Þjóðviljinn - 07.08.1965, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 07.08.1965, Blaðsíða 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN — Laugardagur 7. ágúst 1965 Otgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokk- urinn. — Ritstjórar: Ivar H. Jónsson (áb), Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson. Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson. Ritstjóri Sunnudags: Jón Bjamason. Auglýsingastjóri: Þorvaldur Jóhannesson. Ritstjóm, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja, Skólavörðust 19. Sími 17-500 (5 línur). Áskriftarverð kr. 90.00 á mánuði. Röng stefna Jþað er einkenni á forusíu Framsóknarflokksins að hún er í sífellu að fjarlægjast bænduma sem 1 upphafi voru kjarni 'flokksins. í staðinn er stefna flokksins í vaxandi mæli mótuð af at- vinnupólitíkusum og nýríkum gróðamönnum, og ákvarðanir þeirra ganga einatt í berhögg við skoð- anir bænda og hagsmuni. Má 1 því sambandi til dæmis minna á hemámsmálin og erlenda stór- iðju. Athyglisvert er hvernig hentistefnumennirn- ir í forustu Framsóknarflokksins nálgast jafnt og þétí félaga sína í Sjálfstæðisflokknum, einnig síð- ustu sjö árin þégar forusta flokksins hefur ástund- að það sem Tíminn kallar „jákvæða stjórnarand- stöðu“. Það hefði til að mynda verið óhugsandi fyrir nokkrum árum að hagsmunasamtök bænda, eins og Mjólkurbú Flóamanna og Mjólkurstöðin, væm látin ganga í Vinnuveitendasamband ís- lands, en í ár tóku leiðtogar Framsóknarflokksins þá ákvörðun í sama mund og mikilvæg átök vom að hefjast í kjaramálum. Hagsmunum bænda var fórnað til þess að styrkja atvinnurekendasamtök S j álf stæðisf lokksins. Jþessi ákvörðun hlýtur að hafa mjög víðtæk áhrif. Állt fram undir þetta hefur réttilega verið lögð áherzla á sjálfsagða samstöðu verkafólks og bænda og eðlilega samvinnu þeirra stétta. Þegar bændur komu á laggimar vinnslufyrirtækjum sín. um var filgangurinn m.a. sá að losna við milli- liði úr gróðamannastétt og koma á sem beinustu sambandi milli framleiðenda og neytenda. í sam- ræmi við þessa stefnu hafa svo verið í gildi á- kvarðanir um að kaupgjald bænda skyldi sjálf- krafa reiknast í samræmi við kaupgjald verka- fólks, og ákvarðanir um verð landbúnaðarafurða hafa verið samningsatriði milli fulltrúa bænda annarsvegar og fulltrúa frá verklýðssamtökum hins vegar. Með þeirri ákvörðun Framsóknarforustunnar að láta vinnslufyrirtæki bænda ganga í Vinnuveit- endasamband íslands er greinilega að því stefnt að brjóta niður allt þetta kerfi. Með henni er ver- ið að slíta tengslin milli launþegasamtaka og bændasamtaka, en gera hin síðarnefndu í staðinn háð auðmönnum og atvinnurekendum í Reykja- vík. Þannig hafa forustumenn Framsóknarflokks- ins í verki sagt upp samkomulaginu um störf sexmannanefndarinnar og hlýtur það að valda ófyrirsjáanlegum erfiðleikum þegar á þessu hausti. gændur hafa ekki verið spurðir um þessar ákvarð- anir þótt þær geti haft mjög víðtæk áhrif á hagsmuni þeirra, og mætti það verða þeim áminn- ing um að treysta ekki lengur í blindni forustu- mönnum sem í sívaxandi mæli hafa annarlegra hagsmuna að gæta. Sú stefna er vafalaust rönp og getur orðið bændum dýrkevnt að taka stuð" ing við atvinnurekendur höfuðborrrarinnar fr yfir eðlilega samvinnu við neytendur. — m. «■■■■■■■■■■■*■■■■■■■■*■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■*■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■«■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ : Eins og kunnugf er sigraði Freysteinn Þorbergsson á Norðurlandameist- aramótinu í skák sem frarn ’fór í Noregi og hlaut fitilinn Skákmeistari Norðurlanda. Er Freysteinn fjórði íslendingurinn sem hlýtur þessa tign. Fyrir sigurinn í mótinu hlaut Freysteinn fagran bikar sem Ólafur Nor- egskonungur gaf. Freysteinn hefur lengi verið meðal 'fremstu skákmanna landsins, he’f- ur