Þjóðviljinn - 06.07.1965, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 06.07.1965, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 6. júlí 1965 — ÞJÓÐVUjJINN — SlÐA ’J 1 hitasvækjunni lcituðu mótsgcstir niður að vatninu, óðu þar út f, sumir syntu og aðrir flutu á vindsængum langt út á vatn. Stúlk- umar tvær fremst á myndinni hafa látið sér nægja að tylla sér 4 stein í fjöruborðinu og kæla á scr fætuma í vatninu. Snæfellingar og Borgfirðingar liáðu keppni í körfubolta og Iauk leiknum með sigri Snæfells, en í því liði var mjög ábcrandi hve^. ungur piltur Sigurður Hjörleifsson skaraði fram úr. Myndin er vfrá þcssum leik. Iþróttamenn sem færðu sambandi sín,u dýrmæt stig í kcppninni tengu góðar móttökur félaga sinna. Hér sjást stúlkur úr UMSK tollera cinn úr svcitinni sem sigraði í 1000 m boðhlaupi. stúlka slasaðist talsvert, erhún dróst eftir veginum með b£L Málsatvik voru þau, að tveir piltar, báðir ölvaðir, neituðu stúlkunni um að koma upp í bíl, en hún vildi áköf komast þangað. Piltarnir létu það ekki á sig fá og óku af stað, en stúlkan reyndi að hanga í bíln- um með þeim afleiðingum að hún dróst eftir götunni góðan spöl og slasaðist hún talsvert. Piltarnir óku í burtu og skildu stúlkuna eftir hvar hún lá í sárum sínum. Voru tafarlaust gerðar ráðstafanir til að flytja stúlkuna í bæinn. Hún er 18 ára gömul og mun hafa verið nokkuð undir áhrifum áfengis. Lögreglan reyndi að hafa hendur í hári piltanna og fund- ust þeir. er tveir tímar voru liðnir frá óhappinu þar sem þeir höfðu falið farkost sinn bak við skúr í grenndinni. Ját- uðu þeir þegar í stað afbrot sitt. Landsmót þriðja hvert ár Dagana fyrir Landsmótið var haldið þing Ungmennafélags íslands. Þar var m.a. ákveðið, að Landsmótin skuli eftirleið- is haldin þriðja hvert ár. Enn- fremur var ákveðið að körfu- knattleikur skyldi verða stiga- íþrótt á landsmótinu en að þessu sinni var hann aðeins sýningaratriði. — Skúli kjörinn heiðursfélagi Skúli Þorsteinsson, sem verið hefur framkvæmdastjóri UMFÍ í átta ár og stjórnarmaður jafnlengi lætur nú af þeim störfum. Var Skúli gerður að heiðursfélaga Ungmennafélags felands og er hann fyrsti heið- ursfélaginn. Myndir: Ari Kárason Texti: Svavar Gestsson °g Hjörtur Gunnarsson Þaú ku hafa verið mikil pulsuhörgull í höfuðborginni síðustu daga fyrir landsmótið. Enda hefnr þurft mörg þúsund stykki þessarar munaðarvöru til að metta tugþúsundir landsmótsgesta. Þessi mynd cr tekin af einu pulsutjaidinu á mótssvæðinu og mikil ös cr fyrir utan. Bændur úr Hrunamannahrcppi flytja sögulcga sýningu cftir Sigurð Einarsson í Holti um Áshildar- mýrarsamþykkt sem bændur í Amesþingi gerðu 1496. Sýningin hófst með því að Arndís Sigurð- ardóttir kom fram í gervi Sögu og flutti ávarp í bundnu máli. Síðan komu bændur á hestum sínum til fundar, klæddir þykkum vaðmálsfötum, og hefur leikendum trúlega orðið volgt að standa þama svo klæddir í stcikjandi sólinni nær klukkutíma. Að lokinni sýningu fundarins kom Áshildur Emilsdóttir í Gröf fram í hlutverki Verðandi og flutti ávarp. Sýning þessi vakti miki* athygli ailra viðstaddra, og er Iofsvert þetta átak þeirra Htunamanna að ieggja á sig að æfa og setja á svið þessa sýningu. Alls komu þama fram 26 manns, en aðalhlutverk lék Ingimar Jóhann- esson fyrrverandi skólastjóri, en Iieikstjóri var Emil Ásgeirsson í Gröf. Glæsilegt Landsmót að Laugarvatni Klukkan níu á laugardags- morgun var farin hópganga til íþróttavallar, en þar flutti skólastjóri íþróttakennaraskól- ans ávarp og dr. Gylfi Þ. Gísla- son menntamálaráðherra flutti vígsluræðu hinna nýju og veg- legu íþróttamannvirkja, sem íþróttakennaraskólinn fær nú umráð