Þjóðviljinn - 01.09.1965, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 01.09.1965, Blaðsíða 8
3 SlÐA — ÞJÖÐVTLJINN — Miðvilcudagur í. BeptemÖer W65. kastalinn EFTIR HARRY HERVEY allan tímann — með hverjum kvenmanninum af öðrum — Qg þú, blessaður aulinn, hafðir enga hugmynd haft um það. Nei, það var ekkj hugrekki þitt sem fékk þig til að fara frá hon- um. Það var særð hégómagimi, sem þú þurftir að nostra við og fela fyrir umheiminum. En hvers vegna hjúpaðirðu brott- för þina þessum feiknarlega leyndardómi? Rétt eins og nokk. ur einasta manneskja hefðj á- huga á því hvers vegna þú fórst eða hvers vegna! RÓSA SAVOY: (með örvænt- ingu sem er ósvikin aldrei þessu vant) Ertu ekkj bráðum búin að kvelja mig nóg? RÓSA TILLMAN: (rödd henn- Hárgreiðslan Hárgreiðslu 02 snyrtistola Steinu og Dódó uaugaveaí 18 ril hæð (lyfta) SÍMI' 24-6-16 PERM A Hárgreiðslu- og snyrtistofa Oarðsenda 21 SÍMI 33-9-68 D Ö M V R Hárgre'ðsla vlð allra hæfi TJARNARSTOEAN Haraargötu 10 Vonarstrætis- megin — Simi 14-6-62 Hárereiðslustofa Austurbæiar Marla Guðmundsdóttli uauaavegi 13 simi 14-6-58 Nuddstofan err á sama stað ar er orðin veikari) Jú — nú yfirgef ég þig — og læt þig sjálfa um að kvelja þig ... RÓSA SAVOY: (örvílnuð) Já, en hvað á ég að gera? RÓSA TILLMAN; Þú hefur alla asvi verjg einráð — það verðurðu einnig að vera nú 70 RÓSA SAVOY: Ég get ekki farið aftur til Demetriosar ... RÓSA TILLMAN: Og sættir við Róbert koma ekkj til greina. En geturðu haldið lífinu áfram ein? Heldurðu að þú getir aft- ur unnið Lance? Og getur son- arástin nægt þér? RÓSA SAVOY; Það ætti hún að geta .. RÓSA TILLMAN; (með enn veikari röddu) En getur hún fengið þig til að gleyma De- metriosi? RÓSA SAVOY: Ég veit það ekki . . . ég veit það ekki...! RÓSA TILLMAN: Nei — þú þræll vergirainnar .. . RÓSA SAVOY: (signir sig) Heilaga guðs móðir, blessuð meðal kvenna — RÓSA TILLMAN: (heyrist nú naumast lengur) Já — nú get- urðu beðið, tæfan þín — vegna þess að þú heldur að það hafi rét.t leikræn áhrif! RÓSA SAVOY: Mér er alvara — ég sver ... RÓSA TILLMAN: (með daufu lokaandvarpi) Þótt þú særir við guð og alla hans heilögu engla, tryði þér samt enginn! (Smám saman leysist andinn — Rósa Tillman — upp og Rósa Savoy, konan af holdi og blóði verður eftir í tómu rökkrinu. Loks er hún alein; nú gaeti hún tal'að ótrufluð — en hún þegir — og það er augljóst að henni líður ekki vel. Það er eins og hún vænti þess að þjónn komi inn á sviðið og bindi endi á iþessa spennu með því að til- kynna: „Maturinn er framreidd- ur, frú“ — og síðan gætj tjald- ið fallið. En ekkert slíkt gerist, og loks grípur hún til gamals, útslitins bragðs; hún lætur fall- ast niður á píanóstólinn og slær fálmandi og hikandi nokkra tóna úr laginu við „Ah, fors’é lui“, meðan. . .) Tjaldið fellur hægt. 2. Leðurblökur flögruðu fram og aftur um ljósgeislann á vasa- Ijósi, sem hreyfðist hægt eftir djúpum kjallaranum undir kast- alanum. Þegar eigandi ljóssins hafði fundið klefaraðirnar, slökkti hann á Ijósinu; síðustu árin hafði hann fengið þjálfun í að sjá í myrkri. Leðurblökurn- ar héldu áfram að flögra um eyrun á honum; en hann tók naumast eftir því, hann var van- ur að ferðast milli þessara hviku, ósýnilegu vera á þjóð- veginum í Guiana á koldimmum hitabeltisnóttum. En nú var hann ekki í Guiana, sagði hann ánægður við sjálfan sig. Hann var frjáls — og á leið til ham- ingjunnar. Hann brosti annarlegu brosi, þegar honum varð hugsað um hátíðamáltíðina í baðkjallaran- um. Hann var útsmoginn ná- ungi, þessi Girghiz, og auðvitað hafði hann skémmt sér við það í kvöld að leika Kött-og-mús! Auðvitað hafði enginn tekið eft- ir því nema hann og greifinn, en samt sem áður hafði það verið býsna óþægilegt. — Ég er viss um að hinir gestirnir hefðu gaman af að heyra um dvöl yð- ar í Suðurameríku. Mjög skemmtilegt! En hann hafði bro:jað hógværu brosi og hugsað með sér; Já, vinur sæll, og það er ýmislegt fleira sem þeir hefðu gaman af að heyra! En ég segi ekki neitt — ekki í svip- inn! Skemmtu þér bara — á minn kostnað! Ég skal minnást þess, þegar ég geri upp reikn- ingana —_ ég, sem kalla mig Lescale! Ég brosi að ísmeygi- legum háðsglósum þínum — þær eru meinlausar hjá þeim ruddaskap sem ég hef orðið að