Þjóðviljinn - 21.04.1965, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 21.04.1965, Blaðsíða 5
Mfðr&udagur 21. apríl 1965 SÍBA g KYNÞÁ TTA VANDAMÁl íxaéí sem við ? dagiega teM teöllum 'kynþáttavandamál. er í örstuttix máli, að marmverar af ólfkum uppruna, ólíkar í úttiti og stundum eirmig í háttum, geta ekkj á viissum svseð-um jarðarinnar lifað saman í sátt Og samlyndi og umgengizt hvern annan erns og jafningja. Á ytra borði virðist svo í fljótu bragði, að ólíkur litar- háttur og andlrtsfatl sé kjami þessa vandamáls. Ef svo væri, væri málið harla auðvelt við- fangs. En vegna þess, að mann- kyninu er skipt í misgöfuga flokka samkvæmt litarhætti og andlitsfalli, þá hlýtur sú sprum- ihg að vakna, hverjir séu hin- ir misjöfnu verðleikar að baki litarhættinum, sem kynþátta- sinnar eða rasistar byggja álit sitt á. Fyrgt er þá að alhuga, hvort fyrir hendi sé raunverulegur munur á greindar- og menn- ingarþroska kynþáttanna. Hvað síðara atriðið snertir, þekkjum við öll nokkuð til þess gífur- lega munar, sem er á menn- ingarstigi hinna ýmsu þjóða heimsins. Óumdeilanlega eru hvítir menn komnir lengst á sviði tækni og vísinda, en þess- ir vfirburðir þeirra eru til- tölulega nýtilkomnir. Meðan meginhluti hvítra manna gaf frumstæðustu þjóðum Afríku litið eftir i villimennsku, stóð menning hinna gulu Kinverja og hörundsdökku Indverja með miklum blóma. Hvað hitt atriðið snertir, raunverulegan hæfileika ólíkra kynþátta til að lifa nútíma menningarlífi og tileinka sér þekkingu og lífshætti þeirra þjóða. sem lengst eru komnar í vísindum og tækni, þá skipt- ir það meira máli. Það eru ekki villimenn í fi-umskógum, sem eru fórnarlömb þéssa vandamáls, heldur fólk. sem í margar kynslóðir hefur lifað í 'S'Srnbí'li við hvítar þjóðir og tileinkað sér menningu þeirra. Það er ekki í Kongó, sem kyn- þáttavandamálin eru erfiðust viðfangs, heldur i Bandaríkj- unum og Suður-Afríku. Enginn ábyrgur vísindamaður hefur nokkru sinni haldið fram. að svartir menn stæðu hvítum að ba%á hwað gseænriarþrosk-a snerti. Þeir allTa varfæm'ustu mrmdn slá fræðilegan vnmagla fyrir örlitkim hæfileikamun, rétt eins og htnar ýmsu teg- undir hunda eru gæddar mis- munand i hæfileikum, en þeir mundu jafnframt segja, að ó- mögulegt væri að ganga úr skugga um þetta nema með vísindalegri mannrækt og kyn- bótum í nokkrar kynslóðir, sem gæti orðið nokkuð erfitt í fram- kvæmd. Mismunandi greindar- þroski kynþáttanna er því ekki frambærileg ástæða til mis- mununar þeirra og það því síð- ur, sem við þekkjum fjölmörg dæmi þess, að negrar og aðrir litaðir kynþættir hafa fullkom- lega aðlagazt lifsháttum hvítra manna, þar sem ytri skilyrði hafa verið fyrir hendi. Einnig þekkjum við dæmi um afburða- menn af litúðum kynþáttum, sem að engu leyt.i geta talizt eftirbátar hvítra manna. Það er þá ljóst, að hæfi- leikamunur getur ekki verið orsök kynþáttaaðgreiningar og kynþáttavandamála. Þá liggur næst fyrir að athuga, hvort eitthvað í samskiptum kynþátt- anna á liðnum tímum geri hvít- um mönnum erfitt að