Þjóðviljinn

Dagsetning
  • fyrri mánuðurmars 1965næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    28123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    28293031123
    45678910

Þjóðviljinn - 20.03.1965, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 20.03.1965, Blaðsíða 2
2 SIÐA ÞIÓÐVILIINN Laugardagur 20. marz 1963 Síldaraflinn sl. sumar og haust eftir veiðisvæðum 1 nýjasta hefti ÆGIS, rits Fiskifélags Islands, er birt grein eftir Jakob Jakobsson fiskifræðing um síldarleit og síldargöngur 1964. Með þeim kafla greinarinnar, sem fjallar um sumar- og haustsíldveiðar norðan lands og austan, er birt teikning sú eða skýringarmynd sem fylgir þessum línum. Myndin sýnir svæðaskipting- una ásamt skiptingu aflans síðastliðin fjögur ár. öll árin hefur meira en helmingur afl- ans fengizt á svæði 59 eða úti af Austfjörðum. Það sem á vantar fékkst á árunum 1961 og 1962 úti af Norður- og Norðausturlandi (á svæðunum 54, 55 og 56). Sumarið 1963 varð hins vegar sú breyting á, að ekkert veiddist á vestur- svæðinu og hlutur miðsvæðis- ins minnkaði verulega. I stað þess komu fjögur ný svæði (35, 57, 58 og 50) sem öll eru úthafssvæði úti af Norðaust- urlandi og Austurlandi. Sum- arið 1964 varð enn framhald þessarar þróunar þannig, að hvorki varð þá veiði á vestur- né miðsvæðinu og hlutur svæðisins úti af Melrakkasléttu og Þistilfirði (56) varð óveru- legur (1,2%). I þess stað jókst enn hlutur úthafssvæðanna, einkum þeirra er liggja djúpt norðaustur af landinu (svæði 35 og 57) og eitt nýtt svæði bættist sú við (svæði 34). Þá sýnir myndin, að miðin úti af Austurlandi (svæði 58 og 59) voru á s. 1. sumri lang-mikil- vægust, en þar fengust sam- tals 3/4 af heildarafla sumars- ins. 1 þessum kafla greinar Jak- obs er einnig birt taflan hér fyrir ofan sem sýnir síldarafl- ann i %o eftir svæðum óg mánuðum (sbr. svæðaskipting- una á myndinni — Norður- og Austurland). Taflan sýnir, að afli fékkst 22“ 20* 68“ 67* - 66* 64» IG.9 lis.s 16* 14» -1-----1----1---- o o “a 1961 '62 '63 '64 ~56 32.5 16.4 7.4 IjSji i 1.2% 57 68» Þörf á bættrí fsjón- ustu skuttstofunnur »6.0% 8,1 1963 '64 1961 '62 '63 '64 12.7 u* 1961 62 63 64 9.3 O 02 09% 1961 62 63 64 14* 20» - 66» 65» - 64» Smál. 34 Maí ....................... Júní ...................... Júlí ...................... Ágúst ..................... 2 September ................. Október ................... Nóvember .................. Desember .................. %o samt.................... 2 52 12 Smál. samt................. 884 '21.865 5.094 JLAi- íjkAÓ't. lv/ • JiZté' .tilí "JjJ rf 35 56 57 58 59 50 samt. samt. ± 122 37 10 17 143 207 87.857 43 11 189 243 103.674 15 2 53 1 63 + 136 57.987 4- 53 58 92 203 86.265 10 112 9 131 166 80 679 9 1.000 70.734 34.104 288.706 3.992 57.776 5.832 27.875 425.383 á 8 mánuðum, ef maí er með- talinn, en eins og áður segir, fengust 900 mál eða 122 lestir hinn 31. maí, og er þetta að sjálfsögðu langlengsta síldar- vertíð við Norður- og Austur- land, sem sögur fara af. Mesti aflamánuðurinn var júlí, en Á alt- ari verðbólgunnar Alþingi íslendinga er nú rétt einu sinni að fjalla um nýja styrki og uppbætur. Ein ráðstöfunin er sú að hækka verð á fiski með greiðslum af almannafé, og fylgir sú skýring með að ekki séu útvegsmenn og sjómenn samt að fá aukinn hluta þjóðarteknanna til sín, held- ur sé uppbótum þessum að- eins ætlað að vega upp auk- inn tilkostnað. önnur ráðstöf- unin er sú að greiða nokkra miljónatugi til frystihúsanna, og fylgir enn sú athugasemd að alls ekki sé verið að bæta afkomu þeirra hlutfallslega, heldur að koma 1 veg fyrir að hún versni. Sú er hin