Þjóðviljinn - 20.03.1965, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 20.03.1965, Blaðsíða 10
Dreifing á bandarískum áróðri í skólum til umræðu í borgarstjórn: ÍHALD OG HÁLF FRAMSÓKN LÖGÐU BLESSUN SÍNA YFIR ÁRÓÐURINN! B Það var upplýst á fundi borgarstjórnar Reykjavíkur í fyrrakvöld að fræðslustjóri, Jónas B. Jónsson, ber öðrum fremur ábyrgð á því að áróðursbaeklingum bandarísku upplýsingaþjónustunnar hefur verið dreift meðal nem- enda ýmissa framhaldsskóla hér í borginni. Höfðu Banda- ríkjamenn boðið fræðslustjóra bæklinga þessa til dreifing- ar í skólunum og Jónas kallað saman skólastjórafund, þar sem samþykkt var að leggja það í vald hverjum og einum skólastjóranna að ákveða hvort áróðurspésunum skyldi dreift í skólunum. Ýmsir skólastjóranna létu kennarana annast dreifingarstarfið og þannig fengu hundruð reyk- vískra unglinga Bandaríkjaáróðurinn í hendur í skólunum. ■ Yfir þessi ósæmilegu vinnubrögð lagði fhaldsmeiri- hlutinn í borgarstjórn, ásamt kratafulltrúanum og öðrum Framsóknarmanninum, blessun sína á fyrrnefndum borg- arstjórnarfundi í fyrrakvöld. Laugardagur 20. marz 1965 30. árgangur — 66. tölublað. Umræðumar ' um mál þetta spunnust út frá tillögu, sem Ásgeir Höskuldsson, borgarfull- trúi Alþýðubandalagsins, flutti, svQhljóðandi: „Borgarstjómin átelur að dreift skuli hafa verið í gagn- fræðaskólum borgarinnar áróð- og tilraun gerð til að móta hug- myndir og hafa áhrif á skoð- anir skólaæskunnar á þann hátt sem bryti algerlega í bága við viðteknar reglur um pólitískt hlutleysi fræðslustarfsins í gkól- unum. Ásgeir Höskuldsson sagði að ursriti frá „Upplýsingaþjónustu ( sér virtist að svo hefði verið Bandaríkjanna“ og felur fræðslu- , um hnútana búið í máli þessu stjóra og fræðsluráði að sjá svo ; að erfitt væri að slá því föstu um, að slíkt eða hliðstætt end- urtaki sig ekki.“ í framsöguræðu sagði flutn- ingsmaður tillögunnar að hún væri flutt í tilefni af þvi að á sl. hausti var dreift í skólum gagnfræðastigsins í Reykjavík tveimur bókum frá bandarísku upplýsingaþjónustunni. Önnur þessara bóka var „Bandaríkin, staðhættir og landkostir", og hin ný útgáfa af „Ágripi af sögu Bandaríkjanna“. Ásgeir sagði að í lokakafla síðamefndu bókar- innar væri að finna áróður sem ekki væri sæmandi að bera fram fyrir unglinga í skólum borgar- innar, þar væri fjallað um ým- is mál á mjög óviðeigandi hátt Fannst með- vitundaríaus á iaugarbotni Um klukkan hálf fimm í gærdag varð gestur í Sundlaug- unum í Reykjavík var við, að ungur drengur lá hreyfingar- laus á botni laugarinnar. Gerði gesturinn Ragnari Steingríms- syni sundlaugaverði þegar í stað viðvart og er drengurinn hafði verið færður á þurrt land hóf Ragnar lífgunartilraunir á hon- um. Lögreglunni var þá þegar gert viðvart og var pilturinn síðan fluttur á Slysavarðstofuna þar sem lífgunartilraunum var haldið áfram. Komst drengurinn nú fljótlega til meðvitundar og er úr allri hættu. Drengurinn er 12 ára að aldri og heitir Kjartan Ólafsson til heimilis að Gnoðavogi 30 hér í borg. hver aðalábyrgðina bæri á dreif- ingu áróðursritanna. Hann bygg- ist þó við að starfsmenn banda- rísku upplýsingaþjónustunnar teldu sig hafa haft leyfi fræðslu- stjóra og svo hafi einnig verið um skólastjóra og kennara. Síð- an sagði ræðumaður: — Hvað sem því líður þá tel ég aðfarir sem þessar bæði ó- æskilegar og ósæmilegar. Ég tel að ef bókakostur Ríkisútgáfu námsbóka er ekki talinn hrökkva til að veita nemendum í skólum landsins nauðsynlega fræðslu með aðstoð góðra kennara — og þar af leiðandi talið nauðsyn- legt að auka við bókakostinn eítír ..