líta á aðra kynþætti og þá einkum negra sem hóp misjafnra. en í heild jafnágætra manna Qg þeirra sjátfra. Þegar hvítir menn komu til hinna frjósömu, lítt numdu landa í Bandarikjunum og Suð- ur-Afriku, þurftu þeir fyrst og fremst á að halda miklu og ódýru vinnuafli til að hag- nýta sér þá gífurlegu mögu- leika, sem þe;si lönd höfðu upp á að bjóða. Yfirburðir hvitra manna í Siglingum og hernaði ollu því, að þeim veitt- ist auðvelt að leggja undir sig áðra kynþætti, og Tiér endur- tók sig hinn ævafomi sann- leiki sögunnar, að sigurvegar- arnir gera þá sigruðu að þræl- um sínum um lengri eða skemmri tíma. Afríka revndid helzta gósenland hinna hvitu þrælaveiðara. Tugir miljóna negra voru fiuttar frá Afriku tH afi vrnia- á- piantekrnm Norð- ur-Ameríku við svipaðan rétt og skepnur, og í Suður-Afríku vom hæg heimatökin, þar voru þeir svörtu fyrir, og hvítu land- nemarnir þurftu aðeins að grípa til kunnáttu sinnar í hemaði og láta kenna afls- munar. Svo fór að lokum, að fjöldi afrískra þræla varð slík- ur, að þrælar af öðrum kyn- þáttum hurfu gersamlega úr sögunni. Því var það, að merk- ing orðanna þræll Qg negri varð, brátt samslungin í vitund hvítra manna. Við skulum glöggva okkur á þvi, hvaða þýðingu þetta hafði fyrir við- horf kynþáttanna hvors til . annars með þvi að líta lauslega á stöðu hins svarta þræls í þjóðfélagi hvítra manna. íslendingar þekkja úr sögu sinni, að þræll var ófrjáls mað- ur og annaðhvort hann sjálfur eða forfeður hans höfðu verið teknir herfangi. Þrællinn var skyldur til að vinna fyrir hús- rettrndaSauei virmudýr útval- inna meðbræðra sinna. Þræl- arnir voru fluttir í hlekkjum yfir hafið og geymdir í dimm- um og daunillum lestum, og þeim mörgu, sem létust af ill- um aðbúnaði í hverri ferð, var hent fyrir hákarla án minnstu viðhafnar. Þeir voru lamdir með Svipum, þeir áttu engan rétt til fjölskyldulífs, því þrælahaldarinn gat hvenær sem var sundrað' fjölskyldunn; með því að selja meðlimi hennar sitt hverjum kaupandanum. Kynblendingar eru í upphafi þannig til komnir, að svört kona var til þess nógu góð að uppfylla ólikar þarfir eiganda síns, en gerðist gvartur þræll of nærgöngull við hvíta konu, mátti hann teljast sleppa vel, ef hann var hengdur án ann- arra umsvifa. Það var við þess- ar aðstáeður sem hvítir menn fóru að líta á negra sem ó- æðri kynþátt, ekki vegna þess að þeir hefðu sýnt sig ófæra til að tileinka sér ménningu hvítra þjóða, heldur vegna hins. að hvítir menn höfðu Eftir Rögnvald Hannesson bónda sinn og gat gengið kaup- um og sölum. Þar sem af Is- lendingasögum má ráða, að munurinn á frjálsum mönntim og þrælum hafi þó ekki verið svo ýkjamikill, enda báðir af sama kynþætti, þá yfirgengur þrælahald hvitra manna í Afr- iku og Ameriku flestan annan skepnuskap og villimennsku svonefndra siðaðra þjóða. Svarti þrællinn var ekki ein- ungis réttlaus maður, heldur var hann meðhöndlaður sem ó- æðri vera miðja vegu milli manns og skepnu, og hann sætti þeim mun verrí meðferð en húsdýrin sem hann var gæddur mannlegri vitund