Þjóðviljinn - 07.12.1965, Síða 4

Þjóðviljinn - 07.12.1965, Síða 4
4 SlÐA — ÞJÖÐVILJINN — Þriðjudagur 7. desember 1965. Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokk- urinn. — Ritstjórar: Ivar H. Jónsson (áb), Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson. Ritstjóri Sunnudags: Jón Bjamason. Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson. Ritstjóm, afgreiðsla, auglýsingar, prcntsmiðja.i Skólavörðast. 19. Auglýsingastjóri: Þorvaldur Jóhannesson. Sími 17-500 (5 línur), Askriftarverð kr. 95.00 á mánuði. Óstjórn y^rgaszka til lands og sjávar hefur leikið við ís- lendinga nú um langt skeið. Það á ekki sízt við í sjávarútvegi; með hverju ári eru sett ný met í aflabrögðum, og ekki er vandi að koma fengn- um í verð erlendis, öllu heldur eigum við í erf- iðleikum vegna þess að viðskiptavinir okkar vilja fá meira af fiski en við höfum á boðstólum. Verð- lag á útflutningsafurðum okkar hefur einnig far- ið hækkandi jafnt og þétt á undanförnum áfum og er nú í því hámarki sem engin dæmi eru um fyrr. 4. jyjaður skyldi því ætla að fjárhagsa'fkoma sjáv- arútvegsins væri með einstökum blóma þeg- ar allt leggst á eitt, sívaxandi afli og sí- hækkandi verð. En því fer sannarlega fjarri. Togaraflotinn heldur áfram að dragast sam- an og úreldast, og ekker’t’ nýtt skip bætist við, enda þótt mjög ör þróun sé í togaraútgerð með- nágrannaþjóða okkar. Hin minni skip bátaflo't- ans eiga í sérstökum vanda, og er rætt um að á næstunni muni línuveiðar leggjast gersamlega níður. Og nú nýlega hélt Landssamband ísl. út- vegsmanna aðalfund sinn og lýsti þar yfir því að óhjákvæmilegt væri að stöðva alla útgerð um næstu áramót, ef ekki fengist nýr starfsgrundvöll- ur. Komst fundurinn að þeirri niðurs'töðu að rúm- lega hálfrar miljónar króna halli yrði á útgerð 70 rúmlesta báts á næstu vetrarvertíð að meðal- tali, og yrði því óhjákvæmilegt að auka tekjur bátaflotans sem því svaraði. Einnig blasir sú ó- hjákvæmilega staðreynd við að sjómenn þurfa kauphækkun til þess að vega upp sívaxandi verð- bólguþróun að undanförnu. Sjávarútvegur lands- manna virðist semsé vera að verða gjaldþrota á sama ’tíma og hann hefur notið hinnar mestu ár- gæzku og búið við hagstæðari viðskiptakjör en dæmi eru um fyrr. | umræðum um þetta mál mun á næstunni rigna yfir almenning hvers kyns tölum, skýringum, afsökunum og réttlætingum, þar til flestir gefast upp á því að grilla gegnum skæðadrífuna. En áð- ur en til þess moldviðris kemur ættu landsmenn að átta sig á einu meginatriði. Þegar aflamet og hámarksverð á mörkuðum leiðir til þess að sjáv- arútvegurinn er að stöðvast, er skýrmgin aðeins óstjórn — óstjórn sem er svo mögnuð að hún veg- ur upp árgæzkuna og meira en það. Þetta er kjami málsins, og fram hjá honum á valdhöfunum ekki að takast að sleppa með neins konar vífillengjum. Þeir tóku að sér að stjórna landinu, til þess hafa þeir haft nægan meirihluta, og þeir ge'ta engum um kennt nema sjálfum sér. Það efnahagslega gjaldþrot sem atvinnurekendur boða jafnt í báta- útvegi sem togaraútgerð er til marks um pólitískt gjaldþrot þeirra flokka sem nú stjórna landinu; með rangri stefnu breyta þeir í sífellu árgæzku í efnahagslegan ófarnað. — m, Garðyrkjustéttin á að reka garðyrkjuskólann Garðyrkjuskóli ríkisins hefur að undanfömu verið til um- ræðu í blaði yðar og Mánu- dagsblaðinu, og langar mig, sem skólanefndarmaður, að biðja um orðið. Það er að vísu ekki eftirsóknarvert að hætta sér fram á ritvöll blaðanna, þar sem að sjálfsögð og heilbrigð gagnrýni er oftast tekin sem persónulegar árásir og vafa- samt, hvort maður sleppur