Þjóðviljinn - 20.03.1965, Blaðsíða 4
4 SlÐA
HÓÐVILIINN
Laugardagur 20. marz 1963
Otgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokk-
urinn. —
Ritstjórar: Ivar H. Jónsson (áb), Magnús Kjartansson,
Sigurður Guðmundsson.
Rltstjóri Sunnudags: Jón Bjamason.
Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson.
Auglýsingastjóri: Þorvaldur Jóhannesson.
Ritstjóm. afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja, Skólavörðust. 19.
Sími 17-500 (5 línur). Áskriftarverð kr. 90.00 á mánuði.
Mikilvægir samningar
genn kemur að því að upp verði teknar hinar af-
drifaríkustu samningaumræður um kjaramál;
samkomulag það sem gert var í fyrra fellur úr
gildi eftir rúma tvo mánuði. Eru verklýðssam-
tökin þegar farin að búa sig undir þetta mikil-
væga verkefni, ráðstefna á vegum Alþýðusam-
bandsins hefst í næstu viku og Dagsbrún er þegar
búin að samþykkja uppsögn samninga sinna. Það
hefur verið athyglisvert við aðdraganda samning-
anna að úrtöluraddir hafa ekki heyrzt; meira að
segja Alþýðublaðið, sem stundum áður hefur tal-
ið það sérstakt verkefni sitt að biðja verkafólk að
halda að sér höndum, svo að vægilega sé til orða
tekið, lýsir nú yfir því dag eftir dag að launþegar
eigi ótvíræðan rétt á mjög verulegum kauphækk-
unum sem gera þurfi varanlegar, auk þess sem
stytting vinnutímans í áföngum með óskertu
heildarkaupi sé óhjákvæmilegt réttlætismál. Það
er þannig augljóst að eining launþega um kjara-
málin án tillits til stjórnmálaágreinings er nú víð-
tækari og afdráttarlausari en nokkru sinni fyrr.
J>ví verður ekki heldur mótmælt með neinum
hagfræðilegum rökum að verkafólk á rétt á
mjög verulegri hækkun á raunverulegu kaupi.
Fyrir skömmu skýrði helzti sérfræðingur ríkis-
stjómarinnar í efnahagsmálum, Jóhannes Nordal
bankastjóri, frá því að á síðasta ári hefði heild-
arverðmæti útflutningsins aukizt um 18%. Vöxtur
þjóðarteknanna á síðasta ári hefur verið áætlaður
8%, en hliðstæð aukning á þjóðartekjunum varð
einnig 1963 og 1962. Á þessum þremur árum hafa
því þjóðartekjurnar aukizt um því sem næst fjórð-
ung. En þessarar miklu aukningar sér ekki merki
í því að raunverulegt kaup verkafólks hafi hækkað
fyrir eðlilegan vinnutíma eða að dregið hafi úr
stritinu, heldur hafa launþegar orðið að leggja á
sig meiri aukavinnu en nokkru sinni fyrr til þess
að ná í sinn hlut einhverju af þessu stóraukna fjár-
magni, þót’t minnst af beirri aukavinnu sé nokkur
þjóðhagsleg nauðsyn. Er þessi öfugþróun augljóst
merki um þjóðfélaeslegt ranglæti sem ekki fær
staðizt til lengdar. Á sama tíma og stjórnarvöldin
hælast um yfir góðri og síbatnandi afkomu þjóð-
arbúsins. geta þau ekki með neinum rökum staðið
gegn því að verkafólk nióti þess ávinnines að sínu
leyti í kaupi og vinnutíma og annarri aðs'töðu.
JJinn mikli einhugur verkafólks má vera ríkis-
stjóm og atvinnurekendum til marks um það
að nú verður ekki undan því komizt að gera mjög
verulegar brevtingar á kiarasamningunum; verka-
fólk lætur ekki afgreiða sig með sýndarráðstöf-
unum eða neinum smámunum. Hvort sem vald-
höfunum líkar betur eða verr ná slíkir samningar
fram að ganga. og þröngsýn viðhorf verða aðeins
til tións fvrir þjóðarheildina Skynsamlegast væri
að hefia samningaumleitanir sem allra fyrst. því
þessir samningar verða margbrotnari og erfiðari
en svo að hægt verði að hespa bá af á einhverjum
löngum vai<ufundi eftir að allt er komið í ein-
daga. — m.
BRÝN NAUÐSYN AÐ KOMA
Á FÓT SKÓLAHEIMILUM
Greinargerð Barnaverndarnefndar Reykjavíkur vegna
fjarvistavandamála í skólum borgarinnar
B Á síðasta fundi borg-
arstjórnar Reykjavikur kom
til umræðu svohljóðandi
fyrirspurn frá Öddu Báru
Sigfúsdóttur, borgarfulltrúa
Alþýðubandalagsins:
★ „14. maí 1964 samþykkti
borgarstjórnin að óska
greinargerðar barnavemdar-
nefndar um þau ummœli í
skýrslu nefndarinnar fyrir
árið 1963, að mörg börn á
fræðsluskyldualdri hætti að
sækja skóla án lögmætra á-
stæðna, og að sum þeirra
barna væru mjög fákunn-
andi, jafnvel ólæs.
