Þjóðviljinn - 15.12.1965, Qupperneq 5
MHtaM
Eitt vítakast var dæmt á Rússa í síðari landsleiknum Jjeirra við íslendinga í fyrrakvöld, en því
miður tðkst Gunnlaugi Hjálmarssyni ekki að skora mark úr úr því, markvörðurinn sovézki varði.
— Ljósm. Þjóðv. A.K.
íslenzkur handknatt-
leikur er þjóðlegur!
segir Valerij Zelenov, leikmaður í sovézka landsliðinu
Fréttamaður Þjóðviljans hitti
í dag að máli rússneska hand'
knattleiksmanninn Valeri Zele-
nov og spurði fyrst hvernig
honum litist á leik Islendinga.
Hann svaraði að þessir leik-
ir' 'hefðu verið' mjög ánægju-
legir fyrir sovézka liðið og þó
sérstaklega óvenjulegir. Hefðu
sovézku liðsmennimir eiginlega
alveg ruglazt í ríminu fyrst i
stað — en einsog kunnugt væri
gætu þeir einnig leikið harka-
lega ef út í það væri farið.
Sérstaklega hefði seinni leik-
urinn verið hörkulegur og hafi
dómarinn staðið sig með mikl-
um , ágætum í .þeim darradansi,
Aldeilis sagði hann að sovézku
leikmönnun.um hefði komið
spánskt fyrir sjónir leikaðferð
íslendinga og væri þetta líklega
einhver sérstök þjóðleg leikað-
Danskan símvirkja
yantar 3ja-—4ra herbergja íbúð í byrjun
janúar n.k. Upplýsingar í síma 11000.
Póst- og símamálastjómin.
^■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■•■■■■■■■•■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■•■■■■•■■■■■•■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■•■■g
■ ■
■ ■
■ ■
■ ■
■ ■
■ ■
: Mitt irmilegasta þákklœti 'fœri ég öllum sem
■ ■
heiðruðu mig á sextugsafmœli mínu hinn 1. des-
ember síðastliðinn með gjöfum, heimsóknum og
vinarkveðjum.
■ ■
■ ■
■ ■
■ ■
Guð gefi ykkur öllum gleðileg jól.
BENEDIKT GUÐLAUGSSON
Víðigerði.
* ■
• ■
^^^•■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■•■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■•■■■■■■■■■•■■■■■■■■■■■■■^
ferð. Hann nefndi til skýringar
máli sín.u, að í viðureignum
þeirra við Dani og Svía hefði
yfirleitt verið hægt að sjá og
spá í gerðir þeirra en hraði
og örar skiptingar íslendinga
hefðu orðið til þess að skot
frá þeim komu oft einsog
skrattinn úr sauðarleggnum.
1 sambandi við Svía og Dani
sagðist hann álíta íslenzka
liðið leika af miklu meiri hörku.
Liðinu taldi hann einkum til
ágætis að það réði mjög vel
við þoltann og héldi honum
lengi, einnig léku fslendingar
af meiri hraða en sovézku leik-
mennirnir.
Hann sagði að íslenzkir ledk-
menn væru hugdjarfir, en eins-
og áður er getið lýtti harkan
mjög leik þeirra.
Um einstaka leikmenn vildi
hann lítið segja en sagði að
sér litist mjög vel á Hörð
Kristinsson og markmaðurinn
hefði _ verið ágætur.
Um úrslitahorfur í leik Dana
og íslendinga í vetur vildi hann
fáu spá, taldi liðin jöfn og
myndu úrslit ekki ráðast fyrr
en á síðustu mínútum leiks-
ins.
Hins vegar kvaðst hann þess
fullviss að fslendingar myndu
sigra Pólverja með glans.
Ekki vildi hann segja að út-
haldsleysi íslenzka liðsins hefði
ráðið úrslitum í leiknum í
fyrrakvöld, sér fyndust íslend-
ingamir sterkari og betur
þjálfaðir en þeir sovézku, hins
vegar hefði sovézka liðið ver-
ið miklu einbeittara f sigur-
vissu sinni, sem þeir hefðu ekki
Blómaskálinn við
Nýbýlaveg
TILKYNNIR
Jólasalan í fullum gangi.
Skreytingar allslconar. * Skreytingaefni.
Gjafavörur við allra hæfi. * Gerviblóm
í miklu úrvali, mjög ódýrt.
Eitthvað fyrir alla — Gott verð — Góð
þjónusta. — Komið og skoðið.
OPIÐ ALLA DAGA TIL KLUKKAN 10.
— siða 5
Einn sovézku leikmannanna hefur fcngið knöttinn óvaldaður inni á línu ok engum vörnum verð-
ur við komið. — Ljósm. Þjóðv. A.K.
misst jafnvel þó mjög illa liti
út á tímabili.
Hann sagði að þeir hefðu
vitað að leikurinn yrði mjög
erfiður og því reynt að búa sig
undir hann eftir þvi.
Hann sagði að sovézka lands-
Iiðið hefði ekki getað æft
saman af krafti nema um 10
daga áður en þeir fóru til
Norðurlanda að þessu sinni.
Þá væri meistaramóti Sovét-
ríkjanna í hand'knattleik ný-
lokið, og það væri einsog mjög
drægi úr kröftum allra eftir
það mikla andlega og líkam-
lega álag.
Hann sagði handknattleik
vera mjög unga íþróttagrein í
Sovétríkjunum og hefðu til
dæmis aðeins fimm sinnum
farið fram meistaramót í land-
inu.
Hins vegar væri áhugi ört
vaxandi og stæði það í beinu
sambandi við það, að leikmenn
eru orðnir betri en fyrst var
og sýna betri leik, sem fólk
flykkist þvl til að horfa á.
Mestur væri áhuginn á hand-
knattleik í Kaunas í Lithauga-
landi og Grúsíu, en þar væri
íþróttin í öðru sæti, næst á
eftir fótbolta.
Einnig væri mikill áhugi í
heimaborg hans Zaporosje og
væri lið þeirra nú í þriðja sæti
í Sovétríkjunum.
HAPPDRÆTlI ÞJ0ÐVILJANS
býður yiur tækiJærii
Ef þér hafið heppnina með yður, getið þér orðið eigandi að
þessari glæsilegu bifreið.
sem er SKODA 1000 MB,
*
Tryggið yður því miða strax í dag.
*
DREGIÐ 24. desember.
Skiladagur í dag
Þið sem hafið tekið miða til sölu,
vinsamlegast gerið skil sem fyrst.
Skrifstofan að Skóla-
vörðustíg 19 er
opin frá kl. 9 til 6
sími 17-500.
*
GERIÐ SKIL