öðruip leiðum — þá eigi viðkomandi fræðsluyfirvöld að fjalla um þau efni, en ekki sendiráð erlendra ríkja, enda munu flestir telja að þau hafi ágaeta aðstöðu til að koma skoð- unum sínum á framfæri hér á landi án þess að g'á háttur sé hafður á sem hér hefur verið gerður að umtalsefni. Ásgeir rakti síðan fjölmörg dæmi, er sýna hversu ómengað- ur áróður lokakafli „Ágrips af sögu Bandaríkjanna" er, botn- laust sjálfshól um Bandaríkja- menn og forystumenn þeirra, en jafnframt níð um ýmsar aðrar þjóðir og stórfelldar sögufals- anir. Heimdellingurinn Birgir í. Gunnarsson varð fyrir svörum af hálfu íhaldsins og lýsti því þá yfir að gangur málsins hefði verið sá sem getið var í inn- gangi. Kvað hann eðlilegast að fræðsluyfirvöldum og skólastjór- um yrði treyst til að meta það hverju sinni hvað rétt væri og rangt í þessum efnum og flutti frávísunartillögu þess efnis. Bjöm Guðmundsson, annar af borgarfulltrúum Framsóknar, mælti eindregið með samþykkt tillögu Ásgeirs og kvað þetta Framhald á 7. síðu. Trésmiðafélag Reykjavíkur: Margþætt og f jöl- breytt félagsstarf ■ í Trésmiðafélagi Reýkjavíkur eru nú 630 félagsmenn og er félagsstarfsemin fjölbreytt og margþætt. ■ Á sl. ári var heildareign félagsins 3 miljónir króna. Á því ári greiddi félagið 400.000 kr. í styrki til félags- manna. Samþykkt var á aðalfundi sl. sunnudag að hsekka árgjald í 1500 krónur og mælingagjald í 244%. ■ Stjóm félagsins varð s'jálfkjörin og er hún nú þannig skipuð: Formaður Jón Snorri Þorleifsson, varaformaður Benedikt Davíðsson, ritari Hólmar Magnússon, vararitari Marvin Hallmundsson og gjaldkeri Þórður Gíslason. Þama eru bækumar frá Upplýsingaþjónustu Bandaríkjanna, sem fræðslustjóri lét dreifa í gagnfræðaskólunum. Hér fer á eftir frétt af að- alfundi Trésmiðafélags Reykja- víkur frá félaginu: Aðalfundur Trésmiðafélags Reykjavíkur var haldinn sunnu- daginn 14. þ.m. í Lindarbæ. r upphafi fundar minntist for- maður látinna félaga. Á fundinum flutti formaður félagsins og' formenn nefnda skýrslur um starfsemi félagsins á árinu. Kom þar m.a. fram eftirfarandi: Félagið sagði upp samningum við atvinnurekendur á sl. sumri, samningar tókust ekki fyrr en í janúar sl. og gilda þeir til Margt má færa til betra horfs mnan — Frá umræðum um vernd barna og ungmenna fll Frumvarpið um vemd barna og ungmenna kom til 1. umræðu á fundi efri deildar í fyrradag, en það hefur nú sætt meðferð neðri deildar eins og frá hefur verið skýrt hér í blaðinu. ■ Alfreð Gíslason tók til máls við umræðurnar í gær og sagði hann m.a. að margt af því, sem ætlunin er að lög- festa með frumvarpinu hefði mátt framkvæma innan ramma núgildandi laga. Gylfi