Þjóðviljinn - 02.10.1965, Side 4

Þjóðviljinn - 02.10.1965, Side 4
4 SlÐA — ÞJÓÐVTLJINN — Laugardagur 2. ofctóber 1965 Otgefandi: Sameiningarflofcfcur alþýðu — Sóslalistaflofcfc- urinn. — Ritstjórar: Ivar H. Jónsson (áb). Magnús Kjartansson, Sigur&ur Guómundsson. Ritstjóri Sunnudags: Jón Bjamason. Fréttaritstjóri: Siguróur V. Friðþjófsson. Auglýsingastjóri: Þorvaldur Jóhannesson. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja. Skólavörðust 18. Sími 17-500 (5 linur). Askriftarverð kr. 90.00 á mánuði. Hollusta á villigötum JJagblöðin á íslandi eru gefin út af stjórnmála- flokkum, og þeim er ætlað að skýra stefnu flokka sinna og afla þeim fylgis; sú staðreynd mótar að sjálfsögðu umræður og skoðanaskip'ti um þjóðmál. En þá er hollustan við flokkinn kom- in út í öfgar og orðin að skrípamynd, þegar rit- stjórar blaða líta á það sem verkefni sitt að verja hverskyns persónulegt misferli flokksbræðra- sinna. Það er engan veginn í samræmi við stefnu Alþýðuflokksins og, tilgang Alþýðublaðsins, að einn af leiðtogum flokksins misno'ti aðstöðu sína til þess að selja ríkissjóði gamla húseign fyrir tvöfalt verð; jafnvel þótt í hlut eigi fyrrverandi formaður fjármálaráðs blaðsins mæ'ttu ritstjór- arnir minnast þess að þeim varð hált á að lýsa fyrirrennara hans sem vammlausum engli. Varn- arskrif af þessu tagi hljóta að koma sérstaklega illa við heiðarlegt Alþýðuflokksfólk sem sízf af ölíu vill að flokkurinn sé látinn bera ábyrgð á þvílíku framferði. Enda er það fullvíst að rit- stjórar Alþýðublaðsins mæla hér þvert um hug; ef þeir skrifuðu af einlægni myndu þeir að sjálf- sögðu taka undir hina óhjákvæmilegu gagnrýni á hússölu Guðmundar í. Guðmundssonar. Háskóladeild lokað Jjað er undarlegt öfugstreymi á þessum svoköll- uðu velmegunartímum, að á öllum stigum skólakerfisins eru nú miklar og vaxandi þreng- ingar. Enn er þrísett í barnaskóla í höfuðborg- inni, aðgangur að héraðsskólunum er stranglega skammtaður, húsnæðisskortur þrengir svo mjög að menntaskólunum, að árlegur fjöldi s'tudenta er hér meira en helmingi lægri en eðlilegt er talið í nálægum löndum. Og í sjálfum Háskóla íslands er svo ástatt að í haust var gersamlega lokað fyr- ir aðgang að einni deild æðstu menntastofnunar þjóðarinnar; 20 menn vildu komast í tannlækna- deildina en enginn slapp inn! Er þetta bann við tannlæknanámi þeim mun fráleitara sem mikill tannlæknaskor'tur er nú í landinu, og heilsugæzlu á því sviði mun frekar hafa hrakað en hitt, þar sem skólatannlækningar hafa verið lagðar niður. JJáskóli íslands mun afsaka þá neyðarráðs'töfun að loka einni deild sinni með því að ríkis- stjórnin hafi svikizt um að leggja fram nauðsyn- legt fjármagn sem hún hafði þó gefið fyrirheit um. Er það vafalaust rétt skýring hjá háskóla- mönnum að vanefndir ríkisstjórnarinnar eru und- irrótin. En þegar þannig kreppir að æðstu mennta- stofnun þjóðarinnar ber forráðamönnum hennar að haga ákvörðunum sínum svo að sem minnsf tjón hljótist af. Til voru fleiri úrræði en að láta þröngan fjárhag bitna einhliða á væntanlegum tannlæknum; til að mynda hefði verið hægt að loka guðfræðideildinni þar til úr rættist. Hefði þjóðkirkjan getað huggað sig við það, að því að- eins er hægt að bjóða lélegum ráðherrum upp á gnístran tanna í eilífðinni, að heilzugæzla á því sviði sé skapleg hérna megin grafar. — m. Eiga siglfirzkir verkamenn að gc'a miljón af kaupi sínu? Allmikið hefur verið rætt og ritað um að „deila“ standi yfir milli Verfca- mannafélagsins Þróttar . á Siglufirði og verktakanna sem eru að sprengja Strákagöngin. Þessi „deila“ er einfaldlega þannig til komin, að verktakamir neita að greiða kaup sam- kvæmt samningum Verka- mannafélagsins Þróttar í vaktavinnu og vilja hafa anað fyrirkomulag á launa- greiðslum sem er verka- mönnum óhagstæðara. í blaðinu Mjölni á Siglu- fgirði rekur formaður Þróttar, Óskar Garibalda- son, mál þetta og skýrir, og þykir rétt að þær