Þjóðviljinn - 15.10.1965, Page 7

Þjóðviljinn - 15.10.1965, Page 7
▼ JÓHANNES KJARYAL ÁTTRÆÐUR Jóhannes Kjarval er áttræðnr. Svo lengi hefur hann dreift kringum sig listaverkum af ó- þrotlegri auðlegð. hvar sem hann fór. að nú veit enginn lengur þeirra tal. Sagt var að einhvem daginn hefði nann málað ellefu myndir, hverja annarri ágætari. t>ær voru víst ,ækki nema'’ s.iö. Hvað er einn dagur? í þessari lítilli samantekt verður ekki gerð tilraun til að greina frá æviferli Jóhannesar Kjarvals né heldur til skilgrein- ingar á list hans. á andstæð- um hrikalegrar og viðk'væmrar fegurðar, auðnar og lífs, skuggalegra hrjóstra og hátíð- legs listfagnaðar. Enda hefur þeim ritverkum fjölgað þar sem greint er frá þessum atriðum af fróðleik og ritgleði. En það mætti ef til vill bera fram þá spumingu, svo sem í tilefni dágsins,-h-éort við höfum kunn- að að meta sem skyldi örlæti listamannsins við okkur. Að vísu nokkuð erfið spurn- ing. Hitt má svo af mörgu ráða að við höfum um hríð vitað af þessu örlæti, talað um það, minnzt á skylt þakklæti okkar. Að minnsta kosti getum við tilfært margar ívitnanir í þessa áít. Snorri- Hjartarson skrifaði um Kjarval sjötugan: .,Hér sjáum við landið, grábrún hraun og gulgrænan mosa, sem er vorið sjálft, nakin fjöll og hamraborgir, álfheima, kynjaverur, fólk og skip, að ó- geymdum fuglum og dýrum, land í deiglu sköpunar, í þrot- lausri verðandi, land lista- mannsins, hamskipti hinnar ríku og heitu skapgerðar þessa tröllaukna íslenzka myndsköp- uðar. Ög þó þetta land hafi orðið til í hug og handaverk- um Kjarvals, þekkjum við það öll og elskum af því hann hef- ur alið okkur upp við það, gef- ið okkur það til ævarandi eígnár og varðveizlu."’ essa hugsun „hann hefur gef- ið okkur landið1’ rekumst við á í ýmsum tilbrigðum á mörgum stöðum og ólíkum. Og það væri næsta fróðlegt að ,ejta að upphafi hennar. Frá árinu 1922 höfum við bjartsýnan spádóm. Þá skrifar Einar Bene- diktsson um sýningu Kjarvals. nýkomins heim: ,,Hann hefur gengið þyrnabraut listarinnar með karlmennsku, dyggð og ó- bifanlegri trú og nú liggur fyrir framan hann ævalangur vegur upp í hæðirnar. Hann er nú genginn í skóla til síns sjálfs og ísland er auðugt af verk- efnum fyrir hann/’ Og svo mikið er víst að ekki líður á löngu áður en þeim tekur mjög að fjölga sem telja spádóma sem þennan hafa þegar rætzt. Guðmundur Finnbogason skrif- ar árið 1935 og lofar Kjarval fyrir að hann hafi valið hið góða hlutskiptið ,,er hann hætti að draga ófúsa ýsu (Jó- hannes var fimm vetur á sjó) cg gerðist listamaður, því að hann hefur numið landið á ný fyrir augu vor.‘’ Halldór Laxness skrifar fimmtán árum síðar: ,,Hann kemur ásamt tveim hin- um eldri samtíðarmönnum sfn- um í listinni að þessu landi auðu, alt sem þeir gera er gott af því þeir fundu Island, námu það í skilningi nútímalegrar myndgerðar,'’ Og enn líða fimmtán ár þar til Thór Vil- hjálmsson skrifar: ,,Með Kjar- val kom hið íslenzka drama inn í heimslistina. Islenzk náttúra, veður íslands, Islands andlit. Rómantísk þi’á, draumar þess í klakaböndum. hjarnblóm, steinfjötruð ævintýr, hjartað ó- dauðlega undir svelli, hamra- fannamynstur, mosi; landið í manninum og maðurinn í land- inu.1’ Enginn íslenzkur ’ista- maður hefur fengið að heyra ummæli sem þessi, og það er mjög vafasamt að nokkur er- lendur listamaður