Þjóðviljinn - 11.11.1965, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 11.11.1965, Blaðsíða 10
10 SlÐA — ÞJÖÐVILJINW — Fimmtudagur lí.’ nóvember 1965. réttan streng. Það er eitthvað — eitthvað einbeitnislegt í fari hans sem hefur þannig áhrif á fólk. Ég hef séð hann gera hína furðu- legustu hluti, án þess að hugsa sig um andartak. Og það gerir mig alltaf svo reiða. Ef satt skal segja, þá var það einmitt þannig þegar við hittumst fyrst. .. Hún þagnaði og starði á prjónana sína, rétt eins og þeir hefðu gert eitthvað vanhugsað í höndum hennar. * Carólína beið. — Við vorum bæði í bíl, hélt Fenella áfram. Það var í smá- •borþi í nánd við Leeds, Hann var rétt fyrir framan mig og stanzaði alit í einu, svo að ég ók aftan á bílinn hans. Ég skemmdi hann ekki mikið, en miðstöðin hjá mér féll alveg saman. Ég þaut útúr bílnum til þess að skammast. en áður en ég var byrjuð, rauk hann lika útúr bíln- um og hljóp eins og fætur tog- uðu í áttina að brú sem lá yfir kolmórauða ársprænu og stakk sér á kaf í hana. — Hamingjan hjálpi mér, bara vegna þess að þú skammaðir hann? Hárgreiðslan Hárgreiðslu- og snyrtistofa Steinu og Dódó Laugavegi 18 III hæð (lyfta) SÍMI 24-6-16 P E R M A Hárgreiðslu- og snyrtistofa Garðsenda 21. SÍMI 33-9-68 D Ö M U R Hárgreiðsla við allra hæfi. TJARNARSTOFAN Tjamargötu 10. Vonarstrætis- megin. — SÍMI 14-6-62 Hár arei ðslustof a Austurbæjar Mana Guðmundsdóttlr Laugavegf 13. simi 14-6-58 Nuddstofan er á sama stað j — Auðvitað ekki. Hann hafði séð' bam detta í ána. En áin var mjög grunn og hann hefði hæg- lega getað höfuðkúpubrotið sig og ekki vissi hann nema krakk- inn kynni að synda. — Og kunni krakkinn það? — Hann gaf honum ekki tæki- færi til að sýna það. — Jæja, þetta var djarflega gert, þótt það væri kannski van- hugsað. — Já, auðvitað. — Og hvað gerðir þú? — Þegar hann kom uppúr? Ég sagði honum hvað mér þætti um framferði hans að eyðileggja miðstöðina. — Og hvað gerði hann? — Hann ók mér heim. Og eft- ir það fórum við að hittast öðru hverju. — Hvar áttirðu heima þá? — í Leeds. — Var það meðan þú varst einkaritari hjá þessum rithöf- undi? Það varð þögn og Fenella fór síðan að telja lykkjur .. þrjár, fjórar, slá upp á. tvær saman .. já, það var einmitt þá, en hvers vegna í fjandanum þurftirðu endilega að segja einmitt þetta? Alltaf þarftu að segja eitthvað svona. Þú getur ekki sætt þig við þá staðreynd, að bér kemur ekk- ert við hvað ég geri. Carólína stamaði í vandræðum sínum: É-ég spurði bara — — Já, auðvitað, þú spurðir bara saklausrar spurningar! En jafn- vel þú ert ekki svo saklaus að þú haldir .... Æ, fjandakomið, fyrirgefðu. Ég ætlaði ekki að fara að rífast. Fyrirgefðu, fyrirgefðu! Fenella stóð upp í skyndi og laut yfir rúmið til að kyssa Carólínu á ennið. Taktu mig ekki alvar- lega. Ég er svo fegin að þú ert komin hingað. Mig langaði til að fá þig hingað fyrir löngu. Og ég vil að þú njótir þess að vera hjá okkur. Sofðu nú vel. Hún gekk til dyra. — A ég að slökkva? — Já, þakka þér fyrir, sagði Carólína. — Fyrirgefðu að ég skyldi spyrja. — Það gerir ekkert til. Góða nótt. — Góða nótt, Fenella. Ljósið slokknaði og dyrnar lokuðust hljóðlega. Carólína vöðlaði saman kodd- anum og lagðist á hliðina og um leið viðurkenndi hún fyrir sjálfri sér. að ef til vill hefði spuming hennar ekki verið eins saklaus og henni hefði fundizt þegar hún bar hana fram í hugsunarleysi, því að hún var ekki svo saklaus að halda að Penella hefði verið annað og meira en einkaritari þessa rithöfundar. Enginn gat verið í svo miklu ritarahraki að ráða Fenellu lengur en smátíma; hraðritun hennar og vélritun voru ekki upp á marga fiska, en hún hafði verið hjá honum meira en ár. Eða svo sagði hún. Sann- Ieikurinn var sá, að Carólína vissi harla lítið um athafnir syst- ur sinnar síðast liðin fimm ár. Hún velti fyrir sér, hversu mikið Harry vissi. Hafði Penella ef til vill óttazt að Carólína kynni að glopra einhverju ó- heppilegu útúr sér og þess vegna haldið sig í hæfilegri fjarlægð og komið í veg fyrir að Caró- lína og Harry hittust í tvö ár eftir hjónaband þeirra? Var Harry mjög afbrýðisamur að eðl- isfari? Hún ákvað að tala enn var- legar en hún hafði álitið nauð- synlegt, gæta tungu sinnar eins og hún væri hættulegt villidýr sem með engu móti mætti sleppa út til að rífa í sig friðsæld og hamingju systurinnar. Svo iokaði Carólína augunum og ætlaði að sofna. En nu gat hún alls ekki sofn- að. 1 húsinu var djúp kyrrð. Eng- in hljóð heyrðust nema stöku gelt í hundi, gal í hana sem fagnaði ímynduðri dögun, og hamarshögg í fjarlægð. Ekkert af þessu var hávært,' en heyrðist með óreglulegu millibili og trufl- aði hana meira en stöðugur um- ferðardynurinn sem hún átti að venjast. Auk þess trúði hún alls ekki á allan þennan frið og hamingju £ lífi Fenéllu. Henni fannst hún ekki aðeins vera óhamingjusöm, heldur lika hrædd. Hún mundi hvað Fenella hafði sagt um peningana. Við eigum of mik- ið .... Það var furðulegt að láta þetta útúr sér. Og hvemig hún hafði svo gotið augunum fram í ganginn af ótta við að einhver hefði heyrt til hennar .. .. 