Þjóðviljinn - 06.07.1965, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 06.07.1965, Blaðsíða 1
2 hrezkir stúdentar týnast á jökulgöngu Kvískerjabændur fundu þá heila á húfi seint í gærkvöld, þreytta og slæpta Hafstcinn Þorvaldsson, framkvæmdastjóri Landsmótsins stjórnaði veglegri vikivakasýningu. Myndin er tekin á sýningarpallinum af sýnendum vikivaka. (Ljósm. Þjóðv. A.K.) Verkfallið hjá olíufélög- unum heldur áfram í dag Á sunnudaginn ætluðu þrir skozkir jarðfræðistúdentar sem hér dveljast við rannsóknar- störf að klífa Rákartind í Breiðamerkurjökli. Einn pilt- anna gafst upp á miðri ieið og hugðjst bíða félaga sinna. Sá hann til ferða þeirra upp á tindinn en með kvöldinu skall á þoka og beið hann þeirra ár- angurslaust fram undir mið- nætti en þá hélt hann í skála Jöklarannsóknafélagsins Þar sem þeir höfðu aðsetur. f gærmQrgun hélt hann til byggða og kom að Kvískerjum um nónbil. Lögðu þeir Kví- skerjabræður, Sigurður og Flosi þegar af stað til þess ag leita piltanna tveggja sem týndir voru og bárust þær fregnir seint í gærkvöld að þeir hefðu fundið piltana heila á húfi en þreytta og slæpta. Höfðu þeir tekið það ráð er þokan skall yfir að halda kyrru fyrir. Kona slasast mikið Laust eftir hádegi á sunnu- dag barst lögreglunni í Hafnar- firði tilkynning um umferðar- slyg hjá Hvassahrauni. Þar hafði Opelbifreið verið ekið út af veg- inum með þeim afleiðingum að kona sem ók slasaðist allmik- ið. Mun hún hafa kastazt út og festst undir bílnum. Hún var flutt á Slysavarðstofuna. Barn sem í bílnum var mun hafa skrámazt dálítið. Bifreiðin er talin gjörónýt. Göngur yngri hluta síldarstofnsins síðbúnar Glæsilegt Landsmót UMFÍ ai Laugarvatni um helgina Mótsgestir munu hafa verið um 20 þúsund og veðrið eins og bezt verður á kosið, sól og hiti ■ 12. landsmót Ungmennafélags íslands fór fram um helgina á Laugarvatni. Munu hátt í 20 þúsund manns hafa verið komin til mótsins. Mikill hiti var báða móts- dagana, svo að það var jafnvel til nokkurs baga fyrir þátttakendur í íþróttunum og gesti. ■ Landsmótið fór mjög vel fram í hvívetna. Að vísu sást vín á nokkrum unglingum á laugardagskvöld, en það trufl- aði á engan hátt mótshaldið sjálft. H Forystumenn Ungmennafélagsins og umsjónarmenn mótsins voru mjög ánægðir með það í heild og lögðu á- herzlu á, að slík samkoma sýndi það áþreifanlega, hve mikinn hljómgrunn ungmennafélagshreyfingin á meðal æsku landsins. — Sjá nánar frétt á 7. síðu. Þriðjudagur 6. júlí 1965 — 30. árgangur — 147. tölúblað. Verkfall málm- og skipasmlSa á fimmtudag STERKU ÁRGANGARNIR í gær, mánudag, hófst verkfall Dagsbrúnar- manna hjá olíufélögunum og heldur það áfram í dag, þriðjudag. Guðmundur J. Guðmundsson varaform. Verka- mannafélagsins Dagsbrúnar, skýrði Þjóðviljanum svo frá í gær, að vinnustöðvun Dagsbrúnarmanna hjá olíufélögunum hefðu farið fram alveg sam- kvæmt áætlun, engir árekstrar eða ágreiningur orðið, fyrir því hefðu verkamenn sjálfir séð á vinnustöðvum sínum. ^Wur í gróðri og mosa hfó Vífilsstaðavatni á sunnudag Um kl. 4 síðdegis á sunnu- dag barst slökkviliðinu í Hafn- arfirði tilkynning um að kominn væri upn eUlur í gróðri í hlíð- inn fyrir ofan Vífilsstaðavatn. S'-ökkvtliðið fór á vettvang með einn slökkviliðsbíl en ekki reyndist unnt að koma honum á staðin’- Talsverður eldur var kominn þarna í mosa og gras og lagði allmikinn reyk upp af Um