Þjóðviljinn - 11.11.1965, Side 6

Þjóðviljinn - 11.11.1965, Side 6
0 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagur 11. nóvember 1965. Enda þótt enn hafi ekki tekizt að framkvæma svonefnda „hæga“ lendingu á mánanum, hlýtur senn að því að koma, að slíkt takist. Þá rennur upp innan hríðar sú stund, að mannað geimfar verði sent til manans. í þessari grein lýsir sovézkur vísindamaður, Júrí Marínin, því hvemig hann hugsar sér fyrstu ferðina og fyrstu gönguferðina á yfir- borði mánans. FERÐIN TIL MÁNANS í skáldsögum og greinum hefur því oftlega verið lýst, hvemig fynsti maðurinn kemur til mánans. Nú vinna vísinda- menn að því að leysa þau verkefni, sem því vandamáli eru samfara að lenda á mán- anum. Þær Ijósmyndir, sem í seinni tíð hafa fengizt af yf- irborði mánans, gefa það til kynna, að mögulegt muni reynast að finna nægilega flatt svæði til þess að geim- far geti lent. — En hvort yfir- borð mánans er nothæf lend- ingarbraut fyrir geimfar — að því geta menn aðeins komizt með því að senda fyrst á vett- vang ómannað geimfar — nokkurs konar fljúgandi rann- sóknarstofu — og kynna sér þannig allar aðstæður eins og bezt er unnt. Mánaryk? Getur yfirborð mánans bor- ið geimfar? Enn eru margir sem telja að yfirborð mánans sé úr þykku ryklagi örsmárra geimagna og að geimfar á yf- irborði mánans muni einfald- lega „drukkna“ í mánarykinu. Ennfremur er að geta þeirrar hættu, að geimfarið lendi í lægð sem sífellt dýpki, þar eð gasið frá stöðvunareldflaugun- um verki sem nokkurs konar bor, þannig að sjálft geimfarið sökkvi dýpra og dýpra. Með því að senda mannlaust geimfar til mánans, búið vís- indatækjumj munu menn ef svo mætti segja framkvæma „aðalæfingu“ raunverulegrar mánaferðar með mönnuðu geimfari. M.a. hafa menn unn- ið að áætlunum þess efnis að útbúa slíkt ómannað geimfar „fótum“ þannig að þrýsting- urinn á yfirborði mánans við lendingu verði sem minnstur. Ef í ljós skyldi koma, að yf- irborð mánans sé gert af þykku ryklagi (flestir vísindamenn telja nú reyndar, að sú skoð- un sé röng), þá kann svo að fara, að grípa verði til ein- hverra annarra ráða við lend- inguna, beita t.d. einhverskon- ar „loftpúðum". Aðgát skal höfð Á því getur hins vegar eng- inn vafi leikið, að vísindamönn- unum muni takast það að leysa þau vandamál, sem tengd eru því að lenda á yfirborði mán- ans, og þá rennur upp sú stund, er maður stigur fæti í fyrsta sinn á aðra stjömu, enda þótt aðeins sé um fylgihnött að ræða. Gera verður ráð fyrir því, að fyrsta geimfarið, sem á mánanum lendir, hafi innan- borðs að minnsta kosti tvevgja manna áhöfn. Eftir lending- una getur áhöfnin ekki stvax lagt upp í rannsóknarferð, en verður fyrst að fullvissa sig um það, að öll tæki geimfars- ins séu í lagi og undirbúa ailt sem bezt, þannig að unnt sé að snúa heim á leið fyrirvara- laust. Jafnvel með ítarlegustu rannsóknum ómannaðra geim- fara er ekki unnt að tryggja það, að fyrstu ;,mánamennirn- ir“ lendi ekki f einhverjum þeim erfiðleikum; að þeir Myndin hér að ofan, er af fyrsta verksmiðju í Moskvu og sýnir neyðist til að snúa þegar til jarðarinnar aftur. Skoðast um Eftir að hafa fullvissað sig um það að öll tæki séu í lagi, verða geimfaramir þvínæst að framkvæma ýmsar miídlvægar og athuganir. Utan á geimfar- inu verður komið fyrir tækjum, sem mæla yfirborðshita og geislavirkni. Gegnum „kýr- auga“ geimfarsins geta geim- fararnir svo skoðað umhverfi sitt og skipulagt fyr&tu göngu- ferðina um mánann. Jafnframt þessu verða geimfaramir að vegað það og meta, hver hætta sé á loftsteinum. Ekki er unnt að útiloka þann möguleika, að geimfararnir lendi í loft- steinaregni, þar eð máninn hefur ekkert gufuhvolf einsog jörðin, en í því gufuhvolfi brenna loftsteinarnir uppnema þeir allra stærstu. Allt þetta munu vísindamerm hafa rann- sakað að nokkru með vísinda- ............ — <S> hnaUIikaninu sem gcrt var af mánanum. L/íkanid var smíðad í allt yfirborð tunglsins, einnig þau svæði sem ekki sjást frá Jörðu. ,Ég hefði líka látið kasta sprengjum yfir Hanoi" - segir Barry Goldwater Fyrrverandi forsetaframbjóó- andi bandarískra Repúblikana, Barry Goldwater, lét þess ný- lega getið, nánar tiltekið 2 þ. m„ að hann væri sammála flestu því er Johnson forseti hefði tekið sér fyrir hendur í Víetnam, nema hvað hann teldi það nú, að Bandarikja- menn ættu að varpa sprengj- um á Hanoi, höfuðborgina í Norður-Vietnam „Væri ég forseti „Ef ég sæti í Hvíta húsinu, myndi ég segja þeim það ó- tvírætt í Norður-Víetnam, að það sé ekki lengur öruggt í Hanoi“ sagði Goldwater i sjón- varpsviðtali. ;,Að öðru leyti myndi ég hafa fýlgt nákvæm- lega sömu stefnu og Johnson gerir í Suðaustur-Asíu“; bætti hann við. Gamall hermaður. Sjálfur er Goldwater liðsfor- ingi í varaliði Bandaríkjahers; nánar tiltekið í flughemum-, og hefur haft við orð að hann vildi gjaman aðstoða sjálfur við sprengjuvarpið á Norður- Víetnam, þótt enn hafi ekki orðið af því. Og sjálfsagt verð- ur bið á því að þessi stríðsóði öfgamaður haldi sjálfur í striðið — það hefur nefnilega komið fyrir að flugvélar væru skotnar niður yfir Norður-Ví- etnam. tækjum ómannaðra geimfarEU en eigi að síður verða geim- faramir sjálfir að framkvæma víðtækar athuganir þar eð vera kann að geislavirkni, loftsteinaregn og yfirborðshiti geti allt tekið breytingum af orsökum, sem lítt eða ekki séu þekktar. Sjálfur lendingarstað- urinn getur lika lumað á ein- hverjum óþægmdum, enda þótt hann hafi sem vendilegast verið rannsakaður áður frá jörðu. Að sjálfsögðu munu geim- fararnir standa í sambandi við jörðu og skýra jafnóðum frá gangi ferðarinnar. Jafnframt þessu munu vísindamenn á jörðu niðri sífgllt fá upplýsmg- ar frá sjálfvirkum tækjum geimfarsins, meðal annars um heilsufar og líðan geimfaranna. Gönguferðin Svo skulum við gera ráð fyrir því, að ajliar mælingar og athuganir hafi leitt það í ljós, að áhöfnin geti óhrædd yfir- gefið geimfarið. Áhöfnin, við skulum enn gera ráð fyrir því að hún sé tveir menn, yfirgef- ur svo skip'ð einn í einu. Ann- ar verður f fyrstu eftir en stendur í radíósambandi við þann, sem út fer, og fylgir að sjálfsögðu hreyfingum hans atneð athygli gegnum „kýraug- að“. Jafnfrajmt þessu mun hann sífellt hafa samband við vís- indamenn á Jörðu niðri. Fyrsti mánafarinn mun vera búinn sérstökum búningi og á bakinu mun hann m.a. bera súrefnisgeyma og rafgeyms fyrir útvarpssendi sinn. Telja má og fullvíst, að atburðurinn verði sýndur í sjónvarpi á Jörðu niðri og myndir af hinu sögulega augnabliki munu verða sýndar í kvikmyndahús- um um heim allan og birtast á alfræðiorðabókum, kennslu- bókum og jafnvel stafrófskver- um. Á því er heldur enginn vafi, að nafn „mánamannsins" verður álíka þekkt og vinsælt og nafn fyrsta geimfarans, Júrí Gagaríns. L Vísindatllraun Mánaferð er þó framar öllu mikilvæg vísindaleg tilraun, og áhöfn fyrsta mánafarsins verða jafnframt vísindamenn. Mána- farið mun hafa innanborðs mikinn fjölda vísindatækja, sem gera mun áhöfninni kleiít að framkvæma mikilvægar vísindatílraunir. Sumum tækj- unum munu geimfararnir beita sjélfir, öðrum sjálfvirkum munu