1 myrkrinu fann Carólína hvernig óskiljanlegur ótti gagn- tók hana og loks var hún kom- in í svo' mikið uppnám, að hún fór fram úr rúminu og gekk út að glugganum, og reyndi að róa sig með því að horfa á silfruð skýin og skugga þeirra á sand- hólunum. 5 Hún hafði alltaf litið svo á, að gallinn á Fenellu væri sá, að þegar hún óskaði einhvers, þá komst ekkert að hjá henni á meðan. Þegar óskimar rættust ekki, urðu vonbrigðin þeim mun meiri og þegar þær rættust varð éstandið næstum verra, eins og hún hefði ekkert lengur að lifa fyrir. Meðan hún hafði farið úr einu starfi í annað og hringlað milli ástarævintýra, hafði Caró- lína trúað því með sjálfu sér að farsælt hjónaband væri eina lækningin fyrir hana. Og heppn- in þyrfti sannarlega að vera með henni, þvi að dómgreind átti hún ekki til. Heppni. Carólína mundi hvern- ig Harry hafði stagazt á þessu orði, en til allrar óhamingju trúði hún ekki á það, að hann og Fenella hefði fært hvort öðru heppni. III. KAFLI. Þrátt fyrir hugsanir Carólínu fyrsta kvöldið, varð hún sann- færð um að næstu daga, að Fen- ella þurfti að minnsta kosti ekki að óttast að Harry elskaði hana ekki. Ef hún var ekki hamingju- söm og stundum einkennilega viðutan og annars hugar eins og fyrsta kvöldið, þá var það á- reiðanlega ekki vegna þess að hún væri hrædd um að eigin- maður hennar bæri ekki nógu hlýjar tilfinningar til hennar. Hafi Carólína nokkum tíma séð eiginmann vera ástfanginn af konu sinni, þá var Harry Lyddon það. Hvenær sem hann og Fenella voru í sama herbergi, gat hann varla litið af henni. Hann einblíndi á hana, þessum kynlegu, dálítið útstæðu og skær- bláu augum. Hann snerti hana sjaldan né gældi við hana þegar aðrir voru viðstaddir, en það var auðséð að hugur hans beind- ist fyrst og fremst að henni. Þegar hann sagði henni fyrir verkum eða stríddi henni eins og hann gerði stundum, þá var það eins og ástaratlot. Og hve- nær sem hann var einn með Carólínu, þá talaði hann um Fenellu, spurði Carólínu um hana, vildi fá að vita hvemig Fenella hefði verið sem bam og unglingur. Stundum vildi hann meira að segja fá að vita um hvað hefði verið talað, meðan hann brá sér frá. Um leið komst Carólína að raun um, að Fenella hafði haft é réttu að standa þegar hún sagði að hann væri góður. Það var oftast ósjálfráð hugulsemi, óvænt góðsemi sem kostaði hann ekki mikið, en hann naut þess að veita öðrum ánægju og útitekið andlit hans Ijómaði þegar hann komst að raun um að það hafði tekizt. Hann reyndi að útbúa rétti sem gætu freistað Carólínu, svo ólystug sem hún var enn. Hann færði henni bækur og tímarit frá Rudboume. Hann fór með hana í ökuferðir niður að sjónum og upp í hæðimar og gegnum fallegu þorpin í ná- grenni. Hann gerði sitt bezta til að veita henni skemmtun. Þetta gerði hann að vísu stundum á kostnað annarra. En þó ákvað hún að fa*a að ráð- um Fenellu og taka ekki of há- tíðlega þáð sem Harry sagði. Hann var alltaf reiðubúinn til að snúast kringum það fólk sem hann hafði verið að hæða rétt áður. Hitt fólkið í húsinu virt- ist ekki vi'lja hafa mikið sam- an við hann að sælda, en það virtist fyrst og fremst vera vegna þess að það var fáskiptið og afskiptalaust fólk. Þau kunnu að minnsta kosti bæði að meta matartilbúning hans. Frú Dewhurst var vön að setjast að borðum, andvarpa af eftirvæntingu og spyrja: Og WELA súpur eru betri WELA súpur eru ódýrari WELA súpur fást I næstu matvörubúb BLADADREIFINC Börn ,eða fullorðnir óskast til að bera blað- ið til kaupenda í eftirtalin hverfi: Seltjarnarnes 1 — Tjamargötu. ÐIDDVIIIINN TRYGGINGAFÉLAGIÐ HEIMIRf IINDARGATA 9 REYKJAVlK SlMI 21 260 SlMNEFNI » SURETY Sími 17 500 ROBUGLER Flestar þykktir fyrirliggjandi A og B gœðaflokkar lt^A)]BILALEIGA magnúsarI ilöl Skipholti 21 simgr 21190-21185 eff.r Sokun i sima 21037

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.