Þjóðviljinn - 13.11.1965, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 13.11.1965, Blaðsíða 6
g SlDA — ÞJÖÐVILJINN — Laugardagur 13. növember 1965 I þessu viðtali segir frá rannsóknum danska þjóÖ- f ræðingsins Gustav Henningsen, en hann hefur skráð f jölmörg dæmi um nútíma galdratrú í Danmörku og reyndar víðar. Hann kemst að þeirri niðurstöðu, að það sé annað en öfundsvert að vera göldróttur í aug- um nágranna sinna nú á dögum. Gustav Henningsen mag. art sérfræðingur í galdratrú er á leið tíl Spánar en þar mun hann dveljast í eitt ár vig rann- sóknir í fræðigrein sinni. Tilgangur fararinnar er fyrst og fremst sá að afla>upp- lýsinga sem gætu stutt og skýrt þann efnivið. sem hann hefur viðað að sér um galdra- trú hér heima í Danmörku. Einnig býst hann við að fara til írlands og vonar að sér takist að safna nógu efni til þess að hægt verði að fram- kvæma verulegar samanburð- arrannsóknir. Þjóðfræðingar leggja stund á svo margar og furðulegar greinar að emgum ætti að koma á óvart þó ungur vis- indamaður hafi gert galdratrú að sépgrein sinni. en þegar =*gSn' heldur því fast fram án þess að blikna að það sé nú- tíma galdratrú sem hann rann- saki, getur málið farig að hljóma dálítið óhugnanlega. Bloksbjerg Gustav Henningsen, era galdranornir núlifandi? Það er undir því komið, hvað maður kallar galdranorn. Áþreifanlegasta dæmið eru meðlimir í enskum sértrúar- söfnuði. Þeir telja sig göldr- ótta og fylgja merkilegum helgisiðum. Þeij- eru mjög fá- liðaðir, og sértrúarflokkurinn hefiir áldrej haft umtalsverða þýðingu Það er erfiðara að skilgreina hvað við eigum almennt við þegar við tölum um galdra- normr Ég á við hugmyndirn- ar um að ákveðið fólk geti svarið sig skrattanum eða hafi gert það og ferðazt til Bloks- bjerg o.s.frv. (Bloksbjerg heít- ir Brokkstindur i Þýzkalandi, alræmdur samkomustaður and- skotans og hans hyskis.) Þessu er stundum trúað um ákveðnar manneskjur hvort sem þær sjálfar vilja það eða ekki: gamla betlara. einmana fólk, sem fer sínar eigin göt- ur i samfélaginu, krypplinga og reyndar nábúa. sem eru grönnum sinum ekki að sfcapi. Og hafi einhver á annað borð fengið orð á sig fyrir kukl er 511 framkoma viðkom- andj túlkuð á ákveðinn hátt. Hafi hann til daemis litið á nýfætt barn. sem veikist skömmu síðar, eða kíkt inn í hænsnahús og hænurnar hætt að verpa, þá er ekki að sökum að spyrja. Galdratrú í Dan- mörku nú '¦— En hvenaer hættum við því hér á landi að ásaka hvort annað fyrir galdra? Samkvæmt flestum heimild- um er talið að galdranornir hafi yfirleitt dáið út um alda- mótin síðustu. En í einstaka dæmum hafa galdranornir 3if- að allt fram á okkar daga. Á- kærur um galdra eru ennþá bornar fram einnig hér á landi. Getið þér nefnt einhver dæmi? Flest eru mjög smásmugú- leg, Fólki er kennt um, ef eitthvað hefur farið aflaga. Síðasta dæmið sem ég hef skráð var um unga stúlku, sem heimsótti fjölvísa konu 'og leitaði aðstoðar hennar víð að lækna eiginmann sinn sem gerðist sifellt ölkærari. Hún taldi að gamall karl í nágrenn- inu hefði lagt þetta böl á hann. Sú fjölvísa las blessun yfir manninum og gaf honum strengileg fyriwnœli um að Viðtal við Gustaf Henningsen, danskan sérfræðing í galdratrú nú á tímum YESALING GALDRÁ- NORNIRNA Þetta er einhver bezti ftilltrúi þeirra sciðskratta sem miljnnir manna trúa á nú á dögum. hastta að umgamgast karlinn. Þetta er gott dæmj um sál- raan áhfif galdratrúar, með þvi 3$ grípa til ásakana um galdur kemst maður hjá því að gagnrýna sjálfan sig- Qg sína nánustu. Nornir og f jöl- vísar konur Hver er munurinn á galdra- nornum og fjölvísum konum? í meðvitund fólks eru galdranornir fulltrúar myrkra- döguim á galdra, en þegar hjálpar þeirra er leitað í slík- um tilvikum veit ég að minnsta kosti nokkrar þeirra tileinka sér hugsunarhátt þeiTra sem orðið hafa fyrir gjörningunum. Það er ekki langt síðan að -ég,. heyrði. Um íjölvísa konu, sem gaf töfraráð,. sem hún hafði frá móður sinni, sem sjálf hafði verið fjölvís. Ráðið var að strá mold úr kirkjugarði fyrir utan dyr. svo að sú sem grunuð var um kukl kæmist ekkj inn. hafið nefnt að nomir hafi ver- ið ofsóttar? Að sjálfsögðu eru nornir ekki lengur brenndar á báli. En ofsóknir koma þannig fram hér heima. að galdranornin er einangruð frá samskiptum við annað fólk, sem getur vissu- lega verig þumgbært í litlu samfélagi. En