Þjóðviljinn - 02.10.1965, Síða 6

Þjóðviljinn - 02.10.1965, Síða 6
g SIУl — ÞJÖÐVTLJINN Laugardagur 2. ok-tóber 1963 NEW YORK 30/9 — í dag kom til framkvaemda áætlun um að setja flúor í drykkjarvatn í New York. Miklar deilur hafa verið um þetta efni, og tvö ár eru nú um liðin frá því þetta var end- anlega ákveðið. Ýmsir aðilar hafa mjög verið á móti þessum fyrirætlunum, sem talið er, að muni kosta um 84 miljónir ís- lenzkra króna. Flúor sett í drykkjarvatn í New York Leikmynd úr öðrum þætti. kemur í heimsókn Rekinn úr landinu MOSKVU 30/9 — Sovézk yfir- völd vísuðu í dag úr landi þlaðamanninum Sam Jaffz, sem er Moskvufréttamaður banda- ríska útvarpsfélagsins ABC. Það er hald manna í Moskvu, að sögn norsku fréttastofunnar NTB, að þessi brottrekstur sé gerður vegna sendingar sem ABC hafði nýlega um fyrirhug- aðar breytingar á æðstu stjórn Sovétríkjanna. Sú sending virð- ist hafa verið ágizkanir einar, þar eð engar feljandi breyting- ar hafa verið gerðar á stjórn- inni geta engin neytendsamtök tek- ið á sig þá ábyrgð að mæla með neinum ákveðnum teg- undum taekja á hinum sí- breytilega markaöi, og það fer mjög eftir aðstæðum, hvað hverjum er bezt. Alþjóðlegt samstarf Neytendasamtaka gerir það aftur á móti kleift Sú gamla Nú um helgina byrjar Leik- félag Reykjavikur að sýna aft- ur hið fræga leikrit Dúrren- matts Sú gamla kemur í heim- er að finna, um þær vöruteg- undir, sem þeir hafa haft á- huga á. Neytendasamtökin í Bandaríkjunum hafa um langt árabil gefið árlega út Leið- beiningabók neytenda, og er þar bæði um að ræða almenn- ar leiðbeining^r um val á hin- um ýmsu vörutegundum og sókn (Der Besuch der alten Dame), en það var sem kunn- ugt er frumsýnt í vor og vakti sýningin mikla athygli og numið þarna margan vcrðmæt- an fróðleik. Norska bókín, sem heitir KJ0PERAD, er þegar komin til landsins, en hin am- eríska væntanleg mjög bráð- Iega. Leiðbeiningabækur þessar verður hægt að fá á skrif- stofu Neyiendasamtakanna, Austurstræti 14, og hina norsku sem sagt nú þegar, og kosta kr. 50.— hvor. Að sjálf- sögðu er einnig hægt að senda þangað pöntun og greiðslu og fá þær póstsendar, aðra eða báðar. Sérstakt Neytendablað um gólfteppi Vegna fjölmargra fyrirspuma Framhald á 9. siðu. hlaut afbragðs góða dóma. Þetta leikrit hefur undanfarin ár verið sýnt í helztu leikhús- um heims, en einhverra atvika vegna, hefur dregizt að sýna það hérjendis fyrr en nú. Hins vegar sýndi Leikfélag Reykja- víkur annað kunnasta verk hins svissneska skálds, Eðlis- fræðingana fyrir þremur ár- um. Hlutverkaskipun er í höfuð- atriðum hin sama nú í haust og í vor, en þó eru fáeinar breytingar. Sigriður Hagalín leikur nú konu borgarstjórans, Karl Guðmundsson lögreglu- stjórann, Sæfrar Helgason 2. borgara og Erlendur Svavars- son lestarstjórann. Alls koma yfir þrjátíu manns fram í þess- ari sýningu. Leikstjóri er sem kunnugt er Helgi Skúlason og leikmynd er eftir Magnús Pálsson. Ásgeir Hjartarson komst svo að orði um þessa sýningu í leikdómi sínum hér í blaðinu í vor: „Sú gamla kemur í heimsókn“ er ekki natúralískt verk, sem áður