Þjóðviljinn - 23.07.1965, Síða 1

Þjóðviljinn - 23.07.1965, Síða 1
Norræna skólamótið sett í gærmorgun: Nær 1200 þátttakemlur gestir við setningu þess ■ Nítjánda norræna skólamótið og þau hundruð manna sem það sækja setja mikinn svip á Reykjavík þessa dag- ana. Mótið var sett í gærmorgun við hátíðlega athöfn í Háskólabíói að viðstöddum milli 1100 og 1200 þátttakend- um og gestum, Dönum, Finnum, Færeyingum, íslending- um, Norðmönnum og Svíum. Frá setningarfundi norræna skólamótsins í Háskólábíói í gærmorgun. — Ljósm. Þjóðv. A.K, VercShœkkanir til umrœZu i horgarstjórn i gœr: Ihald og Framsókn enn ein- huga um gjaldahækkanirnarí □ Á aukafundi borgarstjórnar Reykjavíkur í gærkvöld var endanlega gengið frá 10% hækkun hitaveitugjaldanna. Stóðu borgarfulltrúar Fram- sóknarflokksins sem fyrr með íhaldinu að gjalda- hækkunum þessum, en borgarfulltrúar Alþýðu- bandalagsins voru einir á móti. Var tillaga Guð- mundar Vigfússonar um frestun á gjaldahækkun- inni felld af íhaldinu. Engír sáttafundir / Vestmannaeyjum Tillaga borgarstjórnaríhaldsins um hækkun hitaveitugjaldanna var til síðari umræðu á borgar- st j ómarf undinum í gærkvöld. Fyrri umræða fór fram fyrir réttri viku og þá lagði Guð- mundur Vigfússon, borgarfull- trúi Alþýðubandalagsins, fram svohljóðandi tillögu: „Borgarstjórnin ákveður að fresta ákvörðun um breytingar á gjaldskrá Hitaveitunnar fyrst um sinn, þar til séð er hver stefna verður almennt mörkuð í verðlagsmálum í framhaldi af nýgerðum kjarasamningum verkalýðsfélaganna og atvinnu- rekenda“. Engir fundir hafa verið haldn- ir hér lengi í vinnudeilu okkar, sagði Engilbert Jónasson, for- maður verkalýðsfélagsins í Vestmannaeyjum, er blaðið hafði samband við hann í gær- dag. Málinu hefur nú verið vísað til sáttasemjara og bíðum við rólegir eftir að hann boði fund í kjaradeilunni. Framkvæmd næturvinnubannsins gengur allsendis árekstralaust, Qg er unnið til kl. 7 á hverju kvöldi. Svo er mikil hreyfing hér þeg- ar í sambandi við undirbúning- inn fyrir þjóðhátíðina. Samkvæmt blaðið hefur eyjum munu vilja fallast fregnum, sem frá Vestmanna- atvinnurekendur á sömu kjör og samið var um fyrir verkalýðs- félögin í Reykjavík og Hafnar- firði á dögunum, en Vestmanna- eyingar vilja fá 100% nætur- vinnuálag. Styðja þeir þá kröfu m.a. þeim rökum, að mjög mik- il ákvæðisvinna er unnin í Eyjum á vertíð á vetuma og jafnframt langur vinnutími, en kunnugt er að ákvaaðisvinna og langur vinnutími getur alls ekki farið saman. Ekki til viðræðu hækkanir . um samninga með verðhækkunum og borgarstjóm Reykjávíkur má ekki láta það henda sig að stofna til fyrstu umtalsverðu verðhækkananna eftir slíka samninga, í því sambandi skipt- ir engu máli þó hækkunin sé rökstudd með því að vitna ein- ungis til kauphækkana sem urðu á tímabilinu frá desembermán- uði 1963 og fram að þeim samn- ingum sem nýgerðir eru. Hún ikemur jafn illa niður á heimil- um manna fyrir það. Framhald á 3. síðu. Setningarathöfnin hófst með því að strengjasveit undir stjórn Bjöms Ólafssonar konsertmeist- ara lék tilbrigði eftir Johan Svendsen við íslenzkt þjóðlag, en síðan bauð formaður móts- stjórnar, Helgi Elíasson fræðslu- málastjóri, þátttakendur vel- komna. Þessu næst flutti Gylfi Þ. Gíslason menntamálaráðherra ræðu og sagði mótið sett (ræða hans er birt á 2. síðu) og síð- an tóku þeir til máls hver af öðram kennslumálaráðherramir K. B. Andersen frá Danmörku, Jussi Saukkonen frá Finnlandi og Helge Sivertsen frá Noregi, og loks Sven Moberg frá Sví- þjóð. Strengjasveitin lék þjóð- söng viðkomandi lands að loknu hverju ávarpi. Loks söng Krist- inn Hallsson óperusöngvari nor- ræn lög við undirleik Áma Kristjánssonar, píanóleikara. Sem fyrr var sagt var hátíða- bra'gur á setningarathöfninni í gærmorgun Svið samkomuhúss- ins var skreytt blómum og fán- um Norðurlandaþjóðanna sex. Margar úr hópi hinna erlendu kvenna voru klæddar skrautieg- um og margvíslegum þjóðbún- ingum. Allmikill fjöídi fékk ekki sæti og hafði þó mjög mörgum lausum stólum verið bætt við nær 1 OOo. föst sæti í salnum. Forseti fslands, herra Ásgeir Ásgeirgson, var