Þjóðviljinn - 13.11.1965, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 13.11.1965, Blaðsíða 5
 ;imm^mmm^m^&^má^'i<»^^æm ~ sí»a 5 BOKA- ÞÆTTIR Frá Bókaútgáfunní Fróða^ Smásögur, dulfræði danskt heimilisskop Bókaútgáfan Fróði er um þessar mundir að senda frá sér allmargar bækur. Fyrsta skal þá nefpa nýtt smásagnasafn eftir Friðjón Stefánsson sem heitir Tylftar- Friðjón Stefánsson. eiður. Friðjón er fyrir löngu orðinn einhver þekktasti smá- sagnahöfundur okkar og er ,þetta fimmta sagnasafn hans — er þá ekki með talin sýnis- bók smásagna hans „í ljósa- skiptunum" sem Menningar- 'sjódur gaf út fyrir fjórum ár- Bandarísk land- nemasaga Almenna bókafélagið hefur sent fra sér skáldsöguna Hún Antónía mín og er það sept- emberbók félagsins. Ht)N ANTÖNlA MlN eftir bandarísku skáldkonuna Willa Cather kom fyrst út árið 1918 og vakti þá þegar athygli, og var á næstu árum þýdd á f jöl- mörg tungumál. Á síðari ár- um hefur hún verið endurút- gefin í fjölda landa en kemur nu út í fyrsta sinni í íslenzkri útgáfu. Viðfangsefni Willa Cather í bessari bók er saga landnem- anna í Nebraskaríki í Banda- rikjunum, barátta þeirra sigr- ar og sorgir. Skeður sagan laust fyrir síðustu aldamót, einmitt á svipuðum tíma og fjöldj fslendinga Ayzt búferl- um vestur um haf. Söguper- sónurnar eru innflytjendur frá Norðurlöndum og frá Bæheimi í Tékkóslóvakíu. Aðalpersónur sögunnar eru Antónía og Jón Burden, ungl- ingar af ólíkum stofni og frá- brugðnu umhverfi. Segir sag- an frá æskuparadís þeirra og rekur síðan feril þeirra til ó- líks hlutskiptis. Willa Cather er talin meðal skárri skáldsagnahöfunda í Bandaríkjunum á fyrri hluta 20. aldarinnar. Hugstæðasta viðfangsefni hennar var bar- étta landnemans, lýsingin á harðrétti hans og erfiðleikum við að vinna nýjan heim. Willa Cather lézt í New York árið 1947. Séra Friðrik A. Friðrikssion hefur íslenzkað bókinaj sem er 330 bls. að stærð. Bókin er prentuð í Prenismiðju Hafnar- fjarðar h.f., en bundin í Fé- lagsbókbandinu h.f. Kápu og titilsíðu hefur Kristín Þorkels- dóttir teiknað. um. Fyrsta bók Friðjóns kom út árið 1946, en hin næstsíð- asta, skáldsagan Hornasinfón- ía, fyrir tveim árum. Margar smásögur Friðjóns hafa verið þýddar á önnur mál. Tylftareiður er 146 bls. og geymir tólf smásögur. Þá rær útgáfan á hin tryggu mið „dulrænna" fræða: Dul- skynjanir og dulreynsla nefnist bók er helztur atkvædamaður spíritismans, Sveinn Víkingur, þýðir. Bókin er eftir Douisu E. Rhine en hún hefur ásamt hin- um fræga manni sínum próf. J. B. Rhine unnið lengi að rannsóknum á parasykólógísk- um fyrirbærum við Duke-há- skóla í Bandaríkjunum. 1 bók- inni er einkum fjallað um ým- iskonar fjarhrif, sem efnivið vill þýðindi kenna við dul- rænu og dularsálfræði. Hins- vegar er, að því í formála seg- ir, fátt eitt sagt um miðla, enda eigum við -sjálfir af þeim krepping fullan. Má gera ráð fyrir því að bók þessi sé miklu betur gerð og vitsmunalegar en aðraV er falla undir þenn- an flokk bóka. Bókm er 282 bls. Hún heitir á frummálinu „Hidden Chamjels of the Mind". Þá gefur Fróði út bók eftir danskan skophöfund sem vin- sæll hefur orðið á l&landi Willy Breinholst. Bókiri nefnist Konudagar og bóndadagar og fjallar að sjálfsögðu á gam- ansaman hátt um stríð og frið heimilislífsins. Kaf laheiti gefa ýmislegt til kynna: „Sjöundi kafli. Þessi