Þjóðviljinn - 16.11.1965, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 16.11.1965, Blaðsíða 2
2 SfÐA — ÞJÖÐVILJINN — Þriðjudagur 16. nóvember 1965. heldur, heldur fer út með fé- lögum sínum til að skemmta sér. Því fólk. ungt og gamalt. þarf líka að fara eitthvað út til að lyfta sér upp að loknu erfiði dagsins. Þessir þrír menn, en þeir heita Sveinn, Helgi og Ketill. leiddu sitt uppáhaldsfólk inn f þessar nýju og dýru blokkir, svo það sjá allir að þeir eru engir smákarlar, valdalausir og vesælir,, heldur eru þeir stór- karlar, enda fer ekkert lftið fyrir þeim f þorgarlífi Reykja- víkur. En svo eru aðrir, og þeir eru miklu fleiri, sem ekki eru í neinni náð hjá þeim. Er það aðallega aeskufólk og kvenfólk komið yfir fimmtugt. Þeir telja sig ekki hafa neitt að gera með slíkan lýð, nema kannski láta rífa vatnið úr hfbýlum hans eða sprengja með dýna- miti allt í kringum þetta fóik, og láta það svo ráðast hvort það lifir eða deyr Það skal játað að konur komnar yfir fimmtugt eru ekki á marga fiska til vinnu eða yf- irleitt til neins. En þær eru þó enn lifandi, hverjum sem það nú er að kenna eða þakka. En þeir Sveinn og Helgi, að ó- gleymdum Katli Gunnari eða Gunnari Katli. vilja helzt ekki viðurkenna lífsveru fólks sem er um tvítugt eða fólks sem fer að nálgast sextugsaldurinn. KI OkM&m S A L X CEREBOS í HANDHÆGIJ BLÁU DÓSUNUM k HEIMSÞEKKT GÆÐAVARA. Messrs, Kristján Ó. Skagfjörð Limit. Post Rox 411. Reykjavik, Iceland. vinsœlastir skarfgripir jóhannes skólavörðustíg 7 Til eru þrír menn hér í bæ, ?em hafa látið sig varða lífs- ilaup eða velferð nokkurra úsunda Reykvíkínga, hvort em þeir eru til þess kvaddir f þorgaryfirvöldunum eða ör- igunum. Ekki hefur þó heyrzt ð þeir fylgdu með f stömuspá ilaðanna eða í iófalestri hjá oákonum. En þessir þrír menn áta sig mjög varða húsnæði eða hfbýli fólks. Bærinn keypti fyrir nær tveim árum tvær stórar og ný- tízkulegar blokkir af bröskur- um. Blokkimar kostuðu of fjár. Þar eru alls 48 íbúðir, tveggja og þriggja herbergjá. Þar eru margar stórar stofur og eitt eða tvö herbergi með svölum. stórt bað með WC og eldhús með borðkrók auðvitað. Vaskahús eru í kjallaranum og stórt geymsluherbergi fylgir hverri fbúð. Þegar bærinn var búinn að kaupa betta rándýra húsnæði. tóku þessir þrír menn sig til og fóru að forfæra fólk í blokk- irnar. Var þá ekki farið eftir efnum og ástæðum. bamafjölda eða heilsufari fólks yfirleitt. Þama var ekki endilega sett fátækt fólk sem átti erfitt með að borga háa húsaleigu, heldur yfirleitt velmegandi fólk. Hjón með tvö böm innan við sex- tán ára aldur er nokkuð al- gengt fyrirbæri þama, og þá vinnur húsmóðirin giaman úti. hví yngra bam þeirra hjóna. sem er innan við 16 ára ald- ur, er þá á dagheimili. Svo eiga hjónin þegar heim kemur á kvöldin sjónvarp til að horfa á, svo að þeim leiðist nú ekki þama, tvö að skrölta með einn krakka allt kvöldið, þvi eldri krakkinn, sem kominn er yfir fermingu og hefur unnið allan daginn fyrir kaupi, nennir ekki að hanga heima allt kvöldið, Hvað dvelur bislkup? Eins og áður hefur verið skýrt frá hér í blaðinu sam- þykkti Hinn almenni kirkju- fundur j haust mjög harðorð- ar vítur á séra Jón Auðuns dómprófast vegna greina sem hann hefur birt að undan- förr^,í. málgagnj kirkjumála- ráðuneytisins Komst kirkju- fundurinn að þeirri niður- stöðu að séra Jón hafi farið '(.