Þjóðviljinn - 16.11.1965, Blaðsíða 8
/
■fl SÍÐA — ÞJÖÐVILJINN — Þriðjndagur 16. nðvemtar 1SES.
ömmmamnmuEamaea^mmmmhhbhbbb
• Norrænt lögreglukóramót í Reykjavík
• I júnímánuði næsta ár verður haldið hér I R cykjavík norrænt lögreglukóramót og er það hið
þriðja í röðinni slíkra móta en þau eru haldin á fimm ára fresti í löndunum til skiptis.
m Reykvískir lögreglumenn hafa þegar hafið u ndirbúning mótsins og í því skyni að standa
straum af kostnaðinum við mótshaldið sem verður allmikill hefur lögreglukór Reykjavíkur nú efnt
til happdrættis og heitir kórinn á almenning að styðja starfsemi þessa með því að kaupa miða.
Miðar í happdrættinu eru 13500 og kostar hver 100 krónur. Verður dregið um vinningana 23.
deseimber n.k. en þeir eru, tíu að tölu> ails að verðmæti 216.600 krónur. Er aðalvinningurinn
Fólksvagn en aðrir vinningar eru sjónvarps tæki, saumavél, farmiðar með flugvélum, skipum
og bílum og karlmaniiafatnaður. Miðasala úr ha ppdrættisbílnum hófst fyrir helgina og stendur
hann við Lækjartorg.
• Myndin hér að ofan er frá siðasta Iögreglukóra móti sem haldið var í Osló og eru á henni full-
trúar frá öllum Norðurlöndunum fimm.
Gamait og nýtt
• Það var óneitanlega dálítið mótsagnakennt að sjá þessa stúlku
á fomum íslenzkum faldbúningi standa við barinn á Hótel Sögu,
þar sem aðrir gestir slökktu þorsta sinn. Er betur var að gætt
reyndist þessi fulltrúi horfins tíma ekki vera þama sömu erinda-
gerða og aðrir, heldur var hún að bíða þarna að tjaldabaki eftir
að koma fram á tízkusýningu frammi í salnum (Ljósm. vh).
• Birtingur
kominn út
• Birtingur, 1.-2. hefti 1965, er
nýlega kominn út. Er það 100
blaðsíöur að stærð og flytur
fjölbreytt efni.
1 heftinu em Ijóð eftir
Snorra Hjartarson, Jón úr Vör,
Jón Öskar, Jóhann Hjálmars-
son, Sigurð A. Magnússon og
Matthías Johannessen. Borg-
hildur Einarsdóttir ritar grein-
ina Um Fjölni og Fjölnismenn
og birtur er kafli úr bókafregn
í Fjölni eftir Konráð Gíslason.
Thor Vilhjálmsson ritar um
Antonino Virduzzo og enn-
fremur skrifar hann Syrpu að
vanda. Kjartan Guðjónsson á í
heftinu greinina í tilefni af
sýningu Sigurjóns. Atli Heim-
ir Sveinsson ritar um Karl-
heinz Stockhausen og Einar
Bragi skrifar greinina Af
skornum skammti. Þá er birt
í ritinu áskomn sextíumenn-
inganna til Alþingis 13. marz
1964 um sjónvarpið.
★
í ávarpi til kaupenda gerir
Einar Bragi grein fyrir þvi, að
lokahefti þessa árgangs af
Birtingi sé væntanlegt fyrir
árslok og verður útkomutími
ritsins þá aftur kominn i eðli-
legt horf, en sem kunnugt er
kom síðasti árgangur Birtings
ekki út fyrr en á þessu ári.
• Glettan
— Þér skuluð halda áfram að
éta þessar töflur, og líta svo
aftur inn eftir nokkrar vikur,
ef þér verðið þá enn í tölu
lifenda!
13.00 Við vinnuna.
14.40 Sigríður Þorkelsdóttir
flytur erindi á vegum Félags
ísl. snyrtifræðinga um með-
ferð á hömndi.
15.00 Miðdegisútvarp Karlakór
Reykjavíkur syngur. Leonid
Kogan og hljómsv. Tónlistar-
skólans í París leika Konsert
fyrir fiðlu og hljómsveit eftir
Vivaldi; Vandernoot stjórnar.
Fílharmonía leikur Þrí-
hymda hattinn, eftir de
Falla og Valsinn eftir Ravel;
Igor Markevitch stjómar.
