Þjóðviljinn - 03.03.1965, Síða 4
4 SIÐA
urinn. —
Ritstjórar: Ivar H. Jónsson (áb), Magnús Kjartansson,
Sigurður Guðmundsson.
Ritstjóri Sunnudags: Jón Bjamason.
Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson.
Auglýsingastjóri: Þorvaldur Jóhannesson.
Ritstjóm, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja, Skólavorðust. 19.
Sími 17-500 (5 h'nur). Áskriftarverð kr. 90.00 á mánuði.
Kjarabóta krafízt
’yerkamannafélagið Dagsbrún samþykkti einróma
að segja upp kjarasamningum sínum sem
bundnir eru við 5. júní. Á aðalfundi félagsins ríkti
alger eining um þessa samningsuppsögn, og mun
mikill hugur í Dagsbrúnarmönnum að skiljast
ekki svo við samningsmálin í vor, að ekki hafi
fengizt verulegar kjarabætur. Jafnframt lögðu
forystumenn félagsins á það þunga áherzlu, að
Dagsbrúnarmenn ætlist til að þeir mánuðir sem
eftir eru af samningstímanum verði vel notaðir
til að kanna samningsmöguleika og beinlínis vinna
að nýjum samningum.
Jjegar formaður Dagsbrúnar, Eðvarð Sigurðsson,
ræddi júnísamkomulagið, lagði hann enn sem
íyrr áherzlu á að það hefði stefnt í rétta átt, verka-
mönnum hefði verið mikilvægt að fá verðtrygg-
ingu kaupsins, viðurkenndan rétt til kaupgreiðslu
fyrir aukahelgidagana, aukningu orlofsins og um-
bætur í húsnæðismálum. En aðalgalli samkomu-
lagsins hafi verið, að kauphækkunin var of lítil.
Samkomulagið hafi verið vopnahlé og tilraun, og
mikið komið undir því hv^rnjg ^tjórnarvöld og
afvinnurekendur notpðu þetta ár. En Eðvarð taldi
lítil merki þess, að þeir aðilar hefðu gert sér Ijóst
hvert tækifæri þeim var fengið. Júnísamkomu-
lagið hafi einmitt orðið fyrir miklum áföllum
vegna ráðstafana stjórnarvalda, svo sem af skatt-
lagningunni á sl. ári og söluskattshækkuninni.
m
Dagsbrúnarfundinum á sunnudaginn minnti
Eðvarð Sigurðsson á, að enn liði að þáttaskil-
um, það liði óðum á seinni hluta samningstímans,
og fyrir fundinum lægi tillaga um að segja júní-
samningunum upp. „Með þessari tillögu viljum við
undirstrika tvennt: Hið fyrra, að ekki leiki neinn
vafi á því að verkalýðshreyfingin muni sækja rétt
sinn 1 vor, og hið síðara, að tíminn sem enn er til
stefnu verði vel notaður. .. Verkalýðshreyfingin
í heild mun byggja kröfur sínar á þeirri megin-
stefnu, sem síðasta Alþýðusambandsþing markaði
einróma, veruleg kauphækkun, stytting vinnu-
tímans, aukið orlof og meiri félagslegar umbæt-
ur“.
m
| gær varð einnig kunnugt um að ríkisstarfsmenn
hafa samþykkt í allsherjaratkvæðagreiðslu með
mikilli þátttöku uppsögn kjarasamninga. Einnig
þar er sýnilega einhuga vilji fyrir uppsögn og
kjarakröfum, þar sem tillaga stjórnar BSRB að
segia upn samninpum var samþykkt með hvorki
meira né minna en 95,3% atkvæða. Þau megin-
atriði sem Alþýðusambandsþing markaði fyrir
kröfugerð verkalýðshreyfingarinnar í vor, og Eð-
varð vitnar til. voru samþykktar einróma á Al-
þýðusambandsbinei i haust Einhugurinn í BSRP
um uppsögn kiarasamninga ríkisstarfsmanna
bendir tíi hins s^ma almennrar samstöðu innan
stéttarsamto^^^na um kjaramálin og þess, að
menn telia "^ttan tíma að krefjast verulegra
kjarabóta. — s.
