Þjóðviljinn - 02.10.1965, Side 10

Þjóðviljinn - 02.10.1965, Side 10
10 SlHA — ÞJÓÐVTEJINN — Laugardagur 2. fifrivShar Íð65 KERLINGA SAGA EFTIR MARÍU LANG öskugrá í andliti og röddin titr- aði þegar hún tók til máls. — Ingvar! Hvað .... hvað hef- ur komið fyrir? Hvers vegna ertu ekki í Gyttorp .... á skrif- stofunni? — Vegna þess, elsku mamma. að ég er hættur á skrifstofunni. Ég er búinn að skrifa síðustu, bölvuðu jámvörufaktúruna. Það var dauðaþögn kringum þau. Soffía greip um hjartað með þjáningarstunu. en sonur hennar virti hana fyrir sér án þess að vottaði fyrir meðaumkun í svipn- um. — Þú getur hætt þesum apa- kattarlátum. 1 þetta skipti ætla ég hvorki að láta höfuðkast né hjartakast f þér hindra mig. Hann þagnaði. blístraði ögrandi nokkrar laglínur úr Brúðkaups- valsinum og tilkjmnti: — Ég hef hugsað mér að fara úr bænum og gifta mig. FJÓRÐI KAFLI. Næstu mínútumar var upp- lausnin alger. Soffía Sjöberg grét og hrópaði á hjartadropa. Clara bað guð að hjálpa sér, Lovisa skammaðist, Ingvar bölvaði og fór inn í herbergi sitt, og Ellen fylgdi á eftir honum einbeitt á svip. Magnhildur sem trúði ekkí alltof vel á sjúkdómskastið, en vilðí þó fyrir hvem mun draga úr vaxandi móðursýki mágkon- ynnar, sárbændi Tuss að útvega einhverjar töflur, og Tuss baut inn í svefnherbergið þar sem hún vissi að til var hugvitssam- legur ljrfjaskápur. Að hann /æri svona hugvitssamlegur hafði hana þó aldrei órað fyrir. — Drottinn minn dýri. Hér eru flöskur og baukar f hundraða- tali, sumir að minnsta kosti tíu ára gamlir. Það er ekkert vit f bessu. En nú var hvorki staður né stund til að ræða þetta mál við frænkuna. og Tuss náði f flösku sem samkvæmt miðanum hafði inni að halda Spiritus nitro- Hárgreidslan Hárgreiðslu- og snyrtistofa Steimi os: Dódó -,aueavevi 18 HI hæð flyfta) StMl 24-6-16 P E R ÍVI A Hárgreiðslu- og snyrtlstofa Garðsenda 21 SÍMI 33-9-68 D Ö M c e Hárgreiðsla vtð ailra hæfi TJARNARSTOFAN rjamargötu 10. Vonarstrætis- megin — Simi 14-6-62 Hára:reiðslustofa Austurbæiar Marla Guðmundsdóttii Laugavegi 13 sím) 14-6-58 Nuddstofan eT á sama stað glycerini og ennfremur Aether spirituosus camphortus, þaut fram i borðsalinn aftur og hellti átta dropum i sykurmola. Þegar hún yfirgaf vígvöllinn rétt fyrir klukkan þrjú, var sjúkdómurinn í verulegri rénun. Meðan Ellen var lokuð inni með Ingvari og Clara og Magn- hildur röbbuðu saman yfir kaffi- bolla f eldhúsinu, leiddi Lovísa húsmóðurina með furðulegri nær- fæmi inn í setustofuna og hag- ræddi henni þar í sófa með púða við bakið. 6 — Svona, vina mín, héma fer betur um þig. Kvik augu gömlu konunnar virtu allt fyrir sér, ferhyrnda stofuna, dökkrósótt veggfóðrið, skrautleg plusshúsgögnin, gamla leðurstólinn hans Rubens, mess- ingreykborðið, gluggana tvo sitt hvorum megin við sófann, næst- um í hæð við gangstéttina og ör- tröðina á torginu. Hún malaði linnulaust um sama efnið og án þess að bíða eftir svari: — Þessi vanþakkláti slápur. Hann ætti að fá duglega ráðn- ingu, það er það eina sem svona fuglar skilja. Þú hefur auðvitað verið alltof mild og eftirgefan- leg við hann, það hef ég alltaf sagt. En ungdómurinn nú á dög- um er uppástöndugur og þrjózk- ur, það er nú það sem er. Þetta var öðru vísi héma áður f jmr .. Eintal hennar var rofið, þegar Ellen, sem bráðum varð áttræð. steig yfir þröskuldinn. Andlit hennar var hörkulegt og mynd- ugt, úlfgrátt hárið reis á höfði hennar