Þjóðviljinn - 20.03.1965, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 20.03.1965, Blaðsíða 1
Laugardagur 20. marz 1965 —30. árgangur — 66. tölublað. í Þjóðviljamim á morgun m.a. efnis: © Ásgeir Hjartarson: Leikdómur um sýningu LR. • Thór Vilhjálmsson: PIAZZA N AVONA • MTÓ — erlend tíðindi: Fyrirmyndarnjósnarinn • Austri skrifar: Stefnt að gengislækkun AÐ LOKNU MIKILFENGLEGU VÍSINDAAFREKI: Geimfararnir lentu snemma í gærdag íkkimú draga bygg- ingu hjúkrunarskóla ¦ í gær barst Þjóðviljanum eftirfarandi samþykkt varð- andi byggingu Hjúkrunarskóla fslands sem gerð var á fundi hjúkrunarkvenna sl. fimmtudag og send hefur verið til rík- isstjórnarinnar: „Fjölmennur fundur hjúkrun- arkvenna, haldinn að Hótel Sögu 18. marz 1965, skorar á hsesl- virta ríkisstjórn aS hlutast íil um að ekki dragist lengur að Sekúndur og klukkustundir Prentvillupúkinn var á ferð- inni hér í blaðinu í gær, og tókst nú heldur en ekki betur upp. Tvívegis á forsíðu blaðsins var því blákalt haldið fram að Leonof geimfari hefði verið tvo klukkutíma á leiðinni upp í Mos- fellssveit, þ.e. farið með 8 km hraða á klukkustund, þar sem átti að standa sekúnda. fullgera byggingu Hjúkrunar- skóla Islands, og að ekki verdi á neinn hátt skert fjárframlag það, sem samþykkt hefur verið að veita til byggingarinnar • á þessu ári. Áskorun þessi er ítrekuð vegna umræðna á Alþingi, þar sem kom fram þekkingarskort- ur á gangi þessa nauðsynjamáls og áratuga baráttu hjúkrunar- kvenna fyrir því. Hjúkrunarmenntun er hagnýt skólamenntun, og þótt fjöldi hjúkrunarkvenna giftist og hverfi frá hjúkrun sem aðal- starfi um árabil, hlýtur sér- þekking þeirra alltaf að koma að góðum notum, t.d. við sjálf- boðahjúkrun í heimahúsum, sem vegna skorts á sjúkrurúm- um mun vera meir en almennt er vitað". ARSHATIÐ SOS FÉLAGSINS ER f KVÖLD -k Árshátíð Sósíalistafélags Reykjavíkur verður haldin í kvöld í MtfLAKAFFI og hefst hún klukkan 20.00 með sameiginlegu borðhaldi. •k Páll Bergþórsson formaður Sósíalistafélagsins setur skemmtunina með ávarpi en síðan verða flutt skemmti- atriði. Ösvald Knudsen mun sýna kvikmynd sína um Hornstrandir og Guðmundur Guðjónssc » óperusöngv- ari skemmtir með söng. Að lokum verður svo stiginn dans. * Aðgöngumiða að árshátíðinni er hægt að fá í dag í skrifstofu Sósíalistafélags Reykjavíkur að TjarnargötU . 20, sími 17510. Sérfræðingar telja ótvírætt ¦ að einn megintilgangur hinn- : ar velheppnuðu geimferðar | þeirra Leonofs og Belaéfs ¦ ¦ hafi verið að kanna hvernig ¦ geimskip verði tengd saman ¦ á foraut lim jðrðu. Á mynd- ¦ inni sést hvernig menn hafa ¦ hugsað sér slíka tengingu • geimskipa. : ¦ i ¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦iiiminmatiiiiHHtmw MOSKVU 19/3 — Geimskipið Voskod 2. lenti heilu og höldnu í Sovétríkj- unum kl. 8.02 eftir íslenzkum tíma og hafði þá verið 26 klukkustundir á