Þjóðviljinn - 20.07.1965, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 20.07.1965, Blaðsíða 1
Þriðjudagur 20. júlí 1965 — 30. árgangur tölublað. Ókennilegur reykur á Breiðafirði □ Um kl. 11 í gærmorg- un var Slysavamafélagi ís- lands tilkynnt frá Grundar- firði að reykur hefði sézt þar úti á firðinum, og töldu menn sig hafa séð bát í reyknum. □ Slysavarnafélagið bað báta á þessum slóðum að svipast um, hvort eitthvað væri þar að sjá. Einnig leit- aði flugvél frá Birni Páls- syni, sem átti þama leið um. f gærkvöld hafði enginn orð- ið neins vísari hvað þarna hefur verið á seyði, en Henry Hálfdánsson, skrifstofustjóri SVFÍ, taldi líklegast að ein- ungis hefði reykt svona dug- lega í strompi einhvers skips, þó yrði leit haldið áfram þar til full vissa væri fengin um aá ekkert hefði komið fyrir. Fyrstu dvalargestir m i Orlofsheimili ASI ■ Nú uin helgina komu fjnrstu gestimir til dvalar í Orlofsheimili Alþýðusam- bands íslands í Hveragerði, en heimilið verður formlega vígt síðar í sumar. Eins og áður hefur verið sagt frá hér ; blaðinu er heimili þetta bvget fyrir foreöneu mið- stjórnar ASt, eru þar 22 smáhvsi sem eru í eigu verk- lvðsfélaga í Revkiavík. Hafn- arfirði og á Akranesi og ASÍ. B Hvert verkalýðsfélag ráðstafar sínu húsi til með- lima sinna og getur hver fjölskylda dvalizt þar í eina viku gegn mjög hóflegu gjaldi. Húsin eru búin snotr- um húsgögnum, eldhústækj- um og rúmfatnaði, svo að dvalargestir þurfa aðeins að leggja til efni í mat, en á hverjum morgni kemur þar heim á hlað bíll frá KÁ með allar helztu nauðsynjar. ■ Ætlunin er að síðar verði reist þarna 9 smáhýsi til viðbótar og ein stærri bygging með mötuneyti og samkomusal. Einnig verður gerð þar sundlaug og sitt- hvað fleira til að gera félög- um í verklýðshreyfingunni dvölina í orlofsheimilinu sem ánægjulegasta. Susanne léttist um 450 550 tonn við aðgerðina! Hið nafntogaða skip Björgun- ar h.f., Susanne Reith, sem strandaði á Raufarhöfn 11. des- "mber sl. kom til Reykjavíkur í gærmorgun. Skipið Iagði af stað frá Raufarhöfn á föstu- öagskvöld og gekk ferðin með ágætum, enda veður hið bezta. Sem kunnugt er gekk það ekki vandræðalaust að ná skip- inu á flot og var að síðustu gripið til þess ráðs að logsjóða skipið í tvennt og var aftur- hluti skipsins dreginn á land í marz í vetur en framhluti'nn ekki fyrr en í maí í vor, vegna hafíssins. Þá var strax tekið til við að skeyta skipið sam- an á ný. Léttist skipið úr 1750 í 1200 til 1300 tonn við að- gerðina og styttist um 8—9 metra. Er skipið hafði verið skeytt saman var reynt að þétta það eftir föngum. Tókst að gera vélarrúmið alveg þétt og fremri lestarnar svo þéttar ag dælur Géi söltunarsíld orMjarðar Neskaupstað i gær. — í gær og i dag hafa komið hingað milli 20 og 30 bátar með síld, og hef- ur verið saltað úr þeim flest- um. Síldin fer batnandj til sölt- unar, og mun nýting hafa kom- izt upp i 40% í dag. Mestan afla hafði Þorbjörn II. GK 2000 tunnur sem saltað var úr hjá söltunarstöðinnj Drifu. Heildarsöltun hér nemur um 8000 tunnum, og eru Drífa og Sæsilfur hæstu söltunarstöðv- arnar með 2600 tunnur