Suisse Romande hljómsveitin
leikur spánskan dans eftir de
Falla, Habanera eftir Cha-
brier og Gopak eftir Múss-
orgský; Ansermet stjómar.
16.00 Síðdegisútvarp Hljómsveit
Martys Gold, Los Espanoles,
hljómsveit Mats Olssons o.fl.
syngja og leika.
17.20 Framburðarkennsla í
dönsku og ensku.
17.40 Þingfréttir. Tónleikar.
18.00 Tónlistartími barnanna.
Jón G. Þórarinsson stjómar
tímanum.
20.00 Tilfinningaöryggi og
venjumyndun ungbama.
Andri Isaksson sálfræðing-
ur flytur erindi.
20.25 Margit Tuure syngur lög
eftir Kilpinen við texta úr
Kanteletar. Við píanóið:
Margaret Kilpinen.
20.50 Raddir um nótt Eggert
Laxdal les ljóð eftir Helga
Sveinsson.
21.00 Impromptu eftir Schubert.
Ingrid Haebler leikur á
píanó.
21.15 Þriðjudagsleikritið: —
Vesalingarnir.
22.10 Minningar um Henrik
Ibsen eftir Bergljótu Ibsen.
Gylfi Gröndal flytur (3).
22.30 Séra Sidney MacEwan
syngur írsk lög um ástina og
sitthvað fleira.
23.00 Á hljóðbergi: Erlent efni
á erlendum málum Bjöm Th.
Bjömsson listfræðingur vel-
ur,og kynnir. Loreley’s Diary
eða Gentlemen Prefer Blond-
es eftir Anitu Loo. Carol
Channing flytur. Með lestrin-
heyrast dægurlög frá 1925.
24.00 Dagskrárlok.
í FAVELUNNI -
þar sem ólíft er
Dagbók Carolinu Mariu de Jesus
að kaupa handa henni skó,
þegar Senhor Manuel, sem er
norðlendingur. mátaði á henni
skóna. sagði hún:
,,Skemmdu ekkí skóna mína
tneð því að víkka þá. því
mamma verður svo. lengi að
vinna fyrir næstu skóm sem
ég fæ. og ég vil með engu
móti ganga berfætt.“
Ég fór inn í búðina hjá
Senhor Eduardo og keypti kíló
af hrísgrjónum. Þá átti ég sjö
cruzeiroa eftir. Ég eyddi 25
á leiðinni. Borgin er blóð-
suga sem sýgur mannsblóð.
15. júlí. — Þegar ég fór á
fætur var Vera vöknuð og
hún spurði mig:
,,Mamma er ekki afmælis-
dagurinn minn í dag?“
,.Hann er í dag. Ég óska þér
til hamingju"
..Ætlarðu þá að baka mér
köku?“
,,Ég veit ekki. Ef ég get náð
f nokkra peninga“
Ég kveikti eld og fór að
sækja vatn Konumar kvört-
uðu um að vatnsrennslið væri
dauft.
Sorptínslumennirnir voru
komnir á undan mér. Ég fann
lítið. Ég fór yfir í verksmiðj-
una til þess að leita afl tusk-
um. Mér var að verða ómótt. Ég
ákvað að fara til Dona Ang-
elica til þess að biðja hana að
gefa mér kaffi. Hún gerði bað.
Þegar ég fór frá henni. sagði
ég að mér liði betur.
„Það er sultur. sem að þér
er. Þú verður að borða betur“.
,,En það sem ég vinn mér
inn, næ-gir ekki.“
Ég hef létzt um átta kíló.
Það er varla holdtægja utan
á mér. Það lítið að var það
er farið. Ég tíndi saman papp-
ír og fór. Þegar ég fór fram-
hjá búðarglugga. sá ég mig
speglast í honum. Ég sneri mér
undan. því mér fannst ég vera
fæla.
Ég steikti fisk og sauð maís
handa börnunum til að hafa
með fiskinum. Vera kom og
sá grautinn í pottinum cg
sagði;
„Er þetta nú kakan mín?
Veiztu ekki að ég á afmæli í
dag?“
,,Nei, þetta er ekki nein
kaka. Þetta er maísgrautur."
„Ég vil hann ekki!“
Ég náðj í svolítið af mjólk.
agMí' "‘X £2
V'-ý.
Ég gaf henni graut og mjólk
út á. Hún át þetta kjökrandi.
Hvernig ætti ég að geta
búið til köku?
