Þjóðviljinn - 16.07.1965, Síða 3

Þjóðviljinn - 16.07.1965, Síða 3
r—nrp: Föstudagur 16. Íúlí 1965 — ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3 Stríðið í Suður-Vietnam Konum og unglingum boðið út til að vega upp á móti sigrum skæruliða SAIGON 15/7 - Stjórnarvöld í Saigon kvöddu í dag til herþjónustu konur og unglinga til að vega upp á móti því manntjóni sem Saigonherinn hefur orð- ið fyrir í viðureignum við skæruliða undanfarnar vikur. Þetta herútboð var tilkynnt samtímis því að Bandaríkjastjórn kunngerði að ætlunin væri að bjóða út 220.000 manna liði. I Saigon var frá því skýrt að enn hefðu 1.200 bandarískir hermenn gengið á land í Suð- ur-Víetnam, og að þeir væru þá orðnir 75.000 talsins. Það var einn af ráðherrum Saigon- stjórnarinnar sem tilkynnti her- útboð kvenna og sagði að það tæki til allra kvenna á aldrinum 20—25 ára. — Á slíkri hættu- stund sem við lifum nú getur enginn skorazt undan merkjum andkommúnismans, sagði ráð- herrann. •Skæruliðar Þjóðfrelsisfylking- arinnar réðust í morgun á eina sveit Saigonhersins um 60 km. fyrir norðan Saigon. Saigon- hermennirnir voru að ryðja úr vegi vegatálmunum sem skæru- liðar höfðu lagt þar. Að sögn fréttaritara brezka útvarpsins voru mörg hundruð Saigon-her- menn þarna og er ekki vitað um afdrif þeirra. Einnig fyrir sunnan Saigon áttu sér í dag stað viðureignir milli skæruliða og Saigon-her- manna, en fáum sögum fer af þeim. Fréttaburður bannaður. Það má yfirleitt búast við því að fréttum af atburðum í Víet- nam fari að fækka. Bandaríska herstjómin í Saigon hefur til- kynnt að framvegis muni ekki sagt frá einstökum viðureignum né mannfalli í þeim og frétta- ritarar í Saigo,n hefa veriðbeðn- ir að láta ekkert uppi sem skæruliðum gæti komið að gagni. Reglan verður sú að framvegis verður ekki tekið neitt fram um mannfall í ein- stökum viðureignum nema að það hafi verið „lítið, í meðal- lagi eða mikið“. Tilgangurinn á að vera sá að koma í veg fyrir að skæruliðar viti um árangur hernaðaraðgerða sinna. Ferðamannahópar frá Sovét- rikjunum í íslandsferðum □ Allstór hópur ferðamanna frá Sovétríkjunum dvelst um þessar mundir hér á landi og annar hópur þaðan að austan er væntanlegur hingað annan þriðjudag. Intourist skipuleggur íslands- ferð hópsins sem nú er hingað Göngin gegnum Hvítaf/all I dag verða mörkuð tímamót í sögu Evrópu. Þá opna þeir forsetamir de Gaullc og Saragat hátíðlega göngin gegnum Mont Blanc. Þessi göng stytta Ieiðina úr norðri til suðurs í Evrópu um nokkur hundr- uð kílómetra, og enginn, þarf nú að leggja á sig það erfiði sem þeir Hannibal og Napoleon urðu að gera. Nú bruna menn á bílum sínum gegnum Alpana. onstantín konungur neyðir 'apandreou að segia al sér kominn í samvinnu við Ferða- skrifstofuna Landsýn. í hópnum eru 29 ferðamenn frá Lettlandi og Eistlandi, þ.