Þjóðviljinn - 20.07.1965, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 20.07.1965, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 20. júlí 1965 — ÞJÓÐVILJINN SlÐA ^ KR vann Ikureyri 5:0 Framhald af 4. síðu. Steingrimur hætti var sem broddurinn væri farinn úr sókn norðánmanna, og það var KR sem bætti marki við á 43. mín. er Baldvin skallaði í mark eft- ir' góða sendingu frá Theodór. Sem fyrr segir var leikurinn svipaður úti á vellinum seinni hálfl. nema hvað Akureyringar voru deigari við markið. Þó áttu þeir mjðg gott skot á 15. mínútu. en Heimir varði frá- bærlega. Á 18. mínútu fær Samúel markmaður knöttinn og ætlar að spyma, en Baldvin er á- gengur og kemur knötturinn í Baldvin og hrekkur inn á vítateiginn og þangað eltir Baldvin hann — nær honum og skorar 3:0. Fjórða markið kom á 24. mínútu er KR-ingar gerðu að því er virtist ekkert hættulegt áhlaup, en Baldvin fylgdi fast eftir óg kom knettinum í mark. A 38. mín. gera KR-ingar á- hlaup hægra megin og sendir Hörður Markan laglega tii Gunnars Felixsonar og skauzt inn á milli bakvarða IBA og skorar óverjandi fyrir Samúel í markinu Og þannig 'auk þessari viðureign með sann- gjömum sigri KR, en alltof stórum, eftir gangi leiksins. Liðin: Þrátt fyrir fjarveru landsliðs- manna, Ellerts Schram og Sig- urþórs, féll KR-liðið heldur vel saman, og eins og svo oft áður vantaði ekki baráttuviljann þegar á reyndi. Jlinn ungi framvörður Einar ísfeld lofar góðu og átti góðan leik. Ársæll Kjartansson — sem kom í for- föllum, einnig. Bezti maður liðsins var Heimir. Sveinn Jónsson var og stoð og stytía varnarinnar í þessum leik, en var einnig þarfur framlínunni. Guðmundur Haraldsson er skemmtilegasti maður fram- línunnar, og gefur oft skemmti- lega knetti. Baldvin er ógnand- inn í framlínu KR, sem mið- vörðum liðanna tekst ekki að finna tökin á. Akureyrarliðið hefur margt til síns ágætis, en varnar- skipulag þeirra var slæmt og virðist sem þeir hafi ekki hugs- að úti það, að það verður að vera eftir framherjum mót- herjanna. Með briggja bak- varða-kerfinu hefði ekki farið svona í þetta sinn. Sóknarað- gerðimar snémst allar um Kára, sem var virkasti maður sóknarinnar og fór því fram á miðju vallarins. Þeir glejrmdu alltof oft að reyna að nota út- útherjana og létta á miðjunni. Við þetta bættist að undra- vert var, hve oft sendingar mistókust hjá svo annars leikn- um mönnum. Eins og liðið 'ék í fyrri hálfleik og með betra skipulagi í vöminni, ætti að vera erfitt að vinna það Qg sizt með svona miklum mun. Auk Kára var Jón Stefánsson bezti maður liðsins, að vísu slapp Baldvin of oft úr umsjá hans, en þar eiga aðrir sök miklu meiri. Framverðimir Guðni og Magnús voru ekki eins virkir og maður hafði gert ráð fyrir og svipað má segja um Ævar Jónsson sem bakvörð. En þetta lið getur miklu meira en það sýndi í þessum Ieik. Dómari var Guðmundur Guð- mundsson og slapp nokkuð vel. Frímann. Akranes — Fram Framhald af 10. síðu. og stöðvaði fjölda áhlaupa Fram. Eyleifur var einnig ágætur og gerði sér far um að ná til nsesta manns um leið og hann undir- bjó frekara framhald. Matthías Hallgrímsson, hægri