hvor. Söltunarstöðin Ás tók til starfa um helgina, og hefur hún ver- ið endurnýjuð frá grunni í vor. Sett hafa verið þar upp ný- tízku færibönd og flokkunarvél- ar. Þá hófst í dag söltun hjá stöðinn; Nínu, sem einnig hefur verið stækkuð og endurbætt. Enn ein söltunarstöð er í burð- arliðnum, og heitir sú Nausta- ver Þegar hún tekur til starfa verða starfræktar 6 söltunar- stöðvar hér í bænum. og eiga Norðfirðingar í beim stærstan hlut, Bræðsla gengur vel hjá síld- arbræðslunni, sem hefur tekið á Féll af svölum Sl. laugardagskvöld varð það slyg að 18 ára piltur, Viktor Gunnlaugsson, Ljósheimum 12, féll út af svölum fjölbýlishúss þess er hann átti heima í og beið bana. Engir sjónarvottar voru að slysinu móti yfir 100.000 málum síldar í sumar. — H.G. héldu þeim þurrum, en aftasta lestin, en um hana hafði skipið verið skorið í sundur, var ó- þétt og rann vatn stöðugt inn í hana, en dælur voru í gangi allan tímann á leiðinni hingað, þannig áð vatnsrennslið kom ekki að sök. Níu manna áhöfn var á skiD- inu á leiðinni suður. Skipstjóri var Einar Eggertsson en vél- stjóri var Hermann Helgason. Skipið var ekki keyrt á fullu hingað og var ganghraðinn alla leiðina milli átta og níu sjó- mílur. Þjóðviljinn fékk þaer upplýs- ingar hjá Björgun h.f., að ætl- unin væri að setja skipið í slipp til athugunar næstu daga. Eins og vænta má er skipið nokkuð óhrjálegt eftir aðgerðina, en á- kvörðun verður tekin um hvernig gert verður við það eftir að það hefur verið athugað i slippnum. Myndirnar: o Susann,e Reith liggur við landfestar við Ægisgarð. © Þarna sést ofan í lestina, sem var opin á Ieiðinni suð- ur. Skipið var tekið í sundur við lestarbrúnina, sem menn- irnir standa við. Járnflekinn á henni miðri er á samskeyt- um. 0 Yinstriöflin í Grikklandi fylkja liði, Novas hef ur enn e kki myndað st jórn Mótmælafundir um helgina gegn stjórnlagarofi Konstantíns konungs, verkalýðshreyfingin hefur boða ð allsherjarverkfall í mótmælaskyni AÞENU 19/V — Geysilegur mannfjöldi, á að gizka 200.000 manns, segir fréttaritari AFP, fagnaði ákaflega í kvöld Papandreou, hinum afsetta forsætisráðherra Grikklands, þegar hann ók um götur Aþenu til að kanna lið sitt í höf- uðborginni Um helgina voru miklir mót- mælafundir víða í Grikklandi vegna stjórlagarofs Konstantfns konungs í síðustu viku begar hann setti af stjóm Papandreous, en sjálfur hafði Papandreou ekki verið á neinum þeirra funda. 1 dag boðaði hann að hann myndi aka um götur Aþenu 25 km leið. til aðalstöðva flokks síns. Mið- flokksins, og hvatti stuðnings- menn sína til að fylkja liði með- fram þeirri leið. Þeir urðu við þeim tilmæ!um og stóðu í þéttum röðum með- fram þeim götum sem hinn aldni stjómmálaforingi ók um. í aðal- stöðvum Miðflokksins tók hann á móti fulltrúum stuðnings- manna sinna sem komnir voru til höfuðborgarinnar úr öllum landshlutum. Lögreglan áræddi ekki að leggja til atlögu við múg- inn. í ræðu sem Papandreou hélt að Iokinni ökuferðinni sagði hann að um það væri að ræða, f höndum hvers stjórn landsins skyldi vera. konungs eða þjóð- arinnar. Þessum ummælum hans svaraði mannfjöldinn með krötu um þjóðaratkvæði um framtíð gríska konungdæmisins. Papandreou sagði að éfram yrði haldið baráttunni til varnar lýðræðinu í Grikklandi. 