eins og hvítir menn. Manneðli þrælsins | þurfti því að berja niður til þess að hann , tæki sjálfur-að líta á sig sem hús- dýr og sætti sig við að vera sjálfir og vitandi vits skapað n-T-um skilyrði, sem betur hæfðu skepnum en mönnum. Það eru því félagslegar, sögu- legar aðstæður sem eru undir- rót kynþáttavandamálsins. Sú staðreynd, að ákveðinn kyn- þáttur hefur orðið undir í sam- keppnisþjóðfélaginu og er sum- part haldið niðri með valdi, en ekki það, að hann er greini- lega á eftir i andlegu og líkam- legu atgervi, veldur því, að farið er að líta á hann sem óæðri kynþatt. Benda má á nokkrar htiðstæður þéssú til áréttingar, sem auk þess sýna, að ytri skilyrði geta valdið því, að ein þjóð er talin ógöfugri en önnur. Algengt er, að fólk úr yíirslétlum litur niður á lægri stéttirnar og telur fólk í þeim stétlum hæfileikasnauð- ara en það er sjálft. Et þetta Rögnvaldur Hannesson stæðist, þyrftu allir þegnar þjóðfélagsins að hafa jafna möguleika í byrjun, og þjóð- félagið þyrfti auk þess að geta veitt öllum tækifæri til að þroska og hagnýta hæfileika sína, en á þessu hefur löngum verig mikill misbrestur. Þegar svo vill til að fátækasta stétt þjóðfélagsins er jafnframt af öðru þjóðerni en yfirstéttirnar, þá líta einstaklingar af þjóð- erni yfirstéttanna niður á ein- staklinga af þjóðerni undir- stéttanna og telja þá óæðri þjóð eða kynþátt. Þetta hafa t.d. ýmj þjóðarbrot í Banda- ríkjunum orðið að þóla. Meðan fátækustu innflytjendurnir voru írar, þá var litið niður á íra í Bandaríkjunum. Siðar voru það ítalir og Japanir, og nú síðast Portoríkanar. Hver er þá ástæðan til þess að til skuli vera illleysanleg kynþáttavandamál í heiminum í dag? Er ekki öllum sæmileg- um mönnum orðið ljóst, að munur á svörtum mönnum og hvítum er á ytra borði en ekki innra? Hurfu ekki forsendur kynþáttahaturs úr sögunni fyr- ir hundrað árum, þegar þræla- hald var bannað? Við skutum líta til þeirra tveggja landa, þar sem kyn- þáttavandamálin eru erfiðust viðfangs, Bandaríkjanna og Suður-Afríku. í baðum þess- um ríkjum var þrælahald hvað mest í heiminum á sínum tíma, og hvítir menn hvergi vanari en þar að líta á svertingja sem óæðri verur. í Bandaríkjunum er miklu hærri hlutfallstala svertingja atvinnuleysingjar og ófaglærðir verkamenn en með- al hvítra manna. í suðurríkj- um Bandaríkjanna hefur það verið viðtekin regla íram á þennan dag, að réttur svert- ingja er annar og minni en hví-tra manna. Ef svertingi bei’tir hvíta konu ofbeldi, «r hann undantekningarlaust dæmdur til dauða, en enginn dómstóll i þessum ríkjum hefur hingað til þorað að fella slík- an dóm, ef í hlut eiga hvítur maður og svört kona. Hinir hvítu ibúar suðurríkjanna eru frá blautu bamsbeini aldir upp við að líta á negra sem óæðri verur, og gengur þetta sums staðar svo langt, að þróunar- kenning Darwins er kennd með þeim athugasemdum, að negrar séu á lægra þróunarstigi en hvítir menn óg skyldari öp- um. Hinir hvítu íbúar Suður- ríkjanna eru staðráðnir í að verja forréttindj sín með hnú- um og hnefum eins