og systirin sá samstundis að hún var í því skapinu að hún boldi engin andmæli. — Hættu nú þessu vitleysis- blaðri, Lovísa. Soffía hefur svo sannarlega aldrei verið góð við neinn annan en siálfa sig. Já ekki einu sinni við þig hefur hún nokkum tíma verið það, enda hótt þú gengir henni í móður stað frá því að hún var sex ára telpukrakki. Ef það er nokk- ur sem er erfiður viðureignar. bá er það ekki Ingvar, heldur mamma hans. Mögur og uppþomuð og með samanbitnar varir hímdi Lovísa í öði-u sófahorninu, en í hinu sat Soffía Siöberg teinrétt og tók andköf af vonzku. — Hvernig .... hvemig vogar Ellen frænka sér að koma hing- að — á mitt heimili .... og ausa úr sér öðrum eins svívirðingum? — Ojú, ég voga mér sithvað fleira en það. Það er tími til kominn að einhver segi þér sann- leikskorn um meðferð þína á 'lngvari. Ef drengurinn fer frá þér, þá geturðu sjálfri þér um kennt og engum öðrum. Þú hag- ar þér eins og hann væri koma- barn, sem þú getur algerlega ráðskazt með. En hann er hvorki ungbam né kjölturakki hjá bér, sem þú getur haft í tjóðri alla ævina. Hann er uppkominn maður og hann þarf að komast burt frá bér og ráðrfki þínu og nöldri. Hann gerði tilraun til að losna af klafanum í fyrravor, og það var ekki nema eðlilegt .... — Eðlilegt? — Soffía skrækti þetta upp og röddin endaði i falsettu, — Ellen frænka getur ekki haldið þvi fram að það sé eðlilegt og sanngjamt að rjúka að heiman og fara að vinna i tívólí innan um alls konar sirk- usdót og rakkarapakk? Föðurystir hennar kinkaði kolli svo að hökumar dúuðu. — Einmitt það sem hann sagði. Þú ert hégómlegur uppskafning- ur. Hann var að vinna, var það ekki, og vann sér inn peninga og sá fyrir sér? Er þá nokkuð verra að starfa við tívólí en vera bóndi eins og faðir þinn? — Já, auðvitað, þið hafið ;et- ið þarna inni og ausið mig auri. Og auðvitað er frænka á hans bandi og setur hann upp á móti mér. Þetta er svívirðilegt .... og viðbjóðslegt. Hálsinn á henni var orðinn rauðflekkóttur fyrir ofan rauð- bleikar pífurnar; það var ekki sérlega fallegt á að líta. Hún saug upp í nefið af reiði og gremju. — Og þessi ósvífna og óupp- dregna ítalska drós! Hann hefur auðvitað sagt þér allt um hana, fyrst hann var í trúnaðarham? Ellen frænka er auðvitað stór- hrifin af því öllu saman? — Hann elskar hana, sagði Ellen Bengtsson hin rólegasta. Engin okkar getur breytt hinu minnsta um það. Hún hefur ver- ið í hug hans í þrjú ár. — Þrjú ár? — Já. Það var hennar vegna sem hann fór að vinna f tfvó- Iíinu. Visurðu það ekki? Ég er viss um að hann verður ham- ingjusamur, ef hún vill giftast honum. — Ef hún vill? Þetta er bók- staflega sprenghlægilegt. — Ingvar hlær að minnsta kosti ekki. Ef ég hef skilið hann rétt, þá vill hún hann eiginlega ekki. Þetta jók einhverra hluta vegna reiði Soffíu Sjöberg, og hún flýði kjökrandi og hikstandi inn f svefnherbergið og skellti á eftir sér. — Hvað gengur hér á? spurði Clara, ,sem kom rétt f þessu i borðstofudymar ásamt Magn- hildi. Eruð þið af rífast? —. Já. — Ellen sléttaði úr svart- og hvítmynstruðu efninu á maganum og hallaði sér aftur- ábak í leðurstólnum. — Við er- um víst alltaf að rífast í þessari fjölskyldu nú orðið. Var með þessu verið að rifja upp síðustu heimsókn systurinnar á föðurerfðina? Hafði hún vænzt þess að Clara jTði gröm eða vandræðaleg? Þá misreiknaði hún sig, því að brúnt og óreglu- Iegt andlitið á Clöru átti auð- veldara