Þ. Gíslason. menntamála- ráðherra mælti fyrir frumvarp- inu en síðan kvaddi Alfreð sér hljóðs. Sagði hann, að áhuga- leysi stjórnarvalda hefði valdið miklu um hvernig ástandið er nú í barnaverndarmálunum hér á landi. Hefði vel mátt bæta á- standið á margan hátt innan ramma núgildandi barnavernd- arlaga. Sem dæmi um hug stjómar- valdanna í þessuim efnum minntist Alferð á samþykkt, s,em gerð var í borgarstjóm Reykjavíkur fyrir eina tíð endur að veita athygli hinu mjög svo hagstæða vinnuafli, er £ barnavinnunni felst! Ræðumaður fór síðan nokkr- um orðum um ástand þessara mála hér í Reykjavík. Máli sínu til stuðnings las hann upp úr skýrslu barnaverndar Reykja- víkur fyrir árið 1963 og gaf þar að heyra ófagrar lýsingar á ástandinu hér í borg og verð- ur það ekki rakið nánar hér. Alferð gerði síðan nokkrar at- hugasemdir við frumvarpið sjálft. Fyrst kom hann að því, að engin ákvæði em í fmm- þar^ sem skorað er á iðnrek- varpinu um að skoðaðar skuli íbaldii ber fulla ábyrgb á vanda A næstsíðasta borgarstjórnar- fundi voru skipulagsmálin í Reykjavík til umræðu eins og oft áður og þá bar Guðmundur Vig- fússon borgarfulltrúi Alþýðu- bandalagsins fram tillögu er gerði ráð fyrir eflingu skipulags- deildar borgarinnar. Þessari til- lögu vísaði íhaldið til borgarráðs (borgarstjóri lýsti því yfir á fundinum að tillaga Guðmundar ætti ekki betri meðferð skilið). Þegar framangreind tillaga var lögð fyrir borgarráðsfund 9. marz sl. bar Guðmundur enn fram svohljóðandi tillögu: „Borg- arráð óskar tillagna borgarverk- fræðings um það, hverjax ráð- skipulagsdeildar stafanir er nauðsynlegt og til- tækilegt að gera til að tryggja skipulagsdeild borgarinnar næga og hæfa starfskrafta og festa þá í starfi til frambúðar”. Meiri- hluti borgarráðs snerist gegn þessari tillögu og vísaði henni frá. Á borgarstjómarfundinum sl. fimmtudagskvöld, þegar fundar- gerð borgarráðs frá 9. marz var til afgreiðslu vakti Guðmundur Vigfússon enn máls á vanda skipulagsdeildar borgarinnar og lét þá færa til fundargerðarbók- ar eftirfarandi: „Ég hefi nú tvisvar með stuttu millibili gert tilraun til að fá borgarstjórn og borgarráð til að gera sér ljóst zaunverulegt á- stand skipulagsdeildar borgarinn- ar og Ieita úrræða, er til gagns mættu verða þessari mikilvægu1 sínu”. starfsemi á vegum borgarinnar. Báðar þessar tilraunjr hafa mis- tekizt vegna áhugaleysis og skilningsskorts borgarstjóra og annarra fulltrúa Sjálfstæðis- flokksins í borgarstjóm og borg- arráði og rökstuddar tillögur mínar um þetta efni verlS að cngu hafðar. Ég hlýt því að Iýsa undrun minni á því ábyrgðar- leysi, sem þersi afstaða ber vott um og um leið fullri ábyrgð á hen,dur borgarstjórn og meiri- hluta borgarstjómar og borgar ráðs fyrir ásigkcmulag skipu- lagsdeildarinnar og algeran van- mátt til að gegna hlutverki kvikmyndir hermannasjónvarps- ins á Keflavíkurflugvelli. Kvik- myndaeftirlit er kák eitt, ef það nær ekki til sjónvarpsmyndanna, sagði Alfreð síðan. í öðru lagi minntist Alfreð á það, að barnaverndamefndir eru skv. núgildandi lögum og sam- kvæmt frumvarpinu kosnar póli- tískt. Beindi Alfreð þeim til- mælum til þeirrar nefndar, sem málið fengi til umfjöllunar að athuga þetta atriði. Loks drap ræðumaður á það hvort ekki væri réttara að bamavemdar- mál heyrðu undir félagsmála- ráðuneytið eins og tíðkast á hin- um Norðurlöndunum frekar en menntamálaráðuneytið eins og hér hefur verið. Málinu var síðan vísað til 2. umræðu og nefndar. 