Þjóðviljinn - 16.11.1965, Blaðsíða 7
Þriðjwiagur 16. nóvemfcer 1965 — ÞJOÐVIIaJlNN — SIÐA ^
Ární Gunnlaugsson hœstarétfarlögmaSur:
OPIÐ BRÉF til dómsmála-
ráBherra Jóhanns Hafsteins
Hafið þökk, herra ráðherra,
fyrir það hugrek'ki að hafa
reynt í Mórgunblaðinu að verja
embaettisveitinguna í Hafnar-
firði. Fólk er nefnilega ekki
vant því, að stjórnmálamenn
svarj alltaf rökstuddri gagn-
rýni á umdeild stjórnarstörf.
Treyst er heldur á tóm þagn-
arinnar og gröf gleymskunn-
ar.
Þar sem ég hætti mér út á
þá braut ad deila á veitingu
fógetaembættisins í Hafnarfirði
í stuttri grein, sem ég sendi
Morgunblaðinu, en ekki fékkst
þar birt, og mig grunar, að
sú grein, sem birtist í öðrum
blöðum, hafi meðal annars
valdið viðbrögðum yðar. hlýt-
ur mér að leyfast að senda yð-
ur nokkrar línur. Þá þess held-
ur sendi ég yður þetta bréf,
þar sem fram kom í téðri grein
minni, að, ástæða væri fyrir
yður að verja málstað yðar
varðandi embættisveitinguna.
Þér hafið nú skilað vörn 1 mál-
inu, og langar mig því að
svara:
Ég fagna, að þér eruð mér
sammála um hæfni Bjöms
Sveinbjömssonar til að gegna
embættinu áfram. Hinsvegar
harma ég, að skoðanir okkar
um verðleik umsækjendanna
Þér verjið miklu rúmi til að
verja og réttlseta gerðir yð-
ar. -V-íl ' ég nú með nokkrum
orðum rökstyðja efasemdir
mínar gagnvart réttmæti nið-
urstöðu máls yðar, þegar Þér
segið: „Ég tel, að hún (emb-
ættisveitingin) fáj mjög vel
staðizt. ef menn gera sér rétta
grein fyrir málavöxtum og
meta málið af sanngirni“. —
Svo mörg eru þau orð — .
Hverjar eru svo forsendur
yðar?
Þér segið: „Setning í emb-
ættj skapar hvorkf lagalegan,
venjubundinn né siðferðilegan
rétt til skipunar í embætti . . .“
Það er rétt að engin venja er
til um svo langa embættis-
setningu, og Björn Sveinbjörns-
son hafði, enda er hún algert
einsdæmi hér á landi. Hinsveg-
ar gátuð þér elkkert fordæmi
bent á til réttlætingar verkum
yðar enda mun ekkert dæmi
um það hérlendis, að embætt-
ismanni með góðan starfsfer-
il að baki hafi verið vikið úr
starfi með þessum . hætti.
Varðandj lagahlið málsins í
bókstafstúlkun skal játað, að
Bjöm var settur, en ekk; skip-
Enn nýtur Selma Lagerlöf
vinsælda á íslandi; í fyrra gaf
Setberg út skáldsögu hennar
Karlottu Löyenskjöld, o,g í ár
kemur út hjá sama forlagi bók
sem er framhald hennar og
nefnist Anna Svárd.
En áður hafa reyndar all-
mörg verk skáldkonunnar
komið út á íslenzku og þar á
meðal tvö þeirra er hæst ber:
Gösta Berlings saga og Jerú-
salem.
Selma Lagerlöf fæddist ár-
ið 1858 í Vermalandi. Hún
hlaut kennaramenntun og var
um nokkurt skeið kennslukona
við kvennaskóla. Jafnframt
fékkst hún við ritstörf og þá
fyrst ljóðagerð. Rétt fyrir
aður. Hitt vil ég fullyrða, að
öll réttsýni og sanngimi hlýt-
ur að mæla með því, að nær
10 ára seta í slíku embætti
geti í eðli sínu jafngilt skip-
un. Munurinn er nánast forms-
atriði. — Okkur var báðum
kennt í háskólanum. að rás
tímans og aðgerðarleysi aðilja
gæti haff áhrif til sköpunar
réttar eins aðilja og um leið
réttarmissis annars. Finnst yð-
ur það fráleitt eða ósanngjarnt
að halda því fram, að þegjandi
samþykki fjögurra dómsmála-
ráðherra á svo löngum setu-
tíma í embætti getj skapað
rétj handa Birni Sveinbjörns-
syni, siðferðilegan eða lagaleg-
an. og um leið valdi þvi glöt-
uri réttar yðar að taka af hon-
um embættið og veita það öðr-
um?
