Þjóðviljinn - 07.08.1965, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 07.08.1965, Blaðsíða 10
;inn heldur éfram grá- sleppuveiði á Ströndum :iwa Osló — Rithöfundurinn Aksel Sandemose lézt í gær. föstudag, í sjúkrahúsi í Kaupmannahöfn, 66 ára að aldri. Sandemose var fæddur í Nyköbing á Jótlandi en fluttist til Noregs lð29 og bjó þar æ síðan. Hann var mikilvirkur rithöfundur, gaf út skáldsögur, smásagnasöfn, nt- aði greinar í blöð og tímarit. Mesta verk hans er talin vera skáldsagan „Varúlfurinn", sem kom út árið 1958. Hvalfell kom í gærmorgun til Reykjavíkur með um 220 tonn af heimamiðum eftir 12 daga veiðiferð. Aflinn er að mestu karfi, blandaður ufsa, og fer til vinnslu í frystihúsin í Reykja- vík. Skipstjóri 'á Hvalfelli er 'rUðbjörn Jensson. Að venju var grásleppu- veiði norður á Ströndum hætr er kom fram í júní og hafði þá aflazt vel eftir að ísa leysti Einn grásleppuka-.'l- anna, Magnús Backmann á Drangsnesi, var þó ekki eins vanabundinn og aðrir þar norður frá og hélt áfram að hafa grásleppunet í sjó, hef- ur hann aflað vel fram til þessa og er með að meðaltali um 100 grásleppur eftir tvo daga Hann selur grásleppuna á 20 krónur stykkið til Jóns Péturssonar sem saltar hrogn- in og mun selja 100 kg. tunnu á 4500 krónur. Af þessu sést að hafa má góðar tekjur af grásleppuveiði fram eítir sumri, ef menn skynja breytt- ar aðstæður og bjóða hefð- bundnum venjum byrginn eins og hann Magnús BacK- mann. Aðrir sjómenn stunda helzt dragnótaveiði þar nyrðra og hefur sú veiði gengið mjög illa, miklu verr en í fyrra, er dragnót var leyfð þar í fyrsta sinn. Fjórir bátar eru gerðir út á þessar veiðar frá Hólmavík, einn 40 tonna, einn 30 tonna og tveir 12 tonna bátar. Einn bátur var á drag- nót frá Drangsnesi, en hann er hættur þeim veiðum og byrjaður á handfærum, tveir tólf tonna bátar frá Hólma- vík eru einnig á handfærum. Lítil vinna hefur verið í frystihúsinu í Hólmavík í sumar og oft ekki unnið nema til hádegis. Mikið magn af smásíld er úti á firðinum og hafa bátar veitt vel í land- nætur, einkum í Skeljavík, sem er niður af kirkjugarðin- um í Hólmavík. Kaupfélagið hefur þó ekki getað tekið nema 500 tunnur til vinnslu, svo að lítið rætist úr með vinnu fyrir fólki. Þar dragast framkvæmdir líka á langinn Laugardagur 7. ágúst ,1965 — 30. árgangur — 174. tölublað. Síldveiðin eystra: VeiiisvæiiB 180 sm AaN frá Dalatanga ■ Ágætt veður og dágóð veiði var á síldarmiðunum eystra í fyrrinótt og gærmorgun. Voru skipin einkum að veið- um um 180 sjómílur AaN frá Dalatanga. sland á mikla möguleika verða gott grasíand B í dag kl. 11 hefst fyrirlestur í 1. kennslustofu Háskól- ans um grasrækt og grasræktarrannsóknir. Fyrirlesturinn flytur fyrrverandi forstjóri Grasland Research Institut í Harvey í Bretlandi, dr. William Davis. Dr. Davis hefur ' dvalizt hér á landi þessa ' viku, en heldur heimleiðis á morgun. Dr. Davis er hingað kominn fyrir tilstuðlan búnaðardeildar. atvinnudeildar Háskóla íslands, | Búnaðarfélag Islands og British Council. Hefur hann ferðazt cokkuð um landið einkum suð- ur- og vesturland og skoðað það, 1 ■em þar er markverðast fram- | '7æmt í grasræktarmálum. ! ' .a. hefur hann komið að Hesti j Borgarfirði, Gunnarsholti og j ■mneyri. _ | etta er fyrsta ferð hans til 'nds, en áður