Þjóðviljinn - 11.11.1965, Page 1

Þjóðviljinn - 11.11.1965, Page 1
samiS um kjör stjórn- stórvirkra vinnuvéla — eftir 38 klukkustunda samningafund '‘J Eftir samningafund sem staðið hafði í 38 klukkutíma tókst fuH- trúum Dagsbrúnar og eigenda stórvirkri vinnuvéla klukkan f jögur aðfaranótt miðvikudags að ná samkomulagi um nýjan kaup- og kjarasamningar fyrir stjórnendur þungavinnuvéla. Höfðu áður verið haldnir margir og strangir fundir. Auk lagfæringa á kaupi og kjörum þessara manna var eitt helzta atriði nýju samninganna að ákvæðið um að tveir menn séu á tækjum þessum þar sem öryggi krefst og annars hætta á að stjómanda verði ofboðið með vinnu, verður nú miklu víðtæk- ara en áður, nær til miklu fleiri tækja. Samkomulag varð um að hvor aðili skipi tvo menn í nefnd sem semji nánari reglur um nýtingu tækja og öryggi og flokkun þeirra, en það er flókið mál vegna þess að sífellt bætast við ný tæki og notkun þeirra eykst. Þeirri nefnd var falið að knýja fram reglugerð þar sem krafizt verði réttinda til að fara með stórvirkar vinnuvélar. Samkomu- lag varð um að koma á fót nám- skeiðum ‘ fyrir stjómendur tækj- anna sem miðist við tvö stig réttinda. Samkomulag þetta verður borið undir hlutaðeigendur á næst- unni. Frá Háskólafundinum í fyrrakvöld. UmrœSur um háskólamál: Tímabær stúdentafundur átel- ur vanrækslu ríkisvaldsins □ Umræðufundur sá er Stúdenifaráð Háskól- ans efndi til í fyrrakvöld um málefni háskólans var fjölsóttur. Frummælendur voru fjórir, allir hingmenn og þrír þeirra nátengdir háskólanum. Svipaðra sjónarmiða gætti í ræðum þeirra allra: illir töldu þeir slíkan umræðufund nauðsynleg- m, allir sögðu þeir þann skilning nú vera út- breiddan að þekking væri dýrmætust verðmæta hvers þjóðfélags, æðri menntun ákjósanleg fjár- festing, og að nauðsyn bæri til að efla Háskólann. Fyrstur tók til máls Gylfi Þ. Gíslason menntamálaráðherra. — Hann rakti fyrst nokkuð þróun Héskólans síðasta áratug: kenn- urum hefur fjölgað um 71% síðan 1955 og stúdentum um 46%. Hinsvegar hefði kendídöt- um er á hverju ári útskrifast ekki fjölgað neitt á þessu tíma-j bili, og kvað ráðherra það að | sönnu alvarlega þróun, og þyrfti að rannsaka orsakir hennar. Þá fór Gylfi nokkrum fögrum orðum um auknar fjárveitingar til Háskólans, sem hann kvað hafa aukizt á tíu árum 3,6 sinn- um ef tekið væri tillit til breytts peningagildis. Þá sagði hann frá þeirri ákvörðun ríkisstjómarinn- ar að samþykkja niðurstöður rannsóknar Háskólaráðs á kenn- araþörf, er gerir ráð fyrir 32 nýjum prófessorsembættum og 49 öðrum kennaraembættum á næstu tíu árum. Ennfremur kvað hann ríkisstjóminina hafa sam- þykkt aðild að sameiginlegum rannsóknum háskólans og ríkis- valds á heildarþörfum Háskólans f náinni framtíð. sem hann kvað hafa bókakost er ekki væri nema fjórðungur þess er smæstu háskólar Norðurlanda réðu yfir. Ölafur Bjömsson prófessor tók næstur til máls og einkenndist ræða hans af mjög mikilli var- kámi. Hann hafði um það all- mörg orð, að æðri menntun á Is- landi hefði takmarkað fjármagn til umráða, að háskóli væri dýr stofnu og þar fram eftir götum. Þess vegna þyrfti að stíga hvert skref í þróunarferli háskólans með varúð: ekki mætti að vísu einblína á þær námsgreinar ein- ar sem hefðu bein áhrif á þjóð- arbúskap og hagvöxt, en alltaf yrði þó að taka mikið tillit til Framhald á 3. síðu. Skáldsaga Jakob- ínu Sigurðardóttur Út er komin hjá Skuggsjá ný skáldsaga eftir Jakobínu Sig- urðardóttur og nefnist hún „Dægurvísa“ — nútímaskáld- saga úr Reykjavíkurlífi. Jakobína Sigurðardóttir er ættuð af Homströndum en hef- ur uai alllangt skeið búið í Mý- vatnssveit. Hún hefur fyrir löngu getið sér orð fyrir skarp- leg ádeilukvæði, sem birtust í blöðum og tímaritum og svo. á- Fylklncpin ÆFR .