Þjóðviljinn - 20.07.1965, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 20.07.1965, Blaðsíða 3
Þríðjudagur 20. júlí 1965 ÞJÓÐVIUTINN SÍÐA Franska stjórnin mótmælir njósnaflugi yfir kjarnaver Bandarísk njósnaflugvéf fór í síðustu viku fjórar myndatökuferðir yfir kjarnorkuverið í Pierrelatte PARÍS 19/7 — Bandarísk könnunarflugvél fór í síðustu viku fjórar njósnaferðir yfir kjarnorkuver Frakka í Pierre- latte í Suður-Frakklandi og tók 175 myndir af því- Franska stjórnin mótmælti í dag þessu njósnaflugi við bandaríska sendiráðið í París- 1 mótmælaorðsendingu írönsku stjórnarinnar segir að frönsk orustuóota af gerSinni Vautour hafi flogið til móts við hina bandarísku njósnaflugvél (af gerðinni RF-101) þegar hún kom ( annað sinn yfir svæðið um- hverfis kjamorkuverið, en allt flug er bannað yfir það. Flug- maður bandarísku flugvélarinnar setti þá aukahreyfil í gang og komst undan. . . Franska landvarnaráðuneytið segir að bandaríska flugvélin heimsffllrir Kína PEKING 19/7 — André Malra- ux, menntamálaráðherra Frakk- lands, kom I dag ' til Kanton í Kína frá Hongkong. För hans er heitið til Peking. Talsmaður franska sendiráðsins i Peking sagði að Malraux væri í einka- erindum. en frönsk blöð fullvrða að hann sé i Kína á vegum de Gaulle forseta. hafi komið frá Ramstein í Vest- ur-Þýzkalandi og flogið í 600 metra hæð. Þess var krafizt að afhentar væru Ijósmyndirnar sem teknar vom úr njósnaflug- vélinni og urðu Bandaríkjamenn við þeirri kröfu. Myndirnar sýna svo ekki verður um villzt að flugvélin hefur verið send til kerfisbundinnar myndatöku af kjarnorkuverinu, segja Frakkar. Bandaríkjamcnn ncita Herstjórn Bandaríkjamanna i Evrópu hefur viðurkennt að njósnaflugvél af RF-101 gerð frá Ramstein hafi flogið yfir Frakk- land á föstudaginn, en eftir þvf s.em bezt væri vitað hefði flug- vélin ekki farið yfir bannsvæðið við Pierrelatte. Flugvélin heföi orðið að breyta stefnu sinni vegna þrumuveðurs á leið henn- ar. Því er líka neitað að flug- vélin hafi flúið undan franskri orustuþotu. Talsmenn í Washington hafa ekkert viljað um þetta segja annað en að bandarískar könn- unarflugvélar séu oft á æfing- arflugi yfir Evrópu. En á það er minnt í Washington að franska stjómin lét fyrr á ár- inu loka bandarísku ræðismanns- skrifstofunni á Tah'ti, en það var gert til að torvelda Banda- ríkjamönnum njósnir af vænt- anlegum kjarnatilraunum Frakka þar í grenndinni. Yfirlýsing í Algeirsborg Þjáðfrelsishreyfíngar Afríku gegn styrjöld USA í Vietnam ALGEIRSBORG 19/7 — Þjóðfrelsishreyfingar í sex Afr- íkuríkjum birtu í dag í Algeirsborg sameiginlega yfirlýs- ingu þar sem fordæmdur er hemaður Bandaríkjamanna í Vietnam og lýst fullum stuðningi við Þjóðfrelsisfylking- una í Suður-Vietnam. HONOLULU 19/7 — Syngman Rhee, fyrrum einvaldi í Suður- Kóreu, lézt í dag í Honolulu á Hawaii, 90 ára gamall, en par hafði hann' dvalizt í útlegð frá því að honum var steypt af stóli árið 1960. Yfirlýsing þeirra var lesin upp á blaðamannafundi sem haldinn var í sendiráði Norður-Víetnams í Algeirsborg. 