Þjóðviljinn - 23.07.1965, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 23.07.1965, Blaðsíða 10
Næturvinnuálagið þarf að hækka í gær barst Þjóðviljanum eftirfarandi samþykkt sem gerð var á fjölmennum félagsfundi í Verkalýðsfélaginu Bjarma á Stokkseyri, sem haldinn var miðvikudaginn 20. þ.m., en á þeim fundi voru nýgerðir samningar félagsins við atvinnurekendur einnig samþykktir með samhljóða atkvæðum: „Fundurinn fagnar því að nást skyldi fram stytting vinnuvikunnar í 44 stundir og telur að með því hafi mjög merkum og þýðingar- miklum áfanga verið náð í kjarabaráttu verkalýðsfélag- anna. Hinsvegar harmar fundur- inn að önnur meginkrafa verkalýðshreyfingarinnar í þessum samningum, 100% á- lag á dagvinnukaup í næt- urvinnu, skyldi ekki nást fram. Fundurinn telur þá þróun hættulega að bilið styttist milli dagvinnu og nætur- vinnu. Telur fundurinn að stefna beri að því að nætur- vinnuálag verði ekki Iægra en 150%, þar sem slíkt myndi, ásamt öðrum ráðstöf- unum, er verkalýðsfélögin þurfa að gera, til að stytta hinn óhóflega vinnudag verkafólks, líklegt til að flýta fyrir raunhæfiun ár- angri í þeim efnum. Einnig telur fundurinn að mjög kæmi til greina að stjórn A.S.Í. beiti sér fyrir samræmdum aðgerðum verkalýðsfélaganna, um að nota heimild í samningum til að banna óhóflega Ianga næturvinnu verkafólks dög- um og vikum saman, cins og nú á sér stað í fjölda at- vinnugreina víðsvegar um landið. Fundurinn sendir verka- Iýðsfélögunum í Vestmanna- eyjum, sem nú standa í harðri baráttu fyrir 100% næturvinnuálagningu, bar- áttukveðjur og siguróskir. Fundurinn Ieggur áherzlu á að verkalýðsfélögin í Vest- mannaeyjum eru að berjast fyrir sameiginlegri hags- munakröfu verkalýðshreyf- ingarinnar og telur eðlilegt að önnur verkalýðsfélög styddu þau með virkum samúðar- aðgerðum, ef á þyrfti að halda, til að ná fram þessari þýðingarmiklu kröfu verka- Iýðshreyfingarinnar“. Gerald Brooke játaBi sök sína fyrir rétti í Moakvu MOSKVU 22/7 — Brezki tungu- málakennarinn Gerald Brooke var leiddur fyrir rétt í Moskvu í dag, sakaður um undirróður gegn Sovétríkjunum. Hann jái- aði sök sína. Samkvæmt ákæruskjalinu hafði Brooke verið falið af sam- tökum rússneskra útlaga, NTS. sem hafa aðalstöðvar sínar í Frankfurt í Vestur-Þýzkalandi, að t.oma andsovézkum áróðurs- Fœreyski fánínn Það vakti óskipta athygli vegfarenda, er færeyski fáninn sást blakta fyrir ut- an alþingishúsið á dögun- um* er fundur norrænu fé- laganna var haldinn þar. Nú stendur hér yfir norr- æna skólamótið — einfjöl- mennasta samkoma alþjóð- leg, sem hér hefur verið haldin — og fáni Fær- eyinga blaktir við hún fyr- ir utan Hagaskólann, þar sem mótið er haldið. Þetta mun vera í fyrsta skipti, sem færeyski fán- inn er dreginn að hún á norrænum mótum og því fagna allir góðir íslend- ingar. Myndin hér að ofan er tekin af fánanum fyrir ut- an alþingishúsið á dögun- um og um leið og við birt- ura hana biðjum við af- sökunar á þeim leiðu mis- tökunij sem áttu sér stað f prentsmiðju við vinnslu blaðsins í gær, er mynd af færeyska fánanum kom öfug. (Ljósm. Þjóðv. A.K.). skjölum og útbúnaði til að fjöl- rita þau í hendur ákveðinna manna í Sovétríkjunum. Ungur læknir sem var einn þessara manna kom hins vegar upp um iðju Brooke og var hann þá handtekinn. Nokkra athygli vekur að Brooke hefur viðurkennt að hann