Þjóðviljinn - 04.11.1965, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 04.11.1965, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 4. aóvember 1965 — ÞJÖÐVILJINN, — SlÐA J Níels Dungal prófessor MinningarorS Prófessor. Niels Haraldur Pálsson Dungal, sem andaðist á Landsspítalanum 28. október síðastliðinn. verður jarðsettur í dag. Með honum er fallinn í valinn einn af merkustu braut- ryðjendum Islendinga í lækn- isfræði. Prófessor Dungal var fæddur á Isafirði 14. júní 1897 og var því 68 ára er hann lézt. ‘dann var af þekktum ættum dug- mikilla sjósóknara á Vestfjörð- um og bænda í Borgarfirði. Foreldrar hans voru Páll Hall- dórsson skólastjóri Stýrimanna- skólans í Reykjavík og Þuríð- ur Nielsdóttir frá Grímsstöðum á Mýrum. Hann lauk embættis- prófi í læknisfræði frá Háskóla íslands árið 1921. Hann stund- aði framhaldsnám á Norður- löndum, í Þýzkalandi og Aust- urríki á árunum 1922—1926. Árig 1926 var hann skipaður dósent í meinafræði við Lækna- deild Háskóla íriands og pró- fessor varð hann í þeirri grein árið 1932. I upphafi starfsferils síns þurfti prófessor Dungal að vinna sín rannsóknarstörf við lélegan húsakost og mikinn skort á þjálfuðu aðstoðarfólki. Hann vann á fyrsta áratug sinnar starfsævi það afrek að koma upp myndarlegum húsa- kosti fyrir meinafræðirannsókn- ir með byggingu þeirri við Barónsstíg, sem ennþá er látin duga, sem einaí í'annsóknarstof- fflj, af því tagi á Islandi. Þetta afrek í býggingarmálum Lækna- deildar Háskólans var unnið á krepputímunum fyrir stríð. Með þvi lagði prófessor Dungal grundvöll að því mikla og sam- fellda starfi. sem hann sjálfur og samstarfsmenn hans hafa innt af hendi fram til þessa og sífellt hefur færzt í aukana og orðið fjölþættara með ár- unum. Prófessor Dungal ritaði mik- inn fjölda greina um margvís- leg efni. Af hinum mikla fjölda ritgerða um læknisfræðileg efni eru margar um þýðingamikla flokka sjúkdóma. sem valdið hafa og valda miklu heilsutjóni hjá þjóðinni. Þessu til dæmis má nefna greinar hans í lækna- ritum um sullaveiki og berkla- veiki frá fyrri árum og grein- ar hans um illkynja sjúk- dóma á íslandi sem hann hef- ur ritað hin síðari ár. Hann mun hafa verið einn af fyrstu vísindamönnum. sem benti á samhengið milli vindia- reykinga og lungnakrabba- meins, samanber greinar hansi brezka læknaritinu .,Lancet“ frá árunum 1950 og 1961. Og þótt stundum hafi verið naft við orð að hann væri djarfari í ályktunum en efni stæðu til, hafa rannsóknir annarra vís- indamanna. .,ameríska skýrsl- an“ um reýkingar vindlinga og fleiri merkar talnaskýrslur kveðið upp sinn dóm um þenn- an þátt í starfi prófessorsins. Prófessor Dungal mun snemma hafa gert sér glögga grein fyrir hinum sérstöku og hagstæðu skilyrðum hér á landi til að kanna tíðni vissra kvilla og sambandið milli þeirra og umhverfis. Þetta kemur fram --------------------------------<S> í ritgerðum um krabbamein í maga, sem hann skrifaði í er- lend tímarit og bækur. Greinar- gerðir hans um magakrabba- mein á Islandi vöktu mikla athygli erlendis og öfluðu honum frægðar. Og það var mikil viðurkenning á þýðingu og gildi starfsemi hans og stofn- unar þeirrar sem hann veitti \/ Ijóðabók: „Ágústdagar" Bragi Sigurjónsson Ný