utanlands er hægt að finna allt aðrar og afdrifarík- arj ofsóknir. Þýzki galdrafræð- ingurinn, próf. Johann Krause, sendi mér nýlega úrklippu úr dagblaði, þar sem skýrt var frá því að ungur Þjóðverji hefði skotið úr skammbyssu á aldraða konu því hann var viss um að hann hefði orðið fyrir gjörningum hennar. Er hægt að telja fólk sem ákærir aðra um galdur heilt á geðsmunum? • Geðsjúkdómar sumir hverjir eins og til dæmis ofsóknar- brjálæði eru góð skilyrði fyrir galdratrú. en ekkj má gleyma því. að allt fram til 1900 var það náttúrlegt í sveitum Evr- óPu að kenna göldrum hvers konar óhöpp. Þeir sem ég hef átt skipti við virðast algjörlega heil- brigðir, þeir halda bara göm- ul viðhorf í heiðri. Galdratrú á Spáni Djöflar útreknir Eftir messuna fór presturinn að reka djöflana úr þeim og þegar ég spurði hann síðar hvort hann tryði sjálfur á þetta, sagði hann efast um það í flestum ti^fe^.u.ní:• Ett" sem kaþólikki þorði hann ekki að neita því að manneskjur gætu verið haldnar djöflum. Hann bætti því við að söfnuð- urinn vænti þess. að prestur- inn hjálpaði þeim í þessum vanda á þennan hátt. Ég ræddi einnig við læfcni sem þekkti til í þessu héraði og gat hann alveg eins og presturinn skýrt frá nokkrum dæmum um lækningu með þessum sefjunaraðferðum. Hann taldi ag þessar lækn- isaðferðir væru ákjósanlegri en að senda þetta sveitafólk á geðveikrahæli langt frá heimkynnum þess. En hvorki virtist mér prest- urinn né læknirinn gera sér Ijóst samband milli galdratrú- ar og þess að vera haldinn af djöflinum. Eitt af því sem ég ætla að rannsaka er hvernig prestur- inn, fulltrúi kirkjunnar, og hinn svokallaði „alþýðumaður" hins vegar hittast og vinna saman án þess að þekk'ia for- sendur hvers annars.x Þar mætast nefnilega hjátrú og hin opinbera kaþólska á markverðan hátt. Prestar ættu að umgangast galdranornir Hafa rannsóknir yðar hag- nýtt markmið. t.d. ag uppræta galdratrú? Það er ekki verkefni mitt. Ég geri aðeins grein fyrir hvernie málin standa. En það er auðvitað alltaf gleðilegt ef vísindalegar rannsóknir bera hagnýtan árangur. Og það mundi horfa til mfk- illa bóta ef fyrirmenn í 0&V. samfélagi settu öðrum fordaami með það að brjóta einangrun- ina sem vesalings galdranom- irnar lifa í. Prestar gætu þann- ig komið miklu til leiðar með því að umgangast þá sem hafa á sér orð fyrir fjöl- kynngi og sýna þeim alúð. Sjálfur er ég ekki í vafa am ag ein helzta orsök pess. að galdratrú stendur enn föstum fótum svo víða um Evrópn sem raun ber vitni er fyrst cg fremst sú. að Þeir sem mennt- aðastir eru á hverjum stað halda að galdratrú hafj fallið niður um leið og galdraofsókn- irnar — en það er nú eitthvað annað. Voðalegur djöfull úr Kínaveldi, en hann er í óperunni og viö getum bókad það, að illa fer íyrir honum. aflanna, en fjölvís maður eða kona eru fulltrúar hinna góðu yfirnáttúrulegu 'afla. Annar mikilsverður munur er sá, að galdranornir iðka sárasjaldan þau fræði, sem þær eru taldar búa yfir. en fjölvísar konur eru venjulega fullvissar wn að þær hafi yfirnáttúrulega haefi- leika og telja starfsemi sína köllun. % held að fæstar svokallað- f ar fjölvísar konur trúi nú á Hvað ætii svona trú sé út- breidd? Ég hef aðeins rekizt á hana í afviknuxn stöðum og þar sem der'jandj hefð. Það er í :nesta lasfi citt pnxient. sem trúir þessu. Ofsóknir En hefur því nokkuð brugð- ið yið í dæjnunum sem þér Höfuðástæða þess, að ég fer til Spánar er sú. að þar eru víða héruð. þar sem mikill hluti íbúanna trúir statt og stöðugt á galdra og gjörninga og framkvæmir því daglega alls I konar smálega helgisiði til að vernda sig gegn göldr- um. Til dæmis er það algengt, að menn hengi verndargripi á hornin á kúnum til þess að nytin deti ekki úr þeim, ef einhver skyldi líta þær með „illu auga". f því héraði á Spáni þar sem ég var við athuganir síðast- liðið sumar er það útbreidd skoðun að galdranornir geti sent djöfla í menn og skepn- ur. Sjálfur hef ég orðið vitni að því. að kvenfólk sem við mundum kalla móðursjúkt var flutt alveg upp að altari í kirkju Þar seHi þær voluðu, öskruðu og æptu undir messu- gjörðinni allri og vinfr og vandamenn reyadu að styrkja þær r>g róa. <$~ Kjólaefni, sloppaefni. Nyltest í blússur, kjóla og sloppa. Silkidamask. Gluggatjaldaefni. Darnask og léreft í sængurfatnað.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.