hafi líka fengið fyrirmæli um að setja sig í samband við einn af starfsmönnum brezka sendiráðsins í Moskvu, ef hon- um tækist ekki að koma undir- róðursplöggunum til skila. Brezka sendiráðið hefur neitað að það hafi haft nokkurt sam- band við Brooke. Harriman farinn teim frá Moskvn BRUSSEL 22/7 — Averell Harri- man, sérlegu sendimaður John- sons forseta, sem dvalizt hefur í Moskvu og rætt þar tvívegis við Kosygin forsætisráðherra, kom í dag til Brussel og ræddi við Paul-Henri Spaak, utanrík- isráðherra Beigíu, einkum um Vietnam-málið. Frá Brussel fer hann til Parígar, þaðan til Róm- ar og Belgrad. Föstudagur 23. júlí 1965 — 30. árgangur — 162. tölublað. íf Fijétandi hótel" Fritz Heckert, austur-þýzka farþcgaskipið sem nú liggur við Ægisgarð, vekur athygli þeirra sem Ieið eiga um Reykjavíkur- höfn. Fáir eiga þess þó kost að skoða skipið og fjölmargar vist- verur þar um borð, því að það er fullskipað farþegum, einskon- ar „fljótandi hótel“ þar sem hátt á fjórða hundrað erlendir þátttakendur norræna skóla- mótsins búa. 1 gærmorgun var blaðamönn- um boðið að skóða þennan myndarlega farkost undir leið- söng Eckholz skipstjóra og Ger- hards Bause fulltrúa austur- þýzku ríkisferðaskrifstofunnar. Verður nánar sagt frá skipinu og starfi skrifstofunnar í ein- hverju næstu blaða. 12 fyrirtæki í Reykjavík aug- lýst gjaldþrota ■ f 49. tölublaði Lögbirtingablaðsins sem út kom laug- ardaginn 10. þ.m. birtir skiptaráðandinn í Reykjavík aug- lýsingar um innkallanir skulda vegna gjaldþrotaskipta hjá 12 fyrirtækjum hér í Reykjavík og þrem einstakling- um. Virðist „viðreisnin“ vera farin að sverfa allfast að sum- um smærri fyrirtækjum borgarinnar eftir þessum mikla fjölda g'jaldþrota að dæma. Þau tólf fyrirtæki sem skipta- ráðandinn í Reykjavík auglýsir a'ð hann hafi tekið til skipta- meðferðar vegna gjaldþrota og birt eru nöfn á í fyrmefndu ein- taki Lögbirtingablaðsins eru þessi: Ester hf., Laugarnesvegi 81, Reynifell hf., Laugateigi 17, Nil- co hf., Hafnarstræti 1, Stórhoits- prent hf., Laugavegi 27, Borð- stofan hf., Vesturvallagötu 1, Fiskveiðahlutafélagið Sjóleiðir h. f„ Skeiðarvogi 43, Húsaviðgerðir hf., Kálfholti við Laufásveg, Italsk-íslenzka verzlunarfélagið hf., Bergstaðastræti 46, Prent- smiðjan Rún hf., Ingólfsstræti 9, Ingjaldur hf„ Vesturbrún lö, Þvottahúsið Ægir hf„ Ægisgötu 10 og Smergill, Skólavörðustíg 6B. fslendingar töpuðu fyrsta leiknum í gær Unglingameistaramót Norður- landa hófst í Svíþjóð í gær. ís- lenmku piltarnir léku þá við Dani og töpuðu 5:0. Danir skor- uðu tvö mörk í fyrri hálfleik, þrjú í þeim siðari. í gær unnu Svíar einnig Finna með 2 mörk- um gegn engu. Eldur í nýbyggingu í Kópuvogi í gærdug Bunduríkjustjórn biður Frukku ufsökunur vegnu njósnuflugsins PARÍS 22/7,— Sendimaður Bandaríkjanna í París hefur beðið frönsku stjórnina afsökunar vegna njósnaflugs bandarísku flugvélarinnar yfir kjarnorkuveri Frakka í Pierrelatte í síðustu viku. Robert McBride sendiráðunaut- ur fór í dag á fund Charles Lucet, deildarstjóra í franska ut- anríkisráðuneytinu, og bar fram við hann afsökunarbeiðni stjóm- ar sinnar. Hann lýsti því jafn- framt yfir að hún hefði heitið þvf að gera ráðstafanir til að koma í veg fyrir að slíkt njósna- flug eigi sér aftur stað. Lucet deildarstjóri sagði eftir fund þeirra að franska stjómin teldi þetta mál þá vera