um aug- un með buruhominu. Og nú verðurðu að segja mér allt af létta. Hvemig stendur á bví að SKOTTA * BILLINN Rent an Icecar Sími 1 8 8 3 3 Þú hlýtur að hafa einhvern sjötta sans! Staða yfirlæknis við geð- og taugadeild Borgarsjúkrahússins í Foss- vogi er laus til umsóknar. Umsækjandi skal vera sérfræðingur í geð- og taugasjúkdómum. Síðar verður ákveðið, frá hvaða tíma staðan verð- ur veitt. Laun samkvæmt kjarasamningum Reykja- víkurborgar. Umsóknir ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf, sendist landlækni fyrir 15. apríl 1965. Reykjavík 2/3 1965. Sjúkrahúsnefnd Reykjavíkur. Iðnaðardeild vor verður lokuð dagana 4.—6. marz næstkomandi vegna flutninga frá Nýborg í Borgartún 7. Áfengis- og tóbaksverzlun ríkisins. Ibúðarhús óskast Ríkisspítalarnir óska eftir að kaupa nýlegt íbúðar- hús í Reykjavík (í eldri eða nýrri hluta borgar- innar). Æskilegt er að húsið sé tvær hæðir auk kjallara og stærð þess ca. 1200—1400 rúmmetrar. Nánari upplýsingar verða veittar í Skrifstofu rík- isspítalanna, Klapparstíg 29, sími 11765. Skrifstofa ríkisspítalanna. CONSUL CORTÍNA bflalelga magnúsar sklpholtl 21 símar: 21190-21185 ^Caukur ^u&mundóóon HEIMASÍMI 21037 * U/pur — Kuldajakkar og gallonblússur i úrvali. VERILUN Ó.L Traðarkotssundi ia moti pjóðleikhúsinul. 6 V

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.