Þjóðviljinn - 02.10.1965, Qupperneq 3

Þjóðviljinn - 02.10.1965, Qupperneq 3
Laugardagur 2. október 1965 — ÞJÖÐVTLJTNN — SÍÐA ^ Mikil orusta háð í gær í óshólmum Mekongfljótsins SAIGON 1710 — í dag lauk í óshólmum Mekong- fljótsins mikilli orustu milli 800—1.000 skæruliða Þjóðfrelsishreyfingarinnar og um 2.000 manna liðs úr stjórnarhemum. Er þetta einhver snarp- asta viðureignin, sem háð hefur verið á þessum slóðum lengi og í Saigon hefur það vakið furðu, að skæruliðar skuli færir um að safna saman svo miklu liði svo nálægt Saigon og raun ber vitni. Skæruliðar vörðust stjómar- hemum i tólf klukkustundir samfleytt og létu engan bilbug á sér finna. Viðbótarlið, sem stjórnarhernum var sent varð fyrir hörðum árásum. Á föstu- dagsmorgun tók svo skothríð- inni að linna, og ljóst þótti* að skæruliðar hefðu hörfað á braut. Mannfall Á föstudagskvöld var það sagt í Saigon, að skæruliðar hefðu rhisst 86 menn, sex hefðu ver- ifi teknir til fanga, en einnig hefði stjómarherinn tekið mik- ið af vopnum. Stjómarherinn segist hafa lítið lið misst. Það var á fimmtudag, sem þessi orusta hófst, og fimm hersveit- ir stjómarhers voru sendar á vettv'ang. . Smærri orustur Norðan til í landinu berast fréttir af ýmsum smærr; orust- um. Bandarískar sprengjuflug- vélar af gerðinni B-52 gerðu á- rásir á Quang Ngai-héraðið, en þar er hald marma að skærulið- ar hafist við. Vélamar komu frá herstöð Bandaríkjamanna á Guam-eynni í Kyrrahafi. Aðrar bandarískar flugvélar gerðu að vanda árásir á Norður-Vietnam. Ky vongóður Nguyen Cao Ky, forsætisráð- YfirmaSur örygg- ismála rekinn AÞENUBORG 1/10 — Gríska stjórnin rak á föstudag yfir- mann öryggislögreglunnar f landinu, Asistides Vlachos, hers- höföingja. Ástæðan fyrir þessu er mikil gagnrýni, sem borin hefuT verið fram á hershöfð- ingjann, vegna þeirrar uppá- stungu hans, að kommúnistar. sem nú eru í útlegð, fái að Stjórnardeildir í stað ráðanna MOSKVU 1/10 — Sovétstjórnin lagði í dag fyrir Æðsta ráðið áætlanir sínar um stjórn iðnað- armálanna þar í landi. Kirill Mazurof, varaforsætisráðherra, lagði þessar áætlanir fram og skýrði frá því, að 28 nýjar stjórnardeildir muni taka við störfum efnahagsráða viðkom- andi svæða, en þau ráð hafa nú í átta ár verið helztu eftirlits- miðstöðvar sovézka iðnaðarins. Það var 1957 sem þeim var á fót komið, að tilhlutan Nikita Krústjoffs. Á fundi Æðsta ráðs- ins í dag gagnrýndi f.iöldi ræðu- manna .ráð þessi og hvað þeim hvergi hafa tekizt að gæta hagsmuna iðnaðarins. MOSKVU 1/10 — Hvorki Bres- néf aðalritari sovézka Komm- únistaflokksins. né heldur Kosy- gm forsætisráðherra, voru við- staddir móttöku í kínverska sendiráðinu í Moskvu í dag til að minnast sigursins í borgara- styrjöldinni í Kína. snúa heim til Grikkland aftur. Það var dómsmálaráðherrann, Stylinanos Allamanis, sem til- kynnti þetta. Hann vildi ekki rökstyðja nánar þessa ákvörðun stjómarinnar, en ljóst þykir, að Vlachos hafi verið rekinn vegna afstöðu sinnar í flóttamanna- málinu. Það var í skýrslu til Fapandreousar, fyrrum forsætis- ráðherra, sem Vlachos setti fram þá ti-lQögu sína, að um 100.000 grízkir kommúnistar fái að snúa heim smám saman. Það var á árunum 1948 og ’49, sem þessir menn yfirgáfu landið. Síðustu fimm ár hafa nokkur þúsund