venjast! Ég smjatta á gómsæt- um mat þínum — ég sem hef orðið að gleypa í mig hunda- fæðu fangelsisins! Ég læt vín þín leika um tungu mína — ég, sem hef með græðgi sleikt blóðið úr sprungnum vörunum! Ég hvíli alsæll í mjúku rúminu þínu — ég, sem hef þúsund nætur legið andvaka á hörðum trébekk! Og í fyllingu tímans mun ég þakka þér fyrir allt þetta — með því að tæma bankainnstæðu þína í notaleg- heitum! Þegar hann kom að fanga- ganginum, nam hann staðar og starði á röðina af hurðum. Hann minntist einmanalegra fangat klefanna á Ile St. Joseph; þótt eklri væri hægt að sjá upp í hiniininn gegnum rimlana í St. Josephs fangelsinu — þar var aðeins að sjá upp í götótt þak og mjóan gang, sem varðmaður vappaði um. Og þar voru dym- ar ekki opnar heldur. Það var einmitt þess vegna sem hann hafði komið hingað fyrsta dag- inn — til að gista fangelsi, sem ekki gat haldið honum inni. En það var ekki þess vegna sem hann var hér nú. Hann gekk áfram eftir hrör- legum fangelsisganginum, og þegar hann gekk framhjá hlekkjunum sem hengu njður úr mosagrónum veggjunum, gat hann ekki staðizt þá freistingu að snerta þá. Hann kveikti á Ijósinu og leitaði að ákveðnum dyrum. Þegar hann hafði fundið þær, gekk hann innfyrir og slökkti um leið ljósið á ný. Loftið í klefanum var þrungið einkennilegum dýraþef, blönd- uðum ilmi af kryddi og hita- beltisjurtum. Þetta æsti hann. Þetta minnti hann á ilminn af konunni, sem hafði boðizt hon- um á þessum stað; og sjúklegt ímyndunarafl' lét nú birtast hon- um í sama tilgangi. Hann rétti fram hendurnar í myrkrinu og strauk þeim yfir brjóst hennar og niður mjaðmir hennar .... Hann var mettur af mat og drykk — en hugur hans tærðist af óseðjandi, holdlegri ástríðu, sem átt hafði upptök sín um borð í fangaskipinu. sem hafði flutt hann tdl St. Laurent, og hafði tært hann alla tíð síðan. Þag hafði byrjað fyrir átta ár- um, skömmu eftir að skipið hafði lagt úr höfn í Frakklandi; hann hafði náð í dagblað — fangavörður hafði selt honum það fyrir sígarettu, en hafði svikið hann og látið hann fá gamalt eintak — og einmitt þegar hann var að bölva því Ferðir alla virka daga Frá Reykjavík kl. 9,30 Fró Neskaupsfað kl. 12,00 AUKAFERÐIR EFTIR ÞÖRFUM FLJUGIÐ með FLUGSÝN til NORÐFJARÐAR ÁÆTLU NARFLOG FIUGLEIGA FLUGSKÓU FLUGSYN • ■ SÍMAR: 18823 18410 þórður sjóari 4611 — Þórður, Rudy og Juan hlaupa að dælunni. Hún er stönz- uð og búið að loka opinu ..... Skyldi Gatot hafa gert þetta? — „Hafi Gatot lokkað þá ofan í gryfjuna og stanzað dæluna“, segir Juan rólega, „er varla nokkur von um björgun. Vatnið stígur upp að opinu. Þeir hafa drukknað eins og rottur.“ — „Kannski”, segir Þórður, ,,en við verðum samt að gera allt sem í okkar valdi stendur. Kannski er en,n hægt að bjarga þeim.“ — Þeir taka yfir- breiðsluna af hröðum handtökum og Þórður og Rudy fara niður stigann, sem liggur að námugryfjunni. SILVO gerir silfriö spegil fagurt SKOTTA ,þVuðvitað held ég alltaf áfram að vera bezta vinkona þín o þú mín.., við vitum alltof mikið hvor um aðra“. BYGGINGA VÖRUR ★ Asbest-plötur ★ Hör-plötur 'k Harðtex ★ Trétex 'k Gips þilpiötur k Weilit-einangrunarplötur ★ Alu-kráft aluminpappfr til húsa-einangrunar k Þakpappi , tjöru og asfait k lcopal pakpappi ★ Rúðugler MARS TRADING £0. H.F KLAPPARSTÍG 20 SfMI 17373 Veiðileyfi S Ferðaskrifstofa vor getur útvegað og selt veiði- S leyfi í: Langavatn: Vatnið er á gullfallegum stað S í Borgarfirði. Bílvegur liggur af þjóðveginum § ca. 13 km. akstur. Bátar á vatninu. Silungur á- S gætur og stór. Auk þess er hægt að veiða í Langá 5 ofanverðri og Gljúfurá ofanverðri og svoköliuðum 5 fljótum, Verð sanngjarnt. Hægt að gista í Borgar g nesi, Varmalandi eða Bifröst. S Vötn á Melrakkasléttu: Skerjalón, Vellankötlu- § vatn, Örfaralon, Suðurvatn og Langatjörn nyrst 5 á Melrakkasléttu. Ágæt stangarveiði. Hægt að S fljúga á Kópasker og gista þar. Örstutt frá 5= Kópaskeri. Óviðjafnanlegt umhverfi Miðnætursól H i júní. 5 Þeir sem hafa hug á að fá veiðileyfi geta snúið g sér til ferðaskrifstofu okkar og munum vér þá 5 sjá fyrir allri fyrirgreiðslu. LAND5HN ^ FERBASKRIFSTOFA Skólavörðustíg 16, II. hæð SÍMI 22890 BOX 465 REYKJAVÍK 'lliiir mmmim

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.