þeir hinsvegar aðeins koma fyrir á ákveðnum stöð- um á * yfirborði mánans. Slík tæki munu starfa áfram eftir að mánafarið hefur snúið heim aftur, væntanlega marga mánuði. Gera verður ráð fyrir því, að fyrsta gönguferðm á mánanum standi heldur stutta stund eftir okkar mælikvarða, aðeins nokkrar klukkustundir. Og fjarlægðin, sem farin verð- ur, þarf ekki að vera meiri en nokkur hundruð metrar. En það er nóg í það skiptið. „Kosmovision „Mánamaðurinn“ á ekki að fara lengra í burt en svo, að félagi hans í geimfarinu geti fylgzt með honum allan tímann með berum augum. Viðbúið er og, að hann hafi ekki súrefni eða rafgeyma nema til fárra klukkustunda gönguferðar í þetta skiptið. Hann mun ekki sjálfur hafa með sér sjónvarps- myndavél: Henni verður kom- ið fyrir utan á geimfarinu, á þann hátt að það geti fylgzt nfeð gönguferðinni allri. Að öllum líkindum verður sú sjónvarpsmynd send til Jarðar og verður þar emn liðurinn í kvikmynd um fyrstu heimsókn mannsins til mánans. Um heim allan, að minnsta kosti þar sem menn hafa sjónvarpstæki, munu menn geta fylgzt með gönguferð „mánamannsins“ en gervihnettir munu annast sendinguna. ;,Kosmóvisjón“ verður nýjasta tfzkan f sjón- varpinu! Meðan á gönguferðinni stend- r, mun „mánamaðurinn“ sjálf- ur ljósmynda sem óður væri, hann mun hafa með sér tæki ems og magnitómeter, geiger- teljara eg j arðsk j ál ftamæli Hann mun taka með sér hinn sígilda haka jarðfræðingsins og flytja heim aftur sýnishom af yfirborði mánans. Á heimleið- inni verða þau sýnishom geymd í sérstökum geymum þar sem svo er til stillt, að þrýstmgurinn verði sá sami og á yfirborði mánans. Hlutverkum skipt Þegar fyrsti „mánamaður- inn“ snýr svo aftur til geim- farsins eftir gönguferðina, get- ur félagi hans lagt upp í Bka ferð, en fer að sjálfsögðu í aðra átt. Og nú er hlutverkum skipt; fyrsti „mánamaðurinn" fyílgist nú sem bezt hann má með ferðum félaga síns og gætir sem bezt að því, að öll tæki séu í lag’. Gera verður ráð fyrir því, að fyrstu landkönnuðir ménans fari f þrjár eða fjórar slfkar gönguferðir. Sennilega munu líða eitthvað um 12 klst., áður en þeir leggja af stað heim til Jarðar aftur. Síðari leiðangurs- menn munu dveljast lengur á mánanum. Á einhverju stigi málsins verður svo byggð mánastöð. Þeir sem þar munu dveljast, verða þó leystir af oftar en t.d. þeir, sem dveljast á rannsóknarstöðvum Suður- heimskautslands’ns. Þeir hafa vanal'ega e’ns árs útivist. Nýjabrumið fer af Þegar hér er komlð sögu, •’erða slíkar mánastöðvar bún- ar að glata ný.jabruminu. Sjálf- •agt líður ekki á löngu áður en þar er komið þróuninni, að' það eru aðeins nánustu ætt- ingjar og einstöku blaðamenn, sem taka á móti þeim, er snúa - aftur til Jarðarinnar eftir langa dvöl á okkar góða, gamla mána. Mannrán í París PARÍS 9/11 — Meint marmrán í París á einum af leiðtogum stjórnarandstöðunnar í Marokkó, Barka að nafni, hefur leitt til þess, að fáleikar eru nú með stjórnum þessara landa. Hefur m.a. birzt í því, að Hassan, Mar- okkókonungur, kemur ekki til Parísar þann 11. nóv. eins og ráð hafði verið fyrir gert. Frá því er sagt í París, að de Gaulle; Frakklandsforseti, líti mál þetta alvarlegum augum, einkum þá fullyrðingu innanríkisráðuneytis- ins í Marotkkó, að franska ör- yggislögreglan sé flækt í málið. — Það var 29. okt. sl. sem Barka hvarf á götu í Paris, og hefur ekkert síðan til hans spurzt. — Gómlu login eru bezt — ekki hvað sízt fyrir það. að þau heyrast aldrei sungfn lengur. (— Salon Gahlin).

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.