1 henni segir að þjóðfrelsishreyfingarinnar í Af- ríku skuldbindi sig til að herða baráttuna gegn nýlendukúgun- inni og heimsveldastefnunni hver í sínu landi til að styðja þannig hina vietnömsku þjóð í baráttu hennar gegn hinum bandarísku heimsvaldasinnum sem séu „svamir fjendur allra þjóða heims“. Skorað er á allar byltingar- hreyfingar, öll lýðræðissamtök og allar frelsiselskandi þjóðir að binda endi á hið glæpsamlega á- Drukknir sjóliBar ætluðu að gera loftárás á Hanoi SAIGON 19/7 — Talsmaður bandarísku herstjórnarinnar í Saigon skýrði frá því í dag að í síðustu viku hcfðu tveir drukknir hcrmenn úr land- gönguliði bandaríska flotans reynt að taka sprengjuflugvél ‘til áð' ráðást á Hanoi. Tals- maðurinn tók fram að jafnvcl þótt þeir hefðu verið ódrukkn- ir hefði þeim ekki tekizt að koma flugvélinnj á loft. Loftárás í nágrenni við landamæri Kína SAIGON 19/7 — Bandaríkjamenn færa sig enn upp á skaftið í Vietnam og gerðu þeir í dag loftárás nær kín- versku landamærunum en nokkru sinni fyrr. Það voru fjórar þotur af Thunderchief-gerð sem réðust á jámbrautina fyrir norðan Yen Bai; aðeins tæpa 70 km frá kin- versku landamærunum og 150 km fyrir norðvestan Hanoi. Þessi járnbraut liggur meðfram Rauðá, frá Hanoi til Júnnan-fylkis í Kína, og er önnur tveggja iárn- brauta milli Kína og Norður- Viétnams. Loftárásir voru einnig gerðar á skotmörk sunnar í Norður-Vi- etnam. 1 dag héldu áfram harðir bar- dagar við bandarísku flugstöðina í Bien Hoa, skammt fyrir norðan Þing rúmenskra kommúnista Ceaucescu hvetur til sátta milli kommúnistaflokkanna Rúmenar munu halda áfram að miðla málum á milli bræðraflokkanna, og halda fast við sjálfstæði sitt BÚKAREST 19/7 — Formaður rúmenska kommúnista- flokksms. Nicolae Ceaucescu, hvatti í setningarræðu sinni á 9. bingi flokksins sem hófst í Búkarest í dag til eining- ar allra kommúnistaflokka og sagði að Rúmenar myndu áfram rækja það hlutverk sitt að miðla málum milli þeirra. Á þinginu eru mættir full- trúar frá um 60 kommúnista- og ver^b’^sflokkum. Leomd Bresnéf. " '-ksritari sovézkra kommúnista =i fulltrúi þeirra, en frá kínverksa flokknum er Tin Hsiao Ping, ritari miðstjórn- ar hans. Ceaueescu kom víða við í setningarræðu sinni sem tók sex tfma. Hann varaði við að líta á marxismann sem fullmót- aða kenningu, höfundar hans hefðu ekki getað veitt nein endanleg svör við þeim vanda- málum sem þjóðfélag&þróunin leiddi af sér. Hins vegar yrði að fara að öllu með gát til að forðast afbökun á grundvallar- atriðum. Hann varaði jafnt við endurskoðunarstefnu og kreddu- festu. Hann sagði að hver og einn kommúnistaflokkur ætti að hafa fullkomið sjálfstæði til að marka stefnu sína án tillits til annarra flokka og beita marx-lenfnism- anum f samræmi við þær að- stæður sem ríktu í hverju landi. Hins vegar bæri sósíalistísku ríkjunum að vinna saman og hann varaði sérstaklegs við því að deilur milli einstakra flokka væru látnar spilla sambúð ríkja. 1 starfi sínu byggðu Rúmenar á meginreglum fullveldis, sjálf- stæðis, jafnréttfs og afskiptaleys- is um innanlandsmál annarra. Hann kvað uppbyggingu þunga- iðnaðarins vera undirs.töðu rúm- ensks fullveldis og kvað Rúm- ena ekki myndu láta sér nægja lengur molana af borði þeirra þjóða sem lengra væru komnar. Rúmenar vildu standa á eigin fótum, en þeir vildu jafnframt auka og bæta samstarf sitt við önnur sósíalistísk ríki í efna- hagsbandalagi þeirra, Comecon. Þingið samþykkti einróma ti;I- lögu miðstjórnar