Þjóðviljinn - 23.07.1965, Qupperneq 6

Þjóðviljinn - 23.07.1965, Qupperneq 6
, í g SlÐA — ÞJÓÐVILJXNN — Föstudagur 23. júlí 1965. • Formfesta og saltfiskur • Föstudagurinn er farinn að taka laugardeginum fram um formfestu: tvær framhaldssög- ur, Mst á baugi (sem aldrei skyldi verið hafa) og leiðbein- ingar á sumarferðalögum. Jóhann Kristófer myndi varla vera hrifinn af tónlist kvölds- ins: önnur sinfónía Brahms. Þar að auki leikur ungur Rússi, sean var hér nýlega, nokkur lög á saltfisk. 13.15 Lesin dagskrá næstu viku. 13.30 Við vinnuna. 15.00 Miðdegisútvarp: Kristinn Hallsson, Alþýðukórinn og kvartett Tryggva Tryggva- sonar syngja þrjú þjóðlóg. Céza Anda og Camerata Aca- demica í Salzburg leika pí- anókonsert nr. 21 (K 467) eft- ir Mozart. Ungverski kvart- ettinn leikur strengjakvartett op. 10 eftir Debussy. E. Blanc, J. Micheau, N. Gedda, J. Mars, kór og hljómsveit Þjóðaróperunnar í París flytja atriði úr fyrsta þætti Perluveiðaranna eftir Bizet; P. Dervaux stj. 16.30 Síðdegisútvarp: The Platt- ers syngja, Hans Carste óg hljómsveit hans leika og Nel- son Eddy syngur. 17.00 Endurtekið tónlistarefni. 18.30 Lög úr söngleikjum. 20.00 Efst á baugi 20.30 Amatole Tikhonoff frá Rússlandi leikur á balalajku lög eftir Sjostakovitsj, Tikh- onoff og Tartini-Kreisler. 20.40 Ekki fækka ferðir í Fljótsdalinn enn. Þórarinn Þórarinsson skólastjóri segir frá leiðum umhverfis löginn. 21.20 Hani, krummi, hundur, svín. Gömlu lögin sungin og leikin. 21.30 Otvarpssagan: Ivalú. 22.10 Kvöldsagan: Pan, eftir Knut Hamsun. Óskar Hall- dórsson cand. mag. les. 22.30 Næturhljómleikar: Sin- fónía nr. 2 op. 73 eftir Brahms. Fflharmoníusveitin i Hamborg leikur; W. Satval- lisch stj. 23.10 Dagskrárlok. • „Hættum þessu múðri um ó- íslenzkuleg orð‘‘ (H.J. ^verkfr. hjá Velvakanda 16/7, sbr. sjón- varpsgrein hans í Vísi). Múðrið ei um málsins nauð, mælir landi siyngur. Leggur fram sinjn andans auð ástandsverkfræðingur. Ástan,dsmenning, ástandsfé, astandsvinur þráir. Ástandsfólk (fyrir utan spé) ástandssjónvarp dáir. • Gjöf til hand- rilastofnunar • Hinn 20. júlí afhenti Halldór H. Jónsson arkitekt, fyrir hönd Sameinaðra verktaka h.f. Handritastofnun Islands að gjöf kr. 100000.— eitt hundrað þúsund krónur. Afhendingin fór fram á heimili íorstöðumanns stofnunarinnar. Af hálfu gef- enda voru þar staddir þeir Halldór H. Jónsson og Thor Ó. Thors forstjóri, og hafði Halldór H. Jónsson orð fyrir þeim. Hann kvað gjöf þessa eiga að sýna hug eigenda Sameinaðra verktaka til Hand- ritastcfnunar Islands, og að það væru ekki aðeins húmanistar, sem gleddust yfir því, að fá handritin heim til Islands aft- ur. Forstöðumaður stofnunar- innar svaraði með fáum orðum og þakkaði hina stórmannlegu gjöf. svo og skilning þann og hinn góða hug, sem þar kom fram til stofnunarinnar. Úrkoman dregur lítið úr aðsókninni Sumarveðrið á Norðurlöndum og víðar í Norður- og Mið-Evrópu hefur ekki verið upp á það bezta til skamms tíma. Myndin cr frá þcim fræga skemmtistað í Kaupmannahöfn, TivolL en aðsókn að honum er alltaf mikil, hvort sem rignir eða ekki. hótelum, á