fyrrverandi skæruliða kommúnista snúið heim frá Sovétríkjunum. Þetta hefur vakið mikla gagnrýni ým- issa hægrisinnaðra öfgamanna, sem telja að með þessu sé öryggi landsins stefnt í hættu. herra í Saigon, sagði við blaða- menn í dag, að hernaðurinn hefði nú snúizt stjómarhemum í vil. Forsætisráðherrann rakti nokk- uð 100 daga feril stjómar sinn- ar Og lofaði því, að um land allt yrði bylting í lífskjörum fólksins. Stjóm sína kvað Ky mundu berjast gegn spillingu í stjórnarkerfinu og bæta alla menntun alþýðu manna! Flugvélatap Fréttastofan „Nýja Kína“ ^kýrir svo frá, að sögn AFP að tvær bandarískar orustuþotur hafi verið skotnar niður yfir Haiphong í Norður-Vietnam á föstudag, og sé þá tala þeirra bandarískra flugvéla, sem skotn- ar hafi verig niður frá bví 5. ágúst s.l., komin upp í 623. Bandaríkjamenn hafa me^ öllu neitað því, að nokkuð sé haeft í þessum fréttum. SBiini BRUSSEt, 1/10 — Viðræðumar um aukaaðild Austurríkis sð Efnahagsbandalagi Evrópu eru nú syo gott sem farnar út um þúfur, að minnsta kosti í bili. Verzlunarmálaráðherra Austur- ríkismanna, Fritz Bock, sneri f striðinu milli Indlands og Pakistans var beitt þungavopnum, bæði skriðdrekum og orustuþot- um. — Hér á myndinni að ofan sjáum við Pakistanhermenn í Kasmír með fallbyssu, sem þeir sögðust hafa tekið af 'Indverjum. Métmælafundur gegn Eng- lendingum í New Delhi NEW DELHI 1/10 — Nær eitt þúsund iðnverkamenn efndu í dag til mótmælafundar fyrir ut- an skrifstofur ensku upplýs- ingaskrifstofunnar og enska út- varpsins í New Delhi. Mótmæltu fundarmenn því sem þeir töldu vera vilhallan málflutning þess- ara aðila um Kasmírdeiluna. Er þetta annar mótmælafundurinn sem beint er gegn Englending- um í Indlandi síðustu tvo sólar- heim aftur til Vínarborgar í dag i hringana. Mannfjöldinn hrópaði og hafði þá átt nær víku við- vígorð gegn Englendingum, ræður við forsvarsmenn banda- lagsins í Brussel. brenndi eintök af enskum blöð- um og tímaritum og krafðist Kumbodja tekur ekki þátt í nefndarstörfum hjá SÞ NEW YORK 1/10 — Kambodja I Ástæðan fyrir þesum aðgerð- tilkynnt; það í dag, að landið um Kambodja er landamæra- muni ekki taka þátt í neinum nefndarstörfum á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Jafnframt þessu kvartar Kambodjastjórn yfir því, að samtökin séu varn- arlaus þegar um sé að ræða að veita landinu lágmarks öryggi. Hinsvegar lýsti fulltrúi Kam- bodja því yfir, að landið myndi ekki þrátt fyrir þetta ganga úr samtökunum. Sífel/t fjölgar herliði Banda- ríkjanna í Suður- Vietnam WASHINGTON 1/10 — Varn- armálaráðherra Bandaríkjanna, Robert McNamara, skýrði svo frá í gærkvöld, að enn verði sent meira herlið til Vietnam, eftir því sem þörf krefði, eins og hann orðaði það. Ekki vildi hann þó ræða nánar fréttir þess efnis, að bandarískt herlið í Vietnam muni á þessu ári auk- ið upp í 200.000 manns. Ráð- herrann staðfesti það, að banda- ríska flugvélin, sem skotin var niður f gær yfir Norður-Viet- nam. hafi sennilega verið skot- óskast 1 nokkrar fólksbifréiðir, sém verða sýndar að Grensásvegi 9 mánudaginn 4. október í skrif- stofu vorri kl. 5 sama dag. Sölunefnd varnarliðseigna. in með eldflaug. Er þetta að sögn Bandaríkjamanna fjórða flugvélin, sem þeir missa yfir Norður-Vietnam frá því