HðÐVILJINN
FISKIMÁL — Eftir Jóhann J. E. Kuld
SfLDARFLUTNINGAR FRÁ
AUSTFJARÐAMIÐUM
Föstudaginn 19. febrúar sl.
endurprentar Þjóðviljinn grein
úr blaðinu Austurlandi undir
fyrirsögninni „Síldarflutningar
eru fjárhagslega mjög óhag-
stæðir“.
Þar sem grein þessl er skrif-
uð út frá þröngu, einsýnu sjón-
armiði og aðeins tekið tillit til
hagsmuna Austfirðinga einna,
þá langar mig i mesta bróðerni
að reifa þetta mál á dálítið
breiðari grundvelli. En áður en
lengra er haldið þá vil ég byrja
á því, að gera smá athuga-
semd við þá staðhæfingu grein-
arhöfundar, að það sé helm-
ingi seinvirkara að dæla síld-
inni úr nótinni upp í skipið
með fiskdælu, heldur en nota
til þess venjulegan háf. Þetta
er alveg ný kenning, sem virð-
ist stinga mjög í stúf við þá
reynslu, sem þegar er fengin
af því að dæla úr nót með 12
tommu dælum, sem fundnar
voru upp i Perú fyrir nokkrum
árum. Ég veit ekki betur en
af þeirri reynslu er fékkst við
veiðarnar á Skagerak nú á sl.
hausti, af þeim fáu skipum
sem dælurnar notuðu þar, að
þá sé þessu alveg öfugt farið.
Slik rejmsla er mér sögð að
hafi fengizt hjá Höfrungi frá
Akranesi, sem hefur slíka
dælu. Ég veit ekki hvaðan
greinarhöfundi kemur sú vizka,
að staðhæfa að það sé „viður-
kennt“ að sú aðferð, að dæla
síldinni úr nótinni sé helmingi
seinvirkari, heldur en áð háfa
hana upp. Ég vil nú segja að
svona málflutningur sé ekki
góður, því hann stangast á við
veruleikann.
En sleppum þessu sem er
aukaatriði og snúum okkur að
aðalinntaki greinarinnar. Það
er engin sérstök speki að það
sé fjárhagslega hagkvæmara að
losa síld á þeim höfnum sem
næst liggja miðunum hverju
sinni. því að það vita allir
Hinsvegar þarf það ekki að
vera nein fjarstæða að leggja
talsverðs fyrirhöfn í síldar-
flutninga til þeirra verksmiðja
sem fjær liggja miðum og
standa þess vegna aðeerðar-
lausar ef ekkert er aðhafzt
Ég vil ráðleggja greinarhöfundi
sfi setjast niður og hugsa mái-
■fi i rólegheit.um, út fré því
'iAn„T.rvi(öi afi síldin veiddist
öli ó Norðurlandsmiðum. en
verksmififurnar austanlands
fengju litið hráefni nema séð
væri fyrir flutningum til
þeirra. Þannig getur málið
horft við einn góðan veðurdag
og út frá því sjónarmiði er það
engin fjarstæða að leggja tals-
verða áherzlu á flutninga milli
landshluta þegar þess þarf
með.
Greinarhöfundur nefnir þrjár
tölur um flutningskostnað frá
sl. sumri: kr. 49,00, kr. 57,50
og kr. 68,00 fyrir síldarmál.
Ekki skal ég vefengja þessar
tölur á nokkum hátt, en hins-
vegar sanna þær bara ekki
eins og fullyrt er, að enginn
Síldin — hið verömæta hráefnj.
fjárhagsgrundvöllur sé til fyr-
ir flutningunum.
Örlitlar upplýsingar
Á sl. sumri greiddu íslenzku
síldarbræðslurnar kr. 185 fyr-
ir málið og gengu 3 krónur af
því 1 flutningasjóð síldar til
fjarlægari staða. Á sama tíma
greiddu norsku síldarverk-
smiðjumar fyrir heimflutta
síld af Austfjarðamiðum ísl. kr.
247.50 fyrir málið út’ júnímán-
uð, en eftir það kr. 269,10.
