Þjóðviljinn - 07.12.1965, Síða 2

Þjóðviljinn - 07.12.1965, Síða 2
2 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur 7. desember 1965. ÚRVALSHÖFUNDAR - ORVAISBÆKUR ANÆGJULEGUR LESTUR FYRIR ALLA Samskipti karls og konu er að meginefni hin vinsælu útvarpserindi Hannesar Jónssonar um fjölskyldu- og hjúskaparmál ásamt ýmsum athyglisverðum viöbót- um. — Bókin er góð, salan ör. Tryggið ykkur eintak mcöan til er. Kjósandinn, stjórnmálin og valdið er fyrsta íslenzka fræðiritið um stjórnmálin. Kjörið lestrarefni fyrir alla áhugamenn um stjórnmál. Höfundar eru helztu forystumenn flokkanna og vandaðir fræðimenn. — Lestur bókarinnar auðveldar mönnum leiðina til skilnings og áhrifa hvar I flokki sem þeir standa. Efnið, andinn og eilífðarmálin sérstæð og djörf tilraun 8 þjóðkunnra manna til að lýsa afstöðu sinni til ýmissa þátta trúmála, trúleysis, efasemda, spiritisma, guð- speki og hugmynda manna um Guð á atómöld. Bókin er full af örf- andi umhugsunarefni fyrir andlega sinnað fólk. A meðal höfunda eru: Dr. Áskell Löve, Gretar Fells, Hannes Jónsson, dr. Sigurbjörn finarsson og séra Sveinn Víkingur. Fjölsk.áætlanir og siðfræði kynlífs fjallar á heilbrigðan og hispurslausan hátt um fjölskylduáætlanir, frjóvgunarvarnir og siðfræði kynllfs. 60 skýringamyndir. 1 Bókasafni Félagsmálastofnunarinnar eru einungis bækur, sem máli skipta og eiga erindi til allra. Fást hjá flestum bóksölum og beint frá útgefanda. ^ Félagsmálastofnunin Pósthólf 31, Jteykjavik, sfmi 40624. Pöntunarscðill: 53endl hér mcð Jcr. *1I greiðslu á «ltlrtaltnnl bókapöntun: ______Samsklptl karls og konu, Tcr. 225,00 ______KJÓsandlnn, stjórnmáiin og vaidið, kr. 225,00 ______Efnlð, andinn og ellííðarmálln, kr. 200,00 ______FJölskylduáætlanir og siðíræðl kyniifs, kr. 150,00 MIRAP ALUMPAPPÍR Nauðsynlegur í hverju eldhúsi HEILDSÖLUBIRGÐIR Kristján Ó. Skagfjörð hf. Sími. 2-41-20. Innheimtustörf Unglingur óskast nú þegar til innheimtustarfa. ÞJÓÐVIL JINN. Isfírðingar í Reykjavík og nágrenni. Félagið heldur aðalfund föstudaginn 10. des. kl. 8,30 e.h. að Café Höll, efri sal. FUND AREFNI: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Rætt um fyrirhugaða hópferð til ísa- fjarðar næsta sumar. Stjómin. Af eigin raun Fyrir skömmu voru látnir lausir tveir bandarískir her- menn sem verið höfðu um skeið fangar í Norður-Viet- nam. Þegar vestraenir blaða- menn komust að þeim og tóku að spyrja þá spjörunum úr, kom í ljós að hermenn- imir kváðust vera andvígir innrásarstyrjöld Bandaríkj- anna í Víetnam; þe!r sögðust vflja frið. Ekki g"tu þetta talizt neitt óvænt ‘'ðipdi; ef þeir nær 200.000 bandarísku hermenn sem sendir hafa ver- iðtilVíetnam mættu mæla af hreinskilni, myndu þeir eflaust langflestir láta sömu skoðan- ir í ljós Og óska þess öðru fremur að komast heim aftur. En auðvitað hentaði þaðekki vestrænum áróðursmönnum að telja það eðlilegt fyrirbæri að hermenn vildu frið; fangam- ir hlutu að hafa orðið að þola þá skelfilegu kárinu sem nefnd er heilaþvottur, en hreinn hei'li er um þessar mundir talinn einhver versti ljóður sem fundinn verður á ráði manna. Islenzku stjómarblöðin hafa gert að umtalsefni þau skelfilegu tíðindi að hermenn segist vilja frið. Fyrst lét ritstjóri Alþýðublaðsins í ljós miklar áhyggjur af heilabúi sínu, og í fyrradag birtist angistarfull forustugrein f Morgunblaðinu: „Þessi ó- hugnanlega meðferð kommún- ista á föngum sýnir enn einu sinni, hvers konar.menn það eru, sem safnast að þessari ofbeldishreyfingu. Þar er í mörgum tilvikum um mestu úrhrök að ræða eins og starfs- aðferðír þeirra bera vitni um og má meg nokkru sanni segja, að nazistar í Þýzka- landi hafi ekki náð eins mik- illi tækni í þessum efnum og kommúnistar virðast hafa náð. Sálræn þvingun eins og kommúnistar beita er for- dæmanleg og vekur viðbjóð allra heilbrigðra manna.