og nýjustu fréttir sanna, og leynifélags- skapurinn illræmdi, Ku Klux Klan hegnir með hryðjuverkum sérhverjum þeim, sem hefur farið útaf linu ójafnaðar og aðskilnaðar kynþátta. f Suður-Afríku má segja, aS verið mikill misbrestur. Þegar stætt því gem er í Bandaríkj- unum, er það stefna stjómar- innar að leyfa ekkert jafnræði hvitra og svartra, og kynþátt- unum er haldið' aðgreindum bæði hvað snertir menntun og búsetu. Þeir sem helzt hafa reynt að verja aðskilnaðar- stefnuna svonefndu, segja, að hér sé aðeins um það að ræða, að kynþættimir lifi hver út af fvrir sig og ástundi góða sam- búð eftir, kjörorðinu „garður skal millum granna“. í reynd er stefnan sú, að halda niðri kaupi negra og menntun til að hin hvíta yfirstét.t geti auðgazt þeim mun meira á kostnað fá- tæks og vankunnandt svarts vinnulýðs. Með lagasetningu er negrum bannað að flytjast búferlum án leyfis, og svæði þau, sem þeim er úthlutað, eru ófrjósöm. Þetta veldur því, að negrar verða að leita sér at- vinnu vig íyrirtæki hvitra manna og utan sinna heima- svæða, og vegna yfirvofasdi suttar á heimilinu, nægs fram- boðs á vinnuafli og barwii víð verkföllum innfæddra, hafa þeir litla möguleika tfl að krefjast sæmilegs kaups. Við þetta bastist, að fangar, sem brotið hafa hina iliræmda kyn, þáttalöggjöf, og þeir ers mserg- ir, eru látnir vinna kawplanst í námum og á búgÖrðnm. Stjóm Suður-Afríku hefdœr því líka fram, að þjóðrn hafí aldrei búig við aðra ems vel- megun, og á það að sjálfsögða við nm hina hvitu þjóð. Opirv- berar tölur sýna, að erleot auðmagn, einkum bandarfekt, Framhald á 7. laðw. A fmælistónleikar MÍR Menningartengsl íslands og Ráðstjói’narríkjanna eiga 15 ára afmæli um þessar mund- ir. Var afmælisins minnzt með ræðuflutningi, tónleik- um og listdansi í samkomu- sal Háskólans á mánudags- kvöldið í fyrri viku. Ávörp fluttu i upphafi samkomunnar þeir Halldór Kiljan Laxness rithöfundur, Gylfi Þ. Gíslason mennta- málaráðherra, Nikolai Túpit- sín sendiherra Ráðstjórnar- ríkjanna, A. Alexandrov kvikmjmdastjóri, formaður sovézku sendinefndarinnar. og M. Stéblin-Kaménskí nor- rænufræðingur og prófessor við háskólann í Leníngarði. Sérstaka athvgli vakti hin hlýlega ræða Kamenskí pró- fessors flutt á ágætri nú- tímaíslenzku. Þ.ióðviljinn hefur áður get- ið gesta og ræðumanna. Hér skal aðeins farið fáum orð- um um listflutning þann. sem fram fór á afmælishá- tíð þessari. Alexei ívanov bassasöngv- ari frá Stóra leikhúsinu ' Moskvu kom fram fyrstur og flutti nokkur lög eftir Tsjæ- kovskí. Rachmaninov, Rúbín- stein og Mússorgskí. Hann hefur volduga rödd og frá- bæra sönggáfu ásamt mikilli sviðstækni, sem nýtur sin jafnvel ágætlega á venjuleg- um söngpalli. ívanov ávann sér virðingu áheyrenda þeg- ar í fyrstu lotu, en tókst víst ekki til fullnustu að hrífá hjörtu þeirra, og kann það að hafa ráðið þar nokkna um, að lögin voru mönnum ekki mjög nákomin. En þegar söngvarinn kom fram öðru sinni í tónleikalok, var ekki um slikt að kvarta. í flutn- ingi hans á lögum eftir Beet- hoven, Schubert, Massenet