matstofum át ég makkarónur — diskurinn kost- aði tvo soldi og taldi mér trú um það í nokkurn tíma að ég væri mettur; þegar ég átti ekki fyrir lest fór ég fótgang- andi. Ég minnist þessara mán- aða á ítalíu sem mestu ham- ingjudaga ævinnar. Þar skildi ég að listin er ekki duttlungar. ekki skraut. ekki hátfðisdag’jr í almanakinu, skildi að það er hægt að búa með henni í her- bergi eins og ástvini þínum. Hver unglingur sem verður ástfanginn í fyrsta sinn heldur að hann hafi lokið upp áður óþekktum heimi. Hið sama má segja um mig og Italiu; lengi hafa erlendir rithöfundar fund- ið nýja hamingju, fundið á nýjan hátt. til nærveru listar- innar þegar þeir koma tilþessa lands — frá Stendahl til Bloks, frá Goethe til samtíðarmanns okkar Viktors Nekrasofs. (Að vísu kynntist Hemingway mælikvarða mannlegrar þján- ingar einmitt á ítalíu, en það var á stríðsárum og stríð er allstaðar stríð.) ) Italía er mér bæði himna- ríki og skólabekkur. Árið 1909 horfði ég á myndir van Goghs, Gauguins, Matisse með vantrú, ngestum því með skelfingu eins og kálfur horfir á járnbrautar- lest. Fimm árum síðar hafði ég vingazt við Picasso, Léger, Modigliani, Rivera; verk þeirra hjálpuðu mér til að leysa flókna hnúta vona og efa- semda. 1 fortíðinni fann ég lykil að list nútímans. Það er ekki hægt að skilja Modigli- ani án endurreisnarinnar eins og það er ekki hægt að skilja Blok án Púsjkfns. (Blok skíldi ég fyrr en Modigliani: Púsjkín þekkti ég frá bernskuárum, en enginn hafði kennt mér staf- róf myndlistarinnar — mér var aðeins sagt að Rafael væri mesti listamaður heimsins og myndin „Þau biðu ekki“ eftir Repín væri tengd byltingar- baráttu). 'Ég var villimaður þegar ég kom fyrst til Louvre; ég vildi fyrir alla muni sjá hið leynd- ardómsfulla bros Giocondu, -g þegar ég sá þetta bros reyndi ég að geta mér til um hvað það þýddi. Svo mundi ég eftir Venus frá Mílos, hana þyrfti ég endilega að skoða, þvi allir sögðu að hún væri sjálf hug- s-jón fegurðarinnar, frammi fyrir henni felldu Heine og Gléb Uspénski hrifningar- tár . . . Louvre var stórt safn í stójborg — ég stóð þar stundarkorn, andvarpaði og gekk út. Litlu söfnin í Briigge, mannauðri og syfjaðri borg, urðu minn barnaskóli, en á Italíu fékk ég ást á list fyrlr alvöru. Ég er ekki að skrifa bók . um myndlist, já og ég er ekki að lýsa nákvæmlega þeim á- hrifum sem ég varð fyrir end- ur fyrir löngu; á kvöldi æv- innar er mjög erfitt að muna, skilja morgun hennar — lýs- ingin breytist, þú tekur líka öðru vísi við því sem þú sérð. Ég er nú áhugalaus um margt sem einu sinni vakti hrifningu mína, en sem ár hafa liðið laukst upp fyrir mér margt af því sem ég lét fram hjá mér fara í æsku. Nákvæmt mat vísindanna verður ekki lagt á list. A átjándu öld álitu upplýst- ir listunnendur gotneska list forljóta villimennsku. Púsjkín talar með fyrirlitningu um skáldskap Villons. Stendahi viðurkenndi að Giotto væri þrep upp til Rafaels, en áleit samt list hans ljóta og hjálp- arvana. Síðan hefur mat manna breytzt: okkur er það nákomið sem beztu hugsuðir létu sér sjást yfir í lok átjándu og