kafli fjallar um samkvæmislistina og veitir leiðsögn um það hvernig fólk á að skemmta gestum á þann veg, að húsbóndinn verði í augum þeirra alvitur snilling- ur, sem einstök ánægja sé að ur ogóviðjafnanlegur gleðimað- bjóða heim." Andrés Kristjánsson þýddi bókina „lauslega" og er hún 159 bls. Bókin er prýdd teikn,- ingum Breinholsts. Ekki liðu nema fáir dagar frá upphafi gossins í SUKTI bar til eyja var risin úr sjó. Lítil bók um mikið efni Þorleifur Einarsson: Gosið í Surtsey í máli og myndum, Heims- kringla, Rvík 1965. Það er ekki rétt að bækur komi einungis út fyrir jól- hér á landi. í sumar kom m.a. út einkar geðþekk bók um Surts- eyjargosið eftir Þorleif Ein- arsson jarðfræðing, og er þar reyndar fjallað um talsvert fleira en nýja landið, sem reis úr Atlanzhafi á síðustu misser- um. Bókin birtist á fjórum tungumálum: íslenzku, dönsku, ensku og þýzku, og mun hafa selzt í þúsundum eintaka, svo að menn kunna go.tt að meta jafnvel um hásláttinn og síld- veiðarnar. Þetta er myndabók, hefur að geyma 25 myndir, sem sýria helztu atriði úr sögu eyjarinnar nýju, og eru þær margar mesta augnayndi. Auk þess flytur bókarkornið járð- eldasögu íslands og allræki- lega skýrslu um sköpun Surts- eyjar á 22 4° síðum. Þefcta er gleggsta yfirlit, sem við" eigum í stytztu máli, um eldsumbrot hér á landi frá því er sögur hófust. Þorleifur Einarsson er ung- ur, en á að baki óvenjuglæsi- legan vísindaferil. Nú er hann nýkominn heim úr rannsókn- arför um Bandaríkin, Aleuta- eyjar og Alaska tilkvaddur sem sérfræðingur í jarðmynd- unum ísaldar. Hann er meist- ari og doktor í jarðfræði frá háskólanum í Köln. Meistara- prófsritgerð hans fjallaði um Hellisheiolna, en doktorsrit- gerðin um árferði á íslandi frá því á ísöld. Báðar komu ritgerðirnar út á vegum jarð- fræðideildar háskólans, en fá- gætt er, að svo mikið. sé haft við prófritgerðir þar í landi. Hann kom frá námi 1961 og hefur eftir heimkomuna unnið að rannsóknum á vegum At- vinnudeildar Háskólans og rit- að greinar um fræði sín í tímarit. Með litlu bókinni um Surtsey sannar Þorleifur, að honum lætur einkarvel að rita alþýðlega um jarðfræðileg efni. Við höfum átt því láni að fagna, að jarðfræðingar okkar ágætir hafa einnig verið rit- höfundar góðir. Inngangur bókarinnar skipt- í kafla, og sést af heitum þeirra, hvað þar er að finna. Fyrsti kaflinn: Eldsumbrot á íslandi — greinir helztu atriði íslenzkrar jarðeldasö@u fram að Surtseyjargosi og rækileg- ast eldgos í sjó við íslands- strendur. — Þá kemur Sjávar- gosið í Surtsey og rakinn gang- ur þess, unz hraungos hefst 4. apríl 1964. Þar hefst nýr kafli, eyjan er orðin að landi. Lóks er Surtseyjargosið og sköpun- arsaga landsins, stutt yfirlit um það, sem jafðfræðingar hafa lært af Surtseyjargosinu. Sá kafli er mjög forvitnilegur okkur, sem búum við Faxaflóa og höfum fyrrverandi Surts- eyjar stöðugt fyrir augunum. Þorleifur segir, að Surtseyjar- gosið sé ,stytt útgaía^ s& skSp- unarsögu landsins. Lrtla, bókin um Surtsey er einhvesr. be^ta skýrsla, sem við hofum ésgn-" azt til þessa, um meginþáít jarðeWsins í iarðsöga tenda okkar. Allír íslendingaar ætta að þekkja þá skopunarsQga, sem rakin er í bokmni iam Surtsey. Það er um standar- verk að lesa hana, og beter getur enginn íslendingar-WB* ið tíma sínam. Surtseyjarbók Þorleifs Eín- arssonar er glögg og oaifcnss