um að taka aftur upp hið gamla nafn flokksins, Kommúnistaflokkur Rúmeníu. Fulltrúar Sósíalistaflokksins á þinginu í Búkarest eru Kjartan Ólafsson, framkvæmdastjórí flokksins, og Magnús Torfi Ólafsson. Saigon, en fyrsta bandaríska fót- gönguliðið í Vietnam er þar fyrir. Skæruliðar hófu um helgina skothríð úr sprengjuvörpum á flugstöðina úr um 1500 metra fjarlægð. Skothríðinni á B‘en Hoa linnti þegar á daginn leið og bandarískir könnunarflokkar sem gerðir voru út þaðan urðu ekki varir við skæruliða. A. m. k. þrír bandarískir fótgöngu liðar féllu, en ókunnugt er um fjölda særðra. Nýtt geimfar, Zond 3., frá Sovétrikjunum MOSKVU 19/7 — Hvert sovézka geimskotið rekur nú annað. Eft- ir að sovézkir vísindamenn höfðu á laugardaginn sent á loft fimm gervitungl með einni eldflaug og langþyngsta gervitunglið til þessa skutu þeir á sunnudaginn nýju geimfari, Zond 3., á braut um- hverfis sólina. Sagt var að Zond 3. hefði komizt á rétta braut, og öll tæk- in ynnu eins og til hefði verið ætlazt, en ekkert var um það eagt hvert ferðinni væri heitið. Menn geta sér þess til að æti- unin sé að prófa senditæki geimfarsins, en tvær fyrri t.il- raunir með Zond-för mistókust vegna þess að samband rofnaði við þau. Líklegt þykir að Sovét- ríkin muni reyna að senda geim- far til Venusar í nóvember, þeg- ar afstaðan til hennar er hag- kvæm. rásarstríð Bandaríkjanna í Viet- nám, neyða þá til að hverfa það- an með allt sitt lið, en veita hinni vietnömsku þjóð hvers konar stuðning. Það var fulltrúi þjóðfrelsis- hreyfingarinnar í Mozambique, sem las yfirlýsinguna, en auk af mannréttindafundi. hennar standa að henni samtökin £ Angóla, portúgölsku Gíneu. Ródesíu, Suðvestur-Afríku og Afríski þjóðþingsflokkurinn í Suður-Afríku. Morð í Alabama ANNISTON, Alabama 19/7 — 38 ára gamall blökkumaður, Willie Brewster, lézt í dag á spítala í Anniston. Hann hafði verið skotinn í hnakkann á fimmtudaginn þegar hann kom Sjálfsbjörg Félag fatlaðra og lamaðra í Reykjavík óskar eftir húsnæði til kaups. Þarf að vera jarð- hæð eða góður kjallari, ca. 100 ferm. að stærð- Sími 16538 frá kl. 1—5 nema laugardaga. Sjálfsbjörg. Samkeppni Borgarstjóm Reykjavfkur hefur ákveðið að efna til samkeppni um barna- og ung- lingaskóla í Breiðholtshverfi samkvæmt útboðslýsingu og samkeppnisreglum Arki- tektafélags íslands. Heimild 'til þátttöku ha’fa allir meðlimir Arkitektafélags íslands og íslenzkir náms- menn í byggingarlist, sem lokið hafa fýrri- hlutaprófi við viðurkenndan háskóla í þeirri grein. í dómnefnd eiga sæti: — Tilnefndir a'f Reykjavíkurborg frú Auður Auðuns, for- ' ' seti borgarstjórnar, Gísli Halldórsson arki- tekt og Ragnar Georgsson, skólafulltrúi. — Tilnefndir af Arkitektafélagi íslands Guðmundur Kr. Guðmundsson, arkitekt og Skarphéðinn Jóhannsson, arkitekt. 1. verðlaun kr. 120.000,00. '2. verðlaun kr. 75.000,00. 3. verðlaun kr. 50.000,00. Einnig er dómnefnd heimilt að kaupa til- lögur fyrir allt að kr. 40.000,00. Keppnisgögn eru afhent af trúnaðar- manni dómnefndar, Ólafi Jenssyni, full- trúa, hjá Byggingaþjónustu A.Í., Lauga- vegi 26, gegn kr. 500,00 skilatryggingu. Skila skal tillögum í síðasta lagi mánu- daginn 1. nóvember 1965 kl. 18. DÓMNEFNDIN. *

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.