Þjóðviljinn - 15.10.1965, Síða 8

Þjóðviljinn - 15.10.1965, Síða 8
3 SlÐA — ÞJÖÐVILJINN — Fðstudagur 15. ofctóber 1965. með öðrum orðum löngu undan vesalings Kolumbusi. Brúðkaup • Hvað varð af Antonioni? • Það er undarlegt, hve for- ráðamenn Tónabíós flýttu sér mikið við að kippa kvikmynd Antonionis, Nóttinni, af dag- skrá. Myndin hafði ekki gengið nema örfóa daga, og við höfð- um spurt, að síðasta sýningar- kvöldið hafi verið meir en þokkaleg aðsókn. Menn geta deilt um Antoni- oni — en svo mikið er víst, að menn hljóta að telja sér hann merkilegan og forvitnileg- an, hvort sem þeir bera til hans samúð eða andúð. Og það hljóta að vera margir í þesáari borg, sem áttu eftir að sjá Nóttina, og grunaði ekk- ert um þessa skjótu ráða- breytni. • Aumingja Kólumbus • 1 gær hringdi ösfcureiður sagnfræðingur til blaðsins vegna smáklausu um Kólum- bus og eggið sem birtist á 8. síðunni í gær. Sagði hann að þessi brandari um eggið væri til orðinn löngu fyrir daga Kólumbusar, svo það fer nú að verða heldur lítið úr fomri frægð þessa kappa. Sagnfræð- ingurinn kvað fyrirmynd brandarans sótta í bókina „Historia del Mtondo nuovo“, eftir Benzoni og kom bók þessi út árið 1565. En áður en Ben- zoni þessj notaði þennan á- gæta brandara, hafði haon verið notaður í ævisögum ým- issa frægra manna og má þar nefna Filippo Brunellesci, en hann var uppi frá 1377 — 1446, 20. júní. Ég gaf Veru mjólk að drekka. Samt veit ég að mjólk er svo dýr, að ef ég kaupi hana verður of lítið af- gangs í buddunni minni. Ég lét Veru hátta og fór út. Mér fannst ég vera stödd á orustu- velli sem enginn kemst lifandi frá. Ég fór að hugsa um þvott- inn sem ég þyrfti að þvo og um Veru. Ef henni skyldi nú versna? Ekki þýðir víst að leita til föður hennar. Hann þekkir hana ekki og hún hefur aldr- éi séð hann. Ævi mín er lygi- lega furðuleg. Faðirinn þekkir ekki bamið, bamið þekkir ekki föður sinn. Engan pappír að finna. Og mig vantar svo skó handa Veru. Ég fékk 41 cruzeirosr Ég hugs- aði til Veru, hvemig hún mundi kvarta og kveina <’fir því að hafa ekkert til að klæð- ast í; hún grætur oft af því að hún vill ekki vera»fátæk. Ég hugsaði: bragð er að þá bamið finnur .... 21. júní. Ég klæddi José Car- los og lét hann fara í skólann. Meðan ég var úti að safna, varð ég hrædd. Alltaf hið sama upp aftur og aftur. Ég eltist við peninga eins og Gyðingur, og 'mæ^ms’^eswnsasmmmmma • 13.00 Við vinnuna. 13.15 Lesin dagskrá næstu viku. 15.00 Miðdegisútvarp. Magnús Jónsson syngur. Fílharmonía leikur Oberon-forleikinn eft- ir Weber; W. Sawallisch stj. Kempff leikur Píanósónötu (K331) eftir Mtozart. Fílharm- onía leikur Sinfóníu nr. 4, op. 60 eftir Beethoven; Otto Klemperer stjómar. 16.30 Síðdegisútvarp. Lagasyrpa úr óperunni Carmen eftir Bizet, útsett af Black. Dæg- urlög og óperettulög eftir Kiinneke. 18.20 Þingfréttir. Tónleikar. 20.00 Ýmislegheitin í kringum- stæðuríum, dagskrá á áttræð- isafmæli Jóhannesar Kjar- vals í umsjá Sigurðar Bene- diktssonar. Lesið úr verkum listamannsins. 