hafi heldur orðið fyrir slíkri reynslu. Sú saga virðist orðin áþreifanlegiir veruleiki meðal okkar, að við höfum verið krakkar að bjástra við ýmsa praktiska hluti í hálfgerðri þoku uppi á regin- fjöllum og síðan hafi komið til okkar viðfeldinn og stórfurðu- legur huldukarl, sem sýndi okkur dásemdir í hverjum hól og það sem drottinn hafði gert ökkur til handa var harla gott. Það er þá heldur ekki undar- legt þótt Ijóðað hafi verið á slíkan mann. Fimmtugur er hann ávarpaður með Ijóði eftir Þorsteinn Gíslason sem byrjar þannig: „Einn helzti kjamakarl vors lands / hann Kjarval er. Annað skáld, Ásmundur t'rá Skúfsstöðum hefur séð Kjarval „liljumál þýða / í Ijóstóna / úr lífsþáttum / búa litaspeki.'’ Trú- að skáld, Jakob Smári segir listamanninn „kalla á sálirnar hljóðar heim / f heilagrar dýrð- ar veldi’1. Og að framan sögðu er ekki undarlegt að listamað- urinn fái svofellt þakkarávarp sjötugur: ,Þér stærstu skepnur sjávar senda þökk/og sömu- leiðis rjúpan hvít og smá / og jökulbreiðan jafnt sem mosa- tóin / jarðbundið grjót og /atn- ið tært í gja’. (Elías Mar). Að sjálfsögðu má rekja miklu fleiri dæmi um viðbrögð fróðra manna og skáldhneigðra við örlæti listamannsins, segja margar sögur af áhrifum hans og þýðingu. Við getum reyndar ekki stillt okkur um að tilfæra eina slíka — sem er reyndar sögð í Kjarvalsbók Thórs Vii- hjálmssonar. Afmælissýning Kjarvals árið 1935 var haldin í Menntaskpl- anum. Þeir sem fyrir henni stóðu þorðu ekki að hætta á það að listrænir sérhyggjumenn heimsæktu skólann um nóttina til að stela sólarljósi og flytja heim í dimmar stofur þar sem ævintýrið vantaði. Þeir fengu fyrrverandi sjóhetju til að vaka og gæta myndanna. Hann /ar kallaður hinn stóri og kembdi af honum þegar hann hafði dubbað sig upp. Hann hélt sér myndi kannske leiðast að vera einn. Jón Kaldal fékk honum teikniörk og blýant og leiddi hann að myndinni Draumur Vetrarrjúpunnar og sagði: Þú verður að vera búinn að teikna þessa mynd f fyrramálið. Morguninn eftir var sá stóri búinn að teikna eftirmynd af Draumi Vetrarrjúpunnar. Hann hafði löngum handleikið ann- arskonar verkfæri en teiknitól en nú vaknaði nýtt afl í honum sem var honum ókunnugt áður, og upp frá þessu var hann allt- að að teikna og skipti sér ekki af öðru fólki. Hann bjó einn. sleit öllu sambandi sínu við Bakkus. sem hafði verið dátt og teiknaði togara þindarlaust. En Kjarval hefur fleira lagt til mannlífsins en það sem lesið verður af myndum hans Hann hefur komið ýmsum hugðarefnum á framfæri í ein- kennilegum blaðagreinum og bókum litlum: I ..Grjót.. skrif- ar hann til að mynda um skipulagsmál: hann vill >era Austur\mll að fullkomnum borgarhluta, rífa öll hús um- hverfis hann nema tvö og dýpka hann um einn til tvo metra, og margt fleira sem hér verður ekki rakið. Sýnu merki- ari en tillagan í sjálfri sér voru bær ástæður. er Kjarval nefm'r um tilorðningu hennar. Hann c,egir: ,,Fólk sem hefði ráð á að breyta bænum sínum, myndi ^bekkia sjálft sig öðruvísi á eft- ir, og allt líf þess fólks og allar hugsanir myndu verða öðruvísi. Slíkt fólk myndi skapa sér nýjan himinn og nýja jörð.., 1 eambandi við þessi ummæú mættum við gjama taka upp þá spumingu sem áðan var til- færð: hvemig við höfum brugð- izt við örlæti listamannsins? Við höfum viðurkennt gjöf hans og í þrjátíu ár hefur verið