hefur hann1 Sem áður getur hefst fyrir- le£.turinn kl. 11. Er öllum heim- ill aðgangur. Mál sitt mun dr. Davis skýra með myndum. '%iir flif Kl. 3.30 síðdegis í dag hefst flugdagur á Sauðárkróksflugvelli, en til hans efna Svifflugfélag Sauðárkróks og Félag íslenzkra einkaflugmanna. Sem kunnugt er var ætlunin að halda flugdag- in fyrr í s.umar, en þá varð að fresta honum vegna óhent- ugra veðurskilyrða. Mikill fjöldi lítilla flugvéla mun taka þátt í flugdeginum á Sauðárkróki, einnig nokkrar af stærri gerð- um. Fellibylur veld- ur manntjóni Tokíó — 24 menn létu lífið og 43 meiddust, er fellibylurinn „Jean“ geystist yfir vestur hluta Japans í gær, föstudag. ferðazt mikið um og leiðbeint í grasrækt. M.a. hefur hann kynnt sér grasræktarvandamál í Svíþjóð og Finnlandi. Fréttamönnum blaða og út- varps gafst í gær kostur á að ræða við dr. Davis. Hann lagði sérstaka áherzlu á að Island hefði mikla framtíðarmöguleika til að verða mjög gott grasland. Til þess að svo mætti verða væru þau ráð helzt tiltæk, að beita meira á láglendinu, ræsa fram mýrar og flóa, og sá í auðnir. Taldi hann, að láglendi á ís- landi væri allt of lítið beitt og grasið færi til ónýtis. Hann taldi heyið íslenzka mjög gott og hefðum við náð undar- verðum árángri á því sviði. Enn- fremur taldi hann, að Islending- ar stæðu framar flestum öðruni þjóðum við þurrkun heys eftir að það er komið inn í hlöðurn- ar. Ástæðan til þess að íslenzka heyið væri svo kjarnmikið væri fyrst og fremst sú að við slægj- um grasið á réttum tíma eða meðan það er enn í vexti. , Aðspurður sagðist dr. Willi- am Davis ekki hafa haft tæki- færi til að fara austur á land að líta á kalskemmdirnar þar. Hann sagði, að slíkt hefði kom- ið fyrir í Bretlandi, en mjög sjaldan, og þá einungis þegar mjög 'hart væri í ári. Hann lauk miklu lofsorði á uppgræðsluna í Gunnarsholti og taldi íslenzka vísindamenn hafa sýnt lofsverðan dugnað og þol- inmæði við að græða upp örfoka sandfláka. ★ Myndin sýnir hvað líður .* byggingu sundlaugarinnar í ★ Laugardal, sem hefur nú * verið í smíffum alllangan * tíma. Er ekki sýnt að fram- ★ kvæmdum við hana verði lokið í bráðina. — (Ljósm. * Þjóðv. svg.). Alls var vitað um 31 skip sem tilkynnt hafði um afla, sam- tals 31.700 mál og tunnur. Raufarhöfn: Loftur Baldvinsson EA 1250 mál, Keflvíkingur KE 800 mál, Víðir II GK 900 tunnur Dalatangi: Björgvin EA 2850 mál og tn. tveggja daga veiði, Helga Guð- mundsd. BA 2500 mál og tn. tveggja daga veiði, Baldur EA 1300 mál og tn. tveggja daga veiði. mál Skarðsvík SH 200 Mummi GK 300 Heimir SU 1600 Sveinbj. Jakobss SH 409 Ágúst Guðmundss. II GK 150 Grótta RE 600 Gnýfari SH 500 Arnfirðingur RE 900 Skagfirðingur SH Kambaröst SU Jón Þórðarson BA Pétur Jónsson ÞH Sæþór ÖF tunnur 1000 1000 900 450 800 Sæfaxi NK 1300 mál og tn. Rifsnes RE 1000 mál og tn. mál Framnes IS 1700 Gísli lóðs GK 150 Einir SU 1250 Blíðfari SH 500 Guðbjartur Kristjáns 900 tunnur Guðmundur Péturs IS 2000 Sigurður Jónsson SU 1500 Faxi GK 1000 Guðrún Þorkelsd. SU 1000 Báar SU 1000 Ekki höfðu í gærkvöld bor- izt fréttir af veiði frá um dag- inn, en vitað var að skip voru að kasta. Skemmtiferð aidrais fóiks á Sauðárkróki Píanósónata éftir Hallgrím Helgason tít er komið nýtt hefti „Muc- ica Islandica“, nótnasafn mcð íslenzkum tónverkum, sem