Þjóðviljinn - 20.07.1965, Síða 2

Þjóðviljinn - 20.07.1965, Síða 2
» 4 2 SlÐA ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur 20. júlí 1965. FISKIMÁL eftir Jóhann J. E. Kúld Skuttogaramir erlendu reynast stórvirk atvinnutæki. ERLENDAR FRÉTTIR Það eru liðin mörg ár síðan önnur eins fiskigengd hefur komið á grunnmiðin við Finn- mörku sem á þessu vori. Þann- ig er talið, að meðal-hlutur á handfæra- og línubátum á vor- vertíðinni hafi numið 10 þús. norskum krónum, sða rúmlega 60 þúsundum kr. íslenzkum. Hámeraveiðarnar á N-Atlanzhafi Hámeraveiðar Norðmanna hafa verið frekar lélegar á N.- Atlanzhafi í vor og það sem af er sumri. Halda því ýmsir að þessi veiði muni að stór- um hluta bregðast í ár, nema óvænt veiðihlaup verð' síðari hluta sumars. Þá má geta þess að Norðmenn hafa gert veiðitilraunir í Suðurhöfum síðari hluta vetrar og í vor, og veitt þar ýmsar hákarla- tegundir, sem ekki hafa verið veiddar áður. Þessar veiðar hafa borið góðan árangur, og þykjast menn hafa þar fund- ið tegundir sem ættu ekki að verða lakari til átu heldur en hámerin. Þessi hákarlsafli var hraðfrystur og eru nú gerðar tilraunir með að vinna hon- um markað. Takist þessi markaðsöflun, en um það gera menn sér fyllilega vonir, þá er talið að þarna geti opn- azt nýir og áður óþekktir möguleikar á sviði úthafs- veiða. Norðursjávar- síldveiðin í fyrrasumar og s.l. haust' var mjög mikil síldveiði í Norðursjó. Crtlit er nú fyrir að Noröursjávnrsfldveiðin í ár verði ennþá betri. Landburður hefur verið svo að segja í allt vor af Norðursjávarsíld til hafna í Suður-Noregi og má segja að síldarverksmiðjurnar allt norður að Stat, hafi verið mettaðar með sfld frá þessu veiðisvæði, en umskipunar- hafnir hafa verið Egersund og Kristianssand. Vegna þessa mikla síldarafla í Norðursjón- um, þá er fjöldi norskra síld- veiðiskipa, sem ætluðu hingað, að veiðum þar. Verður mikil síld- veiði við Finnmörku? Þá er sagt að rannsóknarskip hafi orðið vör við mikla síld djúpt undan ströndum Finn- merkur, og er það hald manna, að hún muni vera á leið að landi. Sumir Norðmenn eru því farnir að spá mikilli síld- Véíði Við ' Finnmörku síðari hluta sumars og á komandi hausti. Gott útlit með verð á síldarmjöli í norska blaðinu Fiskaren er það haft eftir Carl Arnesen yfirsölustjóra norsku síldar- verksmiðjanna að útlitið með verð á síldarmjöli sé mjög gott, enda sé ekki annað hægt að merkja af eftirspurninni, en að beinlínis sé um vöntun að ræða á mörkuðunum. Stærstu síldarmjölsmarkaðir Norð- manna eru á Bretlandseyjum og í Frakklandi. Vilja byggja þorskeldisstöð Samtök fiskimanna í Nord- landsfylki í Noregi vilja láta byggja þorskeldisstöð á Há- logalandi. Segjast þeir í þessu efni styðjast við álit sérfræð- inga, svo sem Gunnars Danne- Nýkomið mikið og fjölbreytt úrval af flugvéla-, skipa- og bílamódelum frá Lindberg. Komið og skoðið meðan úrvalið er mest. FRÍSTUNDAB0ÐIN Hverfisgötu 59 S A L T CEREBOS í HANDHÆGU BLÁU DÓSUNUM HEIMSÞEKKT GÆÐAVARA Messrs. Kristján Ó Skagfjörð Limited. Póst Box 411. REYKJAVÍK, Iceland. vig haffræðings, sem telji að tilraunir með þorskaseiði sem sett væru í Oslófjörðinn hafi gefið jákvæðan árangur. Sam- tök fiskimannanna hafa skor- að á norsku fiskimálastjórnina (Fiskeridirektoratet) að vinna að framgangi þessa máls. Gildrur til . t.IO humarveiða . - .i r.