útherjinn, er mjög gott efni og gerði margt laglegt og er Sig- urður Einarjson þó ekkert lamb ag leika sér við. Framlina Akraness í heild var ekki verulega samstillt, of mik- ið af ónákvæmum sendingum, og í því efni hefur Rikarður oft verið betri í sumar. Vörnin var betri helmingur liðsins. - Þessi ógigur Fram getur orð- ið liðinu örlagaríkur í þessu móti. þó að enn geti ýmislegt skeð. Hitt er víst að Framlið- ið getur meira en það gerði i fyrri hálfleik, það sýndi sig bezt í þeim síðari, þegar það tók verulega á Með liðinu léku nú tveir nýliðar sem báðir lofa verulega góðu, ef þeim heldur áfram að fara fram að sama skapi, eftir að þeir eru komnir í meistaraflokk, en það voru Elmar Geirsson, hægri útherji og Anton Bjarnason, h. fram- vörður, sem er verulegur styrk- ur fyrir liðið Jóhannes Atla- son, Helgj Númason og enda Hreinn áttu góðan leik. Dómari var Baldur Þórðar- son og dæmdi yfirleitt vel Frimann. ÚTSÁLÁ ÚTSALA SUMARÚTSALAN hefst í dag. — Eins og að undanfömu seljum við fjöl- breytt úrval af fyrsta flokks fatnaði á mjög hagstæðu verði, þar á meðal: ^ SUMARKÁPUR q. SUMARÐRAGTIR %. HEILSÁRSKÁPUR %. POPLÍNKÁPUR %. NYLONREGNKÁPUR LAKK-REGNKÁPUR %. SILKI-REGNKÁPUR og ^ APASKINNS-JAKKA. MIKIÐ ÚRVAL — LÁGT VERÐ BERNHARÐ LAXDAL KJÖRGARÐI — Laugavegi 59 Sími 1-44-22. MinningarorS Framhald af 5. síðu. 1919, er hann kom heim til íslands. Næsta áratuginn eftir heim- komuna lét Jakob Kristinsson mjög að sér kveða við kynn- ingu og útbreiðslu á guðspeki- stefnunni og var forseti ís- landsdeildar Guðspekifélagsins um árabil, frá 1920 til 1928. Síðar var starfsvettvangur hans á sviði kennslu- og fræðslumála. Hann var settur skólastjóri Alþýðuskólans á Eiðum 28. apríl 1928 og skip- aður í þá stöðu 31. maí 1931, en lausn frá skólastjórastörf- unum fékk hann 1. október 1938. Nokkrum mánuðum síðar tók Jakob við starfi fræðslu- málastjóra og gegndi því fram á sumar 1944. Séra Jakob Kristinsson rit- aði fjöldann allan af greinum í blöð og tímarit, ekki hvað sízt Ganglera, tímarit Guð- spekifélagsins, en ritstjóri þess var hann á árunum 1926 til 1930. Þá fékkst hann einnig við þýðingar, þýddi m.a. bækurn- ar Skapgerðarlist eftir Ernest Wood (útg. á AkureyTÍ 1924) og Stéfnumark mannkyns eftir Lecomte du Noúy (útg. á Ak- ureyri 1951). Um skeið var Jakob kunnur útvarpsfyrirles- ari. Jakob Kristinsson var tví- kvæntur. Fyrri konu sína, Helgú Jónsdóttur, missti hann 1940 eftir 15 ára sambúð. Síð- ari kona Jakobs, sem lifir mann sinn, er Ingibjörg Tryggvadóttir frá Halldórs- stöðum í Bárðardal. Útför Jakobs Kristinssonar verður gerð frá Dómkirkjunni í dag og hefst athöfnin þar kl. 10.30. Áður, kl. 9.45 fer fram kveðjuathöfn í Guðspekifélags- húsinu við Ingólfsstræti. Afmæliscrein Framhald af 5. síðu. hrædd. Og þegar yngsta kyn- slóðin er einnig honum svona hliðholl, þarf Gunnar ekki að kvíða þeirri leið, sem enn er ó- farin á lffsgönguheiði. Það mun margur sakna þess að geta ekki þrýst hönd hins sextuga afmælisbams Gunnars Jóhannessonar á Hagamel 38 i dag. Hann er á ferðalagi á Austfjörðum. En á þessum tímamótum vil ég þakka þár, Gunnar, fyrir gott samstarf að undanförnu og vona að það haldi áfram, um leið og ég óska þér allra heilla. Að endingu óska ég konu hans og bömum og öðrum sem til hans þekkja til hamingju með af- mælisbamið. Gísli T. Guðmundsson. SUKTSEY Sérútgáfa á ensku þýzku og dönsku, auk íslenzku. Texti eftir Þorleif Einars- son jarðfræðing. 