5. júní n.k. Var í þeim samn- ingum í fyrsta sinn samið um fast vikukaup, hluta af greiðslu fyrir helgidaga og styttingu vinnuvikunnar og að öðru leyti samkvæmt samkomulagi aðila vinnumarkaðarins si. sumar. Trésmiðafélagið átti 65 ára afmæli 10. desember sL Kom þá einnig út saga félagsins: „Trésmiðafélag Reykjavíkur 1899—1964, sem Gils Guðmunds- son rithöfundur skráði. Var þessara tveggja merku atburða minnzt á veglegan, hátt með hátíðafundi í Gamla bíó og hófi í Sigtúni. Á hverju ári efnir félagið til skemmti- og kynningarkvölda fyrir félagsmenn og gestí, jóla- trésskemmtunar fyrir böm, árs- hátíðar, 1. maí hátíðar og skemmtiferðalaga. Er þátttaka félagsmanna f þessar starfsemi vaxandí mjög, enda góðwr vett- vangur til aukirma kynna fé- lagsmanna og öflugra starfs. Tvö tölublöð af blaði félags- ins „Bréf Trésmiðafélags Reykja- víkur", komu út og fjölluðu eins og áður um fagleg og félags- leg málefni. Skák- og bridgedeild hefur starfað af fjöri og háð keppni, bæði innbyrðis og út á við. Bókakostur tæknibókasafnsins hefur aukizt og var hafið út- lán bóka á árinu. Þann 30. maí 1964 var Sam- band byggingamanna stofnað. Átti Trésmiðafélagjð mikinn þátt í undirbúningi að stofnun þess og gerðist eitt af stofn- félögum sambandsins. Að tilhlutan fræðslunefndar Trésmiðafélagsins og félagsfund- arsamþykktar hefur samband- ið nú hafið undirbúning að út- gáfu handbókar byggingamanna. Félagið sta'rfrækir skrifstofu í eigin húsnæði að Laufásvegi 8. Framhald á 7. síðu. Nýtt lágmarksveri á fersksíld { gær barst Þjóðviljanum eft- irfarandi fréttatilkynning frá Verðlagsráði sjávarútvegsins; Yfimefnd Verðlagsráðs sjáv- arútvegsins úrskurðaði á fundi í gær eftirfæjndi lágmarksverð á fersksíld veiddri við Suður- og Vesturland, þ.e. frá Homa- firði vestur um Rit, fyrir tíma- bilið 1. marz til 15. júní 1965. Síld til heilfrystingar, söltunar og flökunar pr. kg. kr. 1,56. Verð þetta miðast við það magn, er fer til vinnslu. Vinnslu- magn telst innvegin síld, að frá- dregnu því magni, er vinnslu- stöðvarnar skila í síldarverk- smiðjur. Vinnslustöðvamar skulu skila úrgangssíld í verksmiðjur seljendum að kostnaðarlausu, enda fái geljendur hið auglýsta bræðslusíldarverð. Þar sem ekki verður við kom- ið að halda afla báta aðskildum í síldarmóttöku, skal sýnishom gilda sem grundvöllur fyrir hlutfalli milli síldar til framan- greindrar vinnslu og síldar til bræðslu milli báta innbyrðis. Síld ísvarin til útflutnings í skip og síld í niðursuðuverk- smiðjur, pr. kg....... kr. 1,40 Verð þetta miðast við innvegið magn, þ.e. síldina upp til hópa. Síld til skepnufóð- urs, pr. kg.......... kr. 1,00 Verðin eru öll miðuð við, að seljandi skili síldinni á flutn- ingstæki við hlið veiðiskips.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.