lofti. Geimfararnir tveir, þeir Alexei Leonof og Pavel Beljaéf, eru báðir sagðir við ágæta heilsu eftir frægarför sína. Þeir eru nú á leið til geim- ferðastöðvarinnar í Kazakhstan, þaðan sem geimskipinu var skotið á loft, og munu þar gefa skýrslu um ferð sína. &- í næstu viku munu þeir félagar halda til Moskvu og er fullvíst talið, að þeim verði þar tekið með kostum Qg kynjum. Geimskipið lenti skammt frá bænum Permsk vestan Úralfjalla. Ekki hefur verið frá því skýrt opinberlega, hve margar ferðir Voskod 2.^ hafi farið umhverfis jörðu, en sérfræðingar telja, að geimskipið hafi lent annaðhvort í lok 17. eða í byrjun hinnar 18. — Hver ferð tók 91 mínútu. Beljaéf við stjórn Það kemur fram í fregn Tass-fréttastofunnar, að geimfararnir vora um borð í skipinu alla leið til jarðar og stjórnaði Beljaéf lendingunni. Fjórar klukkustundir liðu frá því geimskipið lenti og þangað til opinber tilkynning var gefin út um lendinguna. Ekki hefur enn verið frá því skýrt, hvernig á þeirri töf standi, en gizkað er á, að það stafi af því, að geimskipið hafi ekki lent á þeim stað, er fyrirhugað hafi verið, og vísindamenn hafi því viljað senda geimfarana í læknisskoðun áður en nokkuð væri opinberlega tilkynn.^ Heillaóskir Miljónir manna um öll Sovétrikin urpu i dag öndinni léttar, er skýrt var frá því í útvarpi og sjónvarpi, að geimskipið væri lent og geimfarar báðir við beztu heilsu. Heillaóskaskeyti hafa borizt víðsvegar að úr heiminum vegna þessa mikilfenglega vís- indaafreks, meðal annars frá Lyndon B. Johnson, Bandaríkjafor- seta, og Páli páfa VI. ¦ •••MtlIIIWHI Strengdur stál- f vír fyrir höfn- ina í Hólmavík Hólmavík 19. marz. 1 morgun komu hingað til Hólmavíkur menn frá fyr- irtækinu Björgun h.f. í Reykjavík og hafa þeir unnið við það í dag að strengja 6 þumlunga stál- vír þvert yfir höfnina til að reyna að hefta för íss- ins. Hólmvíkingar eru mjög uggandi um bátaflota sinn, sem alkrr liggur hér í höfninni og má búast við að brotinn verði í spón ef ekki tekst að hefta fðr íss- ins. Mennirnir frá Björgun komu með kranabíl og mikinn útbúnað og strengdu þrefaldan stálvlr frá bryggjunni og í Hólm- ann sem kallaður er; og er það um 150 metra vega- lengd. Fjölmargar myndir í sefuíiðssjónvarpinu, sem hefðu verið bannaðar hér VÍSVITANDIÓSANNINDI RÁD- HERRA UM HERSJÓNVARPIÐ? ¦ Við umræður á Alþingi í fyrradag barst í tal eftir- lit með hermannasjónvarp- inu á Keflavíkurflugvelli. Alfreð Gíslason gagnrýndi það, að ekki skyldi vera á- kvæði í frumvarpinu um vernd barna og ungmenna, varðandi eftirlit með mynd- um þeim, sem Keflavíkur- sjónvarpið sýnir. ¦ Gylfi Þ. Gíslason svar- aði því þá tiL að það væri fullkomlega á valdi íslenzkra stjórnarvalda að hafa eftirlit með Keflavíkursjónvarpinu og síðan orðrétt: — Ég hef aldrei heyrt, að í sjónvarp- inu hafi verið sýndar mynd- ir, sem mundu hafa verið bannaðar