18. júlí. — Þegar ég var
að fara út til að sækja mér
pappír mætti ég Dona Bini-
dita, móður svörtu Nena. Ég
kalla hana svörtu Nena því
það er til önnur með því nafni,
hvít. Við fórum að tala um
drenginn sefti lét lífið á bá-
spennustreng. Hún sagði að
hann væri sonur Laura og
Vincentaos. „Ó!“ hrópaði ég.
Því ég þekktí sögu þessa
drengs. Þetta er sagan af vesa-
lings Miguel Colona.
Þegar Laura fór á fæðing-
árdeildina að ala barn sitt dó
það nýfætt. Hún harmaði það
því að hana langaði til að
eignast son. Hún grét. Við hlið-
ina á henni lá önnur kona
sem hafði eignazt son. Og hún
grét líka af þvi hann lifir. Því
hún óskaði sér þess að hann
hefði dáið. Laura vorkenndi
henni grát hennar Og sagði;
„Hví ert bú að gráta? Bam
þitt liíir og það er svo fal-
legt barn.“
Stúlkan sagðist hafa komið
að norðan. Þá var hún óspjöll-
uð mey. En hérna í Sao. Paulo
varð hún bamshafandi. Og
vildu nú foreldrar hennar að
hún kæmi norður til þeirra.
Hún vildi það, en ekki með
bamið. Hún sagðist vilja gefa
Laura barnið ef hún vildi
þiggja.
Laura þáði gott boð. Hún'
varð eins hamingjusöm eins og
hún ætt{ það sjálf! Þegar hún
fór af spítalanum, sagði hún
fólkinu að hún hefði misst son
sinn en eignazl annan. Hún ól
hann upp og var góð við hann.
Hún keypti handa honum sjón-
varp þegar hann fór fram á
það. Hann var níu ára kom-
inn í annan bekk. Svo fór
þetta svona.
Allir fæðast á hinn sama
veg. en orsakir til dauða eru
margar.
í dag er mikið af pappír í
ruslinu. En það eru líka marg-
ir að safna. Ég talaðj við einn
af þeim.
„Hvers vegna safnarðu ekki
því sem þú vinnur þér inn?“
Hann leit á mig með aumk-
unarverðum svip:
„Þú kemur mér til að hlæja.
Sá tími er liðinn að nokkur
geti safnað. Ég er einn af
vesalingunum. Líf mitt er al-
veg vonlaust. Ég get efcki eign-
azt heimili, því heimili er
stofnað af tveimur og svo fer
að fjölga“
Hann leit á mig og sagði;
,,Við skulum ekki vera að
tala um þetta. Við erum á út-
jaðri menningarinnar. Veiztu
hvar ég sef? Ég sef undir
brúm. Ég er að verða ruglað-
ur. ÉK vil ekki lifa. ég vil
deyja!“
„Hvað ertu gamall?“
„Tuttugu og fjögra. Ég er
leiður á að lifa“.
Ég fór að hugsa um það að
fólkið sem er að skrifa kýs
sér fegurð. Hversvegna hitti
ég aldrei annað fyrir en
hryggð o,g tár?
22. júlí. — Ég lá fyrir.
Klukkan var 5 að morgni, þeg-
ar Teresinha og Euclides fóru
að kjafta.
„Adalberto, stattu upp og
sæktu flösku af pinga!“
Euclides vissi að &g var vak-
andi og hann sagði;
„Þú ætlar þó ekki að fara
að skrifa? Ég held þér væri nær
að fara í pappírsleitina. Jæja,
farðu bara að skrifa til þess
að bera okkur út,.“
Ég stóð upp, þreif kústskaft
og fór svo og sagði að honum
væri sæmst að láta mig í friði
svo þreytt sem ég væri eftir
dagsverkið. Svo lamdi ég nokk-
ur högg af alefli í tréþilið hjá
þeim. Hann þagnaði og sagði
ekki meira.
26. júlí. — Klukkan var 7 í
kvöld þegar Senhor Alexandre
og kona hans fóru að fljúgast
á Hann sagði að hún hefði
látið úrið sitt detta á gólfið
og brotna. Hann varð hávær
Qg óðamála og fór svo að berja
hana. Hún hrópaði á hjálp. Ég
skipti mér ekkert af þessu. ég
er orðin þvi svo vön að Þau
láti svona. Dona Rosa stökk af
stað að kalla á hjálp Áður
1