skýr- ingar berist sem viðast, og því leyfir Þjóðviljinn sér að endurprenta viðtalið í heild ásamt inngangi rit- stjóra Mjölnis Hannesar Baldvinssonar. Fyrir nokkru hófust fram- kvæmdir við gerð jarðgangn- anna gegnum Strákafjall. Verktakinn er félagið Efrafall og mun það eiga að skila verk- inu á rúmu ári, eða hafa lokið því fyrir 1. okt 1966. í áætl- un þess um verkið mun gert ráð fyrir, að þar vinni 25 menn og verði unnið sam- fleytt með 8 tíma vaktaskipt- ingu. Fram að þessu hafa aðeins 6 menn unnið þarna ásamt verkstjóra og sprengimeistara 11 tíma á dag. Verkið hefur gengið vel og gefur fremur góð fyrirheit um, að vel muni vinnast að sprengja göngin inn i fjallið. Unnið hefur verið að undirbúningi þess að vinna geti hafizt af fullum krafti, lögð hefur verið rafmagnslína út fjallið, , endurbættir og byggðir vinnuskúrar o.fl. Margir verkamenn hafa látið skrá sig á biðlista, þvi fjölgun verkamanna stendur til. Þegar liða tók að því að vaktavinna gæti hafizt, kom til athugunar, hvernig kaup- greiðslum skyldi háttað, því það hafði runnið upp fyrir þeim Efrafallsmönnum, að í kaupgjaldssamningum Verka- ■mannafélagsins Þróttar er ein- ungis gert ráð fyrir, að verka- menn fái greitt fyrir unninn vinnutíma skv. klukkunni, þ.e. dagvinnu, eftirvinnu, nætur- og helgidagavinnu. Samkvæmt þeim samningum var unnið i sumar í sildarverksm. hér og annars staðar norðan- og aust- anlands. Að vísu var sólar- hringnum skipt í fjórar sex tíma vaktir, en hver fékk greidda sína vakt með tíma- kaupi því, sem gilti þann tíma sólarhringsins, þegar hún var unnin. Þetta fyrirkomulag kom þeim Efrafallsmönnum mjög á óvart, að þvi er virtist, og leituðu þeir fast eftir að fá innleitt annað form kaup- greiðslna við vaktavinpu í jarðgöngunum. Verkamannafé- lagið Þróttur hefur ekki vilj- að ljá máls á neinni tilslökun frá gildandi samningum, En®- Efrafall hefur leitað fullting- is hjá vegamálastjóm og Vinnuveitendasambandi ís- lands og hafa fulltrúar þessara aðila heimsótt Siglufjörð til stuðnings Efrafalli. í nokkrum blöðum hefur verið um þessi mál rætt, sums staðar er talað úm deiiu við Verkamannafélagið Þrótt, ann- ars staðar er ekki rétt fiá málum hermt. Mjölnir hefur snúið sér til formanns Verkamannaíélass- ins Þróttar og spurt hann um gang þessa máls og fer það hér á eftir: Viðtal við formann Þrótt- ar. Óskar Garibaldason — Óskar, vildir þú vera svo góður og fræða lesendur Mjölnis um málaleitan Efra- falls um sérstakan kauptaxta fyrir sprengingavinnuna í j arðgöngunum? — Já, mér er bæði ljúft_ og skylt að gera það, svaraðj Ósk- ar. — Efrafall kom til okkar hjá Þrótti og vildi fá sam- Óskar Garibaldason. þykki okkar fyrir að greiða 25% álag á dagvinnutaxta við sprengivinnuna, og það leit svo« út frá upphafi, að fyrir- tækið hafi reiknað með að auðvelt yrði að fá slíkt vinnu- og greiðslufyrirkomulag sam- þykkt. Þá virtist það einnig koma Efrafalli á óvart, að bað þyrfti að greiða verkamönnum nestispeninga, kr. 42,00 fyrir eina máltíð, eins og samningar okkar bera með sér. Ýmislegt fleira virtist benda til, að þeir Efrafallsmenn hafi aðeins laus-- lega skoðað okkar kjarasamn- inga, er þeir undirbjuggu til- boð sitt, eða ekki reiknað með brevtingum á þeim. Þeir^, breyttust á sl. vori á þann hátt, að enda þótt vaktavinna væri unnin, skyldi aðeins greiða kaup samkvæmt klukk- unni, eins og um tímavinnu væri að ræða. — Það hefur heyrzt, að full- trúar vegamálastjóra og vinnu- veitendasambandsins hafj kom- ið hingað út af þessu máli. — Hvað er um það að segja? — Jú, það er rétt, hingað hafa komið Einar Árnason, fulltrúi Vinnuveitendasam- bandsins og verkfræðingar Efrafalls, þeir Páll Sigurjóns- son og Siigfús Thorarensen. Einnig Gíslj Felixson, fulltrúi vegamálastjóra. Þessir aðilar óskuðu fundar með fulltrúum verkamannafélagsins og stóðu þær viðræður í tvo daga. Að þeim loknum lagði fulltrúi Vinnuveitendasambandsins fram tilboð, sem ég