sigrað á Skákmóti íslands og teflt víða erlendis. Sigur Freysteins á Norðurlandameistaramótinu er tvímælalaust hans mesíi skáksigur til þessa. ■ ■ Gerði Norðmenn vonsviknaI ■ ■ ■ ■ -rætt við Skákmeistara Norðurlanda Freystein Þorbergsson I Freysteinn kom til landsins á fimmtudaginn og hélt norður til Siglufjarðar samdægurs. Þjóðviljinn hitti Freystein að máli og spjall- aði við hann um Norðurlandamótið, gang þess og úrslit. Fer viðtalið hér á eftir. — Hvemig fór mótið fram, Freysteinn? — Mótið fór einkar ve) fram. Framkoma Norðmanna var sérlega góð og mótsstað- urinn skemtilegur. — Vakti mótið mikla at- hygli meðal Norðmanna? — Já, bað virtist vekla mikla athygli. Blöðin skrifuðu mikið um það og sumir kepp- enda, eirra á meðal ég, voru látnir koma fram í útvarpi í upphafi mótsins. Var ég af einhverri tilviljun sá eini sem valinn var til þess að koma fram í sjónvarpi £ það sinn, en síðar var aftur sjónvarpað frá keppninni, og voru bá Zwaig og Johannessen, sem bá voru efstir látnir koma fram sérstaklega. — Og hvernig gekk bór í upphafi mótsins? — Ég fór nú varlega af stað og fékk stundum erfiðar stöður og gerði allmörg lafn- tefli f upphafi, samdi nú stund um jafntefli í stöðum sem hefði mátt tefla áfram. En begar líða tók á mótið bá fór ég að tefla stíft til vinmngs og taka meiri áhaettu og þó að sú áhætta hefði ekki ahtaf verið réttlætanleg, þá hafði ég heppnina líka með mér og gekk mér vel f seinni helm- ingi mótsins og vann t.d síð- ustu fimm skákimar. Bióst ekki við sigri — Hvenær f mótinu gerðir þú þér vonir um að verða efstur? — I upphafi eða áður en ég fór til mótsins hafði aldrei hvarflað að mér að ég hefði möguleika á að verða efstu? en eftir að ég vann From frá Danmörku f fjórðu umferð og náði þremur vinningum úr fjórum skákum þá fór ég að taka alla möguleika með f reikninginn. — Þar á meða! þann að ég gæti teflt upp á efsta sætið en þær vomr minnkuðu nú verulega efrir þann dag að tefldar voru tvær umferðir þegar ég ná*i aðeins að gera iafntefli við bá Magnús og Svein en bá var efsti maður, Zwaig, einum og hálfum vinningi fyrir ofan. En eftir þennan dag vann ég fiórar skákir og kom bá að síðustu umferð og var ég bá aðeins hálfum vinningi á p?t- ir Zwaig, Ég hafði hvítt gegn honum og mér tókst begar t uophafi að ná yfirburðum og te! hana mína beztu skák á mótinu — gallalausa f rá minni hálfu — og Zwaig tókst aldrei að ná verulegri ga?o- sókn og eftir 17 leiki |->ó<-ti einsýnt að hann gæti »kki varizt tapi, þótt hann tefldi 16 leiki í viðbót. — Það hefur verið mikill spenningur f lok mótsins? — Já yfirleitt var keppnin mjög tvfsýn því fjórir menn gátu barizt um efsta sælið allt til síðustu stundar en það voru Zwaig, Johannesseoi, de Lange og ég og mátti ekki á milli sjá og reyndar eftir að við Johannessen höfðum unnið mótið þá var einvtgið mjög tvfsýnt — hann vann fyrri skákina eins og kunnugt er en síðari skákin var mjðg tvísýn allt fram á síðustu stundu. Mesta velgrengnin á skákferlinum — Að mótinu lofcnu bárust þær fréttir að þú værir í vafa um hvort þú gætir teflt »in- vígið strax að mótinu loknu. — Það var í sambandi vlð atvinnu mína. Reglur mótsins kváðu svo á að það ætti ski1- yrðislaust að tefla tvær skák- ir um titilinn strax að mótinu loknu, og yrði útkoman enn jöfn þá ynni sá sem fleiri stig hefði í mótinu. Ég átti mjög erfitt með að skorast undan þessu þótt ég teldi mig nú þreyttan eftir mótið og hefði heldur kosið að tefla síðar og það vildi nú svo vel til að eftir símtal heim sá ég mér fært að tefla einvígið. — Er þetta ekki ein mesta þrekraun sem þú hefur lent f á skákferli þínum Freysteinn? — Já, ég hef nú áður tekið þátt f erfiðum mótum og ég vil nú ekki endilega telja þetta mestu þrekraunina en þetta er mín mesta velgeng.ni á skákvellinum til þessa tví- mælalaust, — mesti sigur. Og ég er náttúrlega