21.00 Einsöngur í útvarpssal: Viktoria Spans frá Hollandi syngur við undirleik Ólafs Vignis Albertssonar. a. Ch'io mai vi possa, eftir Hándel, b. Amarilli, eftir Caccini. c. Gia il sole dal Gange, eftir Scarlatti. d. Sjö söngv- ar eftir de Falla. 21.30 Útvarpssagan: Vegir og vegleysur. 22.10 yerkfræðingurinn við Viktoriuvatn. Séra Felix 01- afsson flytur síðara erindi sitt um Alexander Mackay. 22.35 Næturhljómleikar: Sin- fóníuhljómsveit íslands leik- ur í Háskólabíói. Stjórnandi: Tauno Hannikainen. Sinfón- ía nr. 1 í e-moll eftir Jan Sibelius. 23.20 Dagskrárlok. aldrei vinn ég mér fyrir brýn- ustu nauðsynjum. Ég fór jfir í sláturhúsið og fékk þar eitt- hvað af beinum. Þegar ég lagði af stað bað Vera mig að kaupa handa sér skó. Ég skyldi Joao eftir hjá henni til að leika sér við hana vegna þess að í dag er ekki kennt í hans bekk. Ég fór í margar götur en engan pappír var að hafa neinsstaðar. Þegar ég var búin að ná saman 30 cruzeiros hélt ég að þetta mundi duga fyrir skóm. En það var laugardagur og eitthvað þurfti ég að hafa til sunnudags- ins og Vera var farin að táta sig dreyma um góðan sunnu- dagsmat. Á Tiradentes Avenue fann ég þakplötur og seldi þær hjá Senhor Salvador Zanutti i Voluntarios de Patria stræti. Ég er vond til hans en þó hefur hann aldrei gert mér neitt. Hann lánaði mér raunar Den- inga þegar ég var veik. Þegar ég er veik vil ég helzt fyrirfara mér út af peningaleysi. Senhor Salvador spurði mig hversvegna ég hefði ekki komið lengi. Ég fór hjá mér af þvi hvað hann var vinsamlegur. Hann gaf mér 31 cruzeiros. Ég varð himinlifandi! Ég þaut af • Laugardagin.n 9. okt. voru gefin saman í Neskirkju af séra Frank M. Halldórssyni ungfrú Valgerður Kristjánsdóttir og Brynjólfur Kristinsson. Heim- ili þeirra er að Langholtsvegi 192 — (Ljósmyndastofa Þóris, Laugavegi 20 b). • Fimmtudaginn 7. okf. voru gefin saman í Árbæjarkirkju af séra Frank M. Halldórssyni ungfrú Vilborg Ágústa Gard- arsdóttir og Stefán Arnórsson. Heimili þeirra verður í Djúpa- vogi, S.-Múlasýslu. — (Ljósm.- stofa Þóris, Laugavegi 20 B). stað til að kaupa skó handa Veru. Þá mundi ég að ég ríafði gleymt pokanum mínum í húsa- garðinum. Þar var æðisgengin umferð. Samt tókst mér að smeygja mér framhjá öllum farartækjunum og ná í pokann. Salvador sagði við mig: — Þú stökkst burt oggleymd- ir pokanum. Ég safnaði meiru af pappír og fékk tíu cruzeiros í viðbót. Þá átti ég 71 cruzeiros. Ég keypti skó fyrir 30 og átti 41 eftir. Ekki mundi það duga fyr- ir kaffi, brauði, sykri, hrís- grjónum og svínafeiti. Þá mundi ég eftir beinunum. Ég ætlaði að elda úr þeim' súpu. Svolítið átti ég af hrísgrjónum og makaróni og úr þessu sauð ég súpu. Ef Vera er svöng, getur hún étið þetta, ef hún vill það ekki, má hún eiga sig. Eins og nú er ástatt þýðir ekkert að ætla að venja sig á matvendni. Ég flýtti mér heim til að vita hvernig henni liði en hún var þá að leika sér. Nú er henni að batna, hugsaði ég. Hún var að klóra sér því ein- hver