segir, skáldið stækkar og stílfærir fólk og atburði og skopstælir á stund- um, beitir ófáum nýtízkulegum leikbrögðum, en ætlast bó til að verkið sé túlkað á alþýð- legan raunsæjan hátt 1 megin- atriðum. Þessi staðreynd er Ijós leikstjóranum, Helga Skúlasyni, hann skilur leikinn út í æsar og mótar söguhetjur og atvik á réttan hátt eftir því sem unnt er, reynist leik- endum sínum farsæll og veru- lega uppörvandi leiðbeinandi, vinnur hvert atriði af alúð og glöggsýni; hinn snjalli lista- maður hefur vaxið við þessa raun.'“ „Nakta léreítið" / Bæjarbíó Leiibeiningahækur um vöru- val frá Neytendasamtökunum Neytendsamtökunum berast stöðugt fyrirspurnir um gæði ýmiss konar heimilistækja, sem lengi á að búa að og eru tiltölulega dýr, svo sem þvotta- véia, ísskápa, saumavéla, raf- magnseldavéla o.s.frv. Stundum er jafnvel beinlínis spurt t.d. X, hvaða þvottavél eða sauma- vél sé bezt, eða hverri tegund Neytendasamtökin mæli með. Af ofurskiljanlegum ástæðum að veita margháttaðar upplýs- ingar um gæði ýmiss konar_ heimilistækja og ánnarra inn-‘ fluttra vara, sem hér eru á markaði, og byggjast á niður- stöðum -rannsókna, sem gerð- ar hafa verið erlendis. Neytendasamtökin fá öll rit, sem systursamtök þeirra gefa út, og heíur fyrirspyrjendum verið gefinn kostur á því að kynna sér umsagnir, sem þar niðurstöður rannsókna, sem gerðar hafa yerið á árinu. Er sú bök a fimmta hundrað blað- siður. Nú hafa norsku sam- tökin tekið upp sama hátt, og er fyrsta bók þeirra yfir 300 bls. Neytendasamtökin hafa sam- ið við bæði þessi systursam- tök um að fá nokkurt upplag af þessum bókum fyrir íslenzka neytendur, sem vissulega geta NÁMSKEIÐ FYRIR KENN- ARA FRAMHALDSSKÓLA Bæjarbió sýnir um þessar mundir kvikmynd cr ncfnist „Nakta léreftið" og er sú gerð eftir sögu ítalska sagnaskáldsins Alberto Moravia. Moravia hafði lcngi orð á sér fyrir að vera „opinskár“, eða svo var að minnsta kosti áiur en Mykle kom til skjal- anna. Því þarf engan að undra að myndin er auglýst „djörf“. Horst Bucholz og Cathcrine Spaak fara með aðalhlutverk og sjást þau hér á myndinni. Þá sakar ekki að geta þess að Bette Davis fer með stórt hlutverk í myndinni. 1 bréfi menntamálaráðuneyt- isins 5. júlí 1964 til Lands- sambands framhaldsskólakenn- ara um skipun tiltekinna kenn- ara í 18. launaflokk var því heitið, að efnt skyldi til nám- skeiðs fyrir þá kennara, sem fyrrgreint bréf tók ekki til, og skyldi þátttaka í slíku nám- skeið veita rétt til skipunar 1 hærri launaflokk. Ráðuneytið skipaði í ágúst og september í fyrra nefnd til þess að gera til- lögu um þetta námskeiðshald, og áttu sæti í nefndinni: Helgi Elíassooi, fræðslumálastjóri, dr. Broddi Jóhannesson, skóla- stjóri, dr. Matthías Jónasson, prófessor, Ólafur H. Einarsson, formaður Landssambands framhaldsskóLakennara og Jón- as Eysteinsson, ritari Lands- sambands fnamhaldsskólakenn- ara. Nefndin hefur lokið störfum. Þetta mál umræddra kennara er hins vegar til umræðu í samningum þeim, sem nú fara fram milli opinberra starfs- manna og ríkisins, og þá um leið sú hugmynd, að þátttaka í námskeiðum