úr sögunni. Framkoma bandarískra stjóm- arvalda í þessu máli hefur verið með endemum. Fyrst var þvi haldið fram að njósnaflugvélin af gerðinni RF—101 hefði hrak- izt af réttri leið vegna þrumu- veðurs og það hefði því verið alveg óviljandi að hún flaug yfir franska bannsvæðið við Pierre- latte. Það kom hins vegar á dag- inn að flugvélin hafði farið fjór- ar njósnaferðir yfir Pierrelaifs og tekið 175 Ijósmyndir af kjarn- orkuverinu. Bandaríkjameno neyddust til að láta þær af hendi við Frakka og sönnuðu þær svo ekki var um villzt að flugvélin hafði verið send yfir bannsvæðið í njósnaerindum. Furðulegast þykir í þessu sambandi að Bandaríkjamenn skuli telja einhverja nauðsyn á að njósna um kjamorkuverið í Pierrelatte. Það er engin laun- ung á þvi að hverju er unnið þar; verinu er ætlað að fram- leiða „bætt“ úran í kjamorku- sprengju, sem nota á sem hvell- hettu á fyrstu . vetnissprengju Frakka. í gær kl. 17.30 kom upp eld- ur í einu hinna svonefndu Sig- valdahúsa við Hrauntungu í Kópavogi (húsin, sem Sigvaldi heitinn Thordarson teiknaði). Eldurinn átti upptök sín í plasthrúgu, sem var á stofu- gólfinu í nýbyggingunni og læsti hann sig brátt i veggina og í timburklæðningu neðan á plöt- unni. Brann öll einangrun á veggjunum og timbrið í loftinu. Ennfremur komst eldurinn í hlaða af mótatimbri, sem var inni í húsinu. Mikill reykur varð við íkvikn. unina og mun tjón vera tilfinn- anlegt. Nýbyggingin var ekki smíðatryggð. Hér er um að ræða einbýlishús um 100 fermetra. Samkvæmt upplýsingum lög- reglunnar i Kópavogi munu börn hafa verið að leika sér með eld inni ; húsinu og er tal- ið að þau hafi kveikt í einangr- unarplasthrúgunni á stofugólf- Stœrsta skip í fiskiskipaflota 1 dag kerr.ur hingað til lands stærsti bátur í íslenzka fiski- skipaflotanum. Er það Jón Garð- ar, 330—340 tonn, að stærð, smíð- aður úr stáli. Jón Garðar er bú- inn fullkomnustu tækjum til veiða og fiskileitar, meira að segja er í skipinu dæla, ætluð til að dæla síld yfir í síldarflutn- ingaskip. , Eigandi Jóns Garðars er Guð- mundur Jónsson, útgerðarmaður á Ranfnkelsstöðum. BLADSKAK ÞJÓDVIUANS 23 skip með 7406 tunnur og mál Svart: I. BORÐ REYKJAVÍK: Ingi R. Jóhannsson. Allgott veður var á síldarmið- unum fyrra sólarhring, en nokk- ur þoka. Skipin voru einkum í Norðfjarðardýpi og á Gerpis- flaki, 40—60 mílur undan Iandi. Alls tilkynntu 23 skip um afla, samtals 7.400 mál og tunnur. Garðar GK mál 300 Dagrún ÍS — 200 Þqrleifur OF — 200 Halldór Jónsson SH tn. 450 Guðrún GK — 350 Einir SU — 100 Guðbjartur Kristján IS — 200 Bára SU — 300 Þorbjörn II. GK — 150 Stefán Ámason SU — 200 Sigrún AK — 350 Bjartur NK — 350 Y%ri GK — 350 Ögri RE — 500 Páll Pálsson IS — 250 Gullberg NS — 600 Oddgeir ÞH — loí) Þórður Jónasson EA — 450 Þráinn NK — 300 Sig. Bjamason EA — 400 Draupnir IS — 400 Dagfari ÞH — 200 Gunnar SU — 700 i mm<m i mm mtm k.í iáM' ' IöBs abcdefgh AKUREYRI: Hvítt: Halldór Jónsson og Gunnlaugur Guðmundsson. 1. c2 — c4 — g7—g6 2. d2—d4 — Rg8—f6 3. Rbl—c3 — d7—d5. REYKJA- VÍK GEGN AKUR- EYRI II. BORÐ AKUREYRI: Svart: Júlíus Bogason og Jón Ingimarsson. SlAlél' m t W t ■ tf fmM w mEM w mfm w i t!4B ■ mm m i wk mtw m m Méi mm ii § abcdefgh REYKJAVlK: Hvítt: Guðm. Sigurjónsson. 1. e2—e4 — e7—e5 2. Rgl—f3 — Rb8—c6 3. Bfl—b5 — a7—a6. 4

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.