Mcnningarsjóður gefur út. Þetta nýja hefti hefur að geyma són- ötu nr. 1 fyrir píanó eftir Hall- grím Helgason. Píanósónötu þessa samdi Hallgrímur Helgason árið 1936 og er hún merkt opus 1 í út- gáfunni. Sónatan er tileinkuð Haraldi Sigurðssyni píanóleikara og prófessor í Kaupmannahöfn. Menningarsjóður hefur nú sent frá sér fjögur hefti „Mus- ica Islandica“. Auk sónötu Hallgríms Helgasonar eru það sex íslenzk þjóðlög fyrir fiðlu og píanó eftir Helga Pálsson, sóngta fyrir trompetu og píanó eftir Karl Ó. Runólfsson og org- elverk eftir Jón Þórarinsson. Nótnaheftin eru prentuð í Austurríki. Lóðaúthlutun I borgarráðs Á fundi borgarráðs 3. ágús.t sl. var úthlutað eftirtöldum byggingarlóðum: Búðargerði 4, Sverrir Her- mannsson viðskiptafræðingur. Búðargerði 6, Þorvaldur Lúð- víksson lögfræðingur. Hraunbær 86, Valdimar Magn- ússon byggingameistari. Hraunbær 88, Steinverk hf. (Bergur Haraldsson pípulagninga- meistari og Svanur Þór Vil- hjálmsson lögfræðinemi). Hraunbær 120, Hreggviður Guðbjörnsson múrarameistari. Hlaðbær 13, Ásgeir Eyjólfsson pípulagningameistari. Þykkvibær 5, Petrína Jakobs- son teiknari. Hinn 19. júlí sl. fór Kvenfé- lag Sauðárkróks í sína árlegu skemmtiferð með aldrað fólk úr bænum. Farið var að þessu sinni til Siglufjarðar og ekiff sem leið liggur þangað, í miklu blíðskap- arveðri, — með þeim eina út- úrkrók, að sltroppið var fram í Austur-Fljót, alla leið inn fyrir Stífluhóla. Til Siglufjarðar var komið kl. 3 síðdegis. Þar tók Skagfirð- ingafélag Siglufjarðar á móti öllum hópnum, yfir 40 manns. af mikilli rausn. Var staðnæmzt við Hótel Höfn og setzt þar að hlöðnu veizluborði. Eftir vel þegnar veitingar og stutt spjall við gamla og góða Skagfirðinga, dreifðist fólkið og hvarf til vina og vandamanna víðsvegar um bæinn, því að sökum rigningar síðari hluta dagsins var lítið hægt fyrir aldrað fólk að skoða sig um. Þeir, sem-ekki áttu .til kunningja að leita nutu húsa- skjóls og frábærrar gestrisni á hinu myndarlega heimili for- manns Skagfirðingafélags Siglu- fjarðar, frú Halldóru Jónsdótt ur frá Sauðárkróki og manns hennar, Jóhannesar Þórðarsonar, yfirlögregluþjóns. Um kvöldið sat svo ferðafólk- ið kvöldverðarboð að Hótel Höfn, í boði Skagfirðingafélags- ins. Þar voru mættir fjölmargir Skagfirðingar, sem búsettir eru í Siglufirði og leið kvöldið í ágætum fagnaði með hinum góðu gestgjöfum. Ferðanefndin hefur beðið blaðið fyrir hönd Kvenfélags Sauðárkróks og gesta þess, að færa Skagfirðingafélagi Siglu- fjarðar innilegustu kveðjur og þakkir fyrir móttökurnar. febvsrksmiijjí! r a Blönduósi — Nokkrir Blönduós- ingar hafa keypt vélar þær, er naglaverksmiðja í Borgarnesi átti. Hyggjast þeir setja hér upp naglaverksmiðju og mun hús- næði vera fengið. Gert er ráð fyrir að stofnað verði hlutafé- lag um verksmiðjureksturinn og er þó félagsstofnunin eigi í há- mæli höfð. Forgöngu um stofn- un þessa fyrirtækis mun Jón Isberg s.ýslumaður hafa haft. — G.Th. i. BORÐ REYKJAVÍK: Svart: Ingl R. Jóhannsson. REYKJA’ VlK GEGN II. BORÐ AKUREYRI: Svart: Júlíus Bogason og lón ( Ingimarsson. abcdefgh AKUREYRI: Hvitt: Halldór Jónsson og Gunnbuigur Guðmundsson. 10. 0—0 EYRI c d e f g h REYKJAVlK: Hvítt: Guðm. Sigurjónsson. 9.....Rc6—a5 .4 I k

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.