Þjóðviljinn - 04.05.1965, Qupperneq 1
NÝTT FRUMVARP UM LANDSVIRKJUN:
VIDURKENNT AD BREYTA ÞURFI
Séleyjarkvæði flutt í kvöld
í kvöld er það efni á dagskrá
menningarviku Samtaka her-
námsandstæðinga, sem að lík-
indum mun vekja mesta eftir-
tekt og koma mest á óvart: Ung-
ur listamaður, Pétur Pálsson,
hefur búið ljóðaflokkinn Sóleyj-
arkvæði eftir Jóhannes úr Kötl-
um til flutnings á sviái og sam-
ið við hann tónlist, Sem að
nokkru er byggð á gömlum þjóð-
lögum.
Undir hans stjórn munu átta
ungir flytjendur lesa og syngja
Sóleyjarkvæði. Þeir eru auk
stjómandans Péturs Pálssonar:
Sólveig Haukgdóttir, Helga
Helgadóttir, Edda Þórarinsdóttir,
Margrét Guðmundsdóttir, Ey-
vindur Eiríksson, Gunnar Gutt-
ormsson og Kristinn Jóhannes-
son.
Auk flutnings Sóleyjarkvæðis
verður á dagskrá menningarvik-
unnar í kvöld:
Firnrn dangmeyjar undir stjóm
Þórhildar Þorleifsdóttur sýna
dansa, er hún hefur gert við lög
eftir Bela Bartók.
Þorsteinn frá Hamri og Jón
Sigurðsson lesa frumsamin
verk.
Músíkalskur leikur; Atli Heim-
ir Sveinsson sér um flutning.
Dagskráin hefst kl. 20,30 á
Litla sviðinu í Lindarbæ.
Hernámsandstæðingar:
gangan
1. maí-hátíðahöldin hér í
Ueykjavík fóm fram með
Iíku sniði og síðastliðið ár.
Safnazt var saman við Iðnó
og lagt af stað í kröfugöng-
una um kJ. 2 og gengið und-
ir fánum verkalýðsfélaganina
og kröfuborðum um nokkrar
götur miðborgarinnar. Að lok-
inni göngu var staðnæmzt á
Lækjartorgi og setti Öskar
Hallgrímsson formaður Full-
trúaráðs verkalýðsfélaganna í
Reykjavík þar útifund en
ræðumenn voru Guðmundur
J. Guðmundsson varaformað-
ur Dagsbrúnar og Eggert G.
Þorsteinsson alþingismaður. Fr
ræða Guðmundar birt á 7.
síðu. Á myndinni sést kröfu-
ganga á leið niður Skólavörðu-
stíg. — (Ljósm. Þjóðv. A.K.)
Engin heimild til alúmínsamninga í hinu nýja
Landsvirkjunarfrumvarpi ríkisstjórnarinnar
■ Ríkisstjórnin lagði í gær fram á þingi frumvarp til laga um landsvirkj-
un. Er þar gert ráð fyrir nýju fyrirkomulagi á stjórn virkjana og verðlagn-
ingu raforku. Einnig er leitað heimildar til 210 þús. kílóvatta virkjunar við
Búrfell og 1204 milj. kr. erlendrar lántöku í því skyni. Hins vegar er ekki
enn leitað neinnar heimildar til samninga við svissneska alúmínhringinn
um alúmínbræðslu og raforkusölu til hennar, en aðeins rætt um þau við-
skipti sem möguleika í greinargerð og fylgiskjölum.
■ Sérstaka athygli vekur að í sambandi við Búrfellsvirkjun er óskað eft-
ir heimild til að „gera nauðsynlegar ráðstafanir á vatnasvæði Þjórsár ofan
virkjunarinnar til þess að tryggja rekstur hennar“. Er þar með viðurkennd
sú harða gagnrýni sem fram hefur verið borin á hinar bandarísku áætlan-
ir og játað að gera þurfi sérstakar ráðstafanir vegna ísamyndana. Þær ráð-
stafanir munu að sjálfsögðu raska þeim kostnaðaráætlunum sem tilboðin
til svissneska hringsins hafa byggzt á.
Nýtt stjórnarkerfi
Samkvæmt frumvarpinu er
gert ráð fyrir þvi að komið
verði upp nýrri stjórnarstofnun,
Landsvirkjun, sem í fyrstu
verði sameignarfyrirtæki ríkis-
ins og Reykjavíkurborgar og
eigi hvor aðili helming fyrir-
tækisins. Tekur Landsvirkjun-
in við öllum eignum Sogsvirkj-
unarinnar, toppstöðinni við EU-
iðaár, öllum vatnsréttindum og
réttindum ríkisins og Reykja-
víkurborgar í Sogi og í Þjórsá
við Búrfell o.s.frv. Gert er ráð
fyrir að Laxárvirkjun og fleiri
virkjanir verði síðar aðili að
Landsvirkjun, en svo er til ætl-
azt að ríkið geti alltaf tryggt
sér eignarrétt til helminga. Að
því er stefnt að allar virkjanir
á íslandi verði að lokum undir
þessu fyrirtæki.
Stjómin skal skipuð sjö mönn-
um, þremur kosnum af Alþingi
cg þremur af borgarstjórn Rvík-
ur til sex ára, en ríkisstjórn
og borgarstjórn Reykjavíkur
eiga sameiginlega að skipa sjö-
unda manninn og sé hann for-
Framhald á 9. síðu.
1. maí kröfu-
★ Aðalskrifstofa Samtaka her-
námsandstæðinga er þessa daga
meðan menningarvikan stendur i
Lindarbæ, 2. hæð, gengið inn frá
Lindargötu. Síminn 20155. Þar
eru seldir miðar á menningar-
dagskrárnar í Lindarbæ og tek-
ið er við nöfnum þeirra, sem
skrá sig í Kefiavíkurgönguna.
★ Þegar Þjóðviljinn hafði sam-
band vi^ skrifstofuna í gærdag
höfðu rösklega 120 látið skrá sig
í gönguna.
★ Þeim hernámsandstæðingum,
sem ekki hafa aðstöðu til að
ganga alla leiðina er bent á að
Iáta skrá siS til þátttöku í göng-
unni NOKKURN HLUTA LEIÐ-
ARINNAR, t.d. í byrjun göng-
unnar eða um miðjan daginn.
Frá æfingu á flutningi Sóleyjarkvæðis. Frá vinstri: Eyvindur Eiríksson, Margrét Guðmundsdóttir,
Gunnar Guttormsson, Sólveig Hauksdóttir, Helga Helgadóttir, Edda Þórarinsdóttir, Atli Heimir
Sveinsson og Pétur Páisson. Á myndina vantar Kristin Jóhannesson. —• Ljósm. Þjóðv. A.K„
TÓLF RÉTTIR: Skilafrestur í
getraun Þjóðviljans til 12. maí
Þriðjudagur 4. maí 1965 — 30. árgangur — 98. tölublað.
Orsakir þyrluslyssins rannsakaðar —
Veðurþáttur Páls bannaður 7. maí!
— Sjá fréttir á síðu O0
AÆTLUN UM BÚRFELLSVIRKJUN
Látið skrá ykkur
til göngunnar!