Þjóðviljinn - 06.07.1965, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 06.07.1965, Blaðsíða 10
|0 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur 6. júH 1965. kastalinn EFTIR HARRY HERVEY hún á ósvikinni ensku. En sá hroðalegi vegur. Þetta er hreint og klárt hneyksli! En þér getið reitt yður á að ég skal sénda kvörtun til landstjórans. — Oui, madame, sagði ekill- inn, sem skildi ensku. — Ég skil ekkert í því að vinur minn greifinn skuli ekki hafa kvartað fyrir löngu, helt hún áfram. Það hlýtur þó að vera hægt að gera eitthvað í málinu. Ef þetta hefði venð ensk eyja....... — Oui. madame, sagði ekill- inn. Farþegi hans hafði annars ekki minnsta áhuga á að hevra álit hans á málinu. Já, nún tók raunar varla eftir því hvort hann talaði yfirleitt; hún var að tala sjálfrar sín vegna. Þe'ta Hárgreiðslan ( Hárgreiðslu os snyrtistofa Steimi os; Dódó Laugavegi 18 III hæð (lyftal » SÍMI: 24-6-16 P E R M A Hárgreiðslu- og snyrtistofa Garðsenda 21 SÍMÞ 33-9-68 DÖMHR Hárvreiðsla við allra hæfi TJARNARSTOFAN Tjarnargötu 10 Vonarstrætis- megin — Simi 14-6-62 Hárqreiðslustofa Austurbæiar Mana GuðmundsdóttiT Laugavegi 13 sími 14-6-58 Nuddstofan er á sama st.að kunnuglega umtal hennar um landstjórann og greifann — tvo menn sem hún hafði aldrei h'.tt — hjálpaði henni til að endur- vekja ögn af sjálfsvirðingu sinni; síðasta sólarhringinn hafði hún orðið fyrir meðferð, sem óneitanlega hafði sært hé- gómagirni hennar. En nú, þegar allt var um garð geng'ð, naut 22 hún þess að veita gremju sinni útrás. Auðvitað hafði hún lika verið sárgröm, þegar hún sat í varðhaldinu; en nú þegar hún hafði verið látin laus og var ó leið til greifans, fannst henni gremjan enn réttlætanlegri. Hún átti að vera gestur Girg- hiz greifa yfir helgina og þá gestrisni yrði ef til vill hægt að teygja yfir lengra tímabil, ef henni tækist að hafa nag- stæð áhrif á gestgjafa sinn. Og því skyldi henni ekki takast það? Sú var þó tíðin að lafði Margaret Straceý-Butt^ var talin prýði í hverju samkvæmi. Og þegar þess var gætt að hún var að sjálfsögðu ekki lengur ung og falleg, þá hafði hún þó enn til að bera flesta samkvæmis- hæfileika sína og hnittni og þokka sem hafði á sínum tíma gert hana mörgum öðrum efcir- sóknarverðari. Það voru til dæmis aðeins tvö ár síðan að hún hafði ver- ið dvalargestur á heimili hér- aðsfulltrúans í Rangoon í heila sex mánuði! Þegar allur sá timi var Iiðinn, sagði húsmóðirin — mjög tillitssöm kona — að hún hlyti að verða orðin þreytt á Rangoon og hafði verið svo ástúðleg að kaupa handa henni farmiða til Bombay. Ennfremur hafði hún fengið henni kynning- arbréf til lafði' Rathbume — leiðindakvenmanns, hafði kona héraðsfulltrúans sagt, banda- rísks titlasnobbs, en viðbjóðslega ríks. Lafði Margaret var helzt á því að hún hefði á réttu að standa: hún hafði varla venð mánuð gestur hjá lafði Rath- bume, þegar lafðin tilkynnti henni einn góðan veðurdag og ekkert of kurteislega, að hún ætti von á Maharájahnum af Jehelumpore með fylgdarliði f heimsókn, og hún þyrfti á hverju einasta herbergi í húsinu að halda. Maharajahnum af Jehel- umpore — já, þökk fyrir! Hún, Margaret, vissi af tilviljun, að hann var strangtrúaður og gistí aldrei ensk heimili. Og það sem meira var — hann var um þær mundir í árlegri pílagrímsfór sinni á einhvern helgan stað í Himalayafjöllum. Hafði það ekki verið fyrir Abigail Stoneleigh, má hamingj- an vita hvernig hún hefði slopp- ið burt frá Bombay. Hún gerði sér engar falshugmyndir um Abigail eða ástæðumar til þess að hún hafði tekið hana með sér til Singapore. Abigail var fyrrverandi dægurlagasöngkona; hún var útsmogin og ágjörn og hún hefði aldrei sýnt þetta göf- uglyndi, ef hún hefði ekki kom- izt að því að lafði Margaret þekkti Oswald Fulham, sem e:n- mitt um þessar mundir var að sóa fjármunum sínum í Singa- pore. Oswald var erfingi að bar- ónstitli og býsna miklum auðí, sem byggðist á vesturindísku rommi. Ojæja, Abigail reyndist vera hæfdega útsnjogin — hun fékk hann á krókinn, en auð- vitað með aðstoð lafði