byrjun nítjándu aldar. Kannske það taki því ekki að endur- taka yfirsjónir þeirra og fyr- irlíta þau listaverk sem okk- ur finnst annarleg. Ég segi frá því hvernig dómar eins manns breytast aðeins til að minna á það, hve afstætt mat okkar er. Arið 1911 tóku listamenn quattrocento og þá fyrst og fremst Botticelli hug minn ailan. Drottinn minn dýri, hve lengi stóð ég ekki frammi fyrir í,Fæðingu Venusar" og j,Vor- inu“. Mér leiddist freskurRaf- aels; Giotto minnti mig á ík- ona. Konur Botticellis voru ekki hrjúfar, holdugar og rós- rauðar eins og konur á mynd- um Feneyjamanna, og þær voru ekki holdlausar og alltof andlegar eins og hjá Memling og Van Eyck. Venus horfði feimin og ívið döpur á heim- inn; á svipaðan hátt horfðd eg á Venus. Ég lá yfir bókinni „Myndir ltaliu“ — það var eins og höfundurinn hefði skoðað hug minn allan; hann skrifaði að „Fæðing Venusar"1 væri mesta mynd í heimi. Ég reyndi nú að skilja hvað það var í Botticelli sem heillaði mig. Líklega samband lífsgleði og trega, upphaf vantrúarald- ar, sá hæfileiki hans að geta þvingað sálarstyrjaldir undir samræmi. Þegar ég kom til Flórens tveim árum síðar fór ég fyrst af öllu á fund við myndir Botticellis, en mér brá heldur en ekki í brún: auðvitað voru þær dásamlegar, en ég dáðist að þeim úr fjarlægð, þær voru ekki lengur f samræmi við sál- arástand mitt. Mig langaði ekki lengur til að póetíséra á- tök, uppreisn, mig svimaði og ég vildi horfa á kyrra strönd. Ég hugsaðí með virðingu um þá menn sem voru fullir trúar, um Valju Neumark og Francis Jamme. Ég fékk ást á Fra Beato; list hans var athöfn, hann málaði ekki aðeins Ma- donnu, hann baðst fyrir frammi fyrir mynd sinni. Ég hreifst af Giotto, af meistur- um Siena. £g skrifaði um „á- leitið augnaráð meistaranna frá Sienu“ um „strangar, íhug- ular freskur hinna elztu meist- ara Flórens". Ég reyndi enn að skilja ágæti Rafaels, að- dráttarafl Tintorettos, en þeir reyndust mér lokuð bók. Fljótt gleymdi ég Fra Beato. Ég sá hina löngu líkami E1 Greco, risa Michelangelos. tragískar landslagsmyndir Poussins. Ég kynntist tugum 6- líkra safna. Árið 1924 sá ég ftalíu hædda, svívirta, reiða — meðan ág var í Róm rændu fasistar Matteotti. Á torgum úti brenndu menn fasistablöð, mér fannst þetta væru fyrstu þrumumar en þær reyndust hinar síðustu. Jeremías sat í Eorgum í Sixtínsku kapellunni og reyndi að réttlæta spá- mannsheiti sitt. Aldarfjórðungi síðar var ég á ný staddyr ,á Ítalíu. „Vor” Botticellis fannst mér væmin mynd og tilgerðarleg. Ég horfði með virðingu á freskur Giott- os í Padua, en án"~fýrri lötrt- ' ingar. Hinsvegar „fann“ ég Rafael fyrst á gamals aldri (ég á við „stanze“ í Vatíkaninu — hin sixtínska madonna hefur enn í dag engin áhrif á mig). Ég var stórhrifinn af samræmi og heiðríkju í „Skólinn í Aþ- enu“ og „Þrætan um sakra- mentin“, það er erfitt að trúa því að ungur maður hafi gert þessar myndir. Venjulega vaxa listamenn hægt eins og tré og ævi listamanna er löng — Tizi- an lifði til 99 ára aldurs, In- gros til 87 ára, Michelangelo., Claude, Lorraine, Chardin, Goya, Monet, Degas