Hvenær og hvemig stofnast
þá almennt séð siðferðilegur
réttur í yðar augum til réttar-
sköpunar fyrir einstakling?
í gildandi lögum eru engin
ákvæði um lengd setningar í
embætti. Hinsvegar eru í
dönskum lögum, sem hafa á
ýmsum sviðum verið fyrir-
mynd okkar lagasmíði, ákvæði
þar sem tímalengd setningar í
dómaraembætti er bundín við
eitt ár. sem síðan má fram-
tvisvar um eitt ár í
senn, þannig að hámarkstimi
setningar í dómaraembætti
verðux:, þrjú ár.. . Talar þetta
ekki sínu máli Um réttmæti
þess málstaðar, sem ég vil
verja?
Þá teljið þér að viðurkenn-
ingin á siðferðilegum rétti
Bjöms Sveinbjömsso.nar um-
fram annað geti „verið mikil
misbeiting réttar gagnvart mörg-
um öðrum sem hvorki hefir
verið gefinn kostur á að vera
settur né að sækja um veit-
ingu fyrir embættinu, meðan
það var laust til umsóknar",
eins og þér komizt að orði. Ég
virði slíkar réttlætishugmynd-
ir yðar. en þær verða bara
blekking ein við skoðun á
þejrri embættisveitingu, sem
þér verjið af kappi. Haldið
þér ekki, að fleiri úr hópi
hinna mörgu ungu sýslumanna
og bæjarfógeta úti á landi,
dómarafulltrúa og starfandi
lögmanna, hefðu viljað sækja
um embættið. ef þeir hefðu
vitað um réttlætisást yðar?
En enginn af þessum mönnum
sótti nema s á. sem náðina
fann, og það á síðustu stundu,
að því er sagt er. Það skyldi
aldamót hlaut hún fyrstu verð-
laun í þókmenntasamkeppni
tímarits nokkurs og voru þar
komnir fimm fyrstu kaflarnir
úr Gösta Berlings sögu, því
verki er færðj höfundi sínum
heimsfrægð.
Skáldkonan hiaut margvís-
lega viðurkenningu fyrir rit-
störf sín. Hún hlaut doktors-
nafnbót í heimspeki ,árið 1907
og bókmenntaverðlaun Nóbels
tveim árum síðar. Árið 1914
var hún kosin í sænsku aka-
demíuna fyrst kvenna. Hún
lézt árið 1940. Skáldsagan
Anna Svard er 310 bls. í ís-
lenzku þýðingunni. Þýðinguna
gerði Arnheiður Sigurðardótt-
ir.
þó ekki vera. að siðgæðishug-
myndir þeirra, sem ekk; sóttu
um embættið, hafi verið eitt-
hvað öðruvísi en þær, sem þér
hafið sýnt með embættisveit-
ingunni? /
Sér segið ennfremuí: .,Ég
hafði ekki minnstu löngun til
að níðast á nokkrum“. Þótt
ásetning skorti, geta gáleysis-
verk oft haft sömu afleiðing-
ar. Það getur ekki hafa farið
framhjá yður,' að fólki finnst
hafa verið níðzt á Birni Svein-
björnssyni. Leiði ég sem vitni
í því sambandi til dæmis alla
átta hreppstjórana í Gull-
bringusýslu, sem sendu yður
mótmælabréf. þar sem þeir m.
a. telja „ósæmilegt að vísa svo
góðum dreng og ágætum emb-
ættismanni burt úr starfí eft-
ir svo langan og mistakalaus-
an pmbættisferil“, sbr. bls. 2
í Morgunblaðinu 13. nóvember.
— Sannar ekki stormur al-
menningsálitsins gegn verki yð-
ar að loftvog hins pólitíska
siðgæðis hefur staðið lágt, þeg-
ar þér í skyndi eftir lok um-
sóknarfrestsins veittuð emb-
ættið?