meðal viðstaddra gesta í gærmorgun. Ýmis mál er varða skóia og kennsiu voru rædd á mótinu í gær og í dag verður sitthvað fleira tekið til umræðu, en í kvöid kl. 9.10 verður efnt til kynningar á íslenzkri menningu í Háskólabíói. Þar mun Vil- hjálmur Þ. Gíslason útvarps- stjóri ræða um íslenzkt menn- ingarlíf í dag, Sigurður Bjöms- son óperusöngvari syngur ís- lenzk lög, lesin verða ljóð á íslenzku og í danskri þýðingu, Gísli Magnússon leikur einleik á píanó verk eftir Pál fsólfsson og Sveinbjöm Sveinbjöimsson. Þá verður upplestur á íslenzkri þjóðsögu í sænskri þýðingu og íslenzku ljóði í norskri þýð- ingu og loks synigur Savanna- tríóið þjóðlög og kynnir lang- spilið foma. Lakari ofli við Eyjar Síldarverksmiðjur í Reykjavik gátu ekki tekið á móti síld í gær þar eð allar þrær voru fullar. Átta skip komu með um sex þús. tunnur af Vestmannaeyja- miðum til Reykjavikur í gær og i fyrrinótt. Aflinn er nokkru minni nú við Vestmannaeyjar en var fyrra sólarhring. Óbreytt vísitala Kauplagsnefnd hefur reiknað út vísitölu framfærslukostnaðar í byrjun júlí 1965 og reyndist hún vera 171 stig eða hin sama og í júníbyrjun. Gefa verka- fólki frí r ! aflahrofu! HORNAFIRÐI22/7 - í gær var hætt að taka á móti fiski hjá frystihúsinu hér. Orsökin er ekki vinnudeila eða ósætti í þeim dúr, heldur hefur vinnu- veitandinn, Kaupfélagið og verkafólk komið sér saman um að taka ekki á móti fiski í tíu daga. Þetta er gert til að verkafólkið og sjómenn fái tækifæri til að njóta nokkurr- ar hvíldar. Samskonar rað- stöfun var einnig reynd f fyrra og gafst með ágætum. Meðan mikil aflahrota er fæst verkafólkið oft ekki til að taka sér orlofið til hvfldar. Þess vegna náðist um það samkomulag í fyrra að gefa frí í tíu daga og þótti sú ráðstöfun gefast svo vél að ákveðið hefur verið að reyna þetta næsta ár líka. Ýmist er fólkið um kyrrt á staðnum, eða fer í ferðalög um ná- grennið eða leitar fjarlægar; miða. — Mun þetta vera allt að því einsdæmi, en Vest- mannaeyingar hafa að vísu gefið frí í kringum þjóðhátíð- ina í nokkra daga. Mikil aflahrota hefur verið hér undanfamar vikur og alltaf unnið til tíu og ellefu á kvöldin. Bátamir eru bæði á humar- og dragnótaveið'om. Á morgun er búizt við að búið verði að vinna úr þeun afla, sem barst á land í gær, miðvikudag. Svo fer mann- skapurinn í frí og kemur svo hress og endumærður til vinnu eftir þann 3. ágúst. — BÞ. Guðmundur Vigfússon hafði ekki tök á að mæta á aukafundi borgarstjómarinnar j gær, en Adda Bára Sigfúsdóttir borgar- fulltrúi ítrekaði sjónarmið Al- þýðubandalagsins í málinu og mælti eindregið með samþykkt frestunartillögunnar en gegn gjaldahækkununum. Henn; fór- ust m.a. o.rð eitthvað á þessa leið: Afsta.ða okkar fulltrúa Al- þýðubandalagsins í þessu máli er sú, að við erum alls ekki til viðræðu um hækkun gjald- anna á þessum tíma, þegar kjarasamningar eru nýgerðir. Það er illt verk og jafnframt mikig glapræði að eiga þátt í því að eyðileggja árangur slíkra BLADSKÁK ÞJÓÐVILJANS REYKJAVÍK GEGN AKUREYRI í dag hefst hér í ÞJÓÐ- VILJANUM blaðskák- keppni milli Reykjavikur og Akureyrar og er teflt á tveim borðum, Eru fyrstu þrír leikirnir í h vorri skák birtir á baksíðu blaðsins í dag og síðan muhum við birta þar leik- ina daglega á sama stað. hJÓÐVILJINN hefur feng- ið þá Inga R. Jóhanns- son, alþjóðl. skákmeistara, og Guðmund Sigurjónsson, núverandi skákmeistara íslands, til þess að tefla fyrir Reykjavík, Inga á 1. borði og Guðmund á 2. borði. Ætti hlut Reykja- víkur að vera vel borgið í höndum þessara öflugu skákmeistara. + Fyrir Akureyri tefla fjórir kunnir skákmenn, tveir saman á hvoru borði, og ætti það að gera keppnina mun jafnari og skemmti- legri, Á 1. borði tefla þeir Halldór Jónsson og Gunn- laugur Guðmundsson en á 2. borði Júlíus Bogason og Jón Ingimarsson. Hafa Ak- ureyringar hvítt á 1. borði en Reykvíkingar hvitt á 2. borði. Þ.TOÐVILJINN væntir þess að þetta verði hörð og skemmtileg skákkeppni og að iesendur blaðsins hafi ánægju af því að fylgjast með henni, Sjá síðu OO % r * *

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.