★] I kvöld kl. 8,30 hefst fyrsti * málfundurfnn í léttum dúr. * Umræðucfni þessara funda * koma í ljós á sjálfum fund- * unum en fullvíst er að þau *■ verða þess eðlis að allir geta * verið með. Takið þátt í •k fundunum frá byrjun. * — Stjórnin. samt ýmsum kvæðum öðrum, í bókinni ,.Kvæði“ sem út kom 1960. í fyrra kom svo út eftir hana smásagnasafnið ..Punkbur á skökkum stað“ sem hlaut loí- samlega dóma gagnrýnenda fyr- ir snoturleg vinnubrögð og við- feldna persónusköpun og ýmis- lega kunnáttu aðra. Dægurvisa fjallar svo tþ ein- göngu um íbúa lítils húss við lítt áberandi götu í Reykjavík — jafnt þá sem í kjallaranuim og í risinu búa og húseigendur á miðhæð óg þeirra skyldulið: fólk af misjafnri gerð sem býr við ólíkar aðstæður. ti'tgefanda telst svo til í stuttri gretnar- gerð að kjarni bókarinnar sé sá, að sjálft lífsundrig sé dásam- legt og allt þag gott og gagn- legt sem stuðlar að eðlilegri lífsnautn og vexti einstaklings- ins en allt það sem kreppir að náttúrlegrj þróun mannsins verðj hvorki afsakað né fyrir- gefið. Skáldsaga Jakobínu Sigurðar- dóttur er 176 bls.. prentuð í Al- þýðuprentsmiðjunni. ^æjarfógetaembættið í Hafnarfirði Iveir starfsmenn sögiu upp í gær Tveir starfsmenn hjá bæjarfógetaembættinu í Hafnar- firði sögðu upp stöðum sínum í gærdag til viðbótar átta varfsmönnum daginn áður og hafa nú tíu starfsmenn hjá embættinu sagt upp stöðum sínum til þess að mótrriæla nólitískri embættisveitingu dómsmálaráðherra á dögunum. Mikill æsingur var í FirðinUm í gærdag út af þessu máli og hittust margir bæjarbúar í einskonar afmælis- veizlu hjá Kaupfélagi Hafnarfjarðar við opnun á nýrri matvörUverzlun og ræddu menn vítt og breitt um málið og átti ríkisstjómin þar fáa formælendur. Heiftarlegur kynþáttaslagur í Reykjavík í gærkvöld REYKJAVÍK 11/11 — Kynþáttaóeirðir brutust út milli bandarískra hermanna hér í borginni í gaérkvöld og- loguðu meiriháttar slagsmál á tveim veitingastöðum, — um átta leytið á Gildaskál- anum og á tíunda timanum í Þórscafé. — Hér áttust við hvítir landgönguliðar í flotanum ann- arsvegar og Filippseyingar og svertingjar hins- Þjóðviljirm átti stutt viðtal í gærdag við Jón Finnsson, full- trúa bæjarfógeta í Hafnarfirði og kvað hann tvo starfsmenn hjá embættinu hafa sagt upp starfi sínu í gaer til að mótmæla nýgerðri embættaveitingu dóxns- málaráðherra á sýslumannsem- bættinu. Það eru þeir Hilmar Ir.eimundarson, fulltrúi i saka- málum hiá embættinu og Sig- urður Hermundarson, bókari. Þannig hafa nú tiu starfs- menn hjá embættinu sagt upp srarfi s;t>u í mótmælaskyni, — að visu einn starfsmaðurinn tausráðinn. • Þjóðviljinn átti stutt viðtal í gærdag við Öiaí Bjarnason, bónda í Brautarholti og kvaðst hann fúslega viðurkenna það, að hrT n hefði mælt eindregið með Eimi Sveinbjömssyni, sýslumannj sem sýslunefndar- maður við dómsmálaráðherra enda hefði hann kynnzt Bimi sýslumanni sem góðum og mæt- um embættismanni i reynd á undanförnum árum. ölafer Bjamason, bóndi er sýslunefndarmaður fyrir Kjalar- neshrepp í Kjósarsýslu. Þannig mæltu þrír sýslunefndarmenn í Kjósarsýslu með Bimij sýslu- manni. Þá ræddi Gylfi Þ. Gíslason einnig nokkuð sínar eigin hug- myndir um breytingar á skóla- kerfi og háskólanámi. Stúdents- aldur vildi hann lækka með því að gefa þeim er ætla í lands- próf kost á því að taka náms- efni 12-14 ára bekkja á tveim árum í stað þriggja. Gat