Ekki batnar hlutur yðar,
þegar við nú komum að með-
ferð þeirri. sem eitt virðuleg-
asta og merkasta yfirvald
þessa lands. herra Jóhann
Gunnar Ólafsson, bæjarfógeti
á Isafirði. fær við embættisveit-
inguna, Ég viðurkenni fúslega,
að skipun hans í embættið
hefði verið verjandi að vissu
marki, þótt það sé skoðun mín,
að Björn ■ þefði ekki þurft að
víkja fyrir honum. En með því
að ganga einnig framhjá Jó-
hanni Gunnari finnst mér
ranglætið í þessu máli full-
komnað. Hann hefur að baki
22 ára starfsaldur sem bæjar-
fógeti á ísafirði auk þess að
hafa verið hátt á fjórða ár
fulltrúi við bæjarfógetaemb-
ættið í Hafnarfirði. og því
kunnugur í umdæminu. o.g sett-
ur bæjarfógeti um tíma við
það embætti og víðar. Það eru
ekki frambærileg rök fyrir
mann í yðar stöðu að réttlæta
höfnun svo góðs embættis-
manns með því einu, að þér
teljið hann „helzt til fullorð-
inn“. Hann er nú 62 ára að
aldri. Þér fáið ekki breytt
þeim lögbundna rétti hans að
mega sitja í embætti í rúm 7
ár til viðbótar eða allt til 70
ára aldurs. Fyrst þér látið við-
gangast, að hann starfi sem
bæjarfógeti á ísafirði gátuð
þér rökrétt ályktað hann hæf-
an til að flytjast milli emb-
ætta. — Það hefur aldrei þótt
til vegs- eða virðingarauka að
tala tungum tveim. Því segi ég
þetta hér. þar sem ég man
ekki betur en þér hafið áður
tálið háan aldur ekki gildandi
rök fyrir höfnun manns í
virðingarstððu, og ekki ætti
virðing yðar fyrir ellinni að
minnka með árunum. Eða er
það ekki rétt, að Þér voruð
fremstur í flokkj þeirra, sem
vilvlu gera séra Bjama Jóns-
son á áttræðisaldri að forseta
þjóðarinnar? — Finnst yður
annars ekki. ef vel er að gáð,
einhver eðlisskyldleiki vera á
milli forsetakosninganna árið
1952 og embættisveitingarinn-
ar í Hafnarfirði? Er það ekki
rétt munað. að fjöldi fólks
vildi ekki hlíta forsjá yðar í
þeim sögufrægu kosningum?
Þá höfðu flokksforingjar löng-
un til að veljn fyrir fólkið.
En fjöldinn sagði; Þetta lát-
um við ekki bjóða okkur. Sama
segir almenningur í dac gagn-
vart embættisveitingunni í
Hafnarfirði. Það hljótið þér að
hafa fundið.
Málstaður yðar veikist enn,
þegar þér svarið þessari spum-
ingu Morgunblaðsins: „Hvert
er þá viðhorf yðar til Einars
og Bjöms?“ „Ég tel báða hæfa
til starfans“, svarið þér, og
ennfremur; ,,... valdí ég Ein-
ar Ingimundarson en ekki
Björn Sveinbjömsson. þar sem
Einar Ingimundarson hefur
verið skipaður bæjarfógeti í
13 ár, en Björn settur í rúm
9 ár.“. Þessj samanburður yð-
ar á starfsaldri er bæði rang-
ur og villandi. Við nánari at-
hugun kemur nefnilega í ljós,
að Einar var þingmaður Sjálf-
stæðisflokksins fyrir Siglu-
fjörð 1953—1956 og fyrir Sama
flokk í Norðurlandskjör-
dæmi vestra frá 1959 og síðan.
Vægt áætlað hefur Einar því
verið fjarverandi úr embætti
sínu vegna þingmennskunnar
suður í Rey-kjavik í þágu Sjálf-
stæðisflokksins í a.m.k. 4—5
ár. Sé samanburðinum haldið
áfram. kemur í ljós, að Einar
byrjaði hjá tollstjóranum í
Reykjavík 1. nóv. 1944. unz
hann hóf starf hjá sakadómar-
anum í Reykjavík 1. jan. 1946,
en þar var hann, unz hann
var skipaður bæjarfógeti á
Siglufirði.
Björn Sveinbjömsson byrj-
aði hinsvegar við embættið í
Hafnarfirði sama árið og hann
lauk lögfræðiprófi eða haustið
1945, og hefur starfað hér i
Hafnarfirðj við embættið alla
tíð siðan eða rúm 20 ár.
Munurinn á heildarstarfs-
aldri Björns Og Einars er því
svo til enginn.