mjög ánægð- ur með að sleppa taplaus út úr sjálfu mótinu. Norðffihn urðu vonsviknir — Hvað sögðu Norðmerm um þig og frammistöðu sinna manna? — Norðmenn urðu greini- lega fyrir vonbrigðum og bað ' kom meira að segja stundum fram í blöðum að þetta ætl- aði greinilega að verða norsk- ur sigur eða að allt Iyti að norskum sigri og var það ekki óeðlilegt að reikna með bvt — Og 'kom þá Zwaig melr til greina heldur en Johann- essen? — Það voru mjög skintar skoðanir um bað hvor væri sigurstranglegri Zwaig eða Johannessen Ég persónulega t.aldi Zwaig líklegri til signr» hæði f upphafi og þegar letð á mótið en svo átti hann mjöp Baldur Möller skákmeistari Narðurlanda 1948—’53. Friðrik Ólafsson Skákmeistari Norðurlanda 1953-1955. Ingi R Jðhannsson Skák- meistari Norðurlanda 1961- 63. slæman dag á móti mér f síð- ustu umferð. — Gazfru undirbúið þig vel fyrir mótið? — Minn undirbúningur fyrir þetta mót var að slá eitt tún og fara í nokkrar veiðiferðir. Ég taldi það mikilvægasta »t- riðið að vera vel hvíldur cg hafa stundað útiveru fyrir mótið og ég var að þvf leyt.í vel undirbúinn. en skák'ega séð hafði ég næstum ekkert undirbúið mig. Reynsla mfo f mótum er sú að mikilvægast sé að vera annarsvegar vel hvíldur og hinsvegar f dálft- illi skákæfingu. Skáklega und- irbjó ég mig þannig að ég tefldi þrjár æfingaskákir er ég býst við að ég hafi verið í góðri æfingu eins og raun varð á vegna þess að mér gekk ekki vel í landsliðs- keppninni í vetur og þurfti að tefla til úrslita til þess að ná landsliðssæti en einmitt sú úx- slitakeppni var aukaæfing fyr- ir mig. Ég bý úti á landi ein- angraður frá sterkum skák- mönnum og á þvf oft mjög erfitt með að komast í góða æfingu og Islandsmótin hafa eiginlega verið mín helzta æfing. — Þú hefur engan til að tefla við á Siglufirði? — Engan nema tengdaföður minn, Þráin Sigurðsson, en hann hætti fyrir alllöngu að keppa f skák og hefur ekki fylgzt með nýjungum. Hann teflir að sjálfsögðu sér til á- nægju og þótt hann sé sép- staklega sterkur hraðskák- maður þá er takmörkuð æf- ing í því fyrir mig. Einvígið við JoHannessen — Viltu segja okkur um úr- slitaskákimar við Johannes- sen? Mér þótti leitt að einvfgið fór fram á öðrum stað eða í húsakynnum skákklúbbs Os’.ó- borgar sem var enganveginn eins visilegur og sá staftur sem mótið fór fram á. Islend- ingamir voni famir svo ég var einn Islendinga þama. Sálfræðilega fannst mérþetta nokkuð erfitt og til gamans má geta þess að þama voru myndir upp á vegg af öllum beztu skákmönnum Norð- manna síðustu ára og endaði sú röð á Johannessen. Svo að mér fannst einhvem veg- inn að ég minnkaði þegar ég gekk inn f salinn og of smár fyrir svona keppni. En begar seinni skákin hófst brá svo við að þá komu menn frá út- varpi og höfðu viðokkursam- töl. Þar lýsti ég þvf yflr að svo traustur ekákmaður sem Johannessen myndi vart tapa skákinni en Johannessen sagði hinsvegar frá því að hann hefði lent f geysilegri hættu í skákinni við mlg í mótinu og tók það fram að hann hefði ekki ráðið gangi hennar sfðustu leikina áftur en hún fór f bið. Mér fannst ég aukast við þetta og gerði mér nú Ijóst hversu nálægt ég var að vinna þá skák gegn Johannessen. Og þetta varð til þess að auka minn bari áttukjark. Ég hafði svart i fyrri skákinni og tef’di franska vöm sem ég hef sjaldan haft tækifæri til að nota hin síðari ár og mér urðu á alvarleg mistök strax f upphafi — ég fór viljandi út f mannaskipti sem voru röng og eftir það átti év •' vök að verjast og tókst aldroi að rétta minn hlut og eWr 39 leiki var fyrirsiáanlegt r.ð ég myndi tapa peði og staða.n var algjörlega vonlaus Sfðari skákina tefldi ég mjög stfft til vinnings op Framhald á 7. sfðu ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■>■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■!

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.