★ Jafnframt var samþykkt, að
fræðsluráð skyldi gefa borg-
arráði og borgarstjórn um-
sögn um málið.
★ 5. nóvember 1964 gaf borg-
arstjóri þau svör við fyrir-
spurn í borgarstjórn, að
vænta mætti greinargcrðar
nefndarinnar ásamt umsögn
fræðsluráðs í janúar 1965.
★ BorgarfuIItrúum hafa enn
engar skýrslur borizt og
spurt er því á ný, hvenær
vænta megi umræddra
gagna.
Kristján Gunnarsson skóla-
stjóri vgr fyrir svörum af .hálfu
íhaldsins; gaf engin bein svör
við fyrirspurninni, þ. e. hve-
nær borgarfulltrúar mættu
vænta umræddra gagna í mál-
inu, en las hins vegar upþ
kafla úr greinargerð sem
Barnaverndarnefnd Reykjavík-
ur sendi fræðsluráði varðandi
ummæli um skólasókn barna
í ársskýrslu nefndarinnar 1963.
Einnig rakti hann niðurstöður
athugana sem fræðsluráð lét
gera og virtist hann vilja sem
minnst úr þessum vanda gera.
Fyrirspyrjandi Adda Bára
Sigfúsdóttir hélt áfram lestr-
inum úr skýrslu Barnavernd-
arnefndar þar sem Kristján
hætti honum, og þar sem
greinargerðin er hið merkasta
plagg og ékki lengur neitt
trúnaðarmál eftir umræðum-
ar í borgarstjóm og upplestur-
inn þar, þykir Þjóðviljanum
rétt að birta hana hér í blað-
inu í heild. Greinargerðin er
svohlióðandi, en hún er dag-
sett 30. nóvember 1964:
Greinargerð:
Greinargerð Barnavemdar-
nefndar Reyk.iavíkur varðandi
ummæli um skólasókn bama f
ársskýrslu nefndarinnar 1963.
„Barnavemdarnefnd Reykja-
víkur hefur borizt bréf börg-
arstjóra, dags. 30. okt. 1964, þar
sem hann fyrir hönd borgar-
stjómar, óskar nánari upplýs-
inga um ummæli nefndarinnar
í ársskýrslu 1963 varðanci
skólasókn barna í borginni.
Nefnd ummæli, sem er að
finna á bls. 3 í skýrslunni era
svohljóðandi:
„Samfara brotunum eru oft
ýmis önnur vandræði, sem ekki
er að jafnaði getið f skýrs!-
um nefndarinnar. Má hér t. d.
nefna fjarvistir barna úr
skólum. Mörg börn á fræðslu-
skyldualdri hætta að ssékja
skóla, án lögmætra ástæðna, og
án þess að rönd verði við
reist við núverandi aðstæður.
Flest eru börn þessi á tveim
síðari árum fræðsluskyldunn-
ar, en önnur hafa ekki lokið
bamaprófi, er skólavist þeirra
lýkur. Eru sum þeirra mjög
fákunnandi, jafnvel ó!æs. Er
hér um vanda að ræða, sem
nauðsvn ber til að taka föst-
um tökum.”
1. Tilgangur nefndarinnar
með nefndum ummælum var
einungis sá að vekja athyglj 4<$>
vandamáli, sem hún telur inn-
an sfns verkahrings, sbr. 28.
gr. laga nr. 2971947 um vernd
barna og unglinga. Var þetta
gert í von um, að málið yrði
kannað nánar og úrbóta leitaff.
Sízt var það ætlun nefndar-
innar að álasa kennurum og
skólastjórum, enda kunnugt, að
þeir hafa gert bað, sem í þeirra
valdi hefur staðið til að halda
börnunum í skólum. Eins og
skýrslan ber með sér. sé hún
lesin f heild, er hér aðeins um
að ræða eina hlið á margþættu
vandamáli.
2. Nefndinni berst ekki, að
jafnaði, vitneskja um fjarvistir
bama úr skólum nema í þeim
tilfellum þegar slæmar heimil-
isástæður eða afbrot og óknytt-
ir barnanna sjálfra krefjast að-
gerða. Eftirfarandi upplýsingar
má þvf alls ekki skoða sem
tæmandi heimild um skólanám
barna í borginni, heldur ein-
ungis sem vísbending um þann
vanda. sem við er að etja.
3. Eins og ummælin bera
með sér er ólæsi undantekn-
ing. Það skal hinsvegar tekið
fram, að f þeim tilfellum, sem
höfð voru í huga var ástæðan
ekki óbætanlegur hæfileika-
skortur heldur aðhaldsleysi.