Það er drengilegt af yður að
feta ekki í fótspor staksteina
Morgunblaðsins og reyna að
verja embættisveitinguna með
því. „að öðrum hafi tekizt
miður“, eins og þér komizt að
orði, enda var okkur báðum
kennt í fræðum réttvísinnar,
að misgjörð eins verði ekki af-
sökuð með annarra misgjörð-
um. Þó endurtek ég. að jafn-
vel þótt þér vilduð þannig
réttlæta gerðir yðar. er það
ekki hægt, þar sem embættis-
veitingin á sér alls ekkert for-
dæmi.
í lýðræðisþjóðfélagi verða
ráðherrar að sætta sig við, að
gerðir þeirra sæti rökstuddri
gagnrýni, og henni geta þeir
ekkj svarað með því einu að
segja: Það er ég, sem valdið
hef. Þessvegna tel ég ekki rétt
hjá yður að tala um að verið
sé ,,að svívirða" yður með
skrifum um þetta mál.
Þér hafið vafalaust lesið
Reykjavíkurbréf Morgunblaðs-
Jóhann Hafstcin.
ins sunnudaginn 14. nóvember,
en höfundur þess er sagður
vera forsætisráðherra Bjarni
Benediktsson. og er hér gengið
út frá því. Hann segir þar m.
a. um gagnrýnina: „Eðlileg
gagnrýni er öllum holl“. Þessu
til áréttingar segi ég við yð-
ur: Því aðeins þjónar iýð-
ræðið og frelsið tilgangi sínum
að hvort tveggja sé virt í
verki. Þvi aðeins eigum við
skilið að njóta mannréttinda,
að við virðum annarra rétt.
Það er því ekki sæmandi
kollega yðar, Bjama Bene-
diktssyni, að óvirða rétt al-
mennings til að gagnrýna í
verki brottrekstur Björns
Svinbjömssonar með því að
skrifa eftirfarandi í Reykja-
víkurbréfinu; „Siðleysið lýsir
sér í því að hafa uppi ósannar
ásakanir oe beita óhæfilegum
þvingunarráðstöfunum“. Vill
forsætisráðherra bera ábyrgð
á slíkum skrifum? Er ekki of
langt gengið, þegar æðstu
menn þjóðarinnar lýsa þegnum
sínum sem iðkendpm siðleysis
fyrir það eitt að hafa haft
manndóm til að sýna þá sterk-
ustu gagnrýni gagnvart rang-
læti yðar, sem það gat. með
því að fórna starfi sínu? Lög-
leg viðbrögð þessa fólks í
þágu réttlætisins verða ekki
flokkuð undir „siðleysi", hvað
sem líður skoðunum st.jóm-
lagafræðingsins Bjarna Bene-
diktssonar.
Skoðanir ykkar Bjama
Benediktssonar virðast stang-
ast nokkuð á, þegar þið metið
hinn siðferðilega rétt Björns
Sveinbjörnssonar til embættis-
ins. og hæfir það málstað ykk-
ar. Af ummælum Bjarna í
Reykjavíkurbréfinu verður ráð-
ið, að hann telji, að setning
í embætti getí aldrei skapað
þeim. sem settur er, siðferðis-
legan rétt til stöðunnar, ef hún
losnar. Hinsvegar hafið þér,
herra dómsmálaráðherra, að
því er virðist, viðurkennt- sið-
ferðilegan rétt Bjöms Sveins-
björnssonar til að geta komið
til mála í vali yðar á manni
í stöðuna, sbr. fyrrgreind um-
mæli yðar hér að framan í
þættinum um starfsaldur
Björns og Elnars.
Þegar svo er komið málstað
ykka-r, að þið eruð ósammála
um, hvemig ranglætið skuli
varið, er ekki að furða, þótt
málgagn yðar hafi talið þann
kost vænstan að kalla á heim-
ilislækni sinn til hjálpar, Pál
V. G. Kolka. Eins og góðs
læknis er von og vísa. brá
hann skjótt við, og kemst að
sjúklegu ástandi hjá einum
málspartinum. og kallar það
„andlegt kölduflog". Hann sál-
greinir á síðum Morgunblaðs-
ins sunnudaginn 14. nóv. rjúk-
linga sína á sýsluskrifstofunni
í Hafnarfirði og úrskurðar þá
standa á svipuðu þroskastigi
og vökukona nokkur norður á
Blönduósi, sem sinnaðist við
lækninn á sínum tíma. Svo að
jaínræði málsaðilja sé full-
nægt. finnst mér, herra ráð-
herra, nú vanta í málskjölin
úrskurði um sálarástand fleiri
aðilja, t.d. yðar og Bjama
Benediktssonar. Kannske Kolka
læknir eða einhver annar vilji
bæta úr því? Annars talar
þessi læknisvitjun á Morgun-
blaðið skýru máli um ástand-
ið í herbúðum yðar þessa dag-
ana og hvemg eigin menn
virða málstað yðar í embætt-
isveitingunni,
Að lokum leyfi ég mér að
draga ályktanir af þvi, sem
fram hefur komið í málinu.