skrifað um það, að við stæðum í mikilli þakkarskuld við hann. En þykjumst við þá hafa ráð á því, að hugsanir okkar verði (Eftirfarandi sögukafli er úr „Grjót“: þar segir af þjóð sem nam land, lenti í hjaðningavígum og landvættir reiddust henni: þjóðin lagðist í mörg hundruð ára svefn, Kjarval skrifaði ævintýrið árið 1908, og máske er það einmitt þessvegna ekki ófróð- legur lestur — að minnsta kosti þeim sem hafa gaman af spádóm- um). Ein af vættunum var kona. Hún var göfugust þeirra allra, og þegar hinar vættirnar fóru hamförum um landið, sat hún á háfjöllunum hnípin og sorg- mædd og hugsaði um afdrif vesalinganna niður á láglend- inu. Og hún fór þá sjá'lf til að vekja þó, en henni gekk það illa, þvi að fólkið gat ekki vakað nema örlitla stund. Hún varð að hverfa frá. Yfir- komin af harmi hélt hún á leið til fjallanna aftur, en a leiðinni fann hún dálítinn kot- bæ og þar var lftill drengur og hann opnaði undir eins augun, þegar hún snerti hann með sprota sínum. Hann skildi hana og vildi vaka. Og konan varð glöð yfir þessum litla sigri. Hún tók drenginn sér í öðrtrvísi — svo nokkuð sé lagt út af áðurgreindum ummæl- um? Sumir kannski. ,.Án launa flest sín verk hann vann,,. þessi orð úr afmælisljóði frá 1935 eiga sjálfsagt ekki við nú. En það var einu sinni talað im Kjarvalshús, sem allir virtust sammála um að byggja. Sú saga hefur oft verið rakin: mál- ið kvað hafa dagað uppi einr hvemvegin milli ráðuneyta. Og listamaðurinn gaf sjálfur á- nafnað fé í byggingarsjóð mál- verkasafn rikisins. Það hús er heldur ekki til, eins og allir vita. Og svo mikið er víst, að þeim, sem vilja sjá verk þessa ágæta meistara. eru flestar bjargir bannaðar. Þeir geta séð nokkrar myndir á listasafninu — og búið. Ekki geta menn gengið á milli efnaðri húsa og spurt hvort Kjarval sé hér mættur. Þeir yrðu ekki grunað- ir um annað en ölvun. Við — vont orð þetta, ,,v!J,. segir aldrei nema hálfan sann- leika. — Við stöndum rpypdar höllum fæti í samskiptum okk- ar við þann listamann sem í dag er áttræður. A slikum degi ámum við honum heilla, og þeim okkar, er þess þurfa, eindregins vilja til að ,,skapa sér nýjan himin og nýja jörð„. A.B. fang og blessaði hann, og sorg- artárin hennar hrundu niðttr á enni sveinsins, og hann fann ylinn úr þeim leggja um sig. Og þrám og ástin til fjallkon- unnar fögru gegntók hann ail- an. Nú langaði hann ekki til að sofa lengur, nú langaði hann að .yekja þá sem sofa. — Og hann byrjaði að kveða, c- sköp lágt fyrst — en svo hærra og sterkara — og ljóðin urðu þrungin afli grimmra endur- minninga og bjartra vona og hugsjóna og fólkið rumskaði og smám saman tóku allir und- ir með honum og vildu vaka, og þá fyrst byrjaði landið að eiga þjóð og hefndin þokaði smám saman á braut. Nú eru mörg ár liðin síðan drengurinn söng fólkið af svefninum langa. Hann hvarf út úr landinu til þess að kveða um framtíð þess annarsstaðar. Nú vakir þjóðin af vilja og hugrekki með von um að geca rekið hefndina á braut, sem enn á sér djúpar rætur í land- inu hennar. Og þegar hugsjón- irnar verða fyrir vonbrigðum og áformin tefjast, safnar hún iafnan nýjum kröftum með bví að taka undir við Ijóðin hans, sem ennþá bergmála 1 háfjöll- unum og i klettunum við ströndina. Og þá fyrst hyrjaíi landið að eiga þjóð i t I

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.