Þjóðviljinn - 20.03.1965, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 20.03.1965, Blaðsíða 3
Laugardagur 20. marz 1965 HðÐVIEJIM! SlÐA 3 Villimennskan færist í aukana í Víetnam: Bandaríkjamenn teknir að beita napalmsprengjum SAIGON 19/3 — Meir en 120 bandarískar flug- vélar gerðu á föstudag loftárásir á vopnabúr og birgðastöðvar í Norður-Víetnam og er þetta þriðja loftárásin á einni viku. í þetta skipti voru skot- mörkin um 175 kílómetra norður af landamærun- um en 210 km. frá Hanoi. AP-fréttastofan telur sig hafa góðar heimildir fyrir því, að Bandaríkja- menn hafi beitt napalm-sprengjum í loftárásinni. -*> ^O^ - : Geðveikur maður varð mannsbani ARENDAE, NOKEGI 19/3 Fjórir menn létust og tveir særðust alvarlega er mað- ur nokkur hóf skothríð með haglabyssu. Maðurinn er 29 ára að aldri og var fyrir um það bil mánuði brautskráður af sjúkrahúsi í Kristiansand. Hann hef- ur verið vanheill á geðs- munum síðustu fjögur ár- in. Kosningar í nánd BRUSSEL 19/3 — Théo Lefevre, forsætisráðherra M*p "^sanlsteypustjórn þeirri, sem nú fer með völd í Belgíu, tilkynnti það ;i föstudag, að efnt verði til þingkosninga í landinu 23. maí næstkomandi. Þetta var ákveðið á ríkisráðs- fundi í dag. 95.760.000 kr.! LONDON 19/3 — Hið heimsfræga málvcrk Rem- brandts af syni hans Tit- us var á föstudag selt bandarsíku málverkasafni fyrir gífurlegt verð, 798.000 sterlingspund eða um 95.760.000 íslenzkar krón- ur. Fyrri eigandi málverks- ins, Lafði Brenda Cook, kvaðst mjög ánægð með sðluna! Ráðherra stefnt MADRlD 19/3 — Frétta- ritari franska stórblaðsins „Le Monde" í Madríd hef- ur nú ákveðið að höfða mál á hendur upplýs- ingamálaráðherra Spánar, Manuel Fraga Iribarne, en ráðherrann hefur sakað fréttaritarann um að senda rangar' fréttir úr landi. Fréttaritarinn er spánskur ríkisborgari. Pósthús rænt LINKÖPING 19/3 — Að- faranótt föstudags var stol- ið sem svarar 600.000 ísl. krónum í reiðufé frá póst húsinu í Malmslatt, sem er skammt frá Linköping í Svíb.ióð. Ekki hefur náðst i þ.lófana enn. Hækka í tign HELSINKI 19/3 — Finnar og Grikkir hafa nú ákveð- ið að hækka sendiherra sína hvorir hjá öðrum í tign og gera þá ambassa- dora. Frá þessu var skýrt opinberlega í Helsinki i dag. Það íylgir þessum fréttum, að umrædd vopnabúr og birgða- stöðvar hafi nær gjöreyðilagzt í árásinni. Svo er frá skýrt í Saigon, að bandarísku flugvél- arnar hafi allar komið óskemmd- ar aftur enda aðeins mætt smá- vægilegri skothríð úr loftvarna- byssum. Napalmsprengjur AP-fréttastofan telur sig hafa það eftir góðum heimildum, starfsmönnum landvarnaráðu- neytisins bandaríska, að nap- almsprengjum hafi verið beitt í þessari árás og sé það í ann- að skipti sem slíkt sé gert. Svip- aðar fréttir berast frá Saigon, en bar var skýrt frá því í dag, að flugvélar Bandaríkjamanna, sem þátt tóku í árásinni á vopnabúr við Phu Qui í Norður- Víetnam á mánudag, hafi varp- að slíkum sprengjum til jarðar. „Veður hagstætt" J. H. Moore, sem er yfirmað- ur 2. bandarígku flugvélaher- deildarinnar í S-Víetnam, skýrði fréttamönnum svo frá í Saigon í dag, að umrædd vopnabúr hefðu haft mikilvægu hlutverki að gegna í vopnaflutningum Nqrður-Víetnam til skæruliða Víetkong. Árásin hafi byrjað með því, að um 60 þotúf hafi ráðizt á vopnábúrið, veður hafi verið hagstætt. — Um það bil klukkustund síðar hafi svo milli 60 og 70 flugvélar gert árás á birgðastöð í nokkurra km. fjar- lægð frá fyrsta skotmarkinu. Skotmörkin liggja ekki langt frá hafnarbænum Vinh, en þar