ljóðabók eftir Braga Sig- urjónsson er meðal haustbók- anna í ár og nefnist hún Ágústdagar. Þetta er sjötta bók höfundar, áður hafa komið fjórar ljóðabækur og eitt smá- sagnasafn. Útgefandi er kvöld- vökuútgáfan á Akureyri. Efni Ijóðanna eru hin marg- víslegustu, en víða ber á trega- blæ vegna þess að hásumar ævinnar sé liðið hjá, og mun heiti bókarinnar Ágústdagar valið með hliðsjón af því yrk- isefni. Bókin er 96 bls., prentuð í Prentsmiðju Jóns Helgasonar, Reykjavík. Hér er eitt kvæði bókarinn- ar, og nefnir höfundur það Haustnótt á Akureyri: Flauelsmjúk ský eru á ferð yfir Garðsárdalinn, um flosofna bliku í suðri hlæjandi máni gægist og bregður litrófi um ljósofinn dúk. En höfug og Ijúf af hlýindum suðlægrar áttar fer haustnóttin yfir, gengur döggskóm um túnin og dokar í skugga við dimmleitam öxnafellshnjúk. Dökkur og slétlur sem demantur fægður er sjórinn, deplaður bliki einnar og einnar stjörnu og silfraður glömpum, er gægist tunglið um ský. En götuljós bæjar speglast á höfði setrn hafi hundruðum kyndla verið stungið í Pollinn og brenni þar kyrrir og botnfastir vatninu i. Dimmbláu rjáfrl halda Súlur á herðum. Heiðin er þögul og myrk undir slútandi brúnum. Byggðina dreymir í djúpri friðsælli ró, á meðan eyktarlaus timinn talar til jarðar úr takmarkalausu rúmi ókenndra sviða ofan af himni, utan frá stjarnanna sjó. Níels Dungal forstöðu, þegar honum var veittur rausnarlegur styrkurfrá amerískum aðilum til eflingar rannsóknum á magakrabba- meini hér á landi. Prófessorinn lét einnig mik- ið að sér kveða fyrr á árum við rannsóknir og lækningar á nokkrum búfjársjúkdómum. sem gert höfðu mikinn usla í bú- stofni íslenzkra bænda. Hann mun hafa verið fyrstur til að beita vísindalegum aðferðum til sóknar gegn sýklakvillum í bú- fé og með góðum árangri. Hann rannsakaði meðal annars bráða- pest í fé og bjó til bóluefni gegn henni. Prófessor Dungal vann um árabil mikið starf við að skipu- leggja krabbameinsvamir. Hann var frá upphafi til dauðadags formaður Krabbameinsfélags Islands. Hann var kjörinn fyrsti heið- ursfélagi í Félagi íslenzkra meinafræðinga. Sem kennari í meinafræðiog réttarlæknisfræði er mér próf- essorinn einkum minnisstæður vegna hinnar sérstöku hæfni hans til að gefa kennsluefninu dramatískan blæ og kraft. Margar lýsingar hans á sjúk- dómum og afleiðingum þeirra voru með þeim brag. að þær sviptu burt öllum námsdrunga og urðu spennandi viðburðir. Mér er til dæmis ríkt í minni hvemig lúsataugaveikin (rik- ettsia prowaseki) var f einni kennslustund hans orðin meiri fjandi Napóleons og herja hans í Rússlandsherförinni en allur Rússaher. Hann átti einn- ig til harðmeitlaða kímni eins og þegar hann tók þannig lil orða um mannsheilann, að hann væri í flestum lítið notað lúxuslíffæri. Þegar frá hefur liðið finnst mér að kennslustíll hans hafi ekki aðeins gefið mynd af manni, sem hafði gáfur til að gera kennsluefni athyglisvert fyrir nemandann. heldur lýsir hann jafnframt hinni miklu reynslu og yfirsýn prófessors- ins sem meinafræðings og læknis. Kennsla hans um næm- ar sóttir hlaut að bera sterkan keim af þeim ömurlega veru- leika í læknisfræði og meina- fræði sérstaklega. sem hann kynntist náið bæði hérlendis og erlendis á árunum