og Verdi var samfelld stíg- andi allt til lykta. Segja má reyndar, að hinn ljúfi „Man- söngur" Schuberts hafi ekki átt sérstaklega vel við hina mikilúðlegu rödd söngvarans, en meðferð hans á „Viðdvöl“ og ,,Tvífaranum“ eftir sama tónskáld verður ógleymanleg, og þá eigi síður lagið úr óperunni Rigóletto eftir Verdi og rússnesku aukalög- in tvö. Hér var auðsjáanlega á ferðinni söngvari, sem kunni tökin á tilheyrendum sínum og er sýnt um að laða fram hrifningu þeirra sanna og ósvikna. Vladimír Viktorov konsert- meistari við Stóra leikhúsið í Moskvu lék undir söngnum, en auk þess flutti hann nokkur einleikslög á píanóið. Það leynir sér ekki, að hann hefur hljóðfærið og alla tækni þess fullkomlega á valdi sínu. Hins vegar snilld. Aðdáanlega vel lék hún svaninn við samnefnt tónverk eftir Saint-Saens. Margar dansmeyjar velja sér þennan dansleik að viðfangs- efni, en sjaldgæft mun að sjá hann stiginn af sííkum þokka sem þeim, er Élena Rjabin- kína sýndi þarna, enda var hrifning áhorfenda slik, að dansmærin hlaut að endur- taka leikinn. B. F. Samsöngur Pólífónkórsins Élena Rjabinkína. gaf efnisskráin listamannin- um lítil tækifæri til að sýna dýpt í túlkun og tónlistar- skilningi. Élena Rjabinkína, einnig frá Stóra leikhúsinu, sýndi þrjá listdansa. Steig hún dansinn af mikilli list og Pólífónkórinn efndi til samsöngs nú fyrir fáum dög- urn. Heldur hann þar með þeim vanda sínum að bjóða bæjarbúum, þegar líður að paskum, að njóta árangurs starfs síns á umliðnu ári. Ingólfur Guðbrandsson stjórnaaði kórnum eins og jafnan áður. Á cfnisskrá voru verk eftir William Byrd, Ileinrich Schútz, Gio- vanni da Palestrína, Þorkel Sigurbjörnsson og Johann Nepomuk David. Söngur kórsins var hreinn og fallegur að vanda, og hlýt ég hér að staöfesta það lof, sem ég hef áður borið á hann og söngstjórann fyrir sérstaklega vandaða meðferð viðfangsefna. Hámark tón- leikanna var ócfað flutning- urinn á hinu fagra og háleifa verki „Stabat mater“ eftir Palestrína. Lögin eftir Byrd og Schútz voru einnig ágæt- lega flutt. Fróðlegt var að hlýða á messuna eftir hið ágæta austurríska tónskáld Johann Nepomuk David (1895 —1962). „Agnus Dei“ eftir Þorkel Sigurbjörnsson var mun geðþekkara en artnað, sem undirritaður hefur heyrt eftir hann. — Að gefnu tilefni vil ég endurtaka þá áskorun mína, sem ég hef áður borið fram í tónleikaumsögn (Þjv. 16/4 1964), að kórar vorir hætti þeirri lciðindatilgerð að syngja „anjús dei“ í messuþætti þeim, sem nefnist á latínu „Agnus Dei“. Þetat er af- bökun á þeim latínufram- burði, s.em réttur er talinn og kenndur í skólum. Þessi af- bökun tíðkast með rómönsk- um þjóðum samkvæmt þeirra sérstaka framburði á stafa- sambandinu „gn“, en er al- gerlega fjarstæður germönsk- um málum og tíðkast jafnvel ekki í ensku. Sjálfsagt er, að íslenzkir kórar syngi „agnús deí“. Þarf vonandi ekki að endurtaka þessa ábendingu oftar. Að lokum skal svo söng- sveit og stjórnanda þakkaður fallegur söngur. B. F. ) i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.