Þjóðviljinn - 15.10.1965, Qupperneq 4
4 SÍBA — ÞJÓÐVILJINN — Föstudagur 15. október 1965.
Otgeíandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokk-
urinn. — .. r ý. .<T. , • ‘, ;
Ritstjórar: Ivar H. Jónsson (áb). Magnús Kjartanuson,
Sigurður Guömundsson.
Ritstjóri Sunnudags: Jón Bjamason.
Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson.
Auglýsingastjóri: Þorvaldur Jóhannesson.
Ritstjóm, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja, Skólavörðust. 19.
Simi 17-500 (5 línur). Askriftarverð kr. 90.00 á mánuði.
r
/ leynum
þessa daga sitja trúnaðarmenn ríkisstjómarinnar
á laumufundum ásamt sendimönnum sviss-
neska alúmínhringsins og fulltrúum alþjóðabank-
ans og ræða um það hvort hið erlenda auðfélag
eigi að fá heimild til að r^isa hér alúmínbræðslu.
Blöðin skýra svo frá að á laumufundum þessum
sé í rauninni verið að taka lokaákvarðanir um
málið, þótt Alþingi íslendinga verði að sjálfsögðu
eftirskilinn sá formlegi réttur að staðfesta gerðir
trúhaðarmannanna samkvæmt fíokkafyrirmælum.
Ef að vanda lætur verður málið síðan lagt fyrir
Alþingi fullfrágengið, eins og aðildin að Atlanz-
hafsbandalaginu á sínum tíma og hernámssamn-
ingurinn, þannig að ekki verði leyft að brey'ta
stafkrók í tillögum svokallaðra sérfræðinga.
jþað hefur einkennt meðferð ríkisstjómarinnar á
málinu að hún hefur viljað forðast almennar
umræður. Því hafði verið heitið hátíðlega að mál-
ið’ skyldi tekið til umræðu á síðasta þingi, en
við það fyrirheit var ekki staðið. Þingmönnum
voru í staðinn afhent plögg sem áttu lengi vel
að vera trúnaðarmál, og í þinglok var svo gefin
úf prentuð skýrsla án þess að nokkurt ráðrúm
væri gefið til ýtarlegra umræðna. Hins vegar
h^fa,, fullfrúar þingflokkanna fengið aðstöðu til
að fýlgjast með ýmsum þáttum málsins, þött þess
hafi verið vandlega gætt að þeir kæmu hvergi
nærri sjálfri samningagerðinni.
ri
^stæðan fyrir þessu pukri er sú að ríkisstjómin
telur málstað sinn eiga völtu fylgi að fagna
meðal þjóðarinnar, og því sé ráðlegt að þátttaka
almennings í umræðum og ákvörðunum verði sem
allra minnst. Einnig innan stjómarflokkanna
sjálfra hefur orðið vart víðtækrar andstöðu, eink-
um hafa atvinnurekendur í sjávarútvegi og fisk-
iðnaði látið í ljós þann ótta að þröngt kunni að
verða fyrir dyrum þeirra atvinnugreina þegar
erlend risafyrirtæki taka að rísa upp í landinu.
Má teljast meira en hæpið að stjórnarflokkunum
tækist að afla áformum sínum almenns fylgis
meðal landsmanna, ef fylgt væri lýðræðislegum
vinnubrögðum, og þess vegna á að beita þeim
gamalkunnu starfsaðferðum að ganga frá öllu í
kyrrþey en láta síðan vel tamda flokksstarfsmenn
á þingi leggja blessun sína yfir verk annarra.
Tvöfáldun
r\
J síðasta mánuði hækkaði meðalvísitalan fyrir
vörur og þjónustu um hvorki meira né minna
en sjö stig og er hún nú komin í 204 stig. Þannig
er búið að tvöfalda meðalútgjöld vísitölufjölskyld-
unnar í tíð viðreisnarinnar; vömmagn sem kost-
aði 100 krónur 1960 kostar nú 204 krónur; krónan
er ekki- 50 aura virði miðað við það sem þá var.
