Þjóðviljinn - 23.07.1965, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 23.07.1965, Blaðsíða 5
Fðetedagtn- 23. júll 1965 — ÞJÖÐVTLJTN'N — SlÐA § SVIPMYNDIR ÚR SÍLD- INNI í NESKAUPSTAD ER Fyrr á árum hefði nafn- giftin ,,síldarbærinn“ eng- um misskilningi valdið, Siglufirði hefði fyrirhafnar- laust skotið upp í huga marms og annar staður ekki komið til greina. ■ Nú eru breyttir tímar. Um árabil hafa Siglfirðing- ar beðið eftir að síldin léti sjá siíg þar í stórum stíl en án máki'ls áran crurs. Á sama tíma hafa viðhorf breytzt mjög á Austurlandi. í þeim landshluta er nú að finna belztu síldarbæina, þar sem flest snýst um þessar mundir um síld og síldar- vinnslu. W Stærsti síldarbærinn á Austfjörðiím er Neskaup- staður við Norðfjörð — og þaðan eru þessar myndir sem hér birtasþ teknar af fréttaritara Þjóðviljans á staðnum, Hjörleifi Gutt- ormssyni, á dögunum þegar unnið var af kappi á síldar- plönum og í verksmiðjum bæjarins. Hér stendur Guðmundur Karisson, 2. vélstjóri á vb. Þorbirni II. GK, við löndunarkrabbann. Guðmun.dur er frá Grindavík, eins og báturinn, og lét vel af aflabrögðum, enda eru þeir Þorbjarnar- tnenn búnjr að fá um 20 þúsund mál frá júníbyrjun. Skipstióri á vb. Þorbirni er Þórarinn Ólafsson. en í síðustu viku var Hc-lgi bróðir hans með bátinn og mokaði þá á fáum dögum upp fjögur þúsund málum. Séð yfir söltunarstöðina ..SæsiKur". Litla daman fremst á myndinni heitir Auður Finnbogadóttir og á heima á Flókagötu 60 í Reykjavík. Þetta er fyrsta sumarið hennar í síld og henni finnst það talsvert spennandi. Á söltunarstöðinni „Sæsilfri" hafði verið saltað í 2600 tunnur er þessi mynd var tekin í viku- byrjun. Þær eiga sinn hlut í þcim stúlkurnar hér á myndinni, og Iíklega færir pilturinn þeim salt- ið. Þau heita, talið frá vinstri: Sigríður Guðjónsdóttir Ncskaupstað, Guðrún Gunnarsdóttir, Reykjav,k. Auður Sæmundsdóttir, Reykjavík, örn Agnarsson, Rvík, og Björk Rögnvaldsdóttir, Neskaupsteð. Skólinn á aS leggþ grundvöllinn ai ævilangri viSleitni til sjálfsmenntunar ■ Við setningu nítjánda norræna skólamótsins í Háskóla- bíói í gærmorgun flutti Gylfi Þ. Gíslason menntamála- ráðherra eftirfarandi ræðu: Fyrir rúmurn hundrað árum fseddist efnalitlum, en gáfuð- um hjónum sonur á kotbæ einum í Skagafirði á Norður- Islandi. Hann ólst upp í fá- tækt, gekk aldrei í skóla, en lærði samt snemma að lesa og draga til stafs í heimahúsum. Nýfermdur fór hann í vinnu- mennsku, og tæplega tvítugur fluttist hann síðan til Vestur- heims með foreldrum sínum og fleira frændfólki. Rétt áður fékk hann í fáeinar vikur til- sögn - i ensku hjá prestum í syeitinni. Það var eina skóla- gangan á lífsleiðinni. 1 Vesturheimi varð hann fyrst daglaunamaður. síðar efnalítill bóndi langa ævi. En hann varð eitt mesta skáld, sem ort hefur á íslenzka.tungu. Fræðimenn við æðstu mennta- stofnanir í Ameríku, sem hafa getað lesið Ijóð hans á fnim- málinu. hafa jafnvel hreyft þeirri skoðun, að hann muni vera eitt mesta ljóðskóld, sem uppi hafi verið í Kanada — eða jafnyel í öllum Vestur- heimi. Þessi skáldbóndi, Stephan G Stephansson, hefur ritað dróg ævisögu sinnar. 1 henni er stutt rrásögn af atviki sem fyrir hann kom tólf ára gamlan Mér finnst hún vera lærdóms- rík fyrir alla þá nú á tímum. iem lyagsa af alvöru og ein- lægni um skólamál. Hún er svona: „Eitt haust var ég úti stadd- ur í rosaveðri. Sá þrjá menn ríða upp Vatnsskarð frá Arn- arstapa. Vissi, að voru skóla- piltar á suðurleið, þar á með- al Indriði Einarsson, kunningi minn og sveitungi, sitt fyrsta ár til skóla. Mig greip raun, ekki öfund. Fór að kjökra. Þaut út í þúfur, lagðist niður í laut. Mamma hafði saknað mín. Kom út og kallaði; ég svaraði ekki. Vildi ekki láta hana sjá mig svona á mig kominn, en hún gekk fram á mig. Spurði mig, hvað að gengi; ég vildi verjast frétta, en varð um síðir að segja sem var. Eftir þessu sá ég seinna. Mörg- um árum á eftir heyrði ég mömmu segja frá þessu, en ég hélt hún hefði löngu gleymt því. Hún bæjli því við, að í það sinn hefði sér fallið þyngst fátæktin. — Tvisvar síðar, einu sinni heima, öðru sinni hér, (þ.e. í Ameríku) hef- ur mér boöizt ávæningur þess. sem gat verið byrjun að skóla- göngu, en ég hafnaði. 