skýrsla um mikilvægusta at- burði í jarðsögu landsins á þessari öld. Bæði myndir og texti eru hnitmiðaðir við það eitt að skýra fvrir fólki heizttt þættina í því, sem gerðlst og er að gerast í hafirea undap Vestmannaeyjum, og hvaða ljósi þeir atburðir varpi á jarðsögu íslands. Það er því miður of sjaldgæft, að svo vel unnin bók birtist hér á landL Björn Þorsleinsson. Ritsafn Bólu-Hjálmars í nýrri út- gáfu og 2 bækur Guðmundar Dan. • Ný útgáfa ritsafns Hjálmars Jónssonar frá Bólu í þrem bindum og tvær bækur eftir Guðmund Daníelsson rithöfund eru meðal nýjustu útgáfubóka fsafoldarprentsmiðju. í fyrsta bindi ritsafns Bólu- Hjálmars — .en það er um 540 blaðsíður — eru birt ljóð- mœli. Annað bindið, um 440 blaðsíður. hefur að geyma rímur, en í þriðja bindinu, sem er um 370 síður ásamt viðbæti, er birt laust mál, sagnaþættir sendibréf og fleira og dröp til ævisögu skáldsins. Bólu-Hjálmar Það er Finnur Sigmundsson. fyrrum landsbókavörður, sem séð hefur um útgáfu þessa á ritsafni Hjálmars Jónssonar frá Bólu. en hann hefur ann- azt slíkar útgáfur. Á kápusíðu fyrsta bindisins segir annars svo um útgáfu ritsafns Bólu- Hjáknars: „Fyrsta tilraunin til heildar- útgáfu af Bólu-Hjálmari var gerð á Akureyri 1879. Að henni stóðu síra Arnljótur Ólafsson og fleiri. En hún datt niður með upphafinu. Svo kom hin sriotra útgáfa Hannesar Haf- steins 1888, en hún er ekki nema kver. Næst kom útgáfa dr. Jóns Þorkelssonar í tveim bindum, 1915—'19, og var merkileg Þá tók við útgáfa Finns Sigmundsson.nr 1949 Hún var í fimm bindum og tók með óbundið mál Hjálm- ars. Síðan kom út 1960 sjötta bindið. æviágrip Hjálmars og ýhisir þsettir um hann. Nú er ritsafn Hjálmars endurprentað. nokkuð aukið í þremur bind- um: Ljóðmæli. Rímur og Laust mál... Þessi útgáfa á ritsafni Bólu- Hjálmars er mjös myndarleg. Guðmundur Dan. Önnur bókanna eftir Guð- mund Daníelsson sem ísafold gefur út á þéssu hausti, er þriðja bindið í ritsafni skálds- ins, seni forlagið hóf útgáfu á fyrir tvei.n árum. — Þetta þriðja bindi safnsins hefur að seyma ská!isöguna „Gegnum lystigarðinn", og er það 2. út- gáfa bókarinnar. bókin kom fyrst út árið 1938. Þetta er liðlega 190 blaðsíðna bók. Að- ur hafa komið út í ritsafni Guðmundar skáldsögurnar ..Bræðurnir í Grashaga" og .Jlmur daganna". Hin bókih eftir Guðmund Daníelsson sem kemur út á forlagi ísafoidar á haustinu er >,Þjóð £ önn", viðtöl og þættir. Þetta er 290 síðna bók, og þar eru liðlega 30 viðtöl og þætt- ir, sem áður hafa birzt í blöð- um, einkum blaðinu Suður- landi sem út er gefið á Selfossi og Guðmundur Daníelsson rit- stýrir. Þama eru m.a. viðtöl við bisbupinn yf ir Islandi, Jónas Kristjánsson lækni í Hvera- gerði, Jón Engilberts listmál- ara, Eirík . J. Eiriksson þjóð- garðsvörð, Böðvar Magnússon hreppst jóra, á Laugarvatni, Sigurð Pálsson Hraungerðis- klerk. Helga Sæmundsson for- mann Menntamálsráðs og marga fleiri. Fjöldi mynda er í bókinni. Jack London ' Af öðrum fsafoldarbókum nýútkomnum má geta nýs Guðmundur Danielsscw bindis í ritsafnj Jacks Lond- on. skáldsögunnar „Fólk undir- djúpanna" i þýðingu Stefáns Jónssonar námsstjóra. Þetta er 280 blaðsiðna bók og gerist sagan í skuggahverfum Lund- únaborgar árið 1902. ,,Fólk undirdjúpanna" er fjórtánda bókin í því safní Framhald á 9. síáu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.