gerðu Bandaríkjamenn árás á olíu- geyma eftir atburðina í Tonk- in-flóa í ágúst sl. Vísað úr landi Þrír menn, sem yfirvöld í Saigon hafa ákveðið að vísa úr landi, voru í dag færðir yfir landamærin en áður voru þeir látnir ganga í gegn um 2000 manna hóp sem hrópaði að þeim ókvæðisorðum. Við landamærin tóku landamæraverðir Norður- Víetnam við mönnunum, þeir eru dýralæknir, sögukennari og blaðamaður að starfi. Þeir flgúga á þriðjudag KENNEDYHÖFÐA 19/3 — Bandariskir vísindamensi hafa nú ákveðið að senda á loft tveggja manna geim- far næstkomandi þfiðju- dag. Svo er ráð fyrir gert, að geimfarið verði á loftx í um fimm klukkustundir, en alls verði tíu slík geim- för send á loft. Er þetta liður í þeirri áætlun Bandaríkjamanna að senda mannað geimfar til tungls- ins fyrir árið 1970. Drap tveggja ára stjúpson sinn STOKKHÓLMI 19/3 — 23 ára gamall sænskur iðnverkamaður var á föstudag dæmdur í ævi- langt fangelsi fyrir að hafa sparkað í tveggja ára gamlan stjúpson sinn með þeim afleið- ingum, að barnið dó. Maðurinn ærðist er barnið truflaði hann, sló til þess svo blæddi og lokaði það síðan inni í klaeðaskáp. Hann sleppti ekki barninu út fyrr en hann kom heim frá vinnu næsta dag en lokaði það síðar inni aftur. Er barnið tók að gráta, dró hann bað út úr skápnum og sparkaði til þess, með þeim afleiðingum. er fyrr greinir. BRUSSEL 19/3 — Verzlunar- málaráðherra Austurríkis, dr. Fritz Bock, kraf ðíst þess" á föstudag, að Austurríki fái leyfi til þess að gera verzlunarsamn- inga við önnur lönd eftir að landið hefur gerzt aðili að Efna- hagsbandalagi Evrópu. Ráð- herrann setti fram þessa kröfu í sambandi við samninga þá, sem hófust í dag milli Austur- ríkis og EBE í Brussel. Bock kvað ekki sérlega mörg vanda- mál, sem leysa þyrfti í þessu sambandi, og hlyti að vera'unnt að finna á þeim einhverja lausn. Starfsmenn við Lawrence-sjúkrahúsið í New York hafa gert verkfall. Myndin hér að ofan sýnir. hvernig lögreglan í bænum þeim hagar sér gegn þeim mömium, sem dirfast að gera verkfall í „Guös eigin landi". Kröfu Wallace vísað á bug MONTGOMERY 19/3 — Dómari við alríkisdómstól í Montgomery í Alabama vísaði á föstudag á bug þeim tilmælum Wallace landstjóra, að ógiltur verði sá úrskurður, að blökkumönnum skuli leyfilegt að halda fyrirhug- aða mótmælagöngu síha frá Selma til Montgomery næstkom- andi sunnudag. Wallace hafði borið því við, að, nauðsynlegt sé að bjóða út sex þúsund manna liði til þess að tryggja það, að mótmælagangan fari friðsamlega fram, en slíkt muni kosta Ala- bamaríki 400 miljónir dala. John-. son forseti sendi í dag Wallace skeyti þar sem hann segir, að ef landstjórinn láti ekki bjóða út þjóðvarnarliði Alabama muni stjómin gera það. Indónesar ákveða: Olíufélögin sett undir eftirlit LiS SÞ ^nn'iifii sinn a Kýpur NEW YORK 19/3 — öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti í dag einróma, að dvalartími friðargæzlusveitanna á Kýpur skuli framlengdur um þrjá mán- uði. Þetta nýja dvalartímabil rennur út 26. júní n.k. Tillagan um að framlengja dvalartima liðsins var borin fram af Bóli- víu, Pílabeinsströndmni, Jórdan, Hollandi, Malasíu og Uruguay. Jaf nframt mælist öryggisráðið til þess við deiluaðila á eynni, að þeir reyni að starfa saman og hafa gott samstarf við friðar- gæzloiliðið. 