af kvikmyndaeftir- litinu hér, en ef til þess kem- ur, að slíkar myndir verði sýndar þar tel ég ástœðu til aðgerða. (Alþbl.j. ¦ Þióðviljinn aflaði sér upplýsinga um það í gær hjá Aðalbjörgu Sigurðarc'óttur og Gylfi Þ. Gíslason og . • . . nm- Guðjóni Guðjónssyni, sem haft hafa með kvikmynda- eftirlit að gera, að ráðherr- ann hlýtur að vita um að fjölmargar kvikmyndir eru sýndar í Keflavíkurs'jónvarp- inu, sem börnum hefði ekki verið heimilaður aðgangur að í kvikmyndahúsum hér í Reykjavík. Aðalbjörg Sigurðardóttir skýrði fréttamanni blaðsins frá því, að í fyrra hefði hún farið á fund menntamálaráðherra ásamt Guð- jóni Guðjónssyni, og skýrt hon- um frá því, að þrju teldu að myndir Keflavíkursjónvarpsins ættu skilyrðislaust að koma und- ir kvikmyndaeftirlitið. — Ég hef sjálf, sagði Aðal- björg, séð nokkrar sjónvarps- myndir og glefsur úr þeim í búðargluggum, og tel að margar þeirra hefðu spursmálslaust ver- ið bannaðar fyrir börn hér. Við Guðjón lögðum því að mennta- málaráðherra, að sjónvarpsmynd- ir yrðu teknar undir kvikmynda- ef tirlitið og í sambandi við frumvarp það, sem nú liggur fyr- ir Alþingi um vernd barna og ungmenna, létum við í ljós þá skoðun, að sérstök lög ætti að setja um skemmtanastarfsemina i stað þess að hafa slík ákvæði í almennum barnaverndarlögum. Ekki vildi frú Aðalbjörg láta hafa neitt eftir sér að svo komnu máli um orð ráðherrans sérstak- lega. Guðjóq Guðjónsson, sagðist alls ekki vita, hvort mennta- málaráðherra hefði heyrt urn, að myndir hættulegar velferð barna væru sýndar í sjónvarpinu. Hins^ vegar sagðist Guðjón hafa gert lista um myndir sýndar í Kefla- víkursjónvarpinu á um árstíma- bili og þar hefðu verið tíu mynd- ir, sem börn hefðu aldrei fengið að sjá hér. Atrit at þessum lista sagðist Guðjón hafa afhent formannl menntamálanefndar neðri deild- ar Alþingis, Benedikt Griín.daí. Þá ítrekaði Guðjón þau orð Aðalbjargar, að þau hefðu lagt mikla áherzlu á það, er frum- varpið um vernd barna og ung- menna var samið, að myndir úr Kefíavikursjónvarpinu yrðu skoð aðar af kvikmyndaeftirlitinu. — Af þessum orðum Aðal- bjargar og Guðjóns hlýtur að vera ljóst að menntamálaráð- herra veit um að hermannasjón- verpið sýnir kvikmyndirj sem hættulegar eru börnumi en leyfir sér samt að halda því fram á Alþingi, að hann hafi „aldrei heyrt" um neitt slíkt. iMSKSÍÍÍV'S' : ¦;.¦.¦¦'.¦: ."¦:,:¦..:'• ¦¦'..'i-iM&^M i.,) ; - '• l.t>, .*,... jv.-.-. .,..- V... .., ' ¦¦ , <ilu ...,,• ».. , í-. ,,., ' i'i.i. - •.. •.;...,•¦!..,,;,.•,.. .)....» -..l.n... _-,. i.w .-, -ti. ¦u'yri, ssgai (íylfi. a.i í ;,i..,ivan.tau l,!,1< •' ir, sem i -:•'• ' :. .... ^ .-..., !. ... ,, . ; x,, inviul.i.nitiiii.tu bér, en ct til lx>ss keimir að sftknr tujiutir vcrði sjnU nr ).;.!. l>á tel cp ástaeðu ítl a»T-. mæli hans í Alþýðublaðinu 4 <

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.