24 síður myndir, 12 í litum. — Verð kr. 172,00. HEIMSKRINGLA Laugavegi 18 Símj 15055. IIS 0 SURTSEY SÆNGUR Endurnýjum gömlu sængina. Eigum dún- og fiðurheld ver. nyja fiður- HREINSUNIN Hverfisgötu 57 A Sími 16738. ★ Borgarbókasafn Reykjavík- ur er lokað vegna sumarleyfa til þriðjudagsins 3. ágúst. SMÁAUG Vinnuvélar til leigu Leigjum út litlar rafknún- ar steypuhrærivélar Enn- fremur rafknúna grjót- og múrhamra með borum og fleygum LEIGAN S.F. Sími: 23480. úr og skartgripir KQRNELIUS JÚNSS0N skólavöráustig 8 BÆKUR Kaupum gamlar bækur hæsta verði. Einnig ónotuð ís- lenzk frímerki. Frímerkjaverzlunin Njálsgötu 40. (inn undir Vitastíg). BB Sniltur Smurt brauð brauö bœr rið Oölnstorg. Siml 20-4-90. Pússningarsandur Vikurplötur Einangrunarplast Seljum allar gerðir af pússningarsandi heimflutt- uni og blásnum inn Þurrkaðar vikurplötur og einangrunarplast. Sandsalan við EHiðavog s.f. Elliðavogi 115 — símj 30120 EYJAFLUG MEÐ HELGAFELLI NJÓTIÐ ÞÍR ÖTSÝNIS, FLJÓTRA OG ÁNÆGJULEGRA FLUGFERÐA. AFGREIÐSLURNAR OPNAR ALLA DAGA. SÍMAR: ____ VESTMANNAEYJUM 1202 REYKJAVÍKURFLUGVELLI 22120 Auglýsið í Þjóðviljanum Dragið ekki að stilla bílinn B MÖTORSTILLINGAR ■ HJÓLASTILLINGAR Skiptum um kerti og platinur o.fl. BÍLASKOÐUN Skúlagötu 32, simi 13-100. Fataviðgerðir Setjum skinn á jakka auk annarra fataviðgerða. Fljót og góð afgreiðsla. Sanngjarnt verð Avallt fyrirliggjandi. VI Vt Laugavegi 178 Sími 38000. HiólbarðoviðgerSir OPIÐ ALLA DAGA (LÖCA LAUGARÐAGA OG SUNNUDAGA) FRÁ KL. 8 TIL 22. Cúmmívinnustofan hj{ Skipholti 35, Reykjavík. Verkstæðið: SlMI: 3_10-55. Skrifstoían: SlMI: 3-06-88. TRULOFUNAR HRINGJR Æ :.AMTMANNSSTIG 2#TÆá\ Halldór Kristinsson gui’smiður — Sími 16979. Stakir bollar ódýrir og fallegir. Sparið peningana, — sparið ekki sporin. Kjörorðið er: allt fyrir viðskiptavininn. VERZLUN GUÐNYJAR Grettisgötu 45.___ Gerið við bílana ykkar sjálf — Við sköpum aðstöðuna — Bílaþjónustan Kópavogi Auðbrekku 53 — Sími 40145. Sandur Góður pússningar- og gólf- sandur frá Hrauni í Ölfusi kr. 23.50 pr. tn. — SÍMI 40907 — Stáleldhúshúsgögn Borð Bakstólar Kollar kr. 950,00 — 450,00 — 145,00 Fornverzlunin Grettisgötu 31 AKIÐ SJÁLF NÝJUM BÍL Almenna hifreiðaleigan h.f. KJapparst. 40. — Sími 13776. KEFLAVÍK Hringbraut 106 Sími 1515, AKRANES Suðnrgata 64. Sfml 117». Pússningarsandur Heimkeyrður pússningarsand- ur og vikursandur, sigtaður sða ósigtaður við húsdyrnar eða kominn upp á hvaða hæg sem er eftir óskum kaupenda. SANDSALAN við EHiðavog s.f. — Sími 30120. -r Saumavélaviðgerðir Ljósmyndavéla- viðgerðir — FLJÓT AFGREIÐSLA ■— SYLGJA Laufásvegi 19 (bakhús) Sími 12656 BILA LÖKK Grunnur Fyllir Sparsi Þynnir Bón EINGAUMBOÐ ASGEIR ÓLAFSSON, heildv. Vonarstrætl 12 Simi 11075. RADÍÓTÓNAR Laufásvegi 41. .1

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.