“ Sú skélfing sem kemur fram í þessum ummælum ber með sér að höfundur hefur af eigin raun nokkra hugmynd um það sem hann er að lýsa. Forustugreinin hlýtur að vera skrifuð af Sigurði Bjarna- syni, manninum sem hélt ræðuna 1. desember 1945, þótt meðferð sú sem heili hans mátti þola eftir þá ræðu væri að vísu andstæðan við þvott. 1- þrótt loddarans Undarlegt er hvað forsæt- isráðherra íslands er mikið gefinn fyrir andlaust þvarg og pex. Hann ástundar deilu deilunnar vegna, og hann lætur sig engu skipta hverju hann heldur fram; það sem hann telur hvítt í dag er ein- att svart fyrir augum hans á morgun. Þannig skrifar hann heilsíðugrein í Morgunblaðið í fyrradag um þá ósvinnu sem gerzt hafi hér á landi fyrir þremur áratugum, er tveir h.æstaréttardómarar hafi verið látnir víkja úr störfum fyrir aldurs sakir; var þó annar ..einungis réttra 68 ára“ og hinn „liðlega 67 ára“. Kveður forsætisráðherrann þetta ekki aðeins hafa verið ódrengilega framkomu við hina grandvörustu og beztu embættismenn, heldur og ein- hvem hinn versta glæp sem framinn hafi verið í réttar- sögunni: „Ekki er kunnugt um neinn atburð, er fremur hafi verið til þess lagaður, að svipta ísland tiltrú sem rétt- arríki“. Ekkert er við bessa rök- semdafærslu ráðherrans að athuga eina sér; hann færir rök fyrir máli sínu og setur á bað lit með tilfinningahita. Gallinn er aðeins sá að allir lesendur Morgunblaðsins hljóta að minnast bess. að íyrir örskömmu skrifaði þessi sami forsætisráðherra um það af sömu rökvisi og engu minni tilfinningahita. að það værj gersamlega fráleitt að skipa Jóhann Gunnar Ólafsson — einhvem grandvarasta og bezta embættismann landsins — bæjarfógeta í Hafnarfirði; hann dygði ekki fyrir aldurs sakir, þar sem hann væri hvorki meira né minna en 63ja ára. Málflutningur af þessu tagi er hvorki sprottinn af sann- færingu né tilfinningum; maður sem ástundar þvílíka iðju lítur auðsjáaniega á þjóðlffið sem paðreim og sjálfan sig sem trúð. — Austri. Kaupmenn og kaupfélög FYRIRLIGGJANDI: Barnableyjur, mjög ódýrar. Bómull, 50, 100 og 200 gr, plastpokar. Tabú dömubindi. Pappírsvasaklútar . Kr. Þorvaldsson & Co. Heildverzlun — Grettisgötu 6. Símar 24478 og 24730. LOKAD Skrifstofan verður lokuð fyrir hádegi þriðjudaginn 7. þ.m. vegna jarðarfarar. Tollstjóraskrifstofan Amarhvoli. KIRKJUSTRÆTI TERYLENÉ DRENGJAFÖT í miklu úrvali, verð frá kr. 1515,00 HJÓNARÚM Til sýnis á Hverfisgötu 100 B. I. hæð. Til sýnis á Hverfisgötu 100 B, . hæð. Reykjuvíkurhöfn óskar að ráða eftirfarandi starfsfólk. 1. Yfirverkstjóra við bryggjusmíði. 2. Skrifstofumann. Umsóknir sendist skrifstofu minni fyrir 20. des- ember n.k. Reykjavík, 4. des. 1965. Hafnarstjórj Trésmiðir Byggingamenn hyggingumanna veitir ykkur margskonar félagslegar og fagleg- ar upplýsingar sem öllum byggingamönnum og öðrum eru nauðsynlegar. Látið ekki happ úr hendi sleppa, tryggið ykkur eintak í tíma. á skrifstofu félagsins. Trésmiðafélag Reykjavíkur. Handbók

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.