veiti rétt til iaunahækkunar. Ef samkomu- lag verður mil'li aðila um þetta efni á þá lund, að eigi þurfi til frekari aðgerða að koma, telur ráðuneytið að fyrirheiti fyrr- greinds bréfs hafi verið fuil- nægt. Að öðrum kcsti mun ráðuneytið efna til námskeiðs fyrir hlutaðeigandi kennara eigi síðar en sumarið 1966 og yrði það þá auglýst með næg- um fyrirvara. Raftækni- og Ijós- orðasafn komið út Menningarsjóður hefur gefið kaflana og fylla síðasta þriðj- út safn tækniorða í raftækni og ljóstækni. Bókin heitir: Raftækni- og Ijósorðasafn, og er tæpar 400 bls. að stærð. 1 bókinni eru rösklega 2000 ís- Ienzk orð úr rafmagnstækni og ljóstækni, ásamt þýðingum þeirra á ensku, þýzku og sænsku. Orð þessi skiptast í 6 kafla. Fyrstu fimm kaflarnir eru raf- tæknilegs efnis. Fjórir þeirra eru þýddir af orðanefnd rafmagns- verkfræðingadeildar. Verk- fræðingafélags Islands. Hana skipa eftirtaldir menn: Eðvarð Ámason, Guðmundur Mart- einsson, Gunnlaugur Briem, Jakob Gíslason og Steingrím- ur Jónsson. Síðustu árin hef- ur Jón A. Skúlason setið í nefndinni í stað Gunnlaugs Briem. — Fimmti kaflinn (um rafmagnstækni) er þýddur af orðanefnd Kjarnfræðafólags Is- lands. Sú nefnd er þannig skipuð: Bjöm Kristinsson, Gísli Petersen, Gunnar Böðvarsson, Steingrímur Jónsson og Þor- björn Sigurgeirsson. Sjöttti og síðasti kaflinn er alþjóðlegt Ijóstækniorðasafn, Það er þýtt af orðanefnd Ljós- tæknifélags Islands, en hana skipa: Aðalsteinn Guðjohnsen, Jakob Björnsson., Jakob Gísla- son, Jón A. Bjarnason og Stein- grímur Jónsson. Allar hafa nefndir þessar leyst af höndum mikið starf. Sérstök ástœða er þó til að nefna framlag Steingríms Jóns- sonar rafmagnsstjóra sem ver- ið hefur í öllum nefndunum og sýnt alls staðar hinn. þekkta áhuga sinri og dugnað. Bókinni lýkur með íslenzkri, enskri, þýzkri og sænskri orðaskrá í stafröfsröð. Orðaskrár - þessar eru sameiginlegar fyrir alla ung bókarmnar. I fróðlegum formála er gerð allnákvæm grein fyrir sarnn- ingu bökarinnar. Þar er og að finna stutt en greinargott yf- irlit um nýyrðasmíðj íslend- inga á síðustu áratugum. Eðvarð Ámason hefur séð um útgáfu bókarinnar og ann- ast prófarkalestur. Bókin er prentuð í Alþýðuprentsmiðj- unni h.L Selja ga rðávexft- ina éflokkaða Þjóðviljanum hefur borizt yf- irlýsing frá yfirmatsmanni garð- ávaxta, E. B. Malmquist, þar sem segir að komið hafj í Ijós afl nokkrar veTzlanir og mat- sölustaðir hafi selt kartöflur og gulrófur óflokkaðar og ómerkt- ar en slíkt er að sjálfsögðu óheimilt og varðar við Jög. Yf- irlýsingin er svohljóðandi: „Þar sefn í ljós hefur komið við athugun á kartöflu- og gul- rófnabirgðum nokkurra verzl- ana og matsölustaða, að ofan- greindar vörur hafa verjfl seld- ar óflokkaðar og ómetnar, —■ þá er hlutaðeigandi aðilum hér með bent á að samkvæmt 33. gr laga nr. 59/1960 um fram- Jeiðsiluráð landbúnaðarins o.fl. og reglugerðar nr. 162/1962, skulu allar kartöflur, gulrófur og gulrætur, sem seldar eru til manneldis, vera metnar. flokk- aðar og auðkenndar á umbúð- um eins og matsreglur • ákveða. Brot varða sektum nema þyngri