Er slík verðbólguþróun einsdæmi í Evrópu, og
sannarlega ekki að ástæðulausu að stjómarflokk-
arnir nota þessi tímamót til þess að endurnýja
viðreisnarsáttmála sinn og heitstrengja að halda
jbreyttri stefnu 1 öllum meginatriðum..— m.
Halldór Pétursson:
Herferð gegn hungri
Mikið er nú talað um her-
ferð gegn hungri og þótti eng-
um mikið. Það má nefna sem
dæmi, að í Bandaríkjunum,
sem er talið auðugasta ríiti
heims og látið fljóta með það
menningarríkasta, býr fimmti
hluti íbúanna við sárustu neyð
og kúgun og aðra þá fátækt,
andlega og efnahagslega, sem
þar fylgir í kjölfar. Það er
sama hvaða glæpir eru framd-
ir gagnvart þessu fólki, þar
hefur enginn að verki venð,
réttvísin sér um það. Aftur á
móti skortir þetta heimsveldi
aldrei auð né magt til aðráða
herstöðvum um gjörvalla
heifnskringluna og ekkert það
sem er í heiminum og auðs er
að vænta.
Þar standa Bandaríkin fremst
og telja sér heimilt að senda
her til hvaða lands sem er, ef
hagsmunir þeirra krefjast.
Hér er ekkert að hræðast,
Sameinuðu þjóðimar hneigja
sig í auðmýkt.
Svona er þá komið fyrir
þessum hálffrjálsu þjóðum, tð
eftir nýlendukúgunina kemur
Kaninn og brennir þær upp
með sprengjum og eiturgasi.
Mér og mörgum öðrum er
spum: Ef þessar þjóðir vilja
endilega berjast og drepa hver
aðra, því þá ekki að lofa þeim
það, án þessarar stórmannlegu
sem peningar mega af hendi
leysa.
Það er dálítið undarlegt,
hvað svonefndum mannvinum
verður oft svarafátt þegar þeir
eru beðnir að benda á, að ekk-
ert vanti é þessa jörð til þess
að öllum geti liðið sæmilega og
fetað sig áfram til alhliða
þroska. Kannski liggur þetta í
því, að þeir skirrast við að
,,móðga selina", eins og Græn-
lendingar, þá sem auðinn hafa
á hendi, fjárráðamenn mann-
kynsins.
Það er talað um offjölgun
fólks. Ég er ekki á móti því
að takmörkun fólksfjölda geti
átt , rétt á sér, en hundurinn
liggur ekki allur grafinn þar.
Svonafalsspámenn hafa ver-
ið uppi áður og orðstír þeirra
verið lítill.
Möguleikar til framfærslu
virðast alltaf opnast, ef stutt
er á hnapp. Stórir hlutar
jarðarinnar eru ennþá ónýttir,
nema þá tií drápsþarfa, svo
eru það höfin og loftið og hver
veit hvað. Allt þetta tekur
tæknin í þjónustu sána, ef pen-
ingunum er beint í það.
Hinn eini og sanni bölvaldur
er sá, að vissar þjóðir eða
fjármálasamtök þurfa að raka
saman auði í eigin vasa og
einnig til að halda niðri hinum
lægri þjóðum, sem þeir kalla
svo, með hervaldi.
Svo hefur til víxlazt að þar
sem neyðin, er stærst eru auð-
lindirnar líka stær&tar. Hinn
hvíti maður hefur með biblí-
una í annarri hendi og byss-
una í hinni lagt undir sig
stóra hluta heimsins, sem þeir
kalla nýlendur, þjóðnýtt fólk-
ið og rakað auðævunum til
sín. Fólkið hefur aftur á móti
uppskorið hungur og kúgun.