með að hrukkast í hlátri en reiði, og hún sagði rólega: — Ja, sei. sei. Þegar þú ert í þessum ham ertu lífshættuleg. Þú gerðir Vincent svo hræddan, sællar minningar, að hann var næstum búinn að fá slag. Lovísa fussaði hátt og hvarf út úr herberginu. Magnhildur var eins og utan- veltu og hún gekk að glugga og opnaði hann og um leið var markaðshávaðinn og markaðsþef- urinn kominn inn. Grindumar að sunnanverðu við torgið vora einkum fjrrir ávexti, grænmeti og karamellur, en beint fjrrir utan íbúð Sjöbergsmæðginanna, svo nærri, að hún hefði getað teygt sig út og potað í bakið á feit- laginni sölukonunni, var selt smurt brauð. Það var stór- skemmtilegt að geta þannig fylgzt með nokkru af markaðs- viðskiptunum aftanfrá. Bústni kvenmaðurinn smurði smjöri á stórar, kringlóttar hveitikökur, sleikti jafnrösklega hnífinn á milli, og skreytti þær með osti og kryddpylsu og innbjrrti marga gimilega enda. Lengra burtu í borðaröðinni sá hún karamellur Engquists, og það kom vatn í munninn á henni, þegar hún minntist þess hversu ljúffengar þær voru venjulega á markaðnum, þá lagði hann sig sjálfsagt fram við tilbúninginn. Þegar þær færu út, ætlaði hún að kaupa nokkrar snúnar, svo framarlega sem nokkrar yrðu eftir. Það var biðröð framan við hið freistandi söluborð. Allt í einu skauzt Lovfsa í brúnrós- ótta kjólnum sínum framhjá glugganum og tók sér stöðu 1 biðröðinni. Það var furðulegt, að hún sem var svo nízk, skyldi sóa peningum í sælgæti! Inni í stofunni var Ellen að segja með önugri röddu. að þær fengju sennilegá ekki nýjan leiguliða eftir fyrsta október. — En það er alveg fráleitt, andmælti Clara. öll jörðin fer í niðumíðslu og þú þrælar þér út. — Við höfum ekki efni á því, finnst Lovísu. Og við höfum það naumast. En nú kom Lovísa Bengtsson aftur úr leiðangri sín- um og með sér hafði hún Henn- ing, lýtalaust klæddan eins og bankamanni bar, í dökkblá, rönd- ótt föt með skjalatösku undir hendinni. Hann kyssti gömlu föð- ursystur sínar á vangana, glettist við þær og brosti glaðlega bros- BRUNATRYGGINGAR á húsum í smíðum, vélum og áhöldum, effni og lagerum o. ffl. m © Heimistrygging hentar yöur Heimilistryggirigar Innbús Vatnstjóns Innbrots Glertryggingar 1 TRYGGINGAFELAGIÐ HEIMIR" UNDARGATA 9. REYKJAVfK SlMI 21260 SlMNEFNI , SURETY SILVO gerir silfrib spegil fagurt BLAÐADREIFING Börn eða fullorðnir óskast til að bera blað- ið til kaupenda í eftirtalin hverfi: Reykjavíkurveg — Njálsgötu — Skúla- götu — Sigtún — Laugames — Seltjamar- nes I. — Leifsgötu — Kleppsveg — Miklu- braut. KÓPAVOGUR Blaðburðarbörn óskast til að bera blaðið til kaupenda í Kópavogi. Hringið í síma: 40319. NOBVUM BYGGINGA VÖRUR ★ Asbe$t-plötur ★ Hör-plötur ★ Harðtex ★ Trétex ★ Gips þilplötur ★ Wellit-einangrunarplötur ★ Alu-kraft aluminpappír til húsa-einangrunar 'k Þakpappi, tjöru og asfalt ★ Icopal pakpappi k Rúðugler MARS TRADING C0. H.F. KLAPPARSTÍG 20 SÍMI 17373 Sími 17 500 Heimilisfólk yðar og gestir njóta ilfj __ gœðanna ■* W-Æ Nýkomið mikið og fjölbreytt úrval af flugvéla-. skipa- og bílamódelum frá Lindberg. Komið og skoðið meðan úrvalið er mest. FRlSTUNDABOÐIN Hverfisgötu 59 Akureyrí! Akureyrí! Unglingar óskast til að bera blaðið til kaup- enda á Akureyri. — Upplýsingar hjá Aðal- steini Þórarinssyni, Hafnarstræti 96 eða á skrifstofu Verkamannsins, Brekkugötu 5, sími 11516. ÞJÖÐVILJINN «

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.