milli heims- styrjaldanna. En þá var eins og kunnugt er, vígstaða lækna gagnvart alvarlegustu sýkla- sjúkdómum gerólík þeirri sem nú er eftir að mörg ný og öfl- ug lyf komu ‘til skjalanna. Margt er umdeilanlegt í starfi prófessors Dungals, svo sem oftast mun verða um starf mikilla valda- og umsvifa- manna. Hitt er víst að það vekur undrun okkar í dag, hve miklu hann kom í verk á sinni starfsævi. Sem læknanemi man ég að mér fannst útlit hans, fas og framkoma bera í sér svipmót þeirra stóru lækna og frægu í útlöndum, sem ég hafði séð myndir af og lesið um. Mig grunar að sú mynd af hinum látna prófessor endist lengi í hugskoti mínu. Ólafur Jetisson. Stofnkostna&ur Laugardalshallar 35 mlljónir kr. Á aðalfundi Sýningarsam- taka atvinnuveganna fyrir skömmu var frá því skýrt að íþrótta- og sýningahöllin í Laugardal kostaði nú um 28 miljónir króna, en þegar rekst- ur hennar hefst, sem væntan- lega verður á fyrstu mánuðum næsta árs, má reikna með að stofnkostnaöur verði 35 milj- ónir króna. Sýningarsamtökin voru stofn- uð 1. júní 1957 og eru hlut- hafar landssamtök aðalatvinnu- vega þjóðarinnar og einstök fyrirtæki. Tilgangur félagsins er að koma upp alhliða sýningaað- stöðu í höfuðborg landsins fyrir meðlimi sína og aðra, er þess kynnu að óska. Eftir stofnun félagsins var gengið til samstarfs við borg- aryfirvö'd Reykjavikur, IBR, og Bandalag æskulýðsfélaga um sameiginlegt átak til að koma upp sýninga og íþrótta- húsi í Laugardal. Þörfin geysimikil. Sýningasamtök atvinnuveg- anna hf., eiga samkv. samn- ingi 41% í hinu nýja sýninga- og íþróttahúsi, en smíði þess nálgast nú lokamarkið. Húsið verður væntanlega tekið í notkun á fyrstu mán- uðum næsta árs. Þörf fyrir þessa glæsilegu byggingu er geysimikil. Nær ógerlegt ernú að halda uppi í höfuðborginni þeirri starfsemi, sem ætlazt verður til í nútímaþjóðfélagi, svo sem almennum íþrótta- kappleikjum, fjöldafundum. vöru-, og iðnaðarsýningum margskonar og kynningarstarf- semi. Sýningasamtök atvinnuveg- anna leysa því mikinn vanda með forgöngu sinni á sviði fé- lagsmála. Hinir ýmsu atvinnuvegir landsmanna tengja miklar vonir við þessar fi-amkvæmdir í Laugardal, enda hafa sam- tökin samkvæmt samningi við borgaryfirvöld Reykjavíkur lof- orð fyrir landrými allt að 11 ha til starfsemi sinnar á þess- um stað. Hluíafc aukið. Hlutafé Sýningasamtakarma var í byrjun 1 milj. kr., en tvöfaldaðist árið 1963. Á að- alfundi nú var var stjóm fé- lagsins hinsvegar heimilað að auka enn hlutafé félagsins um 2,5 milj. kr. og verður það þá 4,5 - milj. kr. Af þessari hlutafjáraukningu, 2,5 milj. kr. hefur þegar safnazt 2.050.000,—. Eldri hluthafar geta enn auk- ið við sig hlutafé, en nýirhlut- hafar verða teknir inn verði þess þörf. Stjóm Sýningasamtaka at- vinnuveganna hefur verið ó- breytt f rá stof nun f élagsins, nema eftir andlát Guðmund- ar Halldórssonar, forseta Landssambands iðnaðarmanna tók sæti í stjóminni Tómas Vigfússon, byggingameistari. Stjórnina skipa: Sveinn Guð- mundsson, formaður, Harry Fredriksen, varaform., Björg- Sveinn Guðmundsson mjög ýt’- !r í stjórn: Jón H. Bergs o; Tómas Vigfússon. Iðnsýning næsta haust. Á aðalfundi Sýningasar- taka atvinnuveganna hf„ flutt Framhald á 9. síðv. Lúðrasveitin Svanur minn- ist 35 ára afmælis í nov. Lúðrasveitin Svanur hélt að- alfund sinn hinn 10. október s.l. Formaður hennar, Þórir Sigurbjörnsson skýrði frá starf- semi félagsins síðasta starfsár. Kom þar fram m.a. að þrátt fyrir þi-öngan fjárhag hefur starfsemin verið öflug. Keypt voru hljóðfæri fyrir meira en 50.000.00 kr. þ.