Þjóðviljinn - 08.04.1965, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 08.04.1965, Blaðsíða 1
Hér sjást myndir af radíófónunum tveimur sem stolið var úr Búslóð. Radíófónum og viðtækjum að verðmætí 40 þús. kr: stolið Ályktun almenns fundar Búnaðarsambands S.-Þing.: ENGIN SÉRRÉTTINDI FYRIR ERLENT FJÁRMA GN □ Sl. sunnudag var haldinn mjög fjölmennur kjósendafundur að Breiðumýri í Reykjadal í Suður-Þingeyjarsýslu og gekkst Búnað- arsamband Suður-Þingeyinga fyrir fundinum. Þar var borin fram og j samþykkt einróma eftirfarandi ályktun um uppbyggingu íslenzks j atvinnulífs. Var samstaða fundarmanna alger í þessu máli og mik- j ill áhugi á því að reyna að vekja menn til andstöðu við hið ískyggi- lega leynimakk við erlent auðmagn sem nú á sér s-tað að forgöngu I íslenzkra stjórnarvalda. 5Ef erlendum atvinnu- ■ • rekstri verða veitt toll- : fríðindi verði landbúnaður, j sjávarútvegur og íslenzkur • iðnaður látnir njóta sama ■ réttar. : ■ - ■. ÓSkipulag atvinnulifs í ■ • framtíðinni miðist við j það, að fsland sé allt byggt“ j ■ ■ Eins og áður segir var til- ; lagan samþykkt í einu hljóði ; en hún var samin af Inga j Tryggvasyni, Steingrími Bald- ■ vinss. og Glúmi Hólmgeirss. | Ályktun fundarins um þetla mál er svohljóðandi: „Almennur fundur í Bún- aðarsambandi Suður-Þingey- inga, haldinn á Breiðumýri 4. apríl 1965, leggur áherzlu á nauðsyn þess, að full sam- staða náist milli allra ís- lendinga um uppbyggingu íslenzks atvinnulífs, sem fái að þróast án óeðlilegrar í- hlutunar i erlendis frá, þvi skorar fundurinn á alla Is- lendinga að sameinast um að: Ifslenzkur iðnaður bygg- • ist á íslenzkum hráefn- um. Stóríðja miðist við hags- • muni íslendinga. 3Rafmagnsmálin verði • leyst án þess að fórna rétti til fallvatna í framtíð- inni. Erlendu fjármagni verði • ekki veitt fríðindi við uppbyggingu né rekstur stór- iðju á íslandi. ■ í fyrrinótt var framið innbrot í húsgagnaverzlunina Búslóð að Skipholti 19 og stolið þaðan tveim radíófón- um, tveim útvarpsviðtækjum og ferðaritvél. Nemur verð- mæti alls þýfisins a.m.k. um 40 þúsund krónum. Tsekin sem stolið var voru Luxor Oktav stereo radíófónn, sem kostar kr. 12.550, Luxor Pi- onár radíófónn að verðmæti 10.495 kr. og Luxor symfoni stereo viðtæki sem kostar kr. 8.630. Einnig var stolið úr skrif- stofu fyrirtækisins notuðu út- varpstæki og. ferðaritvél. Ljóst þykir að hér hafi fleiri en einn maður verið að verki og haft bíl til umráða, því að öðru vísi hefðu þeir ekki getað komizt burt með svona stór og þung tæki. Inngangurinn £ verzl- unina er frá Nóatúni og má það kallast furðuleg bíræfni að ráðast í jafn umfangsmikið inn- brot við svo fjölfama götu. Rannsóknarlögreglan biður þá sem kynnu að hafa orðið vara við grunsamlegar mannaferðir við verzlunina í fyrrinótt að gefa sig fram. Svipað og í fyrra Þjóðviljinn fékk þær fréttir frá Fatreksfirði £ gær, að afli bátanna, sem þaðan eru gerðir út, sé mjög svipaður nú £ vetur og i fyrra. Aflahæsti báturinn er Helga Guðmundsdóttir með rúm 1000 tonn, en næstu bátar eru með 800—900 lesta afla. §»■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ ■ ■ ! Þingevingar j ndita 3Í gre'ða j ntvarpsgiaM ] Á almennum fundi sem- : Búnaðarsamband S.-Þing. j gekkst fyrir að Breiðumýri j i Reykjadal sl. sunnudag ■ var m.a. samþykkt tillaga j þess efnis að skora á eig- j endur útvarpsviðtækja i j Suður-Þingeyjarsýslu að i greiða ekki afnotagjöld af j viðtækjum sínum fyrr en j ráðin hefði verið bót á j þeim óviðunandi hlustun- j arskilyrðum sem nú eru i 5 héraðinu. in■■■■«■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ ’.'