Þetta verð var án allra upp-
bóta frá opinberri hálfu, og
varð erlent markaðsverð á lýsi
og mjöli algjörlega að standa
undir þessu hráefnisverði. Nú
hafa norskar síldarbræðslur
samið um hækkað hráefnisverð
fyrir fslandssíld á sumri kom-
anda og það er tekið fram, að
þetta hafi verið mögulegt
vegna góðrar afkomu verk-
smiðjanna sl. ár Ef við tökum
nú íslenzka bræðslusíldarverð-
ið, kr. 185, og bætum við það
tölunni kr. 57,50, sem er sagður
kostnaðurinn við að flytja síld-
ina alla leið til Bolungarvíkur,
þá koma út kr. 242,50, og þá
erum við ennþá kr. 5.00 fyrir
neðan lægsta verðið sem Norð-
menn greiddu í fyrra á meðan
sildin var mögrust. Það skal
hins vegar tekið fram að vegna
hins gífurlega háa útflutnings-
tolls á fiskafurðum hér, þá
stendur íslenzka bræðsluverk-
smiðjan verr að vígi sem nem-
ur ca. kr. 25,50 á hvert síldar-
mál heldur en sú norska.
Ef við stillum hins vegar upp
norska verðinu eftir 1. júlí sem
var kr. 269,10 fyrir málið, og
og svo íslenzka verðinu kr.
185,00 að viðbættum flutnings-
kostnaði til Bolungarvíkur kr.
57.50 + kr 25,50 í útflutn-
ingstoll, þá verður útkoman
kr. 268,00. Við erum sem sagt
að nálgast norska verðið eins
og það var eftir 1. júlí, án
allra uppbóta. Þegar ég hef
nú dregið fram þessar stað-
reyndir, þá ætti öllum að vera
ijóst, að ekki hefði þurft stór-
vægilega fyrirgreiðslu af op-
inberri hálfu til að gera hlut
þeirra síldarverksmiðja er
þurftu að láta flytja síld um
langan veg, sæmilegan. Eða
svo, að þær stæðu ekki verx
að vígi en norsku síldarverk-
smiðjurnar; gengið út frá að
rekstur hvorutveggju fari á-
líka vel úr hendi. Ég sé ekki
betur en að mikil lækkun á
útflutningstollinum, eða afnám
hans, í svona tilfellum, hefði
nægt til að jafna metin. En
svo er að öllum líkindum hægt
að lækka flutningskostnað síld-
arinnar með góðri skipulagn-
ingu. í þessu sambandi vil ég
benda á síldarflutninga Norð-
manna á sl. hausti.
Óhemju síldveiði var i
Skagerak í haust og frameft-
ir vetri, og tvö íslenzk skip
tóku þátt í þeim veiðum, Jör-
undarnir báðir, eign Guðmund-
ar Jörundssonar útgcrðar-
manns. Mikið af norska flot-
anum tók þátt í þessum veið-
um, en fáar síldarbræðslur eru
nálægt þessum miðum í Nor-
egi, svo flytja varð meginhluta
síldarinnar um langa vegu. Ein
stærsta löndunarhöfnin var
Kristiansand sem er fyrst og
fremst verzlunarbær. En Norð-
menn sáu svo vel fyrir þess-
um flutningum að litlar tafir
urðu, og þó urðu þeir að flytja
síld til verksmiðja allt norður
undir „Stat'. Og síldarsamlag-
ið norska lét sig ekki muna
um það þrátt fyrir þessa erf-
iðleika, að kaupa síld af Jör-
undunum og fleiri erlendum
skipum. Og við heimkomuna
var samtal við annan skip-
stjóranna og sagði hann, að
Norðmennirnir hefðu keypt af
beim síldina á þriðjungi hærra
verði, heldur en hér var greitt,
án nokkurra sérstakra flutn-
inga á sildinni.
an»ókaupmennska
Þegar talað er um að síldar-
verksmiðjur sem reistar væru
oálægt sndarmiðunum, ættu afi
hafa skilyrði til að borga sie
upp á einu til einu og hálfu
ári, þá hljóta allir að sjá, sem
- Miðvikudagur 3. marz 1965
ekki eru algjörlega blindir, að
slíkt getur ekki undir neinum
kringumstæðum flokkast undir
heilbrigðan rekstur, heldur
verða slík sjónarmið að telj-
ast spákaupmennska af versta
tagi. Því slíkt verður ekki gert
þó í góðum veiðiárum sé, nema
með alltof lágu hráefnisverði.