ó- skaddaður, en sjálft málefnið verður að aukaatriði. Ég hugsaði því sem svo að gott væri að halda sig fyrir utan þetta allt og koma hvergi nálægt. Þann- ig hugsa sennilega allflestir garðyrkjumenn landsins, því mér finnst, að þeir hafi verið allt of afskipta- lausir um skóla „sinn“. Þrátt fyrir áhættuna, býður skyldan mér samt að taka hér til máls. Lengst af hef ég verið ó- sammála skólastjóra umrekstr- artilhögun Garðyrkjuskólans. Skólinn rekur nú stærstu garð- yrkjustöð landsins, en það þjónar ekki tilgangi mennta- stofnunar. Verkleg kennsla, sem tíðkuð hefur verið um árafjölda í Bandaríkjunum á þessu skólastigi og aðrar þjóð- ir eru smátt og smátt að taka upp og má þar helzt nefna Norðmenn og Breta, samrým- ast ekki því, að skóli eigi að hafa á hendi stórrekstur (Busi- ness). Látum okkur íhuga þetta nokkuð nánar. Sjómannaskól- inn rekur ekki stærsta togara- flota eða kaupskipaflota lands- ins, sem á að standa undir rekstri þess skóla. Iðnskó’linn rekur ekki stærsiu verkstæði landsins, sem eiga að standa undir rekstri þeirrar stofnunar. Nú get ég ekki hugsað mér kennslu í garðyrkju öðruvísi en að saman fari bóklegt og verklegt nám samtvinnað. Til þess þarf gróðurhús hæfilega stór, þar sem að kennsla getur farið fram óháð fjárhagsaf- komu stofnunarinnar. Þrátt fyrir öll sín gróðurhús, hefur garðyrkjuskólinn aldrei boðið nemendum sínum upp á þessa aðstöðu. Samvinna garðyrkjuskólans og garðyrkjustéttarinnar hefur frá upphafi verið nánast því engin. Hér er meinsemd sem á sínar orsakir og verður aðupp- Eftir Jón H. Björnsson magister ræta. Skólastjóra hefur verið kennt um. Fyrirfram varskóla- stjóra og skóla hans illa tekið af garðyrkjustéttinni vegna smáborgaraháttar. Eðlilega varð það því baráttumál skóla- stjóra að koma á fót garð- yrkjustöð, sem staðið gæti undir skólanum og gert hann óháðan garðyrkjustéttinni og ríkisvaldinu. Miðað við vel- megun garðyrkjunnar á þeim árum, var þetta ekki fráleit hugmynd. Nú er þessi hugmynd samt úr sögunni, í harðri sam- keppni á vöru- og vinnuafls- markaði krefst s.lík stofnun ó- skiptara starfskrafta forráða- manns, rekstur skóla er baggi á slíkri framleiðslustofnun, hún er dæmd til þess að verða undir í samkeppninn.i. Þetta hef- ur þegar komið á daginn. Nú er skólastjóri einn af greind- ustu, duglegustu og áhugasöm- ustu mönnum, sem ég hef kynnzt og hefur orðið dýrmæta reynslu að baki. os garðyrkju- stéttin hefur eflzt og þroskazt frá því á árunum í kring um 1940. ÖHum hindrunum til samstarfs ætti því að verða auðrutt úr vegi. Langar mig nú til þess að ræða þann mögu- leika lítið eitt nánar. Garðyrkjustéttin á að reka garðyrkjuskólann með stuðn- ingi frá rfkisvaldinu. Hingað til hefur það verið ríkisvaldið sem hefur rekið skólann og garðyrkjustéttin engan hlut átt að málum. Þetta hefur orðið til þess, að garðyrkju- menn hafa oft gert vanhugs- aðar og óréttmætar kröfur til skólans um tilraunir o.fl., án þess að gera sér grein fyrir fjárveitingum eða fjárhagslegri getu skólans. Á sl. tveimur ár- um hefi ég heimsótt alla þrjá garðyrkjuskóla Danmerkur og átt persónulegar viðræður við forráðamenn þeirra, þ.e. skól- ana Beder á Jótlandi, Söhus á Fjóni og Vilvorde á Sjálandi, en það er einmitt í Danmörku sem skólastjóri Garðyrkjuskóla ríkisins hlaut menntun sína, m.a. á Vilvorde. 