Frá áramótum 1962 — 1963
til vors 1964 barst nefndinni
vitneskja um 53 börn, á öllum
aldri, sem ýmist voru hætt
allri skólasókn eða skrópuðu
það mikið, að nám þeirra var
í molum af þeim sökum. I
einstökum tilfellum getur ver-
NlýH hefti Mímis, tímarits
stúdenta í íslenzkum frœðum
Nýlega er komið út tímaritið
Mímir, sem gefið er út af stú-
dentum í íslenzkum fræðum við
Háskóla Islands. Ritið er fjöl-
breytt að vanda og eru í þvf
þessar greinar: 1 tilefni Maríu
Farrar eftir Helgu Kress. Fjall-
ar sú ritgerð um þýðingu Hall-
dórs Laxness á kvæði Bertolts
Brechts. Arne Torp ritar grein
um norskt ritmál og nefnist
sú grein: Litt om norsk skrift-
sprág i fortid, nátid og framtid
Eysteinn Sigurðsson ritar grein-
ina: Tvær kerlingar frá seytj-
ándu og átjándu öld. Aðalsteinn
Daviðsson skrifar: Landfræðilea
útbreiðsla vin — nafna. Sævar
Sigmundsson ritar: Um litatákn-
anir hjá Steini Stcinarr. Sverrir
Hólmarss. skrifar greinina: Feg-
urð og dauði. Nokkur afbrigði
rómantíkur. Þá er þátturinn
Ljóðrýni, þar sem krufin eru
ljóð eftir Snorra Hjartarson og
Hannes Pétursson. Auk þess eru
í ritinu ritdómar. Kristinn Jó-
hannesson ritar um Lángnætti
4 Kaldadal eftir Þorstein frá
Hamri og Gunnar Karlsson um
Bréf Brynjólfs Péturssonar í út-
gáfu Aðalgeirs Kristjánssonar
cand. mag.
Mímir kemur út tvisvar 4
ári og er þetta fjórði árgang-
ur ritsins. Ritið er tæpar 60
síður að stærð. Ritnefnd skipa
heir Gunnar Karlsson (ábm.),
Sverrir Hclmarsson og Sverrir
TÓTnasasn.
ið erfitt að sjá hvort skóla-
vist barnsins er alveg lokið,
þar sem fyrir kemur, að þau
hefji nám aftur eftir langa
fjarveru, einkum þó yngri
börnin. Þó höfum við reynt að
flokka börnin þannig.
Þess skal getið, að í hópn-
um eru hvorki talin veik böm
né vangefin.
St. Pilt. Samt.
Námi hætt á fræðsluskyldu-
aldri 6 11 17
Mjög mikið skróp 9 27 36
Samtals 15 38 53
Eins og nærri má geta, e?
kunnáttu margra þessara
barna stórlega ábótavant, og
okkur telst til að 6 af drengj-
unum hafi verið ólæsir er
skólavist lauk.
Nöfn þessara barna eru
trúnaðarmál og verða ekki birt
hér, en nafnalistinn verður að
sjálfsögðu afhentur fræðsluyf-
irvöldum, ef þess verður ósk-
að.
Af ástæðum, sem áður eru
greindar, gefa tölur þessar
engar tæmandi upplýsingar um
skólasókn barna í borginni.
Vandamálið er að sjálfsögðu
umfangsmeira, en þær gefa til
kynna. Hér má geta þess, að
athugun, sem nýlega var gerð
á högum 116 unglingsstúlkna,
sem komið hafi til opinberra
afskipta af á árinu 1957—1963
vegna drykkjuskapar, lauslæt-
is og afbrota, leiddi í Ijós, að
36 þeirra höfðu ekki lokið
skyldunámi. 41 höfðu skrópað
mjög mikið. Aðeins 39 höfðu
sótt skóla með eðlilegum hætti.
Um frekarí vitneskju má
vísa til þess, að frk. Sigríður
Sumarliðadóttir fór milli skóla
borgarinnar á s.l. vetri til at-
hugunar á skólasókn telpna á
fræðsluskyldualdri. Leiddi sú
athugun í ljós, að nám 62
telpna var í molum vegna ó-
lögmætra fjarvista.
Nefndinni er ekki kunnugt
um, að samsvarandi athugun
hafi farið fram á skólasókn
drengja, en allar líkur benda
til, að vandræðin séu mun
tíðari meðal þeirra.
Framhald á 7. siðu.
H IEs Iwb IU
VINNU
FÖT
milNDAK FlUGHtíYJUR
Erlendar flugfreyjur Loftleiða óska eftir að fá leigð
hjá íslenzkum fjölskyldum. góð einstaklingsher-
bergi með húsgögnum og aðgangi að síma og eld-
húsi. — Leigan miðast við skemmri eða lengri
tíma frá og með 1. apríl eða 1. maí n.k. 1
Upplýsinear veittar í starfsmannahaldi Loftleiða
sími 20200.
W