1 þing- bundinni konungsstjóm á okkar dögum væri valdið í höndum ríkisstjórnarinnar, kjörinna æið- toga þjóðarinnar, en konungur hefði aðeins ráðgefandi hlutverk. — Ég hef margsinnis reynt að koma konungi í skilning um þetta. sagði Papandreou. Mann- fjöldinn svaraði með hrópum: ,,Niður með svikara og fasisca1', i,lengi lifi Papandreou“, lengi lifi lýðræðið". Engin stjórn enn Forseta þjóðþingsins, Athan- assiades-Novas, sem konungur fól myndun nýrrar stjórnar, nefur enn ekki tekizt að koma saman ráðuneyti og óvíst er hvort hon- um takist það. Hann hefur feng- ið í lið með sér nokkra félaga sína úr hægriarmi Miðflokksins. en ekki nægilega marga til að koma saman fullskipuðu ráðu- neyti. Orðrómur er um að reynt verði að fá varaforsætisráðherrann i stjórn Papandreous, Stephano- poulos, til að taka við af Nov- as. en hann mun ófús til þess nema með samþykki Papandreou. Gríska verkalýðsambandið hef- ur lýst fullum stuðningi við Pap- andreou og hefur boðað allsherj- arverkfall í mótmælaskyni við stjómlagarof konungs. Þessi dæh var í gangi alla leiðina fré Raufarhöfn og dældi hún rjó úr öftustu lest- inni. Sólfaxi nauðlenti — en engin hætta reyndist á ferðnm Á SUNNUDAGINN skömmu eft- ir hádegi lenti Sólfaxi, ein af millilandaflugvélum Flugfé- lags íslands, á flugvellinum á Benbecula í Suðureyj- um þar eð aðvörunarljós í mælaborði vélarinnar gaf til kynna að of mikill hiti eða • jafnvel eldur væri í hitakerfi flugvélarinnar. Við athugun eftir lendinguna kom þó í Ijós að hitakerfið var í full- komnu lagi og er talið að bil- un hafi verið ; Ijósinu. SÓI.FAXI Var rétt hjá Suður- eyjum þegar aðvörunarljósið kviknaði og voru 60 farþegar meg vélinni. Ákvað flugstjór- inn, Bjöm Guðmundsson, þeg- ar að lenda á flugvellinum á Benbecula og jafnframt voru sjálfvirk slökkvitæki sem eru í sambandi við hitakerfi vél- arinnar sett í gang. ÞÓ EKKERT reyndist vera að hitakerfinu var af öryggisá- stæðum ákveðið að fá flug- virkja frá Reykjavík til þess að rannsaka kerfið og tengja við það ný slökkvitæki og beið flugvélin því á Benbecula til kvölds en síðan var för- inni haldið áfram til London og kom vélin þangað kl. 2 í fyrrinótt. Siómanna- • stofa í Nes- kaupstað Neskaupsta« í gær, — í dag var opnað hér sjómannaheimili í húsnæði því sem áður voru skrifstofur bæjarins. Hefur það verið endurnýjað og myndar- lega- búið húsgögnum Rúmast þar um 70 manns í sæti, og geta sjómenn fengið þar veitingar og margs konar fyrirgreiðslu. Er að þessu mikill menning- arauki og hagræði fyrir aðkomu- s.iómenn. Nánar verður sagt frá þessu nýja sjómannaheimili í Þjóðviljanum síðar. — H.G. finn í ^thMgun Þjóðviljinn snéri sér í gær ril Valdimars Stefánssonar saksókn- ará og spurðist fyrir um það hvað liði máli því er reis út af árekstrum hernámsliðsins f Hvalfirði og bænda þar. Sagði saksóknari að sér hefði borizt skýrsla um málið frá lögreglu- stjóranum á Keflavfkurflugvelli og væri hún i athugun 1

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.