Þjóðviljinn - 01.09.1965, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 01.09.1965, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 1. september 1965 — ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5 KENNA RA vantar við Barna- og unglingaskólann í Ólafsvík. Ein staða við unglingaskólann: Aðalkennslugrein- ar enska og danska. Ódýrt húsnæði. Upplýsingar gefa skólastjóri og iormaður skólanefndar Ólafsvík. Rafgæzlumannastöður á Austfjörðum eru lausar til umsóknar. — Laun skv- hinu almenna launakerfi opinberra starfs- manna. Umsóknum með upplýsingum um menntun og fyrri störf gendist starfsmannadeildinni fyrir 14. september. Rafmagnsveitur ríkisins Laugavegi 116 — Reyk'javík. Orðsending frá Húsmæðraskóla Reykjavíkur Kvöldnámskeið í matreiðslu hefjast 4. okt. n.k. Innritun í dag frá kl. 9—2. Sími 11578. Skólastjóri. Molskinnsbuxur Nr. 8 til 18. Svartar. grænar og drapplitaðar. GALLABUXUR allar stærðir. Danskir BlTILSJ AKKAR nr. 4 til 16. — PÓSTSENDUM Verzlun O.L. Traðarkotssundi 3 (móti Þjóðleikhúsinu). LANGAVATN Veiðileyfi fást í Reykiavík hjá LANDSÝN. Skóla- vörðustíg 16, sem einnig selur bátaleyfi, BÚA PETERSEN, Bankastræti 6, VESTURRÖST, Garðastræti 4. Akfært er að vatninu. SÞ beita sér fyrir stórátaki gegn hinni öru mannf jölgun ■ Árlega eykst fjöldi jarðarbúa um 63 miljónir og verði mannfjölgunin hlutfallslega sú sama næstu áratugina verða jarðarbúar orðnir 2¥2 sinnum fleiri árið 2000 en þeir eru nú. Hinsvegar er ekki gert ráð fyrir að svo fari. Manntalssérfræðingar Sameinuðu þjóðanna telja að hægt verði að stöðva hina öru þróun, að minnsta kosti þannig að fólksfjölgunin nemi aðeins 50 af hundraði árið 2000. En til þess áð svo verði er nauðsynlegt að stórauka alia starfsemi og raunhæíar rann- sóknir á þessu sviði Eins og stendur er ekki fyrir hendi nægilega öruggur vísindalegur grundvöllur til að vinna bug á vandanum, enda þótt van- þróuðu ríkin séu í sívaxandi mæli farin að taka reglubund- in manntöi. Ráðstefnan í Belgrad Af þessum sökum gangast Sameinuðu þjóðimar og fímm af sérstofnunum þeirra fyrir fjölmennri alþjóðlegri ráð- stefnu um vandamál fólks- fjölgu-narinnar, sem haldin verður í Belgrad næstu daga. Ráðstefnan hófst í gær og stendur til 10. september n. «k. Er búizt við hundruðum sár- fræðinga til ráðstefnunnar hvaðanæva úr heiminum, en að henni stendur einnig Al- þjóðasambandið um vísinda- legar fólksfjölgunarrannsóknir. Vanþróuðu löndin verða íyrst og fremst til umræðu, þar sem allar tilraunir til að bæta lífs- kjörin þar eru gagnslausar, þar til hægt verður að stemma stigu við fólksfjölguninni, sem gleypir meirihlutann af fram- leiðsluaukningunni á hverju ári. Þjóðflutningar Meðal efna sem rædd verða má nefna „þjóðflutninga" sem hugsanlega leið til að leysa efnahagsvandræði og matvæla- skort vanþróuðu landanna. I þessu sambandi verður fyrst og fremst rætt um áhrif fólks- flutninga til og frá landsvæð- um á stærð og aukningu íbúa- fjöldans og um efnahagslega þýðingu þeirra fyrir viðkom- andi lönd. Ennfremur- má nefna eftirtalin umræðuefni: — Frjósemi í löndum með háa og lága fæðingartölu og orsakir mismunarins. — Dánartala, heilsuleysi og dánarorsakir. — Stærð fbúa-fjöldans og skipting íbúa eftir kynjum og aldursf lokkum. — Skipting íbúa milli borga og sveiba, mill-i vinnandi manna og annars heimilisfólks, milli einhleypinga og fjölskyldu- feðra. — Aðferðir til að afla nauð- synlegra gagna um fólksfjölda í löndum sem hvorki hafa manntal né aðra skrásetningu. — Ný reynsla og vandamál með tilliti til rannsókna og uppfræðslu á þessu sviði í vanþróuðum löndum. Aukningin örust í S-Ameríku Menn gera sér einnig vonir um að fá heildarmynd af ríkj- andi ástandi. Nýjustu manntalsskýrsiur Sameinuðu þjóðanna leiða í ljós, hve miklu örari fólks- fjölgunin er í vanþróuðum löndum: Syæði Arl. fjölg. f % Rómanska Ameríka 2.8 Afríka 2,5 Suður-Asía 2,4 Kyrrahafssvæðið 2,2 Norður-Ameríka 1,6 Sovétríkin 1.6 Austur-Asía N, 1,4 Evrópa 0,9 I tfu ríkj.um búa ekki færri en tveir þriðjuhlutar af sam- Framhald á 7. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.