Þjóðviljinn - 20.03.1965, Blaðsíða 5
HÓDVILJINN
SÍÐA g
Laugardagur 20. marz 1965
Tekst /oks að þýða tungu
Etrúskanna?
■
Myndin hér að ofan hcfur vcrið ncfnd „Brutus” og er frá l>ví
snemma á þriðju öld fyrir Krist. — Þessar myndir af listaverkum
Etrúskanna eru allar teknar úr bók M. Pallottinos, „The Etruscans“.
Botvinnik ekki í
áskorendamótinu
Meðan Róm var enn aðein^
fátæklegt sveitaþorp voru
blómlegir Etrúskabæir am
Italíu alla. Glæsilegar mynda-
styttur Etrúskanna svo og
annað sem þeir hafa eftir sig
látið, prýða í dag söfn um
heim allan og þykja hinir
mestu kjörgripir. Menning
Etrúskanna hefur án efa hait
mikla þýðingu fyrir rómverska
menningu, en þegar frá eru
skildir fornleifafundir og ein-
staka dreifðar upplýsingar um
Etrúskanna í ritum fornróm-
verskra og grískra rithöfunda,
vitum við nær ekkert um sögu
þessarar merkilegu þjóðar.
Síðustu þrjár aldir hafa
fundizt eitthvað um tíu þús-
und áletranir Etrúska. Lengsti
textinn, 'sem varðveittur er í
samhegni, hefur að geyma um
1200 orð og er skrifaður á efn-
isbúta, sem hafðir höfðu ver-
ið um egypzka múmíu, sem
fannst í lok síðustu aldar.
Það veldur ekki vísindamönn-
um sérlegum erfiðleikum að
lesa þessa áletrun eða allar
hinar, þar eð letur Etrúskanna
er í litlu frábrugðið elztu bók-
stöfum Rómverja. Hitt er erf-
iðara að skilja textann og enn
Þann 10. marz var útrunninn
frestur til að tilkynna þátttöku
1 í áákoi%ndamótinu svonefnda,
•—-—r.—-r—tt———3—:—;---
SKRIFAÐ
Það hljómar ef til vill
ótrúlega, að ALÞÝÐU-
BLAÐIÐ sé efnismesta
blaðið, en flestir vandlát-
ir lesendur fallast á, að
ALÞÝÐUBLAÐIÐ sé nú
orðið efnisbezta blaðið.
Sem dæmi um gott efm
mætti nefna greinar eftir
menntamálaráðherra, Gylfa
Þ. Gíslason, eftir formann
Menntamálaráðs, Helga
Sæmundsson og eftir rit-
stjórann. Benedikt Grön-
dal, sem allir skrifa reglu-
lega í blaðið.
(Auglýsing í „Mími“,
blaði stúdenta í íslenzk-
um fræðum).
en þar er það ráðið, hver skuli
keppa um heimsmeistaratignina
í skák við Tigran Petrosjan, nú-
verandi heimsmeistara. Það
vakti að vonum nokkra at-
hygli, að þegar fresturinn var
útrunninn, hafði Mihail Bot-
vinnik, fyrrverandi heims-
meistari, ekki. tilkynnt þátt-
töku sína í þessu móti. 1 stað
hans keppir því sá sem næst
stendur, nefnilega sovézki stór-
meistarinn Jefim Geller.
Annar fyrrverándi heims-
meistari í skák, Mihail Tal,
hefur átt viðtal við fréttastof-
una APN og rætt þá meðal
annars um þá ákvörðun Bot-
vinniks að taka ekki þátt í
áskorendamótinu. Tal skýrir
svo frá, að Botvinnik, sem er
rafmagsverkfræðingur og
þekktur vísindamaður, vinni
nú að því af miklu kappi að
gera vél sem teflt geti skák.
Tal lét þess um leið getið, að
sú ákv. Botvinniks að helga
sig vísindastörfum, sé á engan
hátt merki um minnkandi
skákstyrkleik, enda sé sá ár-
angur. sem Botvinnik hafi náð
á undanförnum mótum ljós
vottur þess, að hann sé ->nn
í fullu fjöri og vel það.
(Novostis).
er tungumál Etrúskanna að
mestu óráðin gáta; málið hefur
verið útdautt aldatugum sam-
an og þau orð sem á áletr-
unum standa, finnast ekki í
neinu öðru máli. Ekki er held-
ur um að ræða neinar áletr-
anir á tveim málum ,sem auð-
veldað gætu ráðninguna — en
slíkt varð oft til hjálpar víð
rannsóknir , á fornegypzku,
hettísku og öðrum tungum
fornaldar.
Þann 8. júlí 1964 fundu svo
tveir ítalskir fornleifafræð-
ingar, Falkoni og Pallo að
nafni, þrjár þunnar gullplötur
með ágröfnum textum. Þeir
félagar höfðu verið að grafa
upp hof eitt um 70 km frá
Róm og mikil var undrun
þeirra og ánægja. Tveir sf
textunum voru skrifaðir á
etrúsku, annar var mjög stutt-
ur en hinn nokkru lengri, var
36 orð. En það var þriðja plat-
an sem reyndist „fagnaðar-
fundur“: Hún var nefnilega
þakin bókstöfum úr tungu
Fönika, en hana þekkja vis-
indamenn að heita má til
hlítar.
Það er annað athyglisvert
við þennan fund. Allar þrjár
voru plöturnar þannig vafðar
saman sð þær líktust þrem
litlum, jafnstórum pípum. Þeg-
ar slétt var úr pípunni sem
hafði að geyma 36-orða text-
ann, fundust inni í henni 20
bronznaglar með gullhöfði.