Sem sagt, útgerðin er snuðuð
og sjómennimjr féflettir. Það
hljóta líka allir að sjá, að þeg-
ar eitt mál af síld sem unnið
er í mjöl og lýsi verður að
verðmæti kringum kr. 425,00
komið í formi afurðanna til
hafnar á meginlandi Evrópu,
en hráefnisverð er á sama tíma
aðeins kr. 185,00 þá er meira
en lítið bogið við allt saman.
Ekkert að óttast
Á meðan síldin heldur sig á
austfirzkum miðum þá hafa
Austfirðingar ekkert að ótt-
ast í samkeppni við bræðslurn-
ar sem fjær liggja miðunum.
Mér finnst líka sjálfsagt að
þeir njóti fullrar fyrirgreiðslu
lánastofnana á þessu sviði svo
lengi sem það getur samrýmst
afköstum íbúanna í þessum
landshluta. Á hitt get ég hins-
vegar ekki fallizt, að rétt sé
að byggja svo margar og stór-
ar síldarverksmiðjur á Aust-
fjörðum að þær fullnægi allri
vinnsluþörf á meðan síldin
heldur sig á austfirzkum mið-
um. Nei, góðir Austfirðingar,
síldarflutningar eru nauðsyn-
legir til þeirra staða, þar sem
síldarbræðslur standa ónotai*~
ar. Hitt væri óráðlegt að raska
búsetu fólksins sem nú hefur
búið við þurr síldarmið um
nokkurra ára skeið, en bjó við
mikla síldargengd oft á þeim
tíma þegar austfirzku miðin
voru þurr af síld. Þið verðið
máske síðar að standa í spor-
um Norðlendinganna nú og
krefjast síldarflutninga af
norðlenzkum miðum. Við skul-
um varast hreppasjónarmið á
þessu sviði, heldur skoða land-
ið sem eina heild, það verður
farsælast þegar til lengdar læt-
ur.
Síldarflutningar munu
halda áfram
Það er alveg áreiðanlegt að
flutningar af síldarmiðum munu
aukast stórkostlega á næstu
árum til verksmiðjanna er fjær
liggja. Og með því verði sem
verið hefur á síld hér á landi
á undanförnum árum þá er
það ekki fjarlaegt að hægt
verði að stunda þessa flutn-
inga á hreinum samkeppnis-
grundvelli við verksmiðjur sem
nær liggja miðunum, ef þær
greiða sama verð.
Hitt er svo alveg víst að
Austfirðingar hafa ekkert að
óttast á þessu sviði, því fari
að hallast á þá, þá er til mjög
einfalt ráð og það er að bjóða
hærra hráefnisverð, því á því
hafa þeir ráð, á meðan silfur
hafsins leikur svo við þá sem
nú.
> —--------------------- -
Indénesar ganga
á land í Malasiu
SINGAPORE 25/2 — Talið er
að nýr flokkur Indónesa hafi
gengið á land í Malasíu og hef-
ur verið gerður út herflokkur
að hafa upp á þeim á Pengar-
angskaga. Fyrr í vikunni voru
fimm Indónesar settir á land um
185 km norðaustur af Kuala
Lumpur. Tveir þeirra hafa ver-
ið drepnir.
115.000 manns
með inflúensu
í Varsjá
VARSJA 26/2 — I Varsjá hafa
nú 115.000 manns veikzt í in-
flúensufaraldrinum, scm brauzt
út í Póllandi í byrjun febrúar.
Þetta var tilkynnt opinberlega f
ítær oe scgir ennfremur, að þrátt
fvrj»- víðtækar varúðarráðstaf-
anir breiðist faraldurinn ört út.
Hvern dag eru skrásett um 12.000
ný veikindatilfelli.