á.m. pákur (skálabumbur), hinar fyrstu í eigu lúðrasveitar á Islandi. Einnig var á s.l. hausti haldid námskeið fyrir blásara. Kenn- ari var Jón Sigurðsson trompet- leikari. Formaður sagði einnig frá því, að sveitinni hefði borizt höfðingleg gjöf frá íslenzkum tónlistarmanni í Kaupmanna- höfn, Reyni Gíslasyni, sem fyrr á árum var stjómandi lúðra- Muska Islandka Enn hefur á tiltölulcga skömntum tíma bætzt við safnið ,,Musica Islandica“ sem Menningarsjóður hóf út- gáfu á fyrir nokkru. Skal getið hér fjögurra síðustu nótnaheftanna, sem Þjóðvilj- anum hefur borizt. Þessi fjögur nýju hefti eru númer 12, 13, 15, og 16 í safninu. Tóflifta heftið er Sónata fyrir klarínettu og píanó eft- ir Jón Þóirarinsslon, þrettánda heftið Islenzkur hátíðarmars eftir Pél ísólfsson, fimmt- ánda Prelúdíur og postlúdí- ur eftir Jóhann Ólaf Har- aldsson og það sextánda er fimm lög fyrir orgel eða harmóníum eftir Steingrím Sigfússon. Sónata Jóns Þórarinssonar er annað tónverkið. sem út kemur í flokknum Musica Islandica. Áður voru komin út orgelverk eftir Jón, prel- údía, choral og fúga. Hátíðamars Páls ísólfsðonar er tileinkaður Háskóla Is- lands, er 50 ára afmælis skól- ans var minnzt fyrir fjórum árum. Er nótnahefti þetta í heldur minna broti en önn- ur hefti í útgáfuflokknum. 1 hefti því, sem hefur að geyma tónverk Jóhanns Ó. Haraldssonar, eru þrjár prel- údítzr og tvær postlúdíur fyrir orgel eða harmóníum, tvö verkin samm árið 1934, eitt 1935, eitt 1950 og eitt 1954. ★ Lög Steingríms Sigfússon- ar eruþessn Andante (Spurn). Pi'elúdía (Langi frjádagur). Adagio (Hugarangur), Pastor- ale OHjarðpípxrr) og Kóral- forspil (Kær Jesú Kristi). sveitar hér í Reykjavík, cr bar nafnið .,Gígjan“. Hann sendi sveitinni mikið magn af fón- verkum útsettum fyrir lúðra- sveit. Skömmu fyrir aðalfundinn barst sveitinni önnur gjöf, nót- ur ,myndir af hljóðfærum og bæklingar um hljóðfæri, frá Hreiðari Ólafssyni. sem í mörg ár gegndi formannsembætti í Lúðrasveitinni Svanur. Hreiðar sendi þessa góðoi gjöf í tilefni 35 ára afmælis sveitarinnar hinn 16. nóvember n.k. Á síðastliðnu starfsári urðu stjómendaskipti. Jón G. Þórar- insson lét af störfum eftir fjög- urra ára þróttmikið og fómfússt starf, en í hans stað var ráð- inn Jón Sigurðsson trompetleik- ari í Sinfóníuhljómsveit íslands. 1 tilefni 35 ára afmælis síns hyggst Lúðrasveitin Svanur efna til tónleika í Austurbæj- arbíói laugardaginn 27. nóvem- ber n.k. Verður bar margt áheyrilegt á efnisskránni. s.s. einleikur Jóns Sigurðssonar, syrpur úr söngleikjum göngu- lög o.fl. Fyrirhugað er að bjóða gömlum félögum og öðrum vel- i'inurum sveitarinnar á þessa tónleika. * Stjóm Lúðrasveltarfnnar Svanur er nú svo skipuð: Þórir ^igurbjömsson formaður, Ey- Mnn Guðmundsson faraform. ^°vnir Guðnason ritari, Jóharm Gunnarsson gjaldkeri og Júlfus Sæberg Ólafsson meðstjómandl. »

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.