Þessir naglar féllu nákvæmlega
í göt í jaðrinum á gullplötun-
um með etrúskatextanum og
þeim föniska. Af þessu töldu
menn sig geta ráðið það, að
plötumar hefðu verið negldar
fastar hlið við hlið og hefðu
því að öllum líkindum að
geyma texta, sem væru svip-
aðir að innihaldi.
Þessi mynd er höggvin í lok
steinkistu einnar frá Tarquinia.
Siærsta hótelið
Á bökkum Moskvu-fljóts fast
við gullintypptar hallirnar í
Kreml, er nú verið að reisa
nýtt hótel, sem „Rossia“ skal
heita. Með tveim tólf hæða
byggingum verður þett-a
stæi-sta hótel Evrópu. Gesta-
herbergin verða eitthvað um
1500. Ot frá þesssum tveim tólf
hæða byggingum ganga tvær
álmur og upp úr miðri bygg-
ingasamstæðunni á að gnæfa
tuttugu hæða turn sem verður
meir en hundrað metrar á
hæð.
Fjölmörg erlend fyrirtæki
taka þátt í byggingu hótelsins.
Pólverjar hafa látið ýmislegt
efni í té, sama máli gegnir
um Austur-Þýzkaland og
Tékkóslóvakíu.
JAFNRÉTTIKARLA 0G KVENNA
Það hefur mikið verið rit-
að og rætt um jafnrétti karla
og kvenna, en í hinum kapí-
talísku löndum er slíkt blekk-
ingin einber Enda þótt konur
hafa víðast hvar i hinum
borgaralega heimi hlotið
kosningarétt. er enn óupp-
fyllt sú sjálfsagða réttlætis-
krafa að greidd séu sömu
laun fyrir sömu vinnu. Frá
því fyrsta hafa Sovétríkin
tryggt konum efnahagslegt
fafnrétti. 1 Sovétríkjunum var
það þegar lögfest eftir bylt-
inguna. að konur skyldu fá
sömu laun og karlar fyrir
sömu vinnu í sérhverri at-
vinnugrein. Nýjar leiðir opn-
uðust konunni og nú hefur
hún tekið sæti sitt i öllum
sviðum þjóðlífsins. Hér á eft-
ir fara nokkrar staðreyndir,
sem allar tala sínu máli.
1 Sovétríkjunum hafa meir
en 30.000 konur lokið doktors-
prófi eða magistersprófi.
Nasrri 800 konur eru meðlim-
ir Vísindaakademíunnar.
1962 unnu 5,5 miljónir
kvenna með tæknimenntun
eða háskólamenntun að fram-
leiðslu og iðnaði í Sovétríkj-
unum. Meir en 4,5 miljónir
kvenna starfa sem forstjórar
og sérfræðingar í iðnaði.
landbúnaði og að umferðar-
og flutningamálum.
Margar konur gegna for-
ystuhlutverki í hinum ýmsu
sovétlýðveldum. Forseti Æðsta
ráðsins í sovétlýðveldinu Ja-
kútía er kona. Sama máli
gegnir um Uzbekistan og
Túvinsk. Algengt er að konur
gegni ráðherrastöðum.
Sovétkonur gegna störfum
sem skipstjórar, heimskauta-
farar, leikstjórar, diplómatar,
dómarar liðsforingjar, skurð-
læknar og búfræðingar. Og
þá er ekki úr vegi að minn-
ast þess, að geimfarinn Val-
entina Tereskjova er sovét-
borgari.
Rithöfundasamband Sovét-
ríkjanna hefur innan sinna
vébanda nærri 700 konur, um
4.000 konur eru í blaðamanna-
sambandinu, 2.500 i bandalagi
listamanna og meir en 200 í
tónskáldafélaginu.
Með öðruin orðum: Sovct-
konan fær, hvort heldur hún
vinnur andlega eða líkamlega
vinn.u, sömu laun og karlar.
Hún getur lagt fram sinn
skerf á sérhverju sviði mann-
legs lifs.
Höggmyndin er af herguðinum Marz og fannst við Todi. Myndin
er talin vera frá fjórðu öld fyrir Krists burð.
Ilok fyrra ái’s létu tveir ít-
alskir vísindamenn, þeir
Giovanni Garbini og Massimo
Pallottino, frá sér fara vísinda-
rit þar sem þeir endurprenta
báða textana. 1 fréttabréfi
frá sovézku fréttastofunni
„Novostis“ gera tveir sovézkir
vísindamenn, þeir Mihail Gelt-
ser og Alexei Harsekin, ýms-
ar athugasemdir við niðurstöð-
ur hinna ítölsku kollega sinna,
sem ekki er unnt að rekja
hér. En sovézku visindamenn-
irnir komast að þeirri niður-
stöðu, að hér sé um að ræða
sama texta á tveim málum en
ekki tvo texta með svipuðu
innihaldi eins og Italarnir
hafa talið sennilegast. Það gef-
ur auga leið, að hafj sovézku
málvísindamennirnir á réttu
að standa, aukast nú mjög
líkumar fyrir því, að unnt
verði að þýða þennan og aðra
etrúska texta. Og hver veit
nema visindunum takist nú
senn að þýðu tungu Etrúsk-
anna. Það tungumál hefur ver-
ið málvísindamönnum ögrandi
ráðgáta öldum saman.
If japl Schwarzschild rannsóknarstiiðin í Tautenberg er orð-
" in cin merkasta rannsóknarstöð heims, ekki hvað
sízt vegna stjörnusjónauka þess, scm við sjáum hér á myndinni.
Sjónaukinn er tveggja metra langur og með honum hafa verið
teknar meir en tvö þúsund myndir af himinhvelfingunni. — Auk
austur-þýzkra vísindamanna cru stjörnufræðingar frá Sovétríkj-
unum, Kanada, TékkósUvakíu og Póllandi starfandi við stöðina.
I