óvirðingarorðum í ræðu og- riti um vora heilögu kirkju, þær kenningar hennar eða það starf hennar, sem er ótví- rætt í samræmi við Guðs orð“. Tillaga þegsi var flutt af kunnasta leikprédikára landsins. Páll V. G. Kolka og hún var samþykkt meC öll- um atkvæðum gegn einu. Ekki var sá eini samt mál- svari séra Jóns, heldur fannst honum gengið til muna of skammt í fordæmingunni, og hefur hann síðan komizt svo að orði að séra Jón hafi gei-t sig sekan um „algert guð- last“ en það er sem kunn- ugt er hið refsiverðasta at- hæfi beggja megin grafar. Því fer mjög fjarri að séra Jón Auðuns bregðist við á- drepu kirkjufundarins af kristilegri iðrun. í Morgun- blaðinu i fyrradag birtir hann nýja grein og líkir þar Páli V G. Kolka og öðrum andstæðingum sínum við bá rétttrúnaðarmenn sem höt- uðu Krist og krossfestu hann fyrir rúmum 19 ðldum, og var ekki seinna vænna að einhverjir öxluðu þó fornu ábyrgð sem kaþólskir léttu nýlega af gyðingum Einnig heimfærir hann upp á þá dæmisöguna um þjóninn sem fékk uppgjöf skulda hjá hús- bónda sínum en gekk engu ■ að síður hart að bláfátaekum samþjóni sínum og var síðan látinn gjalda miskunnarleysis síns grimmilega. Bregður dómprófasturinn upp mynd af þvi sem þeir kirkjufundar- menn eigi i vændum: ,,Svo vægðarlausan dóm fær þjónn- inn sem ekki vildi fyrirgefa, að hann verður miklu ve- sælli. snauðari en allslausi samþjónninn hafði áður ver- ið Nú stoðar ekki lengur að biðja um fyrirgefningu Þvi tækifæri er glatað í skulda- fangelsi einhversstaðar í til- verunnj varð vesæll maður að greiða voðaskuld til síð- asta eyris“. Er greinilegt að hér er brugðið upp spíritist- ískum hugmyndum um kvala- stað fordæmdra. Þannig hafa forustumenn þjóðkirkjunnar tekið að sér húsnæðismiðlun fyrir neðri byggðir og vísa hver öðrum þar til sætis af miklu ofur- kappi Margir ætlast þó írek- ar til þess af kirkjunni að hún kenni mönnum að rata í aðrar vistarverur, en til þess að svo megi verða þarf að fást um það úrskurður hverjir fára með rétt 'máT'og hverjir rangt í deilunni um erfðasyndina og dauðann, eplið og höggorminn. Hvað dvelur biskupinn yfiríslandi? íl ■ æfingu j Morgunblaðíð segir að stöðuveitingin í Hafnarfirði sé ekkért einsdæmi og fer þá raunár með rétt mál. Það má meira að segja finna for- dæmi úr embættisferli Jó- hanns Hafsteins. og sannar það að ötulir menn geta kom- ið miklu til leiðar á skömm- um tíma. Jóhann er ekki að- eins ráðherra dómsmála held- ur og iðnaðarmála. í haust kom til framkvæmda endur- skipulagning á rannsóknar- stofnunum í þágu atvinnu- veganna, og voru fyrri for- stöðumenn allir endurskipað- ir — nema einn, Óskar B. Bjamason Óskar hafði ár- um saman verið settur for- stöðumaður iðnaðardeildar og starfað þar í meira en tvo árátugi; eftir hann liggja víð- tæk rannsóknarstörf og merkar ritgerðir. Engu að síður gekk Jóhann Hafstein fram hjá Óskari og skipaði í staðinn Pétur Sigurjónsson. Ekki var unnt að rökstyðja þá ráðabreytni með þvi að Pétur hefði verið í hliðstæð- um störfum annarstaðar og rétt væri að f®ra hann til, því hann hafði ekki sinnt neinum almennum iðnaðar- rannsóknum síðan hann lauk prófi fyrir meira en tveimur áratugum. Hins vegar hafði hann gertgið í Sjálfstæðis- flokkinn Raunar gerði ráð- herrann enga tilraun til að réttlæta ráðabreytni sína þegar hún var gagnrýnd hér í blaðinu. hann þagði aðeins og fór sinu fram Og nú er hann kominn á bragðið — Austri. Reynið nfju Tempo filter-i -sigaretturnar nyju Tempo filter-sígaretturnar Tempo er með nýrri tegund af filter, sem veitir yður meiri ónœgju, mildara og betra bragð. Tempo eru framleiddar úr úrvals tóbaki. Tempo eru framleiddar af stœrstu sígarettu- framleiðendum Bandaríkjanna.,

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.