á.m. læknar, kennarar, bændur, listamenn. Hingað komu ferðamennirnir á þriðjudagskvöldið, næsta kvöld héldu þeir til Akureyrar, en það- an var ætlunin að halda til Mývatns og víðar. Þeir komu aftur til Reykjavíkur í gærkvöld og munu þá daga sem eftir eru íslandsdvalarinnar fara í kynn- isferðir um borgina og nágrenn- ið, halda til Þingvalla, Gullfoss og Geysis og út á Reykjanes. Á sunnudagskvöldið kl. 8.30 munu sovézku ferðamennirnir mæta á kaffikvöldi MÍR í Lindarbæ, en aðgangur að því er heimill öll- um MÍR-félögum og gestum. í ferðamannahópnum sem hingað kemur 27. júlí n.k. verða 34 æskumenn víðsvegar að úr Sovétríkjunum. Sá hópur kem- ur á vegum Sputniks, fer.la- skrifstofu sovézku æskulýðssam- takanna, og annast Landsýn einnig fyrirgreiðslu hér. Má og geta þess, í framhaldi af þessu, að ferðamannahópur héðan frá íslandi leggur á morgun, laug- ardag, upp í ferð til Finnlands og Sovétríkjanna á vegum Larid- sýnar undir fararstjórn Reynis Bjarnasonar. AÞENU 15/7 — Papandreou, íorsætisráðherra ’ ikklands, aðst í dag lausnar íyrir ráðuneyti sitt. itæðan var sú að Konstantín konungur haíði neit- 5 að undirriti brottvikningu Garouíaliasar, land- varnarráðherra úr embætti. Þetta mál á sér nokkum að- draganda. Það hefur verið vit- að lengi að innan gríska hers- ins voru skipulögð samtök hægrimanna. 1 orði kveðnu var þessum samtökum beint gegn ,.kommúnistum“, en Papandreou og Miðflokkur hans hafa haít fyllstu ástæðu til að telja að tilgangur þeirra væri að bola þeim frá völdum og koma aft- ur á hernaðareinræði í landinu. Þegar það vitnaðist að Garou- Harðir bardagar LIMA 15/7 — Stjóm Belaunde í Perú viðurkenndi í dag að her- lið hennar hefði lent í hörðum viðureignum við skæruliðasveit- ir sem hún segir að j.kommún- istar" hafi komið sér upp í Andreafjökmi í miðju landi, Kja> Papandreou fram á við hann að hann segði af sér. Því neitaði Garoufalias og neyddist Papan- dreou þá til að tilskipa brott- vikningu hans úr embætti. Til- skipanin gat hins vegar því að- eins öðlast gildi að Konstantin i konungur undirritaði hana. Því falias landvarnarráðherra var í neitaði hann! og því neyddist tygjum við þessa hægrimenn fór' Papanderou til að segja af sér. Rætt við geimfara í Moskvu MOSKVU 13/7 — Fjórir rit- stjórar æskulýðsblaða frá Nor- egi, Finnlandi, íslandi og Dan- mörku áttu fyrir skömmu tveggja tíma viðtal við áhöfn- ina á sovézka geimfarinu Vosh- od 2. — Pavel Beljajev og Al- eksej Leonov. Fundum þeirra bar saman á hótel Junost í Moskvu, og var sjónvarpað frá fundinum. Blaðamennirnir fpórir voru þau Ingrid Andersen frá Nor- egi, Helena Holtta frá Finnlandi, Eyvindur Eiríksson frá íslandi og Gunnar Kanstrup frá Dan- mörku. Myndin sýnir: Strikið sem á að tákna braut Mariners 4., fer- hyrninga sem sýna svæði á Marz sem hver mynd nær yfir. Áfangi á langri leið Þegar þetta er skrifað er enn ekki vitað með neinni vissu hve mikilvægur árang- ur verður af ferð geimfars- ins Mariners 4 til Marz, en samt er þegar orðið ljós.t aö bandarískir vísindamenn hafa unnið mikilsvert afrek, sem talið verður síöarmeir einn af merkustu áföngum á þeirri löngu ferð sem hófst með fyrsta spútniknum fyrir tæpum átta árum. Þeir hafa enn sannað hugvit sitt og dæmalausa snilli í völundar- smíði þeirra ótrúlega marg- brotnu tækja sem geimrann- sóknir krefjast. Sami hópur vísindamanna við Jet Prop- ulsion Laboratory sem ann- ast ferð Maiririers 4. hafði áð- ur unnið mikið afrek þegar Mariner 2. fór fram hjá og gerði athuganir á Venus í desember 1962 og í fersku •mmni eru myndatökumar af tunglinu með þremur Rang- er-förum. Mariner 4. var skotið á loft 28. nóvember með Atlas-Agena