refsing liggi við samkv. lögum. E. B. Malmquist". Síðara bindi greinasafns forsætisráðherra komið út n Tvær nýjar bækur eru komnar frá Almenna bókafélag- inu: Síðara bindi bókar dr. h.c. Bjarna Benediktssonar forsætis- ráðherra „Land og lýðvcldi*, og bók sem ncfnist „Raddir vors- ins þagna“ eftir Rachel Carson, en hún fjallar um hættuna sem öllu lífi á jörðunni stafar af notkun ýmiskonar eiturefna. Land og lýðveldi, síðara bindi, er ágústbók félagsins. Sem kunnugt er kom fyrra bindið út s.l. vor, 286 bls. að stærð. I síðara bindinu er einkum fjallað um landhelgismálið, at- vinnuhætti og efnahagslíf, fs- lenzkt þjóðerni og menningar- erfð Reykjavíkur fyrr og nú. stjórnmólamenn og stjómmála- baráttu, og loks er þar að finna ritgerðir og minningarþætti um nokkra af fremstu mönnuin ís- lenzku þjóðarinnar á þessari öld. Þá fylgir þessu bindi skrá yfir mannanöfn fyrir bæði bindín. Bókina hefur Hörður Einars- son búið til prentunar. Hún er 280 bls. að stærð og prentuð í Víkingsprenti, en bókband hefur Sveinabókbandið h.f. annazt. Kápu og titilsíðu hefur Tómas Tómasson teiknað. „Raddir vorsins þagna'*, júlí bók félagsins, er eftir ameriska rithöfundinn Rachel Carson, og heitir á frummálinu „Silent Spring“. Ritar prófessor Niels Dungal inngangsorð að bókinni fyrir íslenzka lesendur, en for- mála hefur Julian Huxley skrifað. Höfundur bókarinnar tileinkaði hana Albert Schweit- zer. Bókin fjallar um annarsveg- ar hið mikla ósamræmi, sem er á milli framfara þeirra, sem hafa orðið á svo mörgum svið- um, t.d. í viðureigninni við skordýr, sem eyðileggja akra, aldintré og stundum jafnvel húsdýr eða alifugla í stórum stíl, og sýnir hins vegar hve lítið hefur verið sinnt hættunní, sem mönnum getur stafað af eyðingu þeirra með eiturefn- um. Hér á landi eru einnig mörg slík eiturefni notuð, eins og t.d. DDT við lús á skepnum, parathion og malathion gegn skordýrum í gróðurhúsum og ennfremur bladan, sem notað er í svipuðum tilgangi. I formála segir Niels Dun- gal: „Þessi bók á erindi til allra þeirra, sem gera sér ljóst, að menningarframfarir 20. ald- arinnar hafa ekki aðeins gert okkur lífið hagkvæmara og heilsubetra, heldur einnig skap- að nýjar hættur, sem hingað til hafa verið óþekktar. Og hún ætti líka að 'tóta okkur skiljast hve nauðsynlegt er að fylgjast .vel með öllu nýju, sem maður- inn fer að neyta eða vera í snertingu við, og kunna að forðast það, ef nauðsyn krefur.“ Rachel Carson lagði stund á dýrafræði og erfðafræði, en þær greinar ásamt ritstörfum, voru helztu áhugamál hennar, sem hún síðan sameinaði með því að rita fyrir almenning um náttúrufræðileg efni. „Raddir vorsins þagna“’ var sfðasta bók hennar og vakti mikla athygli, og kom víða af stað öflugum samtökum þeirra, sem vinna að náttúruvernd. Hún lézt á sl. ári 57 ára að aldri. Bókina. sem er 220 bls., hefur Gísli Ótófs- son þýtt. Bókin er prentuð í Prent- smiðju Jóns Helgasonar h.f., en bókband hefur Sveinabókband- ið h.f. annazt. Kápu og titilsíðu hefur Kristín Þorkelsdóttir teiknað. i 1

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.