-*íi Úti fyrir Nova Scotia á aust- urströnd Kanada, eru mikil humarmið. Þar er talið að veidd séu að meðaltali kring- um 40 miljónir punda af hum- ar árlega, á þeim tíma sem humarveiðar eru leyfðar. Humarinn er eingöngu veidd- ur þarna í gildrur, annað veiðarfæri virðist ekki koma til greina, ef marka má frétt- ir þaðan að vestan um hum- arveiðina. Það er algengt að bátar sem stunda þarna hum- arveiðar hafi úti 300 til 350 gildrur í einu og dragi þær þá upp á víxl. Gildrurnar eru beittar með margskonar fisk- úrgangi og sækir humarinn í ætið. Talið er, að beitueyðsl- an sé kringum 3-4 pund á hvert pund af hreinsuðum humar. Nú hafa Kanadamenn á Nova Scotia tekið í notkun nýja tegund af humargildrum sem þykir gefa alveg sérstak- lega góða raun við þessa veiði. Gildran er hringlaga og er eins og kúpull á hvolfi. Gildran er sett saman á miðunum um leið og henni er lagt og tekur hún lítið pláss ósamansett. Inn- ganga í þessa nýju gildru er svo að segja allsstaðar þar sem humarinn kemur að gildr- unni. Þegar humarinn kemur að henni til að ná sér í æti, þá hreyfir hann við henni með griptöngunum en þá gefa arm- ar eftir og níu þumlunga breiðar dyr myndast. En strax þegar humarinn er kominn inn, þá lokast gildran aftur að baki honum. Þá þykir það merkilegt við þessa nýju hum- argildru, að á henni eru líka útgöngudyr, en gegnum þær kemst aðeins undirmálshumar sem ekki er leyfilegt að veiða. Þegar gildran er dregin, þá er í henni nær undantekningar- laust eingöngu málshumar, því að hinn hefur forðað sér út aftur. Þetta er talinn mikill kostur og mikil vernd gegn eyðingu humarstofnsins. Að öllu þessu athuguðu er þessi humargildra talin mjög verð- mæt uppfinning. Er um ofveiði að ræða við Perú? Fyrir stuttu ákvað ríkis- stjórnin í Perú að hindra fyrst um sinn byggingu fleiri fiski- mjölsverksmiðja en þegar eru fyrir í landinu. Sagt er að þær umsóknir um byggingu nýrra verksmiðja sem fyrir lágu er bannið var sett, muni verða teknar til yfirvegunar síðar. Það er hræðslan við ofveiði á ansjósustofninum, sem er orsök þess að ríkisstjórnin grípur til þessa banns. Tekið er fram í lögunum sem ákveða byggingarbannið, að eignir þeirra sem brjóta kunna bann þetta, verði gerðar upptækar í ríkissjóð. Rossfélágið smíðar nýja gerð skuttogara Nýlega var hleypt af stokk- unum hjá Cochrane & Sons í Selby á Englandi 139 feta löngum skuttogara, sem hef- ur 950 hestafla aðalvél. Skip þetta hlaut nafnið Ross For- tuna og er eigandi þess Ross Croup Ltd. í Grimsby. Þetta er systurskip skuttogarans Ross Fame sem er eign sama útgerðarfélags. Þennan nýja skuttogara Ross-félagsins á að vélvæða svo, að hann verður að miklu leyti sjálfvirkur. Skipshöfn togarans hefur verið ákveðin sem hámark 10 menn, enda er sagt að vélar eigi að vinna ÖJl helztu verkin og sé því ekki þörf fyrir stærri skips- höfn. * TRYGGINGAFÉLAGID heimirh IINOARGATA 9 REYKJAVlK SlMI 21260 SlMNEFNI «SU RET Y AuglýsiS í Þjóðviljanum lilliil VESTMANNAEYJAR Umboðsmaður Þjóðviljans í Vestmannaeyjum er Jón Gunnarsson, Helgafellsbraut 25. Einnig er blaðið selt i lausasölu hjá Blaðatuminum. GRINDAVÍK Umboðsmaður Þjóðviljans í Grindavík er Kjartan Kristófersson, Tröð. SANDGERÐI Umboðsmaðu-r Þjóðviljans í Sandgerði er Sveinn Pálsson, Suðurgötu 16. Einnig er blaðið selt í lausá- sölu í Axelsbúð. KEFLAVÍK Umboðsmaður Þjóðviljans í Keflavík er Magnea Að- algeirsdóttir, Vatnsnesvegi 34. Einnig er blaðið selt í lausasölu i fsbamum, Hafnargötu 29; Verzluninni Blandan; Verzluninni Linda og Aðalstöðinni, Hafn- argötu 13. ytri-njarðvík Umboðsmaður Þjóðviljans í Ytri-Njarðvík er Jó- hann Guðmundsson. Einnig er blaðið selt i lausa- sölu f biðsfcýli Friðriks Magnússonar » i í

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.