eldflaug. Afstaða Marz til jarðar var þá heppileg til slíks geim- skots, en verður það ekki aft- ur fyrr en árið 1971. Það kom því ekki á óvart að tveimur dögum síðar, 30. nóvember, skutu sovézkir vísindamenn einnig á loít geimfari, Zond 2., á leið til Marz. Það var önnur tilraun þeirra að senda geimfar til þessarar plánetu, en hún mun hafa mi&tekizt eins og sú fyrri. Bæði Marzförin kom- uzt að vísu á rétta braut, en bilanir í senditækjum eða rafhlöðum þeirra beggja ollu því að allt samband rofnaði við þau. Eins hafði farið fyrir sovézku geimstöðinni sem send hafði verið til Venusar. Þessi endurteknu óhöpp sov- ézkra vísindamanna í rann- sóknum á plánetunum eru nokkur vísbending um hve geysilegum erfiðleikum slíir geimskot eru bundin og þá hve mikil afrek þau eru sem hinir bandarísku starfsfélag- ar þeirra hafa unnið með Mariner-förunum tveim. Teiknað kort af Marz og tvær myndir a£ honum úr síjörnusjám með 12 minútna millibili. Ifréttum frá Pasadena í Kalifomíu síðdegis í gær var sagt að fyrsta myndin frá Mariner 4., sem þá var tekin að berast myndi verða „nýtileg“. Ekki var hægt að ráða af því orðalagi til hvers hún eða aðrar sem á eftir kæmu yrðu nýtilegar. Ráð- gáturnar um yfirborð og eðli Marz, sem menn vildu fá svar við em svo margar að þótt ekki fengist svar við nema einni þeirra mætti vél við una. Er líf á Marz? Em „skurðirnir" annað en sjón- blekking? Hvemig stendur á þessum stöðugu litbrigðum í „höfunum", sem fara eftir árstíðarskiptum? Myndimar sem við væntanlega munum fá að sjá innan skamms kunna að gefa einhver svör við þessum spurningum, sem sumir hverjir, jafnvel Islend- ingar hafa velt fyrir sér,:' a. m.k. allt frá því að Oranía Flammarions kom út fyrir síðustu aldamót, að ég hygg. Þó er það með öllu óvíst að nokkur áreiðanleg svör fáist. Þær 17.000 myndir sem Rang- erförin sendu til jarðar juku að vísu stórlega vitneskiu okkar um hvernig á horfðist á yfirborði tunglsins, engáfu mönnum fáar, ef nokkrar, beinar vísbendingar um hvemig á þeim fyrirbærum stæði sem myndirnar sýndu. Á fundi konunglegu aka- demíunnar brezku £ vor um tunglrannsóknir voru menn alveg jafn ósammála og áður en Ranger-myndirnar höfðu borizt um eðli þeirra fyrir- bæra sem þær sýndu betur en áður hafði mátt sjá. Á- greiningurinn hefur jafnvel aukizt við aukna þekkingu. Ástæða er til að ætla að myndirnar frá Marz sem verða að fara meira en 400 sinnum lengri leið en Rang- er-myndirnar muni verða miklu margræðari en þær. Engu að síður munu þær hafa aukið við þekkingu mannsins á umhverfi sínu, hversu margræðar sem þær verða. Raunvísindi og- siðmenning hófust með áthugunum á gangi himintungla. Marz hefur lengi verið sú pláneta sem öðrum fremur hefur vakið forvitni manna. Hann er næstur nágranni okkarog verður áreiðanlega sú pláneta sem menn heimsækja fyrst. 1 síðasta „Science Journal" er sagt frá þvi að árið 1973 ættu Bandaríkjamenn að hafa komið sér upp geimfari sem gæti flutt menn til Marz og heim aftur. Þá, en varla fyrr, munum við fá áreiðan- leg svör við þeim spuming- um sem áður var drepið á. Enn er maðurinn hæfari til þeirra verka en þau vélrænu tæki, sem hann af hugviri sínu hefur smíðað. ás. t

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.