fimmlcytið í gær varð drengur fyrir bíl í Sandgerði. Hann var fluttur í sjúkrahúsið í Keflavik en blaðinu er ekki kunnugt um hve mikil meiðsl hans voru. eldinum. Var tíu manna flokkur slökkviliðsmanna um þrjá tíma að slökkva eldinn. Beittu þeir skóflum, kústum og hjökkum við slökkvistarfið. Samkvæmt upplýsingum slökkviliðsins í Hafnarfirði er það alltítt að það verði að fara á vettvang á sumrin til þess að slökkva eld í mosa og gróðri í nágrenni bæjarins. Er það aldrei of vel brýnt fyrir fólki að fara varlega með eld út.i í náttúrunni, því að þurr nosi og gras eru ákaflega fljót nð fuðra upp og getur stórtjón '■'’otizt af ef eldurinn nær að breiðast út í gróðrinum og erfitt að ráða niðurlögum hans. Um kjaradeiluna almennt sagði Guðmundur, að margt benti til þess að hún færi nú harðnandi. Atvinnurekend- ur þrjózkast við kröfum verkamanna, líka hinum sjálf- sögðustu. Sáttafundur var í kjaradeilu verkamanna og verkakvenna í Reyk'javík og Hafnarfirði á laugardag og stóð fram á miðnætti, en enginn árangur varð af þeim fundi. Nýr sáttafundur hafði ekki verið boðaður þegar Þjóðviljinn ræddi við Dagsbrúnarskrifstofuna. Fimmtudag: Verkfall málm- og skipasmiða. Á fimmtudag í þessari viku, 8. júlí. verður svo sólar- hringsverkfall félaganna í Málm- og skipasmiðasamband- inu. Fyrirsögn um það verkfall var röng á forsíðu Þjóð- viljans á sunnudag, en fréttin sjálf rétt og eins var áber- andi í aðalfrétt blaðsins rétt skýrt frá verkfalli málm- iðnaðarmannanna. Föstudag og laugardag: Verkamenn og verka- konur. Á föstudag og laugardag verður svo verkfall Verka- mannafélaganna Dagsbrúnar og Hlífar og verkakvenna- félaganna Framsóknar og Framtíðarinnar. Og sömu daga hafa mjólkurfræðingar boðað verkfall í Mjólkursamsöl- unni í Reykjavík og Mjólkurbúi Flóamanna. ItSt 1960 ERU EKKI GENGNIR Á M1ÐIN ★ I gær barst Þjóðviljanum skýrsla fiskifræðinganna Jakobs Jakobssonar og Ingvars Hallgrimssonar um helztu niðurstöður rannsókn,arleiðangurs Ægis dagana 24. júní tU 4. júlí. Segja þeir í lok skýrslunnar að svo geti farið að göngur yngri hluta síldarstofnsins verði nokkru síðbúnari á miðin en undanfarin ár. Að þessu sinni voru athug- anir gerðar á svæðí út af Aust- fjörðum, Norðausturlandi og austanverðu Norðurlandi. Hitastig sjávar hefur lítið breytzt frá því sem var fyrri hluta júnímánaðar og er sjávar- hitinn á rannsóknasvæðinu lægri en mælzt hefur á þessum árs- tíma. Á djúpmiðunum út af Melrakkasléttu var hitastig á 30—100 m dýpi t.d. -í-lð — -r-l,8°C. Þörungagróður er víðast hvar með minna, móti og gagnsæi sjávar því mikið. Rauðátumagn var yfirleitt lít- ið á rannsóknasvæðinu. Talsverð rauðáta var þó í Reyðarfjarðar- djúpi cg á svæðinu austur af Hvalbak. Þá var einnig tals- verð áta á djúpmiðum norðaust- ur af landinu, austan 10° v.l. Þriðja átusvæðið var á svipuð- um slóðum og áður hefur verið getið, þ.e. 90—100 sjóm. norður af Melrakkasléttu. Á fyrrgreind- um átusvæðum var yfirleitt um fullvaxna rauðátu að ræða, en nær landi var meginhluti rauð- átunnar ung og vaxandi dýr, þannig að átumagn á miðunum austan og norðaustanlands fer væntanlega vaxandi næstu 3—4 vikur. Vegna hins lága sjávar- hita má þó búast við að vöxtur þessarar rauðátukynslóðar taki Framhald á 7. síðu. ÍSLAND - DANMÖRK Danir sigruðu, 3:1, í skemmtilegum leik - Sjó 12. síðu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.