útbrot voru komin á hana. Þetta hélt ég að stafaði af hvít- lauksstólpípunni, sem ég gaf henni um daginn. Aldrei fram- ar skal ég fara eftir taii þvotta- kvenna á spítölum um meðferð á sjúkdómum. Ég sýndi henni skóna og hún varð kát. Hún brosti og sagðist vera ánægð að vera hjá mér og að hún væri hætt við að kaupa sér hvíta mömmu. Fyrst ég segði satt. Fyrst ég hefði komið meðskóna eins og ég lofaði. Fyrst öruggt væri að treysta mér. Ég var orðin þreytt. Samt langaði mig til að fara út og reyna að ná f meira. En þreyt- an yfirbugaði mig. Ég heyrði í FAVELUNNI - þar sem ólíft er Dagbók Carolinu Mariu de Jesus • 9. okt. voru gefin saman í Neskirkju af séra Jóni Thor- arensen ungfrú Guðlaug Dóra Snorradóttir og Hans Krist.j- ánsson. Heimili þeirra verður í Hveragerði — (Stúdíó Guð- mundar, Garðastræti 8. • 9. október voru gefin sam- an I hjónaband af séra Árelí- usi Níelssyni í Langholtskirkju, ungfrú Gunnhildur Höskulds- dóttir, Drangsnesi og Erling Ottósson, Borðeyri. Heimili þeirra verður að Hjallavegi 14, Reykjavík — (Stúdfó Guð- mundar, Garðastræti 8) börnin kalla úti að verið væri að úthluta gjafakortum. Þá mætti ég Joao, sem veifaði korti f hendinni. Þau brostu eins og þau hefðu unnið í happ- drætti. Ég las á kortið. Þar stóð að sækja mætti: ,,verðlaun og glaðning handa bami þínu í Javais stræti nr. 771.‘‘ 22. júní. Ég fór á fætur k). 5, og klæddi bömin til að fara í boðið f Javais-stræti. Ég gaf Veru að borða, Jota vildi ekkert borða hjá mér. Hann sagði: — Nei, ég ætla að bíða með það þamgað til í boðinu. Mat- urinn þar er víst betri en hiá þér. Hann er annars ekki fyrir að fara í boð. En gruni hann að hann eigi að fá þar eitthvað matarkyns, segir hann að við skulum taka með okkur tóman poka. Ég kom við hjá Dona Julita og sagði henni að við værum að fara í boðið. Ég hugsaði sem svo: þetta hlýtur að vera fegursta veizla, bví þegar St. Louis Frakkakonung- ur bauð þegnum sínum til veizlu, voru þar valdir réttir á borðum. Ég fór með sporvagni. Ég kom klukkan 2. Þar var mikill fjöldi. Víst 3000. Þegar boðskortin komu urðu allir í favelunni himinlifandi. Þeir sem ekkert boðsbréf fengu, kvörtuðu og sögðust ekki geta þolað þetta. Fólkinu í faveiunni líkar að vera boðið f veizlu. Þá var komið fyrir borðum á gangstéttunum, breidd á bau dagblöð, og raðað á þau brauð- um. Ég heyrði konu segja: — Það er ekki svo afleitt að vera fátækur. Allt var þetta fólk illa *il fara. Sumir höfðu skó, aðrir enga. Þá kom svartur maður, • Laugardaginn 9. október voru gefin saman í hjónaband í Langholtskirkju, af séra Árel- íusi Níelssyni, ungfr. Bóthildur Friðþjófsdóttir og Finnbogi Þór Baldvinsson. Heimili þeirra er að K'leppsvegi 38. — (Ljósm.st. Þóris, Laugavegi 27). • Nýlega voru gefin saman í hjónaband í Holtastaðakirkju af séra Jóni Kr. Isfeld, ung- frú Sigríður Sigurðardóttir Geitaskarði A.-Hún. og Jón Jónsson, Bústaðavegi 105. Heim- ili þeirra verður í Sviþjóð. (Stúdíó Guðmundar, Garða- stræti 8) stór og feitur, eins og væri hann kominn út af fílum. — Ég er ekki útsendari stjómmálaflokka. Ég er aðeins vinur hinna snauðu. Ég flýtti mér að skrá á blað hvað ég hélt að þessi hug- myndatengsl hefðu að þýða. Því ég er stór og rauðklædd. Senhor Zusa sá að ég var að skrifa. Ég fór til hans til að tala við hann. Ég spurði: — Hver ert þú? — Drottinn minn! Ég er Zusa! Hefurðu aldrei heyrt Zusa nefndan? Zusa, það er ég! — Hversvegna ertu að halda þetta boð fyrir okkur? — Ég geri það ykkar vegna. — Ég skal skrifa um þig í bókina mína. — Skrifaðu um mig hvar sem þú vilt! Mér geðjast ekki að þessum Zusa. Eitthvað vantar á að hann sé heilsteyptur maður. Hann tók eftir því hvað fólkið var óþolinmótt að komast að og þá sagði hann: — Hvað er þetta? Eruð þið öll að deyja úr hungri? Ég sá konu, sem var bams- hafandi, falla í ómegin. Zusa gaf þessari konu brauð, en veif- aði því í hendi sér fyrst og lét ljósmyndarana taka af því mynd. Bílamir og strætisvagn- arnir komust varla áfram fyrir börnum sem voru að hlaupa fram og aftur yfir götuna. Ég bjóst við því á hverri stundu að eitthvert þeirra yrði undir. Sum af börnunum sögðu: — Ef ég hefði vitað að við fengjum ekkert annað en brauð. hefði ég ekki farið. Senhor Zusa hafði tvo menn til að spila á gítara og einn trúð. Það var Ijótur hópur. Þetta var á sunnudegi og • Fimmtudaginn 7. okt. vora gefin saman í Dómkirkjunni af séra Frank M. Halldórssyni ungfrú Helga Aðalsteinsdóttir og örlygur Richter. Heimili þeirra verður að Drápuhlíð 9 — (Ljósmyndastofa Þóris, að Laugavegi 20 B). • Glettan • ,,Mér er nú persónulega ekk- ert um þessi nýmóðins hjóna- bönd gefið!1’ 16 fólkið í sporvögnunum fylltist viðbjóði að sjá alla þessa betl- ara, sem troðfylltu vagninn til Bom Retiro. Við vorum fegin að komast heim. Við fóram að hitta bakara sem tók við öllu sem við buðum honum. Sumir fengu einn crazeiros, öðram hleypti hann hjá. Þarna var ein kona sem hafði komið frá Santos (um 80 km veg) og ekki fengið nema eitt brauð, lítinn poka með sætindum, og reglu- stiku sem á var letrað: „Til minningar um þingmanninn Poulo Teixeira de Camargo.“ önnur kona hafði orðið að kosta 20 crazeiros til ferðarinn- ar. Ekki fékk hún neitt. Borðin stóðu í skugga og þar var kalt. Ég flutti mig yfir um. Ég hlýt að hafa vakið samvizku Sen- hors Zusa, því hann fékk mér mörg langbrauð. Ég taldi sex. Ég heyrði til margra kvenna að þær vora að bölva honum. Wð vorum kát á heimleiðinni iíka. Sami konduktörinn og áðan. með mér vora fimm böm, við voram sex í allt. Svo ég bað manninn að lofa okkur að sitja í fyrir þrjá crazeiros. Meira átti ég ekki. Og Vera var orð- in bólgin á fótunum af öllum þessum gangi. Þegar ég kom aftur í faveluna heyrði ég kon- urnar vera að formæla Senhor Zusa. Flestar af þeim fengu ekkert því þær höfðu ekki far- ið inn í miðjan hópinn þar sem fólkið var að segja: — Við skulum réyna að ná í eitthvað af þessu brauði svo ferðin verði ekki alvsg til önýt- is. I I

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.