1 liði SÞ á Kýpur eru nú um 6.000 manns og hefur liðið verið á eynni um eins árs skeið. Gheorghiu-Dej lézt í gærdag BtJKAREST 19/3 —¦ For- seti Rúmeníu Cheorghíu- Dej lézt í Búkarest í dag, 64 ára að aldri. Gheorghiu-Dej var fædd- ur í Birlad 1901. Hann varð snemma virkur þátt- takandi í verkalýðsbar- áttunni, 1930 gekk hann f Kommúnistaflokkinn og varð fljótlega einn af for- ingjum hans. Árið 1933 stjórnaði hann verkfalli í Grivita og var þá fang- elsaður. Hann sat ellefu ár í fangelsi, þar af þríú í Dofpana-f angelsinu, sem var illræmdasta fangelsi Rúmeníu á þeim tíma. Úr f angelsinu st jórnaði Ghe- orghiu-Dej andspyrnuhreyf- ingunni gegn fasismanum. Þegar fasistastjórn Rúm- eníu sá fram á ósigur Þýzkalands, samdí hún við Gheorghiu-Dej f fangels- inu, 23. ágúst 1944 var hon- um sleppt úr haldi og sama dag Ieituðu Rúmenar eftir vopnahléi við Banda- menn. Frá þvf f nóvem- ber 1944 átti Gheorghiu- Ccheorghiu-Dej V Dej sæti f ríkisstjórn, f október sama ár varð hann aðalritarí Kommúnista- flokksins. Hann varð ?«r- seti Rúmeniu 1961 og gegndi því starfi til dauða- dags. DJAKARTA 19/3 — Indónesia hefur nú sett öil erlend olíufé- Iög í Iandinu undir stjórn og eftirlit yfirvaldanna. Það er fréttastofan Antara, sem frá þessu skýrir í dag. Talsmenn viðkomandi ojíufé- laga vildu í dag ekkert um þetta mál segja, en í tilkynningu stjórnarinnar var ekkert olíufé- laganna nefnt með nafni. Til- kynningin var gefin út eftir að mðrg hundruð manns höfðu haldið hálfrar klukkustundar mótmælafund fyrir utan skrif- stofur bandarísku olíufélaganna Caltex og Stanvac í Djakarta. Kröfðust fundarmenn þess, að Indónesar tækju olíufélögin í sín- ar hendur og sungu and-amer- íska söngva. Starfsmenn olíufé- laganna fengu þó talið fundar- menn á það að hverfa á braut. Súbandríó, utanríkisráðherra, lét samtímis svo um mælt, að ríkisstjórnin myndi ekki leyfa það, að nein spjöll væm nnnin á f eigum erlendra diplómata, Daginn áður höfðu verkamenn rofið gas- og rafmagnsleiðslur að ýmsum bandarískum skrif- stofum og bandarískum heimtt. um í Djakarta. Utanríkisráðherr- ann hvatti fólk til þess að sýna stillingu í þessum málum 511- um. Mikið námuslys í Tyrklandi ISTANBUL 19/3 — Mikil spreng- ing varð í morgun í náinu einni nprðarlega í Tyrklandi, um 300 metrum undir yfirborði jarðar. 24 lík hafa fundixt, 54 kom- ust lífs af en talið er vonlaust að bjarga þeim 44 sem eftir eru. Námuveggirnir hrundu sem óðast allan föstudaginn og stöð- ugt komu nýir eldar upp. Kaupmannahöfn: Mótmæli gegn v-þýzkum her KAUPMANNAHÖFN 19/3 — Um tvö þúsund manns gengu á föstudagskvöid um götur Kaupmannahafnar að land- varnaráðuneytinu og afhentu þar mótmæli sín gegn því, að vestur-þýzkir hermenn hat'rf undanfarið verið að heræfing- um á danskri grund. Báru þeir spjöld þar sem krafizt var þess, að Danmörk seggi sig úr Atlanz- hafsbandalaginu. Ræðumenn úr Kommúnistaflokknum og SF lýstu því yfir, að ómögulegt væri að treysta þýzku Iýðræöt. Umræddum heræfini.um At- lanzhafsbandalaginu :i Jótlandi lauk í dag, en ekki kom til neinna. inótmælaaðgerðaj ervest- ur-þýzka herliðið sneri aftur tfl. herbúðanna í Randers. Hinsveg- ar lágu þar alhnargir pakkar af súkkulaði og sígarettum og biðu hermannanna. Sendendur voru fólk, sem lýsa vildi hryggð sinni yfir þeim móttökum, sem vestur-þýzka herliðið hefur fengið. Þjóðverjarnir halda frá Danmörk á morgun, svo og ensku hersveitirnar, sem þátt tóku í æfingunum. Þrír ungir menn, sem mótmælt hafa komu vestur-þýzka liðsins, voru hand- teknir í Randers í dag, sak- aðir um að hafa í fórum sín- um sprengiefni, að því er danska fréttastofan Ritzaus Bureau segir.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.