komust allir yfir áttrætt. En Rafael dó eins og skáld deyja 37 ára gamall, og svo virðist sem hann hafi verið reyndastur allra. Ákveðin viðfangsefni heilluðu hann ekki og hrundu honum ekki frá sér. Hann hlaut til dæmis að mála kirkjulega þrætu um altaris- göngur. Hann var algjör leik- maður og gat engan áhuga haft á þessu efni. Sjálf höfum við sérstaklega lítinn áhuga á guð- fræðilegum kappræðum sext- ándu aldar, en við stöndum heilluð og dáumst að kompós- isjón Rafaels. „Aðeins það er verðugt lýsingar sem heldur á- fram að skipta máii eftir að sagan hefur kveðið upp sinn dóm“ segir Stendahl En hvað skiptir okkur máli í „þrætu um heilög sakramenti“? Vissu- lega' ekki þrætuefnið og ekki heldur þátttakendur kappræð- unnar. Kompósisjón, teikning- in, línan halda áfram að valda okkur geðshræringu 490 árum síðar, eftir að sagan hefur kveðið upp dóm sinn — ekki aðeins yfir stuðningsmönnum ýmissa forma altarisgöngu, heldur og þeim trúarbrögðum sem gáfu af sér þessa helgisiði. í Feneyjum gat ég leng; ekki slitið mig frá salnum í skól- anum San Rocco þar sem myndir Tinto.rettos eru geymd- ar. Og það er ekki efnisvalið sem máli skiptir, það er svipað og hjá öðrum listamönnum. En Tintoretto fann til, skildi og sá sorgarleik heimsins og kunni að túlka hann; honum nægðu tær, felling í flauelsklæði, ský, veggbrot til að segja heimin- um frá því sem Shakespeare tók að skrifa um skömmu síð- ar. Myndir Tintorettos eiga margt skylt við nútímalist, og í San Rocco skólanum liggur sérstaklega ljós fyrir sá barna- skapur verjenda abstraktlistar sem reyna að finna frjálsari eða dýpri lausn á vandamálum myndlistar en Tintoretto, Zur- baran eða, löngu siðar, Céz- anne. Tintoretto varð að taka tillit til kreddu kaþólskrar kirkju, hræsni og yfirdreps- skapar doganna í Feneyjum, margra hindrana sem virzt geta óþarfar, en mikill lista- maður þarfnast hindrana, þær eru honum stökkpallur, upphaf þess að hið óviðráðanlega verði yfirbugað. Ég hef auðvitað ekki endur- sagt hér vafasama dóma ung- lings, fertugs manns og öld- ungs vagna þess að þeir hafi í sjálfu 6ér einhverja þýðingu, enda er ég ekki listsögufræð- ingur. En mér finnst að for- vitnilegir séu ekki dómamir sjálfir heldur það, hvemig þeir þoka hver öðrum til hlið- ar á einni mannsævi. Skáldið Balmont bað menn í baraaskap sínum að flýta sér ekki um of að afhjúpa það sem þeir dýrk- uðu í gær. Sannir meistarar þurfa ekki á meðaumkvun að halda en heilbrigð skynsemi mælir með nokkurri varúð: af- hjúpuð goð geta aftur hafizt á stall Vísindaleg uppgötvun kollvarpar kenningu fyrirrenn- aranna, stjömufræði verður í dag ekki lærð eftir kokkabók- um Ptolemeosar eða Pýþagór- asar, en höggmyndalist Fom- grikkja finnst okkur fullkom- in. Botticelli er mér nú ekki að skapi; það skiptir ekki máli að ég hreifst af honum í æsku, það skíptir máli að líklega munu barnabörn okkar hafa mætur á honum eða þá bama- barnaböm. Ég á erfitt með að segja hlýlegt orð um Bologna- skólann, við hann á ég óupp- gerða reikninga, en vissulega * j

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.