1 Danmörku eru það garðyrkjufélagin sem reka garðyrkjuskólana, en rík- isvaldið leggur til mest af fjármagninu til bygginga og kastar kennara eða um 70% af heildarkostnaðinum. Þar kepp- ast félagsstofnanir og garð- yrkjubændur um að gefa her- bergi, kennslutæki og annað til þess að leggja fram fjár- magn til móts við ríkisfram- lagið. Ríkið forðast að hafa afskipti af rekstri skólanna. Nú ætla ég ekki að orðlengja frekar um hverjar breytingar til batnaðar það myndi hafa, ef garðyrkjufélögin tækju að sér rekstur Garðyrkjuskólans, heldur langar mig til þess að biðja menn að íhuga það sjálfa. Garðyrkjufélögin í landinu eru þegar nokkur að tölu, má þar fyrst nefna Garðyrkjufélag ísl., en það er félag áhugafólks um garðyrkju og eiga þar athvarf m.a. kennarar, ráðunautar og aðrir, sem ekki eiga aðgang að hagsmunafélögunum, en þau eru Félög garðyrkjubænda sem eru þrjú og hafa með sér samband, Félag garðyrkjuverk- taka, Félag garðyrkjumanna, sem er launþegafélag og Sölu- félag garðyrkjumanna. Þá vaknar sú spurning um hvað eigi að gera við garð- yrkjustöð skólans, ef hún er óþarflega stór til kennslu. Á- lit mitt er það að taka eigi hana undir tilraunastarfsemi eins fljótt og efni og aðstæður léyfa. Sammála er ég skóla- stjóra um það, að kennarar eigi jafnframt kennslu að starfa að sínum hugðarefnum á rann- sóknar og tilraunasviðinu og vera ráðunautar garðyrkju- manna, þannig yrðu þeir tengi- liður skóla og garðyrkjumanna og vissu á hvem hátt þeir ættu að fræða nemendur sína. Við skólastofnunina sjálfa ætti fyrst og fremst að framkvæma undirstöðutilraunir, sem ekki krefjast óviðráðanlegs fjár- magns og færa slíkar tilraunir síðan út í garðyrkjustöðvarnar til framhaldsathugana á breið- ari grundvelli. Þrátt fyrir kennslugróðurhús og tilrauna- gróðurhús er sennilegt, að enn yrði garðyrkjustöð skólans 6- þarflega stór, væri þá athug- andi hvort ekki mætti hlaupa undir bagga með Atvinnudeild háskólans, Rannsóknarráði rík- is.ins eða Skógrækt ríkisins. Heyrt hef ég að til standi að bvggja nokkur gróðurhús á Keldnaholti og að Mógilsá. Án þess að ég sé nægilega kunnug- ur til þess að dæma þar um, þá gæti ég samt trúað, að þeir aðilar geri sér tæpast grein fyrir, hvað það tekur að reka gróðrarstöð sem þarf að hafa fast starfslið til „gegninga" ef ég mætti orða það svo. Við Garðyrkjuskólann er, sem betur fer, þegar fyrir hendi grund- völlur fyrír alla tilraunastarf- semi í landinu, sem þarf á gróðurhúsum að halda. Skólastjóri Garðyrkjuskólans hefur létið þau orð falla, að garðyrkjan væri nú f öldudal. örðugleikar garðyrkjunnar eru Framhald á 9. síðu. Poul Reumert safnaðiog gaf út ENDURMINNINGAR „EitthvaS hlýíur að vera til, serh er svo unaðsscelt að ekki verði 'sagt með orðum." Þessar Iínur úr ritum Sören Kierkegaards hafa ekki fariÖ mér úr huga frá þeirri stund er ég ákvaS að gefa út hinar auðugu og fögru, en alitof fáorðu œviminningar, sem Anna Borg lét loks tilleiðast fyrir heiðni mína að láta skrá.... Enda þótf ég sleppi mörgum skýrUm og skarplegum og hnyttilegum markvissum ummœlum um menn og atvik, er ég þess fullviss að orð Onnu Borg muni samt veita oll- um sem þau Iesa, ekki aðeins ánœgju og gleði, heldur einnig annað og mikilsverðara — eitthvað óskýranlegt og dýrmœtt. Pouí Reumert, úr formálsorðum bókarinnar. Poul Reumert vildi ekki taka greiðstu fyrir réttinn til að gefa Endurminningar Onnu Borg út á Islandi. Höfund- arlaunin, ákveðin upphœð af hverju seldu eintaki bók- arinnar, renna óskipt í Minningarsjóð Stefániu Guð- mundsdótfur, móður Onnu Borg, og munu því verða ungum Islendingum til styrkfar er þeir leifa út á lista- brautina, — og reyna að feta í fótspor dáðustu lista- konu íslands, leikkonunnar Önnu Borg. ENDURMINNINGAR ÖNNU BORG er fögur bók og ríkulega myndskreytt. Hér er verðug gjöf til unnustu, eiginkonu eða móður.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.