lagði siðan fyrir stjórn og trúnaðarmannaráð Þróttar. Tilboðið byggðist á hugmynd Efrafalls um greiðslufyrirkomulag, þ.e, 25% á dagvinnukaup. En á útreikn- ingi á kaupi skv. tilboðinu og timakaupi skv. samningi, kom í ljós mismunur, sem nemur um það bil 1000 kr. á viku fyrir hvern verkamann, sem tímakaupið er hærra. Þetta til- boð var fellt af öllum fundar- mönnum,' Þegar ég tilkynnti fulltrúa Vinnuveitendasamb. þetta lét hann þau orð falla, að ekki væri útlit fyrir að atvinnuleysi væri eins mikið á Siglufirði og blöðin fyrir sunnan vildu vera Iáta. Áður hafði fulltrúi þessi gefið í skyn, að ekki væri hægt að fallast á samn- ing Þróttar, þvi að þá væri skapað fordæmi fyrir kaup- greiðslur við aðrar svipaðar framkvæmdir í framtíðinni. Fulltrúinu hélt svo úr bæn- um og var ekki um málið rætt um tíma. Seinna gerðist það svo, að Snæbjörn Jónsson, fulltrúi vegamálastjóra kom fljúgandi til bæjarins ásamt verkfræð- ingi vegamálastjórnar. . Hann óskaði eftir viðræðum við full- trúa Þróttar og kvaddi einnig til fundarins þá alþingismenn- ina Ragnar Amalds og Einar Ingimundarson og ennfremur fulltrúa Efrafalls. Erindi fulltrúans var að skýra frá viðhorfi vegamála- stjómarinnar til þessara fram- kvæmda og kom það l.lóst fram, að vegamálastjóri hafði talið það auðvelt að fá þessar framkvæmdir unnar samkv. hugmyndum Efrafallsmanna. Gaf hann i skyn, að ef þær næðust ekki fram, myndi verkið taka mun leogri tíma, máske tvö til þrjú ár. Hjá fulltrúa Efrafalls kom það fram, að þeir líta á upp- lýsingar vegamálastj. um til- kostnað sem bindandi fyrir sig, og allt. sem fram úr þeim fer, verði á kostnað vegaœála- stjórriar. Lausleg ágizkun um .iris- muninn á tímakaupi og vakta- greiðslu skv. tilboði FJrafalls er um ein milj. kr. Þeirri fyrirspum var beint til vegamálastj., . hvort ekki myndi verða ódýrara fyrir vegamálastj. að greiða þ=nnan kaupmismun heldur en greiða skaðabætur vegna seinkunar verksins til Efrafalls, sem e.t.v. næmi mörgum miljónum kr. Fulltrúinn taldi, að sk'kar skaðabótagreiðslur ''aemu ekki til greina nema að unöan- gengoum málaferlum og dómi. Síðan þessar viðræður fóru fram, hefur ekkert gerzt í mál- inu. Um deilu við Efrafatl er naumast hægt að tala, samn- ingar Þróttar eru skýnr um þessi atriði og engin ieila um þá út af fyriy sig. Ég get ekki skilið, að nokkur sanngjam maður telji það verkamönnum í Þrótti til l'asts, þótt þeir vilji standa á sínum samning- um og ekki gefa miljónafyrir- tæki eftir ca. eina miljón af kaupi sín.u við þessar fram- kvæmdir. Efrafall hefur á allan hátt virt samninga Þróttar og greitt allt í samræmi við þá fram að þessu, og samskipti fulltrúa þess og Þróttar verið ágæt í alla staði. Það hlýtur að kpma í Ijós áður en langt um líður, hvort meira verður meti^ að spara ca. eina miljón, sem af , gá- leysi var ekki tekin með í upphaflega útre'kninga og seinka þar með verkinu og hleypa kostnaði þess upp um ófyri’-sjáanlega háar upphæðir, — eða að framkvæma þetta verk samkvæmt áætlun á eiri.u ári. þótt verkamennirnir fái greitt sitt kaup samkvæmt samningi. Við verðum að biða og sjá hvað setur. Mjölnir þakkar Óskari- fyr- ir upplýsingarnar urn gang þessa máls og ættj öllum að- ilum afí vera fyrir beztu að það liggi sem ljósast fýrir. " Dansskóli Báru Magnusdóttur tekur að fullu til starfa 5. október. Kennt verður: Ballett — Jazz — Modem — Stage. Tek einnig í frúarflokka. Uppl. og innritun í síma 15993 í dag og næstu daga. Iðnskólinn íReykjavík BAKARANÁM — FORSKÓLI Verklegt forskólanám í bakaraiðn hefst í Iðnskól- anum í Reykjavík hinn 15. okóber. Umsóknir um námsvist þurfa að berast fyrir 10. október. Umsókn um námsvist og nánari upplýsingar verða lánar í té í skrifstofu skólans til 10. október, á venjulegum skrifstofutíma. Iðnskólinn í Reykjavík. Landssamband bakarameistara. vinsœldstir skartgripir jóhannes skólavörðustíg 7

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.