ráð- herra þess um leið að ýmsum skólamönnum litist illa á þá hug- mynd. Einnig mætti stytta Há- skólanám um eitt ár í flestum greinum með því að lengja há- skólaárið upp í níu mánuði. En þá þyrfti einnig að efla fjárhags- légan stuðning við stúdenta sem svaraði minnkuðum tekjumögu- leikum þeirra. Ólafur Jóhannesson prófessor, tók næstur til máls. Hann kvað ýmislegt vel hafa verið gert fyr- ir háskólann að undanfömu, en þó gæti hann ekki verið eins á- nægður með þróunina og ráð- herra. íslendingar hefðu dregizt aftur úr grannþjóðum sínum, unnið of handahófslega að þróun æðri menntunar, enda væri Há- skólinn illa undir það búinn að taka við þeirri stúdentafjölgun sem að líkindum yrði mikil á næsta áratug. Meira að segja væri sú hætta á næsta levti að takmarka þyrfti aðgang að ein- stökum deildum háskólans. Ólafur mælti með þvi að fleiri námsgreinar yrðu fluttar inn í landið og öll rannsóknarstarfsemi efld. Þá vildi hann að íslenzkir kynntu sér sem rækilegast kerfi námsláns og námslauna sem grannþjóðir eru að innleiða hjá sér. Ennfremur átaldi hann van- rækslu við háskólabókasafnið, vegar. Barizt var af heift á Gilda- skálanum — var þar meðal annars einn sjóliði kjálkabrotmn og aðrir hlutu meiri og minni skrámur. — Var heldur blóðugt um að litast á Gildaskálanum um kvöldverðarleytið. Heiftarlegustu slagsmálin urðu þó á dansleik inni i Þórscafé og brutust þau út um kl. hálf tíu og er álitið, að um eitt hundrað sjóliðar _ hafi barizt þar um skeið. íslenzka lögreglan kom þarna á vettvang þegar, fyrst fjórir lögregluþjónar og byrjuðu þeir þegar að skakka leikinn og notuðu til þess kylfur. — síðan urðu lögregluþjónamir tíu tals- ins og hófu þegar að ryðja hús- ið varð mikið hark í stiganum um skeið, ultu þar niður nokkr- ir sjóliðar og hrönnuðust upp fyrir neðan stigann, varð einn landgönguliði jlla leikinn neðst í hrúgunni, hefði hann sennilega beðig þama bana. ef íslenzku lögregluþjónamir hefðu ekki beitt snarræði og leyst sundur hrúguna með kylfuárás Flytja varð fjölda marga menn á Slysa- varðstofuna og allur hópurinn annars fluttur niður á Lögreglu- stöð og var heldur líflegt um að litast þar um miðnættið. Þarna skörtuðu meðal annars tveir landgönguliðar með heið- ursmerkj í barminum. — margir þeirra voru undir áhrifum og sungu bandaríska slagara og veittust að íslenzku lögreglu- þjónunum með illum munnsöfn- uði. — lét hópurinn all ófrið- lega Tilefni ólátanna er talið að Filippseyingamir höfðu drukk- ið heldur ósleitilega í gærdag vegna forsetakosninganna á Fil- ippseyjum. — voru djarfir til kvenna og þóttust hvitir land- gönguliðar bera þar skarðan hlut. frá borði — þessi litlu kettling- ar era kvensælir, sagði einn lög- regluþjónn á stöðinni. Fyrir utan lögreglutöðina mor- aði af íslenzkum smástelpum og biðu eftir bardagahetjum sínum, — þær voru hundblautar í rign- ingunni og hlupu stundum fram hjá porinu og æptu inn á stöö. Um miðnætti voru allir sjóliðar teknir í karphúsið og látnir stilla sér upp í raðir í portinu og gekk þar fyrir þeim liðþjálfi og hélt yfir þeim tölu, — aðrir skrásettni niður nöfnin og var það heldur linleg athöfn. Skömmu eftir mið- nætti kom svo Shore Patrol af Vellinum og tóku landgöngulið- ana, — voru þarna margir stór- ir bílar á ferðinni og stór sjúkra- bíll af Vellinum. Voru margir sjóliðanna blóð- ugir og skrámaðir f andliti. — með sjúkrabindi um höfuðin, — sumir fullyrtu- að hnífum hafi verið beitt í Þórscafé. Inn í þennan hildarleik allan komu Is- lendingar hvergi nærri.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.