þriðja aðgerð að greiða aðra miljónatugi til opinberra starfsmanna, og hinir vísu landsfeður taka það enn fram að engan veginn sé ver- ið að hygla þessum launþeg- um öðrum fremur heldur að- eins verið að tryggja það að þeir dragist ekki aftur úr. Þannig er í rauninni hvorki verið að aðstoða sjávarútveg, fiskiðnað né starfsmenn hins opinbera, heldur er talið ó- hjákvæmilegt að færa verð- bólgugoð.'nu nýjar fómir. Og nú er sá háttur á hafður að fórna opinberum fram- kvæmdum; útvegsmenn og sjómenn eru sagðir fá í sinn hlut nokkra skóla svo að beir geti há'dið áfram að draga fisk úr sjó; nokkrar hafna- áætlanir eru strikaðar út í þágu frystihúsaeigenda; og opinberir starfsmenn fá að kaupa sér soðningu fyrir andvirðí nokkurra sjúkra- húsa. Þannig eru nauðsynjaverk f þágu þjóðarheildarinnar brennd upp á eldi verðbólg- unar. En á sama tíma ger- ist öfug þróun á öðrum stöð- um í þjóðfélaginu. Eftir því sem íleiri krónur þarf til þess að standr. undir sömu verkunum í þjóðfélaginu, verða peningahallirnar og lúxushúsin , í Reykjavík æ verðmætari, gróði eigend- anna vex f réttu hlutfalli við verfbólguna. Þótt svo sé látið heita er ríkisstjómin alls ekki að styrkja atvinnu- vegi og launþega, heldur er hún aðeins að tryggja verð- bólgubröskurunum stöðugan og sívaxandi gróða; í þeirra þágu er nú verið að fóma vegum og höfnum, sjúkrahús- um og skólabyggingum. — Austri. AFL-CIO krefsl endurgrei^ln á fé frá ICFTU BRUSSEL 15/3 — „Alþjóðasam- band frjálsra verkalýðsfélaga”, ICFTU, kom í dag saman á þriggja daga fund í Brussel, og jafnframt birti formaður banda- ríska alþýðusambandsins AFL- CIO, George Meany, bréf sem felur í sér hótun um úrsögn úr ICFTU. Hann boðar að AFL- CIO muni stöðva greiðslur sínar til alþjóðasambandsins þar til reikningar þess hafi verið gerðir upp og bandaríska sambandinu endurgreiddar þær fiárhæðirsem það hefur lagt ICFTU. Meany gefur í skyn að stjóm alþjóða sambandsins hafi sóað fé og segir það vera orðið að „gagnslausu skriffinnskubákni”. Uppbot stúdenta íKaírégegn sendiráði Bonn KAÍRÓ 18/3 — Nokkur hundmð stúdenta létu ófriðlega á götum Kaíróborgar í gær og var ferð þeirra heitið til vesturþýzka sendiráðsins. Vopnuð lögregla kom þó f veg fyrir að þeir kæm- ust að sendiráðinu sem búizt var við að þeir ætluðu að kveikja í, enda vom slökkviliðsbílar hafð- ir til taks í nágrenni þess. Sendi- ráð Vestur-Þýzkalands í höfuð- borg Jemens var brennt til kaldra kola í gær. þá veiddust 24,3% heildarafl- ans. Júní átti einnig góð- an hlut. Ágústaflinn er álíka mikill og októberaflinn, þótt einungis um V/. hluti skipanna væri að veiðum í október. Læt- ur nærri að meðalafli á skip í október hafi verið 9 — 10 þúsund tunnur, þar eð heild- araflinn varð 55.576 mál, en skipin aðeins 50 — 70 á miðun- um hverju sinni. Aðalfundur Samtaka sveitar- félaga i Reykjanesumdæmi var haidinn 13. þ.m. í þinghúsinu á Garðaholti í Garðahreppi. For- maður samtakanna, Hjálmar ÓI- afsson bæjarstjóri I Kópavogi setti fundinn, bauð fulltrúa velkomna og flutti skýrslu stjómarinnar. Samtökin voru stofnuð í nóvember á síðastliðnu ári og eiga öll sveitarfélög i umdæminu, 15 talsins aðild að þeim. Rikisskattstjóri Sigurbjörn Þorbjörnsson flutti erindi á fundinum um tekjustofna sveit- arfélaga, en auk hans voru gestir fundarins Ævar Isberg, skattstjóri Reykjaneskjördæm- is, og Unnar Stefánsson fulltrúi hjá Sambandi ísl. sveitarfélaga. Eftirfarandi tillögur voru ein- róma samþykktar á fundinum: 1. Fulltrúaráðsfundur Sam- taka sveitarfélaga í Reykjanes- umdæmi haldinn 13. marz 1965 telur brýna nauðsyn á, að þjón- usta skattstofnunar í umdæm- inu verði stórum bætt og ítrek- ar tilmæli stjómar Samtakanna til fjármálaráðherra um að hrinda 1 framkvæmd þeim til- lögum sem skattstjóri umdæm- isins hefur gert til úrbóta. 