Þjóðviljinn - 01.09.1965, Síða 2

Þjóðviljinn - 01.09.1965, Síða 2
2 SlÐA — ÞJÓÐVTLJINN — Miðvikudagur 1. september 1965. Minningarorð um Adoif Guðmundsson Adolf Guðmundsson yfir- kennari Gagnfræðaskóla Aust- urbsejar var hæverskur og meiri í raun en sjón. Margir veita slíkum mönnum litla at- hygli við fyrstu sýn og jafn- vel miklu lengur. Víst er að minnsta kosti að sá, sem þess- ar línur ritar, uppgötvaði seint, hver maður Adolf var. Ég var unglingur þegar ég heyrði hans fyrst getið, — vin- samlega eins og jafnan síðar — og kannaðist vel við nafn hans, þegar ég tók að sækja kennsluæfingatíma í Gagn- fræðaskóla Austurbæjar fyrir áratug. Síðar kenndi ég þar nokkra mánuði í veikindafor- föllum og sá Adolf oft, þenn- an kiurteisa og hýra mann. Augljóst var, að þarna fór drengur góður, menntamaður í þess orðs bezta skilningi, en hann var fjarlægur og við þekktumst ekki. Það var fyrst í októbermán- uði fyrir tæpu ári að kynni okkar hófust. Við sóttum báð- ir stofnfund félags og vorum á öndverðum meiði um hvert vera skyldi nafn þess. Sjónar- mið Adolfs varð ofaná og það fékk heitið Félag háskóla- menntaðra kennara. Við vor- um valdir til þess að veita fé- laginu forystu fyrsta starfsár- Sam- líkingar Margt kemur einkennilegt fram í opinberum ummælum á Islandi; þó hef ég naum- ast séð neitt kynlegra en um- mæli sem Morgunblaöið hafði á dögunum eftir Einari Braga rithöfundi, en Einar hafði komizt svo að orði um Ey- stein Jónsson 1 beinu ávarpi til Bergs Sigurbjömssonar: „Hann verðskuldar ekki að fá að hnýta skóþveng þinn“. Morgunblaðið tók þessi um- mæli upp af mikilli velþókn- un og taldi þau auðsjáanlega Eysteini til mikils hnjóðs, enda hefur blaðið jafnan haft takmarkað álit á Bergi Sig- urbjömssyni. En þvílík túlk- un er auðvitað alger mis- skilningur og stafar af fá- fræði þeirra Morgunblaðs- manna. Samlíking Einars Braga er alkunn og sótt beina leið í biblíuna og hún skilst auðvitað ekki á réttan hátt nema í tengslum við uppruna sinn. Lúkas guðspjallamaður komst svo að orði um Jó- hannes skírara: „En þegar nú eftirvænting var vöknuð hjá lýðnum, og allir voru að hugsa í hjörtum sínum um Jóhannes, hvort hann ekki kynni að vera hinn Smurði, svaraði Jóhannes og sagði við alla: Ég skíri yður að vísu með vatni, en sá kemur sem mér er máttkari, og er 'ég ekki verður að leysa skó- þveng hans; hann mun skira yður með heilögum anda og eldi; hann stendur með varp- skófluna í hendi sinni, til þess að gjörhreinsa láfa sinn og safna hveitinu í hlöðu sína, en hismið mun hann brenna í óslökkvandi eldi.“ Ekki getur farið milli mála að með samlíkingu sinni var Einar Bragi að líkja Eysteini Jónssyni við Jóhannes skír- ara, og er. ástæðulaust sð ætla að það hafi verið í illu ið. Samvinna hlaut að verða talsverð og hún varð góð, þvi enginn ágreiningur var um markmið né starfsaðferðir. Fundir voru tíðir, verkefni mörg og flest fremur leiðin- leg, einkum launaþaráttan, og voru fjarri helztu áhugasviðum Adolfs. En þrátt fyrir mikla vanlíðan af sjúkdómi þeim, er varð honum að aldurtila, lagði hann þarna fram krafta sína eftir megni síðasta árið, sem hann lfði, — í þeirri von að takast mætti að auka nokkuð menningarlega reisn kennara- stéttarinnar. Hann kom glað- ur og spaugsamur til starfa, fjallaði um viðfangsefnin af gætni og nærgætni, en jafn- framt alvöru og stefnufestu. Lausatök og fúsk voru honum mjög lítt að skapi. Adolf Guðmundsson fæddist á Seyðisfirði 7. júlí 1917, en ólst upp hjá sr. Friðriki Frið- rikssyni og tók að nema af honum latínu á þeim aldri, sem börn nú á tímum hefja skyldunám. Svó ungur var hann skírður í þeim menning- arlindum, sem lauguðu anda hans til hinztu stundar, mót- uðu viðhorf hans og alla fram- göngu. Adolf varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1937, starfaði síðan við póst- skyni gert, jafnvel þótt svo : hjttist á að þessi orð féllu j skömmu fyrir höfuðdaginn. ■ En auðvitað snýr meginatriði samlikingarinnar að Bergi ■ Sigurbjömssyni, og hefur is- ■ lenzkur stjómmálamaður • naumast fyrr verið ávarpað- : ur af slíkri lotningu, þótt j verkefni hans veröi af skilj- ■ anlegum ástæðum eftirleiðis ■ fremur á sviði eilífðarmál- j anna en þjóðmálanna. Með I valdboði I Morgunblaðið heldur enn ■ fast við þá kenningu sína að j unnt sé með lagaboði að j neyða félagssamtök til þess ■ að rækja verkefni sem þau : eru andvíg, og því sé það j iögbrot þegar Alþýðusam- j bandið hættir aðild að sex- ■ mannanefndinni. I þeirri ■ skýringu birtist bæði vond | lögfræði og siðblinda; stofn- j un eins og sexmannanefnd- : in hlýtur að styðjast við j samkomulag aðila en enga ■ nauðung. I þessu sambandi ■ mætti Morgunblaðið minnast j þess að fyrr í sumar setti j ríkisstjórnin bráðabirgðalög j um verðlag á síld. Viðbrögð : sjómanna vom snögg og ó- j tvíræð; þeir héldu allir til j hafnar. Vel var hægt að halda ■ því fram að með þessu væri j verið að brjóta bfáðabirgða- j lög ríkisstjórnarinnar, en j engin lög geta neytt menn t’l • að veiða síld ef þeir kæra j sig ekki um það. Því valdi j ríkisstjórnin þann óhjá- j kvæmilega kost að breyta j lögum sínum til samræmís j við aðstæður, og slíkt hið j sama mun hún gera nú. Þótt j Morgunblaðsmenn hafi auð- j sjáanlega fullan hug á því j að stjóma landinu með nauð- j ung og sitja yfir hlut hvers j manns. skortir þá vald til j að framkvæma löngun sína. j — Austri. : Adolf Guðmundsson húsið í Reykjavík til ársins 1944, en gerðist þá kennari við Gagnfræðaskóla Austurbæjar. Þar vann hann sðan og var yfirkennari hin síðari ár. Adolf lauk B.A.-prófi í þýzku og ensku frá Háskóla Islands 1949, en stundaði auk þess nám í Þýzkalandi um ske'ð. Hann 'kvæntist 22. apríl 1943 Guðríði Oktavíu Egilsdóttur frá Ráðagerði á Seltjarnarnesi. Þau éignuðust tvo sonu, Frið- rik, sem nú er við nám í Þýzka- landi, en var nýkominn heim í sumarleyfi, er faðir hans andaðist, og Þórð, sem enn er á bamsaldri (f. 1952). Guðríð- ur er kona samboðin manni sínum og annaðist hann af mikilli alúð í veikindum hans. Mér er í minni falleg ljós- mynd. Sr. Friðrik, hinn hári þulur, er þar mikill og virðu- legur, bros hans traustvekjandi og öryggi í svipnum. Við hlið hans er hinn fimm vetra fóst- ursonur, smár vexti, en í svip- hreinu, fíngerðu andlitinu býr göfgi af sama toga. Líkt var yfirbragð Adolfs, þegar ég sá hann í síðasta sinn fyrir rúm- um tveim mánuðum. Hann var rúmfastur og vksi, að hinn slyngi sláttumaður var á næsta leiti. Spurningum um líðan svaraði hann skilmerki- lega, en af áhugaleysi og glögglega mátti skilja, að það mál vildi hann ekki mjög ræða. En augu hans Ijómuðu þegar . han.n sagði frá Noregsferð og dvöl sinni í Þýzkalandi. Hann hafði miklar mætur á því landi. Loks ræddi hann um tónlist, sem var honum mjög hugstæð. Þá var hann barns- legur eins og á myndinni og þannig vil ég muna manninn, sem var til æviloka sannur fóstursonur virðuleikans og menntanna. Ég sendi aðstandendum Ad- olfs mínar innileeustu samúð- arkveðjur. Jón Böðvarsson. ■V Vegir forsjónarinnar eru ó- rannsakanlegir. Við andlát Ad- olfs Guðmundssonar, yfirkenn- ara, höfum við enn einu sinni verið minnt á falvaltleik lífs- ins. Hann lézt fyrir aldur fram, Vietnam-tillögur frá Nasser? MOSKVU 30/8 — Spurzt hef- ur, en er þó ekki haft eftir neinum óyggjandi heimildum að Nasser, forseti Egy-ptalands, hafi lagt fyrir sovézka ráða- menn tillögur um lausn í Viet- nam. Nasser sem kom til Moskvu á föstudaginn hefur rætt við ráðamenn þar, fyrst á laugar- daginn og aftur í dag. Ekkert hefur verið birt um þessar við- ræður og verður varla fyrr en að þeim loknum. Sagt er að til- lögur þær sem Nasser hafi með- ferðis séu samdar af honum í samráði við Shastri, forsætis- ráðherra Indlands og þá forset- ana Tító og Nkrumah. Nasser lýkur heimsókn sinni í 'Mo.skvu á miðvikudag og heldur þá til fundar við Tító { Belgrad. Nasser sagði í veizlu í Kreml daginn sem hann kom til Moskvu að Bandaríkjamenn hefðu gerzt sekir um ofbeldis- árás í Vietnam og kvað loft- árásir þeirra á Norður-Vietnam hafa vakið reiði manna um allan heijn. aðeins 48 ára gamall, á miðjum starfsdegi. Með Adolf Guð- mundssyni er horfinn af sjón- arsviðinu gagnmerkur kennari, einstakur drengskaparmaður og prúðmenni. Vegir okkar Adolfs lágu fyrst saman fyrir þrem ár- um í Félagi B.A.-prófsmanna og síðar í Félagi háskólamennt- aðra kennara. Hann hafði mik- inn áhuga á aukinni menntun kennarastéttarinnar. Hann vildi efla veg og virðingu henn- ar í hvívetna og tókst það drjúgum með fordæmi sínu. Það var ánægjulegt að starfa með Adolf Guðmundssyni. Margt mátti af honum læra. Hann var rauplaus maður, ekki mikill á yfirborðinu, en þeim mun meiri í raun. Hjá honum fór saman ósérhlífni, samvizkusemi og festa. Hann kastaði aldrei höndum tj(? nokkurs verks, fúsk og hálf- kák voru honum fjarri skapi. Hann var fljótur að koma auga á kjama hvers máls. Afstaða hans einkenndist jafnan af rökum og víðsýni. Þegar það er haft í huga, að Adolf gekk ekki heill til skóg- ar árum saman og gegndi á- byrgðarmiklu starfi sem yfir- kennari við einn af stærstu gagnfræðaskólum landsins, þá verður það raunar að teljast þrekvirki að sinna jafnframt tímafrekum og umfangsmiklum félagsstörfum. Það er skarð fyr- ir skildi við fráfall slíks manns. Sæti hans verður vandfyllt. Adolf bar veikindi sín af mikilli karlmennsku og still- ingu. Hann var maður vel kvæntur og naut frábærrar um- hyggju og ástúðar eiginkonu sinnar, Guðríðar Egilsdóttur. Síðast er við Adolf áttum tal samán, sagðist hann telja sig mikinn gæfumann. Með þessum örfáu og fátæk- legu orðum vil ég votta hinum látna þakklæti mitt og virðingu. Mikill harmur er kveðinn að konu hans, sonum og móður, Ég sendi þeim hugheilar sam- úðarkveður. En það er huggun hanni gegn, að minningin um góðan dpeng fyrnist ekki. Ingólfur A. Þorkelsson. Iðnaðarmenn og verkamenn óskast Viljum ráða skipasmiði — húsasmiði — verka- menn. Mikil verkefni við skipaviðgerðir og byggingu á nýrri dráttarbraut. Upplýsingar í síma 1250. Skipasmíðastöð Njarðvíkur h.f. Ytri-Njarðvík. TRYGGINGAFELAGID HEIMIR" LINDARGATA 9 REYKJAVlK SlMI 21260 StMNEFNI • SURITY Einkaumboðsmenn vorir á íslandi fyrir leður-, gúmmi og strigaskófatnað er: ISLENZK ERLENDA, VERZLUNARFÉLAGIÐ Tjamargötu 18, Reykjavík — Sími: 2 04 00: Inn- og útflutninjsfyrirtæki, Lodz 22, Lipca 74 Póllandi. Símnefni: Skórimpex Lods. Pólskar leður- og gúmmíiðnaðarvörur hafa getið sér góðan orðstýr hvarvetna um heim og etinnig hér á landi. Skórimpex býður: Leðurskófatnað fyrir konur, karla og böm, fjölbreytt nýtízku úrval, einnig sandala og mjög góða vinnuskó. Gúmmískófatnað fyrir börn og fullorðna einn. ig vaðstígvél Vi há, % há og upphá, snjó- bomsur, skóhlífar, verkamannaskó, upphá sportstígvél og sjóstígvél. Strigaskó með gúmmísólum fyrir börn og full- orðna, lága, hálfháa og uppháa. Hjólbarða ,,DEGUM“ og ,STOMIL“ gerðir. fyrir allar tegundir bifreiða og reiðhjóla, allar stærðir, mikið úrval. Gúmmíhluta tæknilega, svo sem: ebonite raf- geyma, V-belti, drifreimar margskonar, gúmmí- slöngur, gólfflísar úr gúmmí og gúmmísóla, gúmmí til umbúða og fleiri nota. I « *

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.