Ég tel ómaksins vert fyrir yð-
ur. ráðherra dómsmála, eða
aðra, að kanna fræðilega þann
lögmætisgrundvöll, sem þér
viljið bygg.ia á embættisveit-
inguna til Einars Ingimundar-
sonar. Sú stjórnvaldsráðstöfun
vðar verkar þannig á mig og
fleiri, að það hafj verið póli-
tískar og persónulegar ástæð-
ur. sem réðu því, að hann
hlaut embættið. Verð; svo tal-
ið. er að mínum dómi um vald-
niðslu að ræða í l^galegum
skilningi. Vegna þ‘-'rra les-
enda, sem eru ólögfróðir, skal
upplýst. að valdníðsla er ein
ástæða fyrir ógildi stjómvalds-
ráðstafana. en í flokki þeirra
teljast embættisveitingar.
Fræðilega skilgreint telst það
valdníðsla, þegar stjómvald
lætur gerðir sínar ráðast af
ólögmætum sjónarmiðum. t.d,
pólitiskum eða persónulegum.
Dómstólar hér á landi hafa
ekki til þessa dæmt um tilvik,
þar sem reynt hefur á lögmæti •
embættisveitinga sem stjóm-
val dsráðstöfunar.
Hvað sem Hður lögmæti
hinnar umdeildu embættisveit-
ingar. tel ég dóm almennings
í málinu vera afdráttarlausan.
Hann vitið þér um, og við
hann verðið þér að sætta yður,
hvort sem yður líkar betur
eða verr.
Hafnarfirði 14. nóv. 1965.
Árni Gunnlaugsson.
Bréf þetta var sent öllum
dagblöðunum samdægurs
til birtingar.
>---- ------------—------------
Ný skáldsaga
Kristmznns
Þótt Kristmann Guðmundsson
hafi að sögn sett púnktinn aftt
an við ævisöguna. er ekki þar
með sagt að ritferli hans sé með
öllu lokið. Það sannar ný skáld-
saga eftir hann sem Bókfellsútt
Framhald á 9. síðu.
Flugmálastarfsmenn mótmæla
tlllögum ríkisstjórnarinnar
Almennur fundur var hald-
inn í Félagi flugmálastarfs-
manna ríkisins. þriðjudaginn
9. nóv. s.l. um launamál.
Frrmsögumcnn voru Kristj-
án Einarsson, Guðni Ólafsson
og Valdimar ólafsson. — f
fundarlok var eftirfarandi á-
lyktun samþykkt með at-
kvæðum alHa fundarmanna;
,,AImcrnur fundur haldinn
í Félaei flugmálastarfsmanna
ríkisins 9. nóv 1965, mót-
mælir harðlega framkomnum
tillögum samninganefndar rik-
isstjórnarinnar til Kjaradóms
um 1 launalækkun alls vakta-
vinnufólks.
Enda Þótt tillaga sé gerð
til dómsins um 3% hækk-
un grunnlauna ríkisstarfs-
manna, fela aðrar tillögur í
sér miklu stórfelldari launa-
lækkun.
Yfirgnæfandi meirihluti
flugmálastarfsmanna leysir
störf sín af hendi í vakta-
vinnu. en í tillögum samn-
inganefndar rikisstjómarinn-
ar felst allt að 37% LÆKK-
UN á veigamiklum hluta
Iauna vaktavinnufólks, sem
mundi orsaka stórfellda
skerðingu heildarlaunanna.
Kjaradómur viðurkenndi,
með dómi sínum frá 1963,
sérstöðu vaktavinnufólks,
vegna stórfelldra og marg-
víslegra óþæginda sem af ó-
reglulegsm vinnutima skai>-
ast.
Fundurinn treystir Kjara-
dómi til að virða að vettugi
þessa árás samninganefndar
rikisstjómarinnar á vissan
hluta ríkisstarfsmanna.
Enn fremur skorar fund-
urinn á hið háa Alþingi að
veita ríkisstarfsmönnum sem
fyrst fullan samningsrétt til
jafnréttis við aðra launþega
Iandsins.“
til stöðunnaf' fara ekkj saman. lengja
Skáfdsaga eftir
Selmu Lagerlöf
i » . i