loft- árásir hófust í febrúar sl. Sýknudómur yfir negramoróingja vekur reiði WASHINGTON 1/10 — Sýknu- dómur, sem kveðinn var upp í Hayneville í Alabama yfir vara- lögreglustjóranum Thomas Cole- man fyrir drápið á blökkumann- inum Jonathan Daniels nú í sumar, — hefur vakið mótmæla- öldu meðal blökkumanna. Ýms- ir þekktir bandarískir lögfræð- ingar hafa einnig lýst sig and- víga dóminum og farið þess á leit við hæstarétt landsins, að hann stöðvi öll slík réttarhöld í Alabama unz fullrannsakað sé. hvort blökkumenn fái að sitja í kviðdómi í ríkinu. árekstrar við Suður-Vietnam og heldur Kambodjastjórn því fram, að herlift Saigonstjómar- innar hafi ruðzt langt inn í landið og gerist sífellt ágeng- ara. þess, að Indverjar gangi úr brezka samveldinu. Það var verkalýðssamband kommúnista,, sem stóð að fundinum í dag, en meðal ræðumanna var einnig frú Subbarda Joshi, sem á sæti á þingi og er í Kongressflokk.n- um. Lögregluþjónar með stál- hjálma á höfði fylgdust með mannfjöldanum, en fundurinn fór friðsamlega fram. Gas fundlð með borunura undir Norðursjcnum I.ONDON 1/10 — Við boranir á hafsbotni Norðursjávar hefur nú fundizt nothæft gas. Frá þessu var skýrt í London á föstudag. I»að er fyrirtækið British Petroleum Company, sem fyrir þessum tilraunum stendur. Ekki er enn vitað með vissu, hvort magnið sé svo mik- ið af gasi' að það þyki svara kostnaði að hefja vinnslu; fyr- irtækið segist þó vongott um árangur. .... ......... Engin lausn innan EBE BRUSSEL 1/10 — Frá þvj var skýrt í Brussel í dag, að engar likur séu á því, að leysist deil- an innan Efnahagsbandalags Evrópu, fyrr en frönsku for- setakosningamar séu um garð gengnar, en þær fara sem kunn- ugt er fram snemma í desember. Frakkar eru sagðir hafa tekið vel í áætlanir Spaaks utanrík- isráðherra Belgíu, um lausn deilunnar. eu þó er ekkert sem bendir til þess að þeir muni fyrst um sinn sitja fundi banda- lagsins. Spaak stakk upp á því í fyrri viku, að ráðherrafundur bandalagsins verði haldinn í Bnissel um miðjan nóvember. missa sin 1 BUENOS AIRES 1/10 — 5.000 manns að minnsta kosti Iétu heimili sin eftir að eldur kom upp í fátækrahverfi einu í höf- uðborg Argentinu í gær. Ekki er enn vitað, hve margir hafa látið lífið i eldsvoðanum. plast stólar 1 höfum hafið framleiðslu á fjarlægðarstólum fyrir steypustyrktar- járn, bæði í loft, veggi og súlur. með tilkomu plaststólanna vinnst eftirfarandi: ■ við spörum peningá. ■ við aukum öryggið. ■ járn kerinur aldrei út úr steypu og viðgerðarkostnaður af þeim sökum fellur niður. ■ styrkur járnsins heldur sér því aðeins, að járnið sé á þeim stað, sem það á að vera.-plaststólarnir tryggja það. ■ notkun plaststólanna er einföld, (sbr. skýringarmyndir) ogtryggir að járn séu rétt í steypu, þegar steypt er. hcldur járni í fjarlæg'ð 1,4 cm frá góifi. fjorlægðarstólar fyrir steypustyrktarjárn í loftplötur: óætlað er að tvo stóla þurfi á hvern m'-, en allir sverleikar ganga í stóla þessa, allt frá 8 til 25 mm. hcldur járni í fjarlægð 2,2 cm frá vegg. fjarlægðarklossar fyrir steypustyrktarjárn í veggi: áætlað er að einn tii tvo stóla þurfi á hvern m-. einnig gert fyrir alla sverleika. iðhplast BOLHOLT 4 REYKJAVÓK SÍMI 3 38 1 0 A

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.