yfir. Síðan voru fánar dregnir að hún og því næst flutti sambandsstjóri setningar- ræðu sína. Þá hófst keppni í írjp/sum íþróttum, en síðan fór fram knattspyrnuleikur milli Skag- firðinga og Keflvíkinga. I- þróttakeppninni var svo fram haldið fram eftir degi, en um kvöldið var flutt kvöldvaka á sýningarpalli. Nemendur í- þróttakennaraskólans sýndu leikfimi og dans, ungmennafé- lagið Víkverji sýndi glímu og síðan sungu kórar nokkur lög. Að lokinni kvöldvökunni var stiginn dans á þrem stöðum á mótssvæðinu. Stóð skemmtunin rétt fram yfir tólf. íþróttakeppninni var fram haldið á sunnudagsmorguninn. Eftir hádegi var messa, þá sörig kór Skálholtsdómkirkju, Stefán Jasonarson. formaður Landsmótsnefndar flutti ávarp og forseti íslands herra Ásgeir Ásgeirsson ávarpaði mótsgesti. Því næst söng Söngfélag Hreppamanna, en síðan var vikivakasýning. Þá var flutt Áshildarmýrar- samþykktin eftir Sigurð Ein- arsson í Holti. Er það söguleg sýning í einum þætti, byggð á atburðum þeim er gerðust 1496, þegar bændur komu saman að Áshildarmýri og mótmæltu vanefndum Gamla sáttmála og yfirgangi Bessastaðavalds. Leikþáttur þessi var fluttur af 14 félögum í Ungmennafélagi Hrunamannahrepps. Tókst sýn-, ingin hið bezta og var ágæt- lega fagnað. Um kvöldið fór svo fram af- hending verðlauna, en síðan var stiginn dans fram yfir miðnætti. Það var almannarómur, að þessi hátíð hefði farið hið bezta fram. Ölvun var sára- lítil, helzt á laugardagskvöldið. Að áliti lögreglumanna voru þarna milli 20 og 25 þúsund manns. Tjöld voru geypimörg bæði inni á og við svæðið og svo langt austur í skóginum. Bar einna mest á ölvun inni í skóginum aðfaranótt sunnu- dagsins. Hitinn var svo mikill báða dagana, að beinlínis bagaði gesti og þátttakendur í íþrótta- keppninni. Var hann 27 stig í forsælu um hádegi á sunnu- dag og var það mál manna,' að hitinn hefði farið í 40 stig á 'svæðinu, þar sem mótið sjálft fór fram. Hjálparsveit skáta bárust margar hjálparbeiðnir vegna sólbruna og einir 10 fengu snert af sólsting. Þó að um eða yfir 20 þús. manns hafi komið til mótsins segir það í sjálfu sér ekki mik- ið um áhorfendafjöldann að íþróttunum. Á laugardaginn voru til dæmis fremur fáir áhorfendur, en þeim fjölgaði verulega er leið að dansleikn- um um kvöldið. Flestir munu hafa fylgzt með dagskrá eftir hádegi á sunnudaginn, en þá kom fólkið úr sveitunum í kring. Skipulagning mótsins og framkvæmd fórst félögum Skarphéðins mæta vel úr hendi og var ánægjulegt að sjá hve margir voru virkir starfsmenn á mótinu. Veiðihorfur Framhald af 1. síðu. lengri tíma en á undanförnum árum. Síldar varð víða vart á ran/.- sóknasvæðinu en yfirleitt var aðeins um smáar og dreifðar torfur að ræða. Talsverð it'ld hefur þó gengið langt inn í kalda sjóinn norðaustur og norð- ur af Langanesi, en torfurnar eru óstöðugar og göngur síldar- innar mjög breytilegar frá degi til dags á þessu svæði. Þess ber að geta að síldargöngurnar virð- ast ekki hafa komizt í rauðátu- svæðið út af Melrakkasléttu enda var rauðátan þar aðallega á 25—50 m dýpi en þar er sjáv- arhiti -4-1,5 — -=-l,8“C eins og að framan greinir. Þess ber að geta, að meginhluti norska síld- arstofnsins er nú tiltölulega ung síld, þ.e. 5—6 ára. Þessir sterku árgangar frá 1959 og 1960 hafa ekki gengið á miðin í neinu verulegu magni. Á síðastliðnu sumri fór þeirra einkum að gæta í veiðinni upp úr 10. júlí Sé tillit tekið til hins óvenju- lega ástands, sem nú er á mið- unum og að framan hefur verið lýst gæti svo farið að göngur yngri hluta síldarstofnsins verði nokkru síðbúnari en á undan- förnum árum. i \ l k \ <

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.