2. Fulltrúafundur Samtaka sveitarfélaga í Reykjanesum- dæmi haldinn 13. marz 1965 fet- ur stjóminni að kanna hjá sveitarstjómum og starfsmanna- félögum stærri sveitarfélaganna í ymdæminu, hvort heppilegt sé að setja á fót sameiginlega nefnd, sem fjallaði um kaup og kjör starfsmanna þeirra í sam- vinnu við stjórn Sambands ísl. sveitarfélaga. 3. Fulltrúafúndur Samtaka sveitarfélaga í Reykjanesum- dæmi haldinn 13. marz 1935 fagnar því samstarfi, sem hafið er milli nokkurra sveitarfélaga f umdæminu um lagningu olíu- malar og leggur áherzlu á á- framhaldandi samstarf sem flestra sveitarfélaga um varan- lega gatnagerð. Stjóm samtakanna var endur- kjörin, en hana skipa: Hjálmar Ólafsson, bæjarstjóri í Kópavogi, formaður, Ólafur G. Einarisson, sveitarstjóri í Garðahreppi, gjaldkeri, Þórir Sæmundsson, sveitarstjóri í Mið- neshreppi, ritari. Varastjórn skipa þessir menn: Sveinn Jónsson, bæjarstjóri 1 Keflavík, Hafsteinn Baldvinsson bæjarstjóri í Hafnarfirði, Matt- hías Sveinsson, sveitanstjóri Mos- fellshrepps. Endurskoðendur: Jón Ásgeirsson, sveitarstjóri i Njarðvíkurhreppi, Jón Guðms^ oddviti í Mosfellshreppi. Varamenn: Eyþór Stefánsson, oddviti Bessastaðahrepps, Sigurgeir Sig- urðsson, sveitarstjóri Seltjamar- neshrepps. Ný stjórn Félags ísl. iðnrekenda Á aðalfundi Félags ísl. iðn- rekenda sem hófst hér í R- á dögunum var lýst kjöri nýrrar stjómar félagsins. For- maður var endurkjörinn Gunnar J. Friðriksson en með honum eiga sæti í stjóm Ámi Kristjánsson, Asbjöm Bjömsson, Sveinn Guðmunds- son og Ásbjöm Sigurjónsson. I varastjóm eru Haukur Egg- ertsson og Bjami Bjömsson. Þjóðminjavörður heldur fyrirlestra í V-Þýzkalandi Dr. Kristján Eldjárn þjóð- minjavörður er um þessar mund- ir á ferðalagi f Vestur-Þýzka- landi, þar sem hann heldur fyr- irlestra um fslenzk fræði. Fyrsta fyrirlestur sinn hélt Kristján í Altonaer Museum í Hamborg-Altona nú í vikunni, þriðjudagskvöldið 16. marz, og talaði um Þjóðminjasafn Is- lands og íslenzka menningu. Til skýringar efninu voru sýndar litmyndir af ýmsum merkustu gripum þjóðminjasafnsins. Þennan sama fyrirlestur hélt dr. Kristján Eldjárn í Vestur- Berlín sl. miðvikudagskvöld og í Köln í gær, föstudaginn 19 þ.m. RÓM 18/3 — Farúk, fyrrum kon- ungur í Egyptalandi, lézt í Róm £ gærkvöld. Hann veiktist skyndilega þar sem hann sat við veizluborð á veitingastað og lézt skömmu síðar. Hann varð 45 ms. GULLFOSS - sumaróœtlun 1965 Frá Kaupmannahöfn ... 8/5 22/5 5/6 19/6 3/7 17/7 31/7 14/8 28/8 11/9 25/9 Frá Leith 10/5 24/5 7/6 21/6 5/7 19/7 2/8 16/8 30/8 13/9 27/9 Til Reykjavíkur .... 13/5 27/5 10/6 24/6 8/7 22/7 5/8 19/8 2/9 16/9 30/9 Frá Reykjavík 17/4 15/5 29/5 12/6 26/6 10/7 24/7 7/8 21/8 4/9 18/9 2/10 Frá Leith — 18/5 1/6 15/6 29/6 13/7 27/7 10/8 24/8 7/9 21/9 5/10 Til Kaupm.Hafnar 22/4 20/5 3/6 17/6 1/7 15/7 29/7 12/8 26/8 9/9 23/9 7/10 — DRAGIÐ EKKI AÐ TRYGGJA YKKUR FARMIÐA MEÐAN ENNÞÁ ERU LAUS FARÞEGARÚM 1 FLEST- UM FERÐUNUM. H.F. EIMSKIPAFÉLAG ÍSLANDS FARÞEGADEILD — Sími 21460 4 Y *

x

Þjóðviljinn

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1670-3928
Tungumál:
Árgangar:
57
Fjöldi tölublaða/hefta:
16489
Gefið út:
1936-1992
Myndað til:
31.01.1992
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað, málgagn kommúnista, síðar sósíalista
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað: 66. tölublað (20.03.1965)
https://timarit.is/issue/218229

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

66. tölublað (20.03.1965)

Aðgerðir: