Þjóðviljinn - 04.11.1965, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 04.11.1965, Blaðsíða 4
4 StDA — ÞJÓÐVILJINN — Firrtmtudagur 4. nóvember 1965 Otgefandl: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokk- urinn. — Ritstjórar: Ivar H. Jónsson (áb), Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson. Ritstjóri Sunnudags: Jón Bjamason. Fréttaritstjóri: Siguröur V. Friðþjófsson. Auglýsingastjóri: Þorvaldur Jóhannesson. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja, Skólavörðust 19 Sími 17-500 (5 línur). Askriftarverð kr. 90.00 á mánuði. Ttsnnlæknmgar Yfirburðir félagslegra sjónarmiða birtast á eink- ar skýran hátt í sjúkratryggingum. Áður en þær komu til sögunnar var vanheilsa mörgum ó- yfirstíganlegt félagslegt vandamál, læknisaðgerð eða sjúkrahúsvist gat kollvarpað efnahag fjöl- skyldu svo að hún beið þess aldrei bætur, eða menn urðu að láta hjá líða að leita læknisaðstoðar fyrir fátæktar sakir og búa við varanlega van- heilsu eða kveðja heiminn fyrir aldur fram. Það ástand viðgengst enn víða um heim, til að mynda í Bandaríkjunum, þar sem litið er á læknishjálp að verulegu leyti eins og hvern annan gróðaveg; heilsugæzla er ekki félagsleg þjónusta og mann- úðarmál heldur sölumennska. Er gengið svo ná- lægt fólki að íslenzkar konur, búsettar vestanhafs, hafa jafnvel ferðazt til íslands til þess að ala börn sín á sjúkrahúsum hér í sparnaðarskyni. Það sjónarmið að líta á heilsugæzlu sem kaldrifjaðan gróðaveg er fjarlægt íslenzkum viðhorfum; þó hafa heyrzt um það annarlegar raddir seinustu árin að rétt væri að taka upp hið bandaríska kerfi. J^ins vegar hefur sjúkrasamlagakerfið á íslandi staðið í stað áratugum saman og er á margan hátt í ósamræmi við nauðsyn okkar tíma. Verð- bólgan hefur í sífellu leikið kerfið grátt og valdið í senn almenningi kostnaðarauka og skert hina félagslegu þjónustu. Hinar upphaflegu hugmynd- ir um almenna heilsugæzlu hafa ekki enn komið til framkvæmda, og læknar benda réttilega á að óhjákvæmilegt væri að endurskipuleggja allt kerf- ið í samræmi við þekkingu og tækni okkar tíma, gera það virkara og nútímalegra, bæði í þágu al- mennings og lækna. ^lfreð Gíslason læknir bendir í tillögu á þingi á alvarlega veilu í sjúkratryggingakerfinu ís- lenzka, en hann leggur til að tannlækningar verði teknar inn í kerfið og nauðsynlegar aðgerðir greiddar að þremur fjórðu hlutum, eins og gert er í löndum þar sem tryggingar eru fullkomnast- ar. Tannskemmdir eru tvímælalaust algengasti sjúkdómur hér á landi, og læknar telja að sá sjúkdómur geti haft víðtæk áhrif á heilsufar manna ef ekki er að gert í tíma. Allir vita af eigin reynslu að tannlækningar eru mjög kostn- aðarsamar, og er ekkert vafamál að margir draga of lengi að leita sér lækninga af kostnaðarástæðum. Tillaga Alfreðs Gíslasonar er því mikið félagslegt nauðsynjamál, framkvæmd hennar myndi í senn gera kostnaðinn léttbærari og stórefla heilsugæzl- una á þessu mikilvæga sviði. Framkvæmd henn- ar yrði einnig til þess að stjómarvöldin gerðu sér ljósari en nú skyldur sínar á þessum vettvangi, en það er furðulegt dæmi um sinnuleysi valdhafanna í heilsugæzlumálum að skólatannlækningar skuli hafa verið látnar dragast saman á undanförnum árum, þótt í hnúkana taki það hátterni ríkis- stjórnar og háskólamanna að loka tannlækna- deildinni fyrir nýjum stúdentum í haust. — m. I" Þeir þenja sig á — spjallað við oddvitann í Grímsey ! I I I \ \ \ — Einhver ókyrrð héíur verið í blöðum út af manni nokkrum, sem ætlaði svona upp úr þurru að flytja frá Akureyri til Grímseyjar. Var honum meinuð landvist þar og varð hann að fara aftur með póstskipinu með allt sitt hafurtask. Oddvitinn í Grímsey er gamall skíðakappi frá Siglu- firði og heitir Alfreð Jónsson. Náðum við tali af honum í kaffitímanum í gær. Var hann þá nýbúinn að iíta yfir blaðakostinn og sagðist hann hafa þurft að kaupa Dag f lausasölu til þess að heyra svona tóninn. — Já, — þeir eru að þenja sig þarna á meginlandinu eins og fyrrum, — en við getum séð um okkar fólk og þurfum ekki neina aðvífandi hjálp í þeim efnum, sagði oddvitinn og var hinn hress- asti í símanum. — Við hleypum nú ekki svona hve'rjum sem er inn í mannfélagið á eyjunni, viljum gott og nýtilegt fólk, — fólk með heilbrigðan hugsunarhátt og fólk, sem getur unnið hörðum höndum, því að úfs- baráttan er hörð hér úti. — Hvað er annars að frétta úr Grímsey? — Sláturtíð er hér nýlokið og hefur kjötið verið saltað og heimilin hafa annazt slát- urgerð fyrir veturinn. Skólinn er ekki byrjaður og hafa hrjáð okkur kennaravandræði, — Jakob Pétursson hefur kennt hér tvo undanfama vetur, en er annars búsettur x Reykjavík og vildi nú losna þriðja veturinn. — Það hefur nú einmitt ráðizt þessa daga, — ætlar Jakob að slá til með kennslu í vetur og hefst skólinn næstu daga. Er almennur léttir í byggðarlaginu. — Jakob er góður kennari og hvers manns hugljúfi í starfi. — Annars er ættunin að hafa skóiann í félagsheimil- inu, — raunar er sú bygging til helminga skóli og _sam- komusalur og var þakið sett á þessa byggingu núna á dög- unum. — Hér hefur verið á ferð- inni nýtur .maður, — erind- reki Slvsavarnafélagsins, Hannes Hafstein, og viðhaft kennslu í blástursaðferð hinni nýju og námskeið í I hjálp í viðlögum. Allir ejó- menn eyjarinnar nutu leið- beiningar þessa mæta manns, og hefur verið fjölsótt hjá ^ honum, — hann hefur líka B notað kvikmyndir við kennsl- • una, skólinn á 16 mm sýn- ingarvél, — annars er ekki kvikmyndahúg hér í eynni, og teljum við það hégóma. — Hvað er að frétta af kaupfélagsstjóranum? Það er nefnilega kvenmaður. — Það er alltaf sami dugn- aðarforkurinn, — er hún við góða heilsu eins og aðrir eyj- ^ arskeggjar. Það held ég nú, D kari minn. — Annars hefur tíð verið heldur umhleypingasöm að undanfömu — sæmilegur afli hefur þó verið hjá bátunum, sagði Alfreð að lokum. g.m. ! ! I I Línuútgerð getur gefið yfir 100 þús. tonn á ári, sé hún rekin eðlilega □ Eins og áður hefur verið skýrt frá í þing- fréttum blaðsins flytur Björn Jónsson nú á þingi frumvarp til laga um að hækkuð verði verðupp- bót á línu- og handfærafisk. í fyrradag mælti Björn fyrir frumvarpi þessu og mæltist honum á þessa leið: Með 'íögum um aðstbð við sjávarútveginn, sem sam- þykkt voru á síðasta alþingi var m.a. Ákveðið að ríkissjóð-,. ur greiddi 25 aura verðuppbót á hvert kg af fiski veiddum með línu og handfæri. Með þessu lagaákvæði var viður- kennt að veiðar með línu voru óhagstæðari útgerð en með öðrum veiðarfærum, þegar frá er skilin togaraútgerðin, sem um langt skeið hefur notið mun ríflegri aðstoðar af opin- berri hálfu, eða. nú um sinn styrkja, sem svara til u.þ.b. 1 krónu á kg uppúr sjó — hvort sem aflanum er landað hér heima til vinnslu — eða siglt með hann ísvarinn á erlendan markað. Með þessum lögum var í raun líka viðurkennt að hér væri um svo veigamikinn þátt okkar atvinnulífs og gjaldeyrisöflunar að ræða að hinu orinbera bæri skylda til að koma til hjálpar og tryggja þennan þátt út- vegsins. Þessi viðurkenning var og er eðlileg og sjálfsögð þeg- ar það er haft í huga bæði hve mikilvæg þessi grein út- gerðar hefur verið og eins hitt hve erfitt mundi reynast að fylla það skarð sem hún mundi skilja eftir ef hún drægist stórlega saman eða jafnvel legðist niður. Samkvæmt upplýsingum frá Fiskifélaginu var heildarafli veiddur á línu og handfæri: eða ýfir 100 þús. tonn uppúr sjó á ári, ef hún er rekin með eðlilegum hætti og nokkum- veginn fullii þátttöku þess bátaflota, sem þessum veiðum henta, en þetta magn hráefnis gefur a.m.k. um 600 milj. kr. útflutningsverðmæti fari það í frystingu, en alkunnugt er hvort tveggja, skortur frysti- húsa á hráefni og ófullnægj- andi framleiðsla frysts fisks miðað við markaðsmöguleika. Málið er ekki he'ldur þannig Ötruflaður rekstur smáút- gerðarinnar á Vestfjörðum, Norðurlandi og Austfjörðum er eitt mesta hagsmunamál sjávarbyggðanna í þessum landshlutum og stofninn í þeirri útgerð byggir á þeirri veiðiaðferð sem hér er fjallað um. Það er því sama hvort lit- ið er til almennra hagsmuna varðandi útflutningsframleiðsl- una eða hagsmuna sjávarpláss- anna — niðurstaðan hlýtur að verða sú að við megum engan veginn við því að sú þróun haldi áfram sem nú er við- varandi, að svo sé að þessari grein útvegsins búið að hún biði óbætanlega hnekki af. En á því er enginn vafi að þessi þáttur útgerðar á nú í miklum erfiðleikum og þykir F ramsöguræða BJÖRNS JONSSONAR um hærri verðupp- bót á línu- og handfærafiskinn 1962 1963 1964 113.570 smál. 110.991 smál. 84.608 smál. Um 1965 er enn ekki vitað af skiljanlegum ástæðum en fullvíst er að á þessu ári verð- ur enn um mjög verulegan samdrátt að ræða. Ef athugaður er hlutur línu- veiða á vetrarvertíðinni við S. og SV- og Vestfirði sést að 1963 var hann 54.392 eða 27% 1964 var hann 39.732 cða 14,8% og 1965 alvcg hvcrfandi Iítill nema á Vestfjörðum og minnk- aði enn stórlega ftrá árinu ’64. Þessar tölur sýna tvennt. í fyrsta lagi að línuútgerðin á auðveldlega að geta gefið um vaxið að líklegt sé að nokkur önnur útgerð komi í stað línu- veiða þegar hún dregst sam- an eða ef hún legðist að mestu niður — a.m.k. svo nokkru verulegu nemi. Ástæður fyrir því eru þær helztar að veiðar með línu eru nær einu veiðar á bolfiski sem reknar verða með bátaflota okkar nær helming ársins þ.e.a.s. frá okt.