1 öðru sinni vorum við öll ráðin til vesturfarar, svo að ekki varð við snúið. í hitt skiptið, hér. hefði ég orðiö að láta foreldra mína. aldurhnigna og útslitna. sjá fyrir sér sjálf, hefði ég reynt að reyna á. Nú veit ég ekki nema læídómsleysið, með öllum sínum göllum, liafi ver- ið lán mitt, svo að ég uni því vel, sem varð“. Hvers vegna er ég að segja þessá sögu hér, þegar skóla- menn frá Norðurlöndunum öll- um hittast trl þess að bera saman bækur sfnar og laera hver af öðrum? Tilgangurinn er ekki sá að benda á þá alkunnu og aug- ljósu staðreynd, að unnt er að verða mikill maður án siíóla- göngu. Hann er heldur ekki sá að undirstrika, að miklum ár- angri má ná í kröppum kjör- um, ef sterkur vilji og einiæg- ur þroskavi’lji beinist að réttu marki. Enginn þarf nú að fara á mis við skólagöngu. Og kröpp kjör eru ekki lengur aðal- vandamál okkar. en hvað get- um við þá lært af þessari sögu? Mér hefur alltaf fundizt það athyglisverðast við hana að Stephan skuli segja, að ef t>l vill hafi lærdómsleysið, moð öllum sínum göllum. orðið lán sitt og átt gildan þátt í því. að hann varð það, sem hann varð: Sjálfum sér og sínum gæfumaður og andlegur afl- gjafi öllum, sem kynnast verk- um hans og manngildi. Hvers vegna gat þessi maður sagt að jafnvel lærdómsleysið hafi orðið sér til góðs? Skýringin er sú, að hann hafði gert sér ljóst, að skóla- nám getur því aðeins orðið tii þroska, að það sé notað sem undiastaða sjálfsmenntunar. Og læsdómsleysi hans varð honum hvatning til en» meiri átaka við sj&lfsmenntun sína. Hann lét ekki fátæktina og brauðsk’itið smaekka sig. List hans og hugsun ma-gnaðist og þroskaðist við torfæi'urnar.* Hann varð sannmenntaður maður. Bkki einungis vat’ð þekking hans vfðtæk. Þekking- arleit lians mótaðist einnig af sanmleiksást og rökvísi. En jafnframt gerði hann sér skýra grein þess, hvað hann vissi og hvað han-n vissi ekki. Hins vegor sljófgaði vit hans ekki ti’lfinningo.rnar. Þasr voru sterkar og heitar, þót-t kann bæri þa»r ekki utan á sér eða flíkaði þeim pieð væmnu orða- lagi. Með sterkum vilja stýrði hann viti sínu og stjórnaði til- finningum sínum. Þannig eiga sannmenntaðir' menn að vera. Og þannig tókst þessu blásnauða bóndaskáldi að verða. þrátt fyrir lærdóms- leysi sitt, — og jafnvel, að því er hann sjálfur segir. vegna þess. Af þessu má mikið læra. Nú á tímum eru allir sam- mála um nauðsyn skóla og mikilvægi þeirra. Nútímaþjóð- félag fengi ekki staðizt án víðtæks skólakerfis. Og fram- farir eru í sívaxandi mæli háð- ar því, að skólakerfið s.é efU og þætt í sífellu. En við þurf- um að gera okkur gleggri grein fyrir því cn við gerum. hvert við eigum að stefna. Skólinn á ekki að vera hlutlaust hjöl Gylfi Þ. Gíslason í þjóðfélagsvélinni. Hann á ekki aðeins að auka verk- kunnáttu og bæta starfshæfni, ekki aðeins að stuðla að aukn- um framförum og bætlum efnahag. Hann á fyrst og fremst að stuðla að og bæta skilyEði séi-hvers manns tii sjálfsrækt- ar, því að úr þeim jarðvegi einum vex sönn hamingja. Þessu marki nær skólinn því aðeins, að hann leggi grund- völl að ævilangri viðleitni til sjálfsmenntunar. Og slík við- ieitni ber ekki árangur nema fyrir andlegt átak. Mesta hættan, sem nú er á vegi skólanna, er sú að þeir telji alla menntun gota verið skóla- menntun. Og mesta hættan, sem nú er á vegi skólaæsk- unnar, er sú að henni gleym- ist, að enginn þroski naest án átaks. Líf og starf bóndans og skáldsins, sem fæddist norður undir heimsskautsbaug og <3ó vestur undir KlettafjöUum, ætti að geta hjálpað okkur tii þess að skilja þessar hættur og vinna bug á þeim. Þess vegna hefi ég minnzt hans héi’. 1 einu af bréfum sínum s.egir hann: ..Ég er bara hvers- dagsmaður í öllu, en ég hef aðeins reynt að lifa ofurlitlu andlegu lífl. eftir beztu getu“. Þetta er það fyrst og fremst, sem skólarnír hurfa að kenna nemendum sínum: Að lifa andlegu lífi eftir bentu getu. Skáldbóndinn gat það án skéla- lærdóms. Við eigum að i-eyira það með hjálp skólanna. Með bessum orðum lýsi ég 19. norræna skólamótið sett. Tapskákir í fyrstu umferð Norðurlandamótsins í Osló ■ Fyrsta umferð Skákmóts Norðurlanda var tefld í Osló í gær og gekk íslenzku þátttakendunum illa. Magnús Sólmundarson tapaði fyrir Svein Johanessen Noregi í landsliðsflokki, en biðskák varð hjá þeim Freysteihi Þor- þergssyni og Utuste Svíþjóð. í meistaraflokki vann P E. Hansen Danmörku Jóhann Þ. Jónsson, A. Jensen Dan- mörku vann Harvey Georgsson og Norðmaðurinn Dan Fosse vann Benedikt Halldórsson. t

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.