Smátt og smátt hafa samt
hinar undirokuðu þjóðir eygt
sinn eigin mátt og myndað
samtök til að réka varginn úr
varpinu.
Þessi þróun leiddi til þess
að með tímanum fóru hinar
hyggnari þjóðir eins og Bret-
ar, að veita þessum nýlendum
takmarkað frelsi, án þess að
sleppa arðránsmúlnum af
þeim nema í hófi. Aðrar þjóð-
ir, eins og Belgir, Portúgalar
og fleiri, gripu bara til
hermdarverka og hjuggu af
hendur og höfuð. Þetta þykir
svo sem allt í lagi, því að
ekki kþmur Sameinuðu þjóð-
unum slíkt neitt við.
En það var eins og fyrri
daginn að Adam var ekkilengi
í Paradís. Auðmagnið kom
auga á nýtt ráð til að beizla
hinar hálffrjálsu þjóðir á ný.
Þeim var sigað saman eftir
öllum nútíma áróðursbrellum,
send gnægð vopna og látnar
berast á banaspjót. Arðinn
af þessu hirða „gjafaramir".
Fyrir skömmu barst t.d. sú
blessun á prenti, hve þjóðar-
afkoma Bandaríkjanna hefði
lagazt við stríðið í Víetnam.
Svo þykjast hjnar voldugu
þjóðir hafa i'étt ríil að blanda
sér í þessar deilur og hafa á-
byrgð á þjóðarbrotum hvar
hjálpar í þessu efni? Og
alít þetta er gert fyrir friðinn;
engum meðalgreindum manni
dettur þó í hug, að þó að
Bandaríkjamenn gerðu Norður-
Víetnam að einni öskuhrúgu
og sviðu upp hvern einasta
mann, væri friðurinn feti
nær. Það er ekki hægt að
.brenna frelsisþrána upp með
neinum eldi, það ættu Banda-
ríkjamenn að skilja frá sinni
fortíð.
1 dag hljómar herópið: Her-
ferð gegn hungri! Og er það
vel. En hér er margt að at-
huga. Þjóðviljanum hefur ver-
ið borið á brýn að hann væri
á móti málinu, en auðvitað er
þetta sama ófrægingarsagan
um sósíalista um allan heim,
og undrar þetta engan sem
hugsar sjálfstætt.
Ég segi það bara blákalt, að
ég er é móti svona söfnun
nema tryggt sé eftir beztu
getu að hún komi að notum.
Sagan hefur verið sú undan-
farin tímabil, að hliðstæðar
safnanir og svonefnd hjálp
hefur lent í höndum einhverra
stríðsaðila og þá þarf ekki að
hafa fleiri orð þar um. Ég
hallast skilyrðislaust að því að
það sem lagt er af mörkum
komi frá okkur í tæknilegri
aðstoð, enda eina sem gildir.
Það hefur þótt góðverk að
gefa hungruðum og atvinnu-
lausum magafylli og skal ekki
lastað, en að litlu haldi mun
slíkt koma.
Auðvitað má gefa peninga,
en þeir verða að sveigjast und-
ir það sem áður er sagt.
Ég vil gera það að tillögu
minni að ríkið, sem er nú ekki
annað en við, gæfi einhvern
þeirra togara, sem verið er
sama sem að gefa útlendum
Framhald á 9. síðu.
,<S>-
Lœgstu
vetrarfargjöld
miili
íslands
og
meginlands
Evrópu
Loftleiðir bjóða viðskipfavinum sínum þessi ófrúlega lágu
fargjöld á tímabilinu frá 1. nóv. lil 31. marz. Gjöldin eru
ekki háð 30 daga skilmálum. Farseðlar gilda í eitf ár.
Frá Luxemborg og Amsferdam eru aliar göfur greiðar fii
sfórborga meginlands Evrópu.
Munið LÆGSIU VETRARFLUGGJÖLD L0FTLEIÐA
'ægilegar hraðferðir heiman og heim.
Loffleiðis landa milli.
s