.t’-;,. ’' ■ -*,:t Luxorviðtæki eins og það sem stolið var. Nýjasta fiskiskipið komst ekki ti/ hafnar vegna iss ■ í gær bárust þær fréttir helztar frá Seyðisfirði, að fjörðurinn væri alveg fullur af ís, allt út undir Skálanes. Var ísmn mjög þéttur. Nýr stálbátur, mb. Gullver, smíðað- ur í Austur-Þýzkalandi, var væntanlegur til Seyðisfjarð- ar í gærdag. Um kl. 2 síðdegis var báturinn kominn í fjarð- armynnið, en komst þá ekkí lengra vegna íssins. ER ÆTLUNIN AÐ VÍSITÖLUBINDA ÖLL LÁN VEITT TIL LANGS TÍMA? Alfreð Gíslason rekur í nefndaráliti ráðleysið í húsnæðismálum og bendir á sitthvað til úrbóta I Á fundi efri deildar Alþingis í fyrradag við umræður um frumvarpið um Húsnæðismálastofnun ríkisins kom fram í ræðu Emils Jónssonar, félagsmálaráðherra, að ríkis- stjórnin hefði það nú í athugun að vísitölubinda öll löng lán. Myndi frumvarps um þetta að vænta á hausti kom- anda. I í ræðu sinni var ráðherrann einkum að svara þeim atriðum úr ræðu Alfreðs Gíslasonar, sem sagði, að verðbólgugróðinn kæmi nú til allra þeirra, er breiðust hefðu bökin á meðan þeir fátæku yrðu að taka vísitölu- tryggð lán hjá Húsnæðismálastjóm. Snarpar umræður uröu í efri deild síðdegis í fyrradag um húsnæðismálin. Félagsmálanefnd deildarinnar klofnaði £ afstöðu sinni til málsins og hafði Þor- valdur Garðar Kristjánsson framsögu fyrir meiri hluta nefndarinnar, Karl Kristjáns- son fyrir fyrri minnihluta, en Alfreð Gíslason fyrir síðari minnihluta nefndarinnar. I nefndaráliti gerir Alfreð grein fyrir afstöðu sinni til málsins og breytingartillögum sínum. Fer hluti þess hér á eftir: „Samkomulag það, sem varð með Alþýðusambandi fslands og ríkisstjóminni 5. júní 1964, var byggt á yfirlýstum vilja aðila til að stöðva verðbólgu og bæta kjör verkafólks. Einn þáttur þess var húsnæðismál. Hét rík- isstjórnin því, að beita sér fyrir ráðstöfunum til úrlausnar í hús- næðismálunum, er hafl þann tll- gang annars vegar að létta efnalitlum fjölskyldum að eign- ast íbúðir, en hins vegar að tryggja nægar og stöðugar f- búðabyggingar í landinu.“ Einn- ig lofaði hún að lækka vexti af lánum og haga lánskjörum í samræmi við greiðslugetu al- þýðufjölskyldna. Á þeim 10 mánuðum, sem liðnir eru síðan samkomulagið varrj hefur dýrtíð aukizt til muna og verðbólgan síður en svo stöðvazt. Eiga ríkisstjómin og flokkar hennar óneitanlega mikla sök á þeirri framvindu sbr. söluskattshækkunina i vet- ur, og að því leyti hefur hún ekki til fulls staðið við gefin lofor^, 1 júní 1964 var ákveðið, að lán til íbúðabygginga skyldu hækka í 280 þúsund kr., og vextir af þeim lækka niður i 4%. Þetta sýndist þá veruleg kjarabót, jafnvel þótt sá bögg- ull fylgdi skammrifi, að afborg- anir og vextir áttu að breytast samkvæmt vísitölu. En nú — í apríl 1965 — horfir málið nokk- uð öðru visi við. Dýrtiðin hefur ekki stöðvazt, og vísitalan hækk- að þrátt fyrir vilyrðin um stöðvun. fbúðalán, sem á s.I. vori var metið rétt aðeins hæfi- legt, næmi það 280 þús. kr., getur ekki talizt hæfilegt lengur. A þessu tímabili hef- ur vísitala byggingarkostnað- Framhald á 9. siðu. Jozzkynning ■ í kvöld klúkkan 20,30 verður jazz-kynning í Tjarn- argötu 20 þar sem Vernharð- ur Linnet kynnir tenór saxó- fónleikarann Sonnie Rolings. ■ Félagar! Fjölmennið og mætið stundvíslega. Kínverskir mat- reiðslnmenn • -A'i Þessir brosandi karlar á myndinni hér fyrir ofan eru ætt- aðir frá Hong Kong og eru komnir hingað til Iands frá Englandi, til að matreiða ofan í Reykvikinga. Þeir heita Cheing og Lee og hefur annar þeirra Lee starfað áður hér á landi. ir Þeir eru ráðnir hjá hinn nýja kínverska veitingahúsi, sem tekur til starfa I dag f húsar kynnum Hábæjar við Skóla- vörðustíg. ★ Þar verður á boðstólum km,- verskur matur, auk allra ann- arra algengra rétta. Húsakynni hafa verið innréttuð á kínversk- an máta. Frú Sigrún Jónsdóttir listakona hefur gert skemmti- Iegar veggskreytingar úr batik. ★ Veitingahúsið verður opið frá 11 f.h. — 22,30 alla daga. Rekstur hússins annast Hreiðar S'vra.va.rssrtn.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.