Margar- etar. Þess vegna gat hún naum- ast annað en boðið hjálparhellu sinni f heimsókn á nýja heim- ilið sit á Jamaica; og þegar hæfi- legur tími var liðinn — og lafðí Margaret lifði góðu lífi á þeirri þokkalegu fjárhæð sem Abigail hafði gefið henni — lagði hún af stað með King- ston sem takmark. Auðvitað stanzaði hún á ýms- um stöðum á leiðinni og not- færði sér þau kynningarbréf sem hún hafði útvegað sér í Singa- pore. Það var bókstaflega ekki hægt að komast af án kynning- arbréfa. Ef rétt var á haldið gat örstutt bréf gilt sem hálfs- mánaðar heimsókn. Það var ein- mitt það að hún hafði komið t.il San Liguori án viðeigandi kynn- ingarbréfa, sem hafði komið henni í vandræði. Eftir á skildi hún vel að þetta hafði allt verið útsmogið bragð hjá Abigail — tilraun til að losa sig við hana. Allt þetta tal hennar um hinn fræga Girghiz greifa, um auS- hans og gestrisni; ákafi hennar f að lafði Margaret færi til San Liguori og fullyrðingar hennar um að hún, lafði Margaret með sambönd og reynslu, hlyti að geta haft af því varanlegt gagn! Ojá, hún ætlaði að skjóta Abi- gail ref fyrir rass! 1 þrjár vikur hafði hún búið á þessu litla og skuggalegu hóteli og tæpast get- að borðað sig sadda, meðan hún gerði árangurslausar tilraunir til að komast í heimboð til greifans — og nú hafði það loks tekizt, þó hún hefði að vísu orðið að hafa viðdvöl í fangelsi fyrst. Það hafði verið skelfileg reynsia. Vægast sagt skelfileg. Henni fannst alger óþarfi af hótelstjór- anum að hleypa sér í þennan æsing út af ávxsuninni. En auð- vitað hafði það verið kvikindis- legt af Abigail að neita að greiða hana; því að þetta höfðu nú ekki verið nema skitin tutt- ugu og fimm pund. Og svo hafði Abigail f ofanálag verið svo ó- svífin að tilgreina þá ástæðu að þetta væri vegna þess að á- vísunin væri skrifuð af mér ó- þekktri persónu! Ojæja — það var tilgangs- Iaust að ergja sig yfir því sem liðið var. Nú var hún á leið til greifans til að vera gestur hans — hversu lengi? Skyldi hann hafa frétt um erfiðleika hennar og skyldi honum hafa ofboð'ð að einn af hans líkum skyldi standa í slíku stríði og skyldi hann þess vegna hafa komið henni til hjálpar? Mikið hafði það verið hugulsamt af honum að senda prest! Faðir Damon hafði verið nærgætinn og alúð- lýgur. Já, hún hafði svo sem hitt fleiri kirkjunnar menn sem höfðu til að bera þá ágætu e:g- inleika. Eins og til dæmis bis'k- upinn af Zanzibar. Dvöl hennar f biskunsbústaðnum hefði getað stað>ð til eilífðamóns, ef illgjam- ar rógtungur hefðu ekki t.ek:ð til óspilltra málanna. En jafnvel þá stakk hann upp á því að hann flytti, svo að hún gæti verið kyrr þar til næsta skip til Eng- lands færi. Það hafði hún ekki tekið í máí; hún hafði farið á gistihús og sent honum reikning- inn. Þessi faðir Damon minnti hana á biskupinn af Zanzibar; TRYGGIHGAFELAGIÐ HEIMIRS IINOAKGATA 9 REYKJAVlK SlMI 21260 SlMNEFNI. SURETY þórður sfóari SELFOSS Umboðsmaður Þjóðviljans á Selfossi er Magnús Að- albjamarson. Einnig er blaðið selt í lausasölu í Addabúð. STOKKSEYRI Umboðsmaður Þjóðviljans á Stokkseyri er Frfmann Sig- urðsson Jaðri. EYRARBAKKI Umboðsmaður Þjóðviljans á Eyrarbakka er Pétur Gíslason. ÞORLAKSHÖFN Umboðsmaður Þjóðviljans f Þorlákshöfn er Baldvin Albertsson. Einnig er blaðið selt í lausasölu hjá Kaup- félaginu. HVERAGERÐI Verzlunin Reykjafoss annast umboð fyrir Þjóðviljann i Hveragerði. Blaðið faast einnig í lausasölu á sama stað. Rudy ekur eftir lítt farinni götu og hlakkar til að sjá gömiu fremst hver er sekur og hver er saklaus. En samt sem áður eft’.r vini sína aftur. kynni sín af allri fjölskyldunni, álítur hann að ungu hjónin þurfi Hann verður að vera varkár. Hann veit ekkert hvemig í mái- mest á hjálp hans að halda. unum liggur hvað Sun og synir hans hafa í hyggju. Og fyrst og SCOTT'S haframjöl er drýgra Uppsetningar á sjónvarpsloftnetum, útvarpsloftnetum og kerfum í blokkir. — Vinnutilboð — Efnis- tilboð. — VERÐ HVERGI HAGKVÆMARA — FRÍSTUNDABfJÐIN Hverfisgötu 59. * \ 0

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.