— febrúarloka og yfir hásumarið koma þær og takmarkaðar veiðar með dragnót og hand- færi einar. til greina í þessu sambandi. Nýting á smærri bátum okk- ar og nýting veiðimöguleika og nýting fiskvinnslustöðva víðs vegar um laqd er því mjög háð þessari veiðiaðferð, enn sem komið er a.m.k. og raunar í svo ríkum mæli, að fjöldi sjáv- arþorpa á afkomu og atvinnu ■búa sinna langsamlega mest undir þessum veiðum komna meginhluta ársins. þeim sem til þekkja sýnt að ef ekki koma til verulegar lagfæringar ó rekstrargrund- velli hennar haldi sá sam- dráttur áfram með vaxandi hraða, sem nú hefur þegar gert mjög greinilega vart við slg og sem tölulegar upplýs- ingar sanna. Verðuppbótin, sem samþykkt var á þessu ári hefur reynzt algerlega ófull- nægjandi til þess að halda hag þessarar útgerðar í horf- inu endá hefur verðbólgan orð- ið þess valdandi að ailur til- kostnaður hefur vaxið hraðar en fiskverðið hefur hækkað til útgerðar og sjómanna. Þag mun vera nokkuð sam- eiginlegt álit flestra sem kunnr ugastir eru útvegsmálum að rekstrargrundvöllur línuútgerð- ar sé ekki betri en togaraút- gerðarinnar og að svo hafi orð- ið um ailangt skeið og mun togaraútgerðin þó sízt ofhald- in af þeirri aðstoð hins opin- bera, sem hún nú nýtur. All- ur munurinn er sá að togara- útgerðin er í höndum fárra stórra aðila — en línubáta- útgerðin margra smárra og févana einstaklinga, -sem að verulegu leyti vinna margir hverjir sjálfir hörðum höndum við útgerðina. Glöggt dæmi um hag beggja er það að eng- in endumýjun á séá?„nú úengur' stað í útgerð þeirra hvað skipakost snertir. Rök gegn því 'að ' liH&úf1-- gerðin fái svipaðan opinberan styrk eins og togaraútgerðih virðist því ekki liggja á lausu. Hinsvegar mun mega fullyrða að ef farið væri að þeim til- lögum, sem ég flyt hér og þessum útgerðargreinum væri gert jafnt undir höfði — veitt svipuð aðstoð — mundi það reynast mjög mikil örfun fyrir smáútgerðina og auka athafna- semi hennar til hagsbóta fyrir þjóðina í heild og alla sem nærri henni standa. Ég Ut ckki svo á að hér sé um neina raunverulega út- gjaldaaukningu fyrir ríkissjóð að ræða þótt frv. mitt yrði samþykkt. Ég held að þessi aukni styrkur mundf skila sér og meira til aftur til baka í auknum tckjum ríkissjóðs vcgria mciri gjaldeyrisöflunár. Mcnn reikni aðeins dæmið. Annars vegar hverjar tekjur ríkissjóður fær af gjaldeýris- öflun línuútvcgsins, cf hami er í fullum gangi og skilar yfir landið og er undirstaða öflúriar uppá 600—700 mflj. kr.' og' hinsvegar hverjar tckjur háns vcrða af þessari atvinnugréiri' ef hún skilar aðeins helmingi eða jafnvcl miklu minnu þessa verðmætis. Ég held að aðstoð- in, sem þetta frv. gerir rðð fyrir verði ekki 0f stór, ef hún er skoðuð í samhengi við útkomuna úr því dæmi. Ég ætla ekki áð hafa um þetta öllu fleiri orð. Ég vil að- eins vænta þesg afj sú nefnd sem væntanl. fjaliar ' um þetta mál athugi það rækilega, kynni sér allar tiltækar staðreyndir, sem málið varða og hagi afgr. málsins í samræmi við þær. Er það þá trú mín að hún sannfærist um að hér ei'U ekki á ferðinni nein yfirboð eða óhæfileg